Dagur - 30.04.1952, Síða 2
2
DAGUR
Miðvikudaginn 30. apríl 1952
FrjáSs ssmfök gefa aukið skiining
fólks á giidi ferðamannamófföku
Fyrir nokkrum vikum gerði
Dagur það að tillögu sir.ni að
írjáls samtök borgaranna hæí-
ust handa um ýmsar umbætur til
þess að auka möguleika þessa
bæjarfélags til móttöku ferða-
manna.
Ætlunin var ekki að stofna
hlutafélag um þetta mál eða
hvetja til áhættusams atvinnu-
reksturs. Það, sem hér var haft í
huga var aðeins það, að orðin eru
til alls fyrst. Blaðið hefur þá trú,
að frjálsar umræður um málefni
geti leitt af sér ýmislegt gagnlegt
og þegar sé nógu langt gengið að
varpa öllum áhyggjum um fram-
kvæmd mála upp á ríkis- og bæj-
aryfirvöld. Athuganir margra
manna geta fætt af sér gagnlegar
framkvæmdir. Betur sjá augu en
auga. Hér var lagt til að nokkrir
aðilar stofnuðu nefnd til þess að
vinna að framgangi ferðamanna-
málanna, reyndu að leiða þau í
réttan farveg og hlynna að stuðn-
ingi við þau sem víðast að. Enn
sem komið er hefur þessi tillaga
lítinn byr fengið. Það er eins og
menn vilji líta á þessi mál út frá
þeim sjónarhóli, að þarna sé verk
efni fyrir ferðaskrifstofuna og
hóteleigendur. Oðrum kom þetta
ekki við. En þetta er á mesta mis-
skilningi byggt. Öllum kemur
þetta mál við. Eins og sakir
standa virðast ekki aðrir mögu-
leikar til atvipnureksturs og fjár-
öflunar betri en þeir, sem tengdir
eru ferðamannamóttöku. Það eru
að renna upp nýir tímar á þessu
sviði. Ef menn átta sig á þeim í
tíma, geta þeir orðið landi og
þjóð til blessunar. Ef menn halda
að sér höndum fljóta fjármunirn-
ir fram hjá okkar ströndum og
lenda í höndum annarra.
Ferðalög aukast.
Það má enn minna á þá stað-
reynd, að í mörgum Evrópulönd-
um var hæsti dollaratekjuliður-
inn frá móttöku ferðamanna á sl.
ári. í ár búa þessar þjóðir ^ig
undir að taka á móti fleira fólki
en nokkru sinni fyri'. Á þessu
sumri munu fleiri amerískir
ferðamenn gista Evrópu en í
t’yrra. Það er hin nýja ferðaáætl-
un flugfélaganna, sem þessu
veldur. Amerískur millistéttar-
maður getur nú, bæði tímans og
fjármunanna vegna, létt sér upp
í Evrópuför. Hið sama gildir um
marga Evrópumenn, og um suma
þeirra, eins og t. d. Breta, er það
að segja, að þeir mundu heldur
koma til íslands en annarra landa
:í sumar vegna gjaldeyrisákvæða,
ef þeir ættu þess kost. Með öllu
þessu fólki flýtur mikið fjár-
magn, ekki aðeins til gisti- og
matsölustaða, heldur og til ann-
arra aðila, sem upp á eitthvað
hafa að bjóða. Þetta fé getúi' orð-
ið atvinnuleg lyftistöng í bygg’ð-
arlögum eins og þessu, ef rétt er
á haldið.
Möguleikar Akúreyrar.
En hvernig er rétt á haldið? Um
það munu e. t. v. verða skiptar
skoðanir. Nokkurn leiðarvísir er
að fá í fyrirspui-num ferðamanna
um iyrirgreiðslu á viðkomandi
stöðurn. Þelr spyrja um skíða-
ferðir, íjallgöngur, golfiðkanir,
lax og siiungsveiði, skemmtisigl-
ingar, útreiðar o. s. frv., auk þess
sem þeir vilja vita um kostnað við
gistingu og greiðakaup og þæg-
indi, sem í boði eru. Eins og sakir
standa er litla sem enga fyrir-
greiðslu hægt að veita þéim féi'ða
löngum, sem hingað sækja í þess-
um efnum. Ef breyting yrði á því,
mundi ferðamannastraumur hing
að aukast. Hér eru möguleikar til
þess að taka á móti mörgu fólki,
á hótelum bæjarins og í heima-
vistarhúsi M. A. og Kvennaskól-
anum, ef þessar stofnanir væru
reknar sem sumargistihús. Ef
Akureyri gæti orðið ferðamanna-
miðstöð sú, sem efni standa til,
mætti hugsa sér að miililanda-
flugvélar kæmu beint frá útlönd-
um á nýja flugvöllinn í Eyja-
fjarðarárhólmum .eða að skem'mti
ferðaiÉip TiéfSú "héf ft'olácra við-
dvöl og jafnvel að okkar eigið
skemmtiferðaskip — Gullfoss —
hefði annáð slágið ááétlún frá út-
löndum upp að Austurlándinu og
kæmi við hér á leiðinni til Reykja
víkur.
Gildi almenningsálitsins.
Engin frjáls samtök sem þau,
sem hér er lágt fíl að stofná,
mundu köma slíkri' breýtingú á' í
náinni framtíð. En þau gætu
stuðlað áb því ;að vekja álmerjn-
ingsáhtið tyrir gildi 'féfðámáhna-
málanna. Þau gætu unnið að því
að opinberir aðilar vöknuðu til
skilnings á því, að það er framtíð-
ar hagsmunamál fyrir bæinn t. d.
að hér sé góður golfvöllur, að-
staða til lax- og silungsveiða,
skemmtisiglinga, skíðaíþrótta upp
til fjalla o. s. frv. Þau gætu í ein-
stökum tilfellum e. t. v. ýtt undir
að haíizt væri handa um endur-
bætur. Þeirra aðalhlutverk væri
að auka skilning fólksins á mikil-
vægi þessara mála og möguleik-
um þeim, sem eru tengdir ferða-
mannamóttökunni. Hér á við
kenning Emefsons: Það sem
óframfærinn unglingur. sér í
draumsýn og ber fram af hálfum
huga í dag og þykir fjarstæða af.
þeim, sem eidri eru, verður að
nokkrum áratugum liðnum orð-
inn veruleiki.
Hver hirðir uppskeruna?
Enginn efi er á því, að ísland á
stórþostlega framtíð fyrir hönd-
um sem ferðamannaland. Það er
því engan veginn of snemmt að
hefjast handa til undirbúnings.
Þótt draumurinn þyki fjarlægur
nú, verður hann orðinn veruleiki
fyrr en varir. Það verða þeir
framsýnu, sem þá hirða beztu
uppskerunn. Því ékki að leggja
j gi'undvöll að því strax, að sú
uppslccra falli okkur í skaut?
STUTTU MÁLI
BORGARBÚAR í Odense á
Fjóni hafa komið sér upp leik-
húsi með hringsviði og eru
stoltir af því. Það bar til þar
nti á dögunum, er verið var að
sýna „Leðurblökuna“ eftir
Strauss, að leiksviðið fór að
hringsnúast þegar það átti að
vera kyrrt. Hraðar og hraðar
snerist kringlan og hinar
furðulegustu myndir blöstu
við áhorfendum — senur frá
dansleikjum og fangelsi og sitt
hvað fleira, sem ekkert átti
skylt við Leðurblöku Strauss.
Eftir nokkra snúninga tókst að
stöðva leiksviðið og halda sýn-
ingunni áfram. Ætlunin er að
sína Leðurblökuna á hring-
leiksviði Þjóðleikhússins í
Rvík og vonandi tekst betur til
þar.
★
FISHING NEWS í London
birtir íslandskort nú nýlega og
hina nýju landhelgislínu, en
svo undarlega er þetta kort
gert. að engin landhelgi er þar
sýnd umhverfis Gríinsey, enda
þótt hringur sé dreginn um
aðrar eyjar.
ÞETTA BREZKA fiskveiða-
blað, Fishing News, lætur sér
tíðrætt um landhelgismál ís-
lands nú sem fyrr og birtir
ummæli margra forvígis-
manna í sjávarútvegsmálum
Breta um nýju landhelgina.
Eru þau ummæli öll fremur
óvinsamleg og sum beinlínis
fjandsamleg. T. d. leggur for-
maður togarayfirmannafélags-
ins í Hull eindregið til að Is-
lendingar verði beittir refsiað-
gerðuin vegna landhelgismáls-
ins. Vill hann að verkanienn
'og kaupmenn heiti að hafa
nokkuð með ísienzkan fisk að
gera og brezk fyrirtæki neiti
að hafa umboð á hendi fyrir
íslenzk skip.
★
NÝLEGA kora út í Banda-
ríkjunum bók um ævi Tru-
mans. Styðst hún mjög við
dagbækur forsetans og er því
að verulegu leyti rituð af hon-
um sjálfum. I bók þessari seg-
ir Truman m. a. frá Moskva-
fundi utanríkisráðherranna
1945 og viðskiptunum við
Rússa. James Byrnes var þá
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna og sat Moskvafundinn.
Segir sagan að upp úr hafi
slitnað milli forsetans og Byr-
nes eftir þennan fund, því að
Byrnes hafi viljað vera helzt
til sjálfráður um allt og lítt
spurt Truman ráða. Byrnes
hefur nú svarað ýmsum atrið-
um í bók Trunians, í grein í
víðlesnu tímariti. Andmælir
liann þar því, að nokkuð hafi
borið á miili í utanríkismálun-
um, heldur hafi slitnað upp úr
milli þeirra síðar út af innan-.
ríkismálimi, eftir að Bymes
var orðinn fylkisstjóri í Geor-
gíu. Héit hann þá hvassa
ádeiíuræðu á innanlandsmála-
stefnu forsetans. Þa fékk hann
bréf frá Truman, segir Byrnes
nú, og þar sagði ::vo: „Síðan
eg heyrði ræðuna þína.. . .
þykist eg vita hvernig Cesari
hefur vcrið innanbrjósts þegar
hann sagði: Og þú líka, harnið
mitt Brútus “ Byrnes seg-
ist hafa skrifað Truman, og
sagt þar, að samanburðurinn
væri ekki geðfelldur eða réttr
látur. I því bréfi hafi hann
r-agt: „Eg vona að þú haldir
ekki áfram að hugsa um mig
sem Brútus, því að eg er eng-
inn Brútus. Og eg vona að þú
Siaidir ekki á'ram að hugsa um
sjá'fan þig eins og Cesar, því
að þú crt cnginn Cesar. Mcð
kærri kveðju og beztu óskum
um heilsu þína og hamingju,
er eg þirni einlægur Jamcs F.
Bymes.“
Dagskrárroál landbúnaðarins:
Hvenær er heppilegast að dreifa
tilbánum áburði?
Mörg eru störfin, scnt biða bændat
og bfiandi manna í sveitum lands-í
ins, þegar snjóa leysir á þessuni'
tíma árs, tún og garðar þorna og
verða klakalausir.
Til þess að tryggja góðan gras-
vöxt og niikla heyöflun af túnun-
um, þarf að sjá Jieim fyrir góðum
áburði. Það er likt með túnin og
búféð, Skorti túnin næringarefni —
húdýraáburð og tilbúinn áburð,
verður allur grasyöxtur lítill og
spretta sein — túnin spretta illa,
segja menn, enda Jiótt bóndinn hafi
sjálfur ráðið þar miklu um í sam-
bandi við áburðarnotkun. Enginn
undrast, þótt svín stækki litið, ef
þau fá aðeins hálfa gjöf, og því síð-
ur finnst mönnum það tiltökumál
að kýr mjólki litið, ef þeim er t. d.
gefið helmingur þess fóðurs, sem
eðlilegt má teljast. Telja má þenn-
an skilning almennan, hvað snertir
mannfólk og biifé, en aftúr á móti
vantar mikið á að mönnum sc jafn
ljós skilningur á þörfum túngras-
anna, og að þau eru ekkert annað
en lifandi verur, sem gera ákveðnar
kröfur til lífsviðurværis. Það er eitt
af hiifuðviðfangsefnum ræktunar-
mannsins að skilja Jiarfir túngras-
anna og hagnýta sér vaxtargetu
þeirra til hins ýtrasta.
Þótl veðurfar ráði oft miklu um
grássprettu, bæði hér á landi og
annars staðar, er tilbúni áburður-
inn ásamt lnisdýraáburðinum sá
„faktor", sem nú ræður-mestu um
grásvöxt, enda hefur notkun hans
aukizt-jafnt og þétt, þrátt fyrir stór-
hækkað verð. •
Að þessu sinni verður aðeins rætt
um eitt atriði í sambandi við tilbú-
inn áburð, en ]>að er dreifingar-
tími.
Um kalí og fosfórsýru er- það að
segja, að litlu máli skiptir, hvort
|>essar áburðartegundir eru bornar
á t. d. að hausti, þegar jiirð er Jdð
eða að.vori. Þó verður að telja eðli-
lcgra að bcra þennan áburð á að
vorinu, bæði af því að bændurnir
liggja ekki með ábiirðarbirgðir frá
ári til árs og lfka af hinu, að tilbúni
áburðurinn kemur sjaldan til lands-
ins fyrr en seinni hluta vetrar.
Vorið er áreiðanlega heppilegasti
tími tii að bera kalí- og fosfórsýru-
áburðinn á iill garðlönd, og einnig
má segja, að eðiilegast sé að bera
þennan áburð á túnin að vorinu,
Jiótt tilraunir bendi til Jiess, að litlu
máli skipti á hvaða tíma árs Iiann
er borinn á, bara ef jörðin er þíð
svo að liann geti leyzt upp og kom-
izt niður í jörðina, J>ví ])á tapast
hann ekki. Þessi áburðarefni bind-
ast svo fast í jarðveginum, að með
jarðvatni skolast Jiau ekki burtu.
Um köfnunarefnisáburð er öðru
máli að gegna. Yfirleitt má segja,
að allan köfnunarefnisáburð sé
betra að bera á að vorinu heldur
en aðra tíma árs. Þó sýna tilraunir,
að sitekjnn — brennisteinssúrl amm-
óniali — getur varðveitzt í jarðveg-
inum, þótt jiað sé borið t. d. á tún
að haustinu, því að Jiessi tegund N-
áburðar binzt í jarðveginum á lík-
an hátt og kalí og fosfórsýra.
Engin tegund saltpéturs Jiolir
hins vegar liaustbreiðslu. Vor- og
BJÖRGUNARSKIPIÐ Steen
bok hefur eftir langa leit
fundið flakið af kaupskipinu
„Grosvenor“, sem sökk undan
strönd Afríku árið 1782, Skip-
ið var á leið til Bretlands frá
Indlandi og flutti ínikla fjár-
sjóði. Menn gera sér vonir um
að takast megi au bjarga ein-
hverju af fjársjóðxun þessum.
Meðal þéirra'éiga að vera dýr-
mætir indverskir gripir, gim-
steinar og gull.
umarbreiðslan eru einu aðferðirn-
r, sem til greina koma mcð salt-
pétur.
Tilraunir hafa sýnt, að grasvöxt-
ur túna er nokkuð háður því, hve-
nær að vorinu saltpétrinum er
dreift á túnin.
Hér í Tilraunastöðinnþ er verið
að gera tilraun með mismunandi
dreifingartíma á ammoníum-nitrati
(33.5% N), en það er sá áburður,
sem nýja áburðarverksmiðjan á að
framleiða.
Tilraun Jiessari hefur verið hagað
þannig, að áburðartímarnir hafa
verið fjórir og á milli Jieirra 8—10
dagar.
Meðaltal áranna 1949, 1950 og 1951
hefur verið þetta:
1. áburðart. 69.6 hestar af ha.
2. - 63.4 --
3. - 63.0 --
4. _ 60.0 --
Arið 1949 var I. áburðartími 19.
maí, árið 1950 3. maí og árið 1951
10. maí.
Áburðartímarnir liafa því sveifl-
azt nokkuð til frá ári til árs, og
ræður þar koma vorsins. Fyrsti á-
burðartíminn á hverju vori hefur
verið valinn, Jiegar túnin hafa verið
byrjuð að Jiiðna, eða 4—6 Jnimlung-
ar á klaka. Virðist svo, af jiessari
tílraun, að beztur árangur fáist eftir
saltpéturinn með Jiví-að bera hann
á strax og jörð fer að Jriðna og gróð-
ur fer að lifna.
Mismunur á Jiessum fjórum á-
burðartímum er ekki mikill, en
hann bendir þó ótvírætt í þá átt,
að enginn hagn rsé að'þv'í að draga
fram eftir vori að bera saltpétur á
tún. Því ættu menn að byrja á dreif-
ingu saltpéturs um leið og túnin
taka að þorna og Jjiðna, með Jjví
fæst venjulega mcira hey fyrir hvern
áburðarpoka. Það má nota tímann
til áburðardreifingu áður en aðal-
annríki vorsins hefst, t. d. á þessu.
vori, þar sem nú er hagstæð tíð um
meginhluta landsins.
Tilbúni áburðurinn mætti gjarn-
an komast allur á túnin 10.—20. maí
að Jjessu sinni.
Með þvl að bera saltpéturinn
snemma á, verður sprettan örari og
sláttur getur liafizt fyrr og nýting
heyja getur orðið betri.
Skemmtilegt hefti
af „Heima er bezt“
Blaðinu hefur nýlega borizt
skemmtilegt hefti af hinu vin-
sæla, þjóðlega heimilistímaritið
„Heima er bezt“, sem Jón Björns-
son skáld stjórnar. Tók við af
Vilhj. S. Vilhjálmssyni um sl.
áramót. f þessu hefti er m. a.
þetta efni: „Eg er náfrænka hans
Þorgeirsbola", viðtal við Guð-
rúnu Jónatansdóttur frá Sauðár-
króki, „Hungur“, smásag'a eftir
Sigurjón frá Þorgeirsstöðum,
„Drottning borganna", frásögn af
lífinu í Miklagarði á keisaratím-
anum, grein um hreindýr sem bú-
fénað, með mörgum fallegum
myndum af íslenzkum hreindýr-
um, „Ferð til Þóismeikur“, eftir
Jóh. Ásgeirsson, þáttur af Villa
Hansarsyni eftir Benjamín Sig-
valdason, ýmsar frásagnir, ævin-
týri og fleira efni til skemmtunar
og fróðleiks. Heima er bezt kost-
ar aðeins 7 kr. heftið, og kr. 67
árgangurinn, 12 heftin. Það fæst
hjá bóksölum eða beint frá af-
greiðslunni, póshólf 101, Reykja-
vík.