Dagur - 30.04.1952, Page 5
Miðvikudaginn 30. apríl 1952
DAGUE
5
Söngskemmtun ingibjargar
Sfeingrímsdóffur
Verðlag fyrr og mi -
Hugleiðingar gamaís bónda
Síðastliðið föstudagskvöld hélt
ungfrú Ingibjörg Steingrímsdótt-
ir söngskemmtun í Nýja-Bíó, meS
aðstoð dr. Victors v. Urbancic.
Er þetta í fyrsta skipti, sem ung-
frúin hefur látið til sín heyra hér
í bænum síðan hún kom heim frá
námsdvöl sinni erlendis, og mun
mörgum hafa leikið forvitni á að
hlýða á söng hennar, enda var
aðsókn sæmileg ,en hefði þó rnátt
vera betri, þar sem ein af dætr-
um Akureyrar á hér í hlut. Ann-
ars er meira um það vert, að allir
sem konsert þennan sóttu munu
hafa farið þaðan vel ánægðir og
er það skjótast af konsertinum að
segja, að hann fór fram með
prýði. Það var fyrirfram vitað, að
Inga er söngvin af Guðs náð, enda
kom það víða í ljós í lagrænni og
dramatískri túlkun, einkum virt-
ist hún vera vel heima hjá sér í
lögum þeirra Kjerulfs og Sibeli-
usar. En auk náttúrugreindar
hefur ungfrúin tileinkað sér
nærri undra vel, glæsilegan stíl í
tónmyndun og framsetningu og
getur fyrir því sómt sér hvar í
heimi sem er.
Ungfrúin hefur blæþýðan
mezzo-sópran, og nýtur sín bezt
á því sviði og veikum söng yfir-
leitt, sem hún flytur með ágæt-
um, nægir í því sambandi að
nefna Synnöves sang eftir Kjer-
ulf, sem hún túlkaði snilldarlega,
og fleira í svipaðri tóntegund.
Hins vegar verður varla það sama
sagt um hærri tónana, nema hvað
stílsmáti hennar er sízt lakari á
því sviði. En á hærra sviðinu,
einkum á sterkum tónum, var
ekki örgrannt um hlaðspretti og
sviftingar (forzar la voce) og
nægir í því sambandi að nefna:
„Sortnar þú ský“ eftir Emil Thor-
oddsen. Annars er það lag raunar
ekki annað en lítilhæft hnoð og
óverulegt samsafn af fjarskyldum
óhljóðum, en því þá að vera að
leggja sér slíkan andskota til
munns?
Eins og fyrr getur annaðist dr.
Urbancic undirleikinn og gerði
það af afburða snilld, er hann og
sómi, og ætti að vera stolt sinnar
stéttar. Finnst mér því meira um
hann vert, sem ég kynntist hon-
um betur, og eg hika ekki við að
fullyrða, að síðan Jónas Helgason
leið, hefur enginn þjónað ís-
lenzkri tónmenningu af einlægari
áhuga og dugnaði en dr. Urbanc-
ic. Hann er maður, sem vert er
um að tala. Þess er vert að geta,
að söng Ingibjargar var mjög vel
Unnið að snjóruðningi
á Öxnadalsheiði
og Vaðlaheiði
Vegamálastjórnin lét hefjast
handa á mánudaginn að ryðja
snjó af Oxnadalsheiði og Vaðla-
heiði og mun því verki miða vel
áfram og von til að umferð um
þessa fjallvegi geti brátt hafizt.
tekið, enda verðskuldaði hún það
fyllilega. Varð hún að syngja
nokkur aukalög og yfir hana
rigndi blómvöndum í sífellu. Við,
bæjarbúar, fögnum þessu óska-
barni okkar og árnum henni allra
heilla.
Akureyri, 28. apríl 1952.
Björgvin Guðmundsson.
Stefán Árnason
Holti við Dalvík,
SJÖTUGUR
27. febrúar 1952.
í fjallanna mjúka faðmi
fyrir löngu ertu borinn.
Kannski þau eig’ ennþá
ítök í sál þinni á vorin.
Þá verður þú aftur ungur
og unir á fornum slóðum.
Við leiki, söngva óg sólskin
með sveinum og björtum fljóðum.
Liðu svo æskuárin
við ýmislegt mátti kætast,
þótt viðfleygar æskuvonir
vildu ekki allar rætast.
Löngum í fjallaferðum
fannstu hið mesta yndi.
En oft var þrekraun að þramma
í þéttingsófærð og vindi.
Heldur hávaðalítið
hefurðu æfiveginn
gengið með góðum vinum.
Glaðst og notið og þegið.
Þótt margt vildi blása móti,
má ekki vera deigur.
Og hvernig, sem lífið lék þig,
löngum varstu þó seigur.
Mættir skini og skúrum
með skilningi á lífsins gátum.
Áttir samleið með ýmsum
ungum sveinum og kátum.
Eg man það frá æskuárum,
að enginn var betri gestur.
í fábi-eyttu fjallalífi
mér fannst þú eins konar prestur.
Því margt var í fari mannsins,
er minnti á sumarblæinn.
í vetrarins kulda og kólgu
þú komst með sólskin í bæinn.
Af alhug þér vil eg þakka
þýða og góða kynning.
Marga í hug og hjarta
hlýja geymi eg minning.
Stjórnmálagarpirnir stæla,
og styrjaldir geisa enn.
Sjá, þú ert sjötugur orðinn
og sáttur við guð og menn.
Kunningi.
Góður barnavajín
£5
til sölu.
Upplýsingar í-síma 1326.
Sjötugsafmæli
Þormóðs Eyjólfs-
souar
Þormóður Eyjólfsson ræðis-
maður í Siglufirði varð sjötugur
15. þ. m. og hefur hans af því til-
efni verið minnzt í sunnanblöð-
unum og útvarpinu, og þó aðal-
lega í Siglufirði, sem eðiilegt er,
því að þar hefur hann lengst og
mest starfað og er þjóðkunnur
fyrir forustu sína í atvinnu- og
menningarmálum Siglfirðinga. —
Hér verður saga hans ekki rakin,
en hún er samtvinnuð atvinnu-
og menningarsögu síldarbæjarins
um langt árabil. Þormóður
starfaði þar að málefnum bæjar-
ins í bæjarstjórn, hafnarnefnd,
skattanefnd, sóknarnefnd o. fl.
slíkum stofnunum um langt skeið,
gegndi umboðsmannsstörfum
fyrir fyrirtæki eins og Eimskipa-
félag íslands, Brunabótafélagið
og Sjóvátryggingarfélagið. Var
auk þess löngum einn af förvígis-
mönnurn aukins síldariðnaðar,
skrifstofustj óri síldareinkasölunn
ar og síðar formaður stjórnar
Síldarverksmiðja ríkisins og leið-
andi kraftur. Jafnframt þessum
umfangsmiklu störfum hefur
hann lengi verið lífið og sálin í
söng- og músíklífi bæjarins og
söngstjóri Karlakórsins Vísis um
langan aldur. Siglfirðingar þökk-
uðu Þormóði störf hans m. a. með
því að leggja ríflega fé í söng-
málasjóð þann, er hann stofnaði
og á að hlynna að tónmennt í
Siglufirði, þeir gex-ðu og blysför
mikla heim til Þormóðs og frú
Guðrúnar frá Koi-nsá, konu hans,
héldu þeim veglegt samsæti og
sýndu þeim annan sóma. Fleii-i
aðilar hafa heiðrað Þoirnóð með
því að leggja fé í söngmálasjóð
þann, er ber nafn hans, m. a.
Eimskipafélag íslands.
r
- Ur bænum
(Framhald af 7. síðu).
fjarðará, en búið er að eyða fiski
í henni að mestu leyti. Yfirvöld
athuga nú hvað gera megi til þess
að lögbundin friðun árósanna sé
í heiðri haldin og stangveiðimenn
rannsaka möguleika á fiskirækt.
Allt ei-u þetta spor í rétta átt. Al-
menning'sálitið þarf að styðja
þessa viðleitni og fordæma hinn
ólöglega veiðiskap, svo að engum
haldist uppi að brjóta lögin og
eyðileggja framtíðarverðmæti.
Hjálmar 'Þorlákssan í Villinga-
dal skrifar blaðiuu á þessa leið:
EG hef ofí verið áð ráðgex'a í
huganum, að segja lítillega nokk-
ur o-rð um verð á landbúnaðaraf-
ui'ðum, skeþnum og kaupgjaldi
fyri'um, ,pg bera það saman við
•aðstæður bænda iogtiáÉkánpanna
nú.
Eg heyri talað um ao mjólkur-
vörur seljist frðmur' laklega nú,
og neytendur tala um í því sam-
bandi of dýrar vörur, og telja að
tændur geti selt.þær minna vei'ði.
Eru t. d. framarlega í þsim flokki
gamlir bændur, sem fluttir eru
úr sveitinni, og þóttust þá ekki fá
of mikið fyrir vöru sína.
En nú er engu líkara en þeim
og fleirum finnist að tilkostnaður
við framleiðsluna standi í stað, og
verðið því hækkað að óþörfu. —
Nú langar mig til að sýna hér hve
hlutföllin éru stórlega röskuð
milli ltaupgjalds óg afui'ðaverðs.
Tek eg fyrir um 20 ára bil, eða frá
því urn 1890—1910. Á því tíma-
bili var um litla breytingu að
ræða. í Skagafirði þekkti eg
kaupgjald og verðlag á þessu
tímabili, og mun það hafa verið
svipað víða annars staðar. Mesta
ái’skaup vinnumanns var þá 120
kr. Þá var 1 ærverð 12 kr. Hefði
hann því getað fengið 10 ær í árs-
kaup. Verð á hrossum var breyti-
legt. IV2 kú, í rnesta lagi, var þá
hægt að fá fyrir ársvinnu. Al-
gengast hefði þá vefið að borga
ársvinnu með 1—1V> hrossi.
Þá cr að minnast á afurðaverð-
ið. Mjólkurpottur eða lítri var þá
seldur á 10 aura. Árskaupið hefði
þá borgast með 1200 ltr. Srrxjörið,
þessi vara, sem nú þykir illkaup-
andi, var 60 aura pundið eða 120
kg. Var því hægt að borga árs-
kaup með 100 kg. Hvað væri hægt
að fá möi'g kg. nú í ái'skaup? Það
væri vert að athuga. Mér er
grunur á að þau yi'ðu allmiklu
fleiri, þó smjörið þyki dýrt. Verð
á skyri var 12 kr. tunnan (120
ltr.), en geta skal þess, að það var
ekki síað, heldur var mysunni
ausið úr, svo að með sama þétt-
leika á því þá og nú mætti áætla
verð hennar 15 kr. Þetta er til
samanburSar við skyrverð nú, og
hve mikið þyrfti af því í árskaup.
Þá er nú verðlag á mjólkuraf-
urðum komið hér, og eg veit ekki
betur, en að þær séu stórfallnar í
verði nú á móti vinnunni.
Eftir er að minnast á kjötið. —
Verð á því á áður umræddu tíma-
bili var frá 28—32 aura kg., og vil
eg því miða við 30 au. kg. Hefði
því þurft 400 kg. til að borga 120
kr. ái-skaup. Það ber og að geta
þess, að þá var að minnsta kosti
hálft magnið af kjötinu ærkjöt, og
væri það keypt nú til helminga,
þykir mér sennilegt að jafnaðar-
verð til neytenda yrði ekki yfir 12
kr. kg. Myndi þá ekki ársmaður
nú verða hálfóánægður með
4.800.00—5.000.00 kr.? Þegar
þessir framangreindu liðir eru
athugaðir, þá vii'ðist þao liggja
ljóst fyrir að bóndinn þai'f miklu
meii'a magn nú til greiðslu á árs-
vinnu en áður, og þá um leið er
það líka Ijóst, að vinnan hefur
hækkað miklum mun meira en
afurðaverðið.' — Fjái'hag'safkoma
verkafólks og neytenda nú ætti
því að geta borið sig vegna vei'ð-
lags á landbúnaðarafurðum. Það
eru ýmsar aðrar leiðir, sem stigið
hafa í verði allmiklu meir en vör-
ur bóndans. Nefni eg þar fyrst
ríkisútgj., og er þar máske ástæða
til að kvarta. Mig minnir að árið
1904 eða þegar þingið áfgi'eiddi
fjái'lög til lagningar í’itsímans,
voru útgjöld landsjóðs 800 þús.
kr. (Eg bið afsökunar, ef þetta er
rangt, þetta er aðeins eftir
minni).
Þótti það sú voða upphæð, að
andstæðingar símans töldu efa-
laust að landið færi á hausinn.
Þax-na er nú víst um allmikla
hækkun að ræða, eins og með öll
opinber gjöld.
Þá nefni eg hér 2 vörutegund-
ir, og er þar fyi-st vínið. Eg hygg
að 1 flaska nú af áfengu víni, kosti
eins mikið og tunna áður (140
ltr.) og af sumum tegundum
meira. Hitt er tóbakið. Eg er nú
varla eins fróður um verðlag á
því, en neftóbak var hér fyrr 100
—120 au. kg. Munntóbak var
venjuleg aaðeins dýrara. Þama er
þá allmikið meiri hækkun en á
vörum bændanna, og furðu lítið
um það kvai’tað, enda sem betur
fer, allmargir sem kaupa ekki
nema aðra vöruna.
Þá eru skemmtanir með svo
mörgu móti, að ómögulegt er að
nefna þar nokkra sérstaka, en all-
ar hafa þær það sameiginlegt, þ.
e. að ná í peninga. Þá eru alls
konar happdrætti, friðsömum
mönnum til ergelsis, að vísu flest
gerð fyrir einhverja starfsemi, en
þó til að ná í peninga. Þessir 2
síðustu útgjaldaliðir þekktust
naumast um síðustu aldamót.
H. Þ.
Katyn-morðin verða
sennilega kærð
fyrir SÞ
Katln-morðin verða sennilega kæ
Ei'lend blöð eru full af frá-
sögnum af stai'fi amerísku þing-
nefndarinnar ,sem vinnur að því
að upplýsa morðin á pólsku liðs-
foringjunum í Katynskógi. Þar
fundust lík 4200 pólskra foringja
og kenndu hvoi’ir öðrum um
morðin, Rússar og Þjóðverjar, en.
þau voi’u framkvæmd í marz eða
apríl 1940. Þingnefndin hefur
yfirheyrt mörg vitni, m. a. lækna
frá Ðanmörk, Sviss og víðar, sem
rannsökuðu líkin 1943. Læknar
þessir bera m. a. að þeir hafí
fundið plögg í vösum pólskra for-
ingja þama, sem hafi vei’ið ski’if-
uð í Koelze í ársbyrjun 1940, er,
í Koelze, segir í þessum fregnum.
voru fangabúðir, er Rúss'ar
geymdu Pólverja í eftir innrásins.
1939.