Dagur


Dagur - 30.04.1952, Qupperneq 7

Dagur - 30.04.1952, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 30. apríl 1952 D AGUR 7 Ráðagerðir Dana um stórkosflega blývinnslu á Áusfur-Grænlandi f fyrra var sagt frá því hér í blaðinu, að komið hefði til tals að gera Akureyri að um- hleðsluhöfn fyrir blýgrjót frá Grænlandi, er Danir hæfu þar námuvinnslu í stórum stíl. f þessari grein, sem er endur- sögð úr Samvirke, er nekkuð greint frá þessum málum öll- um, sem enn eru aðeins á mid- irbúningsstigi. Á NOKKRUM stöðum á jarð- kúlunni hefur það gerzt á síðustu árum, að steinaldar þjóðfélag hefur í einu stökki hlaupið mitt inn í vélaöld nútímans og hefur þannig á skammri stund lifað þá þróun, sem tók aldir með öðrum þjóðfélögum. Þetta fyrirbæri geta menn í dag séð í eyðimerkurrík- inu Kuwait í Arabíu. Þetta landsvæði er minna en Danmörk að flatarmáli, en þar eru auðug- ustu olíulindir heims. Arabaþjóð- in þar lifir nú framfarir og „vel- megun“, sem einna helzt líkist því, er gerðist í ævintýrinu um Aladdínslampann. Oll veraldar- gæði, er hún kýs sér, falla henni í skaut fyrir mátt olíupeninganna. Nú er í ráði að efna til ekki ósvipaðrar þróunar á öðrum slóð- um og ólíkum. Enn er ekki nema lítið vitað um þau náttúruauðæfi, sem kunna að leynast á Græn- landi. En vitneskjan í dag er samt nægileg til þess að hafinn er und- irbúningur að stórframkvæmdum norður þar, sem, er tímar líða, munu breyta lífinu fyrir íbúa þessa norðlæga landsvæðis, ekki ósvipað og hjá Aröbunum í Kuwait, að sögn þeirra bjartsýnu manna, er vinna að stofnun námu vinnslu í stórum stíl á Austur- Grænlandi. Blýfundurmn 1948. Hér er um að ræða blý- og zink-námur, er dr. Lauge Koch fann árið 1948. Þegar doktorinn sneri heim, frá landkönnunarleið angri til Meistaravíkur við Ósks arsfjörð á Austur-Grænlandi, hafði hann meðferðis margvísleg- ar, landfræðilegar skýrslur og at huganir og auk þess stóran blý- steinshnullung. Þessi hnullungur, og frásagnir dr. DKoch, varð til þess að erlendir námusérfræðing- ar voru fengnir til þess að rann- saka nánar aðstöðuna. Nú er búið að grafa göng 120 metra eftir málmæð þeirri, er dr. Koch fann. Sýnishorn hafa verið tekin á mörgum stöðum, og blý- og zink- innihald grjótsins er þegar fyrir löngu staðfest. Þar ofan á bætist, að rannsóknir sýna, að í þessari málmæð er eru málmarnir hreinni en í nokkurri annarri slíkri æð, sem nú er í notkun. I þessari einu málmæð eru 400.000 lestir af blýi og zinki. — Þetta er há tala, en þó smámunir á máli námuverkfræðinganna. — Þetta er ekki meira en stór vinnslustöð getur fullunnið á 1— 2 árum. Nei, þegar rætt er um framtíðina, verða tölumar hærri. Tíu milljón tonn! Það er álit Tala um að koma upp mikilli umhleðsluhöfn á norðurströnd íslands aravík eigi sér marga áhangend- ur. En þeir áköfustu verða að eiga nokkra þolinmæði. Jafnvel þótt unnið væri af kappi og án afláts að frekari rannsóknum og stofnun vinnslustöðva, er útilok- að að málmvinnslan sjálf geti hafizt fyrr en 1956. Og í fyrsta lagi ári síðar, mundi grænlenzkur málmur koma á heimsmarkaðinn. Tekjurnar af vinnslunni er líka í óvissu framtíðarinnar. En vonin er stór. Það kostar enn 10 millj. d. króna að Ijúka rannsóknunum á námusvæðinu og 150 milljónir verða fullnotaðar áður en málm- vinnslustöð er komin á stofn í þessum afskekkta landshluta. Með tvær hendur tómar. En það er ekki nóg að trúa því, að málmurinn sé til í nægilega stórum stíl. Það verður að finna og staðsetja þær milljónir lesta, sem eru geymdar í allt að tíu metra þykkum málmæðum undir milljónum tonna af grjóti. Þegar búið er að staðsetja málmæðarnar, er að grafa göng inn að æðunum. Þar næst er að stofnsetja vinnslustöðina og allt, sem henni tilheyrir. En það þýðir í framkvæmd fullkominn, nýtízku iðnaðarbær. Kjarninn verður málmvinnslustöðin sjálf, geysi- legt verksmiðjubákn. Þar næst rafmagnsstöð, eins og stór og þarf fyrir stóran, danskan kaupstað, og þar að auki vatnsleiðslur, veg- ir, höfn, flugvöllur og íbúðarhús a. m. k. 600 manns. Þegar frá eru taldar lóðirnar sjálfar, er ekkert að finna í Meistaravík, sem hægt er að nota til þessara fram- kvæmda. Allt efni verður að flytja frá Danmörk. Er svo hægt að starfrækja svona fyrirtæki árið um kring á þessum breiddargráðum? Þessari spurningu er hægt að svara ját- andi. Norðmenn og Kanadamenn vinna málm á svipuðum slóðum b. nattamis árið um kring. Lofts- lag og aðstaða ekki ósvipuð því, sem er í Austur-Grænlandi. En það verður enginn „wild- west“ bragur á námuvinnslunni í Meistaravík. Staðurinn er svo af skekktur, að ekki er hægt að láta tilviljun ráða þróuninni. Allt verður gert samkvæmt áætlun, öllu nákvæmlega niðurraðað löngu fyrirfram. Reynsla stórra námufyrirtækja annars staðar kemur hér í góðar þarfir. Hvað um verkamennina? Tæknilega er ekki mjög erfitt að byggja vinnslustöðina, fá til hennar vélar, tengja samgöngu- leiðir o. s. frv. Og starfrækslan sjálf ætti að geta gengið sam- kvæmt áætlun. Aðferðin er gam- alkunn og ekki erfið viðfangs. Málmgrýtið er malað og málmur inn síðan hreinsaður úr því með efnaböðum. Þetta hráefni yrði sumra. Það cr þvi ekki að undra) síáan selt á heimsmarkaðinum, þétt hreinsa málminn. En hvað um manninn, um verkamennina, sem eiga að eyða ævinni á þessum af- skekkta stað? Þarna verður ekki hægt að nota ævintýramenn. Þetta er starf fyrir trúverðuga menn, að gæta véla og áhalda. En þegar vinnudeginum lýkur í Meistaravík, getur verkamaður- inn ekki horfið til heimilis í vina- legum dönskum bæ. Þá minnir allt hann á hvar hann er staddur. Meistaravík verður aldrei falleg- ur bær. Húsin verða gerð með til- liti til hlýinda og þols, en ekki út- litsfegurðar. Umhverfið verður ekki uppörvandi. Og möguleikar til útivistár verða ekki mjög miklir fyrir aðra en þá, sem eru yeiðimenn eða skíðagarpar. Þess vegna verður að skipuleggja tóm stundaiðju verkamannanna og skapa þeim aðstöðu. Þarna verð ur að byggja samkomusali, verk stæði, bókasöfn, búðir, íþrótta- svæði o. s. frv. Baráttan við ísinn. íbúarnir í Meistaravík munu ekki oft sjá ný andlit. Siglinga- leiðin þangað er ekki opin nema stuttan tíma á ári hverju, eða fimm vikur aðeins að meðaltali Aðra tíma ársins lokar ísinn Osk- arsfirði. Og tíunda hvert ár má búast við því, að ekkert skip komizt til Meistaravíkur. Það er því augljóst, að málmvinnslan þarna þarfnast góðrar hafnar, sem er þannig gerð, að hún geti meðhöndlað geysilega mikið vörumagn á skömmum tíma. Á þeim fáu vikum, sem íslaust er, þarf að skipa út allt að 300.000 lestum af málminum, og jafn framt þarf að skipa á land öllum nauðsynjavarningi til vinnslu- stöðvarinnar og námubæjarins eldsneyti, matvælum o. s. frv. Og það jafnvel fyrir tvö ár í senn, því að svo kann að fara, að næsta sumar leyfi ekki siglingar. Slíkt hendir tíunda hvert ár. Þarna verður því þörf fyrir vel gerðar áætlanir og gott skipulag. Að vísu hefur stjórn námunnar 11 mánuði til undirbúnings, en svo má heldur ekkert víkja neins staðar í þær fimm vikur, sem út- skipun er möguleg. Allt starfið er enn flóknara af þeirri ástæðu að nauðsynlegt verður að koma upp tilsvarandi höfn á norðurströnd íslands sem verður þá aðaltcngiliður námubæjarins við umheiminn. Þar verður málmurinn losaður úr smáskipum í millilandaskip og vistum og cfnivið heiman frá verður umskipað þar, úr stórum skipum í smáskipin, sem sigla eiga um ísimi til Óskarsfjarðar. Veikur hlekkur. Þegar ísinn lokar siglingaleið- inni síðsumars, verður flugvélin eini hlekkui-inn, sem tengir lætur full- námuhéraðið við umheiminn. En þessum hlekk verður að viðhalda, hvað sem það kostár, Leiðtogar námuvinnsluunnar þorfa að eiga Kortið sýnir Grænland, svarta strikið sýnir hvar Méistaravík í Oskarsfirði er, efri mýndin sýnir nákvæmari staðsetningu. þess kost að ferðast í milli h'eíma- landsins og námusvæðisins allt árið. Koma þarf várahlutum ■ og bréfum. til pg frá nær því daglega. Loks hefur flugsambandið mikla siðferðilega þýðingu fyrir vei'ka- fólkið. Það minnir á, að það er í tengslum við heimalandið, þrátt fyrir allt, og það er ekki gleymt Þegar hefur vei'ið lagt til að veð- urathugunai'stöðvar og veiði- stöðvar á Austur-Grænlandi verði fluttar til Meistaravíkur til þess að aðstaðan þar notist betur. Borgar það sig? Eru líkur til þess að þetta stóra fyrirtæki geti borið sig? Athugun á verðlagi í dag sýnir, að málm- urinn frá Austur-Grænlandi er auðseljanleg vai-a nú. Verðið, í dag mundi auk þess tryggja, að framleiðslan gæfi arð. En Dani skortir tæknikunnáttu til þess að koma þessu stórverki á fót. Og þeir eiga heldur ekki nægilegt fjármagn. Þess vegna hefur verið lagt til að Danir leiti til sænskra, noi'skra og kana- dískra námufélaga og bjóði upp á sameign og samvinnu, þó þannig, að aldi-ei yrði meira en 45% af fjármagninu í höndum útlend- inga. Miðað við að stofnkostnað- ur fyrirtækisins vei'ði 150 millj. danskra króna og verð málmsins í dag, eru horfur á að vinnslan gæti skilað 30—50 millj. króna arði á ári. Þetta eru glæsilegar framtíðaráætlanir. En verða þær að veruleika? Vei'ður nýtízku iðnaðarveri komið á fót á Austur- Grænlandi? Til stórvinnslu í námum þarf þrennt: Kjark, tækni kunnáttu og fjái'tnagn. Danir eiga ekki tæknikunnáttuna og ekki nóga peninga. Og hvernig er það með kjarkinn? (Lausl. þýtt og endui-sagt). I £<; útiíí'.e ÚRBÆNUM: i silungurinn á torginu og fiskloysið í Eyjaf jarðará Á mániidagsmorguninn sást nýr silungur í fyi-sta sinn á þesSu ári béf: á fiskitorginu og leizt möi'g- urri hárin gh’hilegrpy þptt smár væri. Silimgurinn gengur hér inn á Pollinn með sumi’inu, eri leitar ekki upp í árnar að neinu ráði fyrr en kemur fram í júní. En lít- ið friðsamlegt er fyrir hann í sjónum. Ádi'áttarveiði er stundxað af kappi hér untjan árósnum og þykir stangveiðimönnum a. m. k. netaveiðin helzt til harðsótt. — Netaveiðimenn verða að gæta þess að halda lögin um veiðiskap- inn. í fyi'sta lagi verða þejr að gæta þess að stunda ekki veiði- skapinn nær árósum en lög heim- ila og í öðru lagi að nota aðeins lögleg veiðarfæi'i. Silungslontur þær, sem hér voi'u seldar á mánu dagsmorguninni, voru sumar hverjar minni en leyfilegt er að veiða samkvæmt lax- og silungs- veiðilögunum,' en samkvæmt þeim má ekki veiða göngusilung sem er minni en 25 cm. að lengd, og eigi nota þéttriðnari net en svo að 4,5 cm. séu í milli hnúta þá net eru vot. Lítið eftirlit virðist með því að þessi ákvæði séu haldin og yfirleitt er allt óf öft látið átölu- laust að menn stundi ránveiði á ólöglegan hátt, bæði í sjó og ferskvatni. í því efpi eiga yfir- völdin nokkra: sök. Oft er létt verk og löðurmannlegt að koma fram ábyrgð á hendur þeim, sem brotlegir eru. En á meðan það er ékki gert, halda menn að þeim sé aílt leýfilegt í þéssum efnum. Hér í blaðinu hefur stundum vei-ið skýrt frá því hverja dóma þeir fiskimenn hafa hlotið í Bret- landi, sem hafa gerzt bi-otlegir við veiðilög landsins. Þeir eru þungir, háar fjársektir og fangelsi, ef brot ei-u alvarleg eða endurtekin. Með þessum aðgerðum hefur Bretum tekizt að viðhalda stofni góðfisks- ins í ám og vötnum og gera t. d. skozku laxái'nar mjög eftirsóltar og verðmætar. Það er alveg vafa- laust að eyfirzku árnar allar mundu verða stórum eftii'sókn- arverðari og verðmætari í fi'am- tíðinni, ef önnur stefna væri hér uppi í veiðiskapnum en nú tíðk- ast. Árósarnir eru sífellt leik- vangur fyx'ir kappsfulla fyrir- dráttarmenn og eiga þar margir hlut að máli. Vii'ðist þessi ásókn fara hai'ðnandi nú í seinni tíð og eigendur1 veiðii'éttar í ám og vötnum eiga í vök að vei'jast. Það er skammsýn stefna að láta þetta viðgangast. í stað rányrkjunnar þyrfti hér að koma alfriðun göngusilungs og lax fyrir allri netaveiði og jafnframt fiskirækt í allstórum stíl. Með þeim aðgerð- um mætti á skömmu árabili fylla hér allar ár af góðfiski, og leggja grundvöll að öruggri tekjulind fyrir bæ og héi'að, þar sem væri hið eftirsótta stangveiðisport og ferðamannamótttaka í sambandi við það. Nokkur hreyfing er nú á þessum málum í héraðinu og er það vel. Bændur í Eyjafirði und- ii'búa stofnun félags um Eyja- (Fi-amhald á 5. síðu)-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.