Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 1
Forustugreinin á 4. síðu: Ný „Iína“ — eða gömul? AGU GJALDDAGI BLAÐSINS var 1. júíí síðastliðinn. XXXV. árg. Akurcyri, miðvikudaginn 3. september 1952 35. tbl. Norðurlandssíidin bezta varan - Þrefaft verðmeiri en flestar aðrar síldartegundir á Ameríkumarkaðf Islenzka dilkakjöíið þykir herramannsmatur en ekki „hundafæða” þar í landi r — segir aðalræðismaður ísíendinga í New York Fréttamaður Ríkisútvarpsins íslenzka hefur nýlega átt samtal vi'ð aðalræSismann íslendinga í Nevv York, Hannes Kjartansson, um horfur á framhaldandi við- skiptum milli Bandaríkjanna og' íslands. Kvað aðalræðismaðurinn þær yfirleitt góðar, þótt misjöfn vöruvöndun — og jafnvel í sum- um tilfellum hrein handvömm og mistök í sambandi við með- ferð vörunnar — hefðu, a. m. k. í bili, torveldað mjög sölumögu- leika á sumum tegundum • ís- lenzkrar framleiðslu í Ameríku. Nefndi hann í því sambandi einkum niðursoðnar fiskbollur, en á stríðsárur.um var talsvert magn af þeim og öðrum íslenzk- um niðursuðuvörum selt á Amer- íkumarkað, en líkaði harla mis- jafnlega, enda reyndist sumt af þessari framleiðslu alls ekki ætur mannamatur, og hefðu þessi óhöpp auðvitað torveldað mjög sölumöguleika á ísl. niðursuðu- varningi þar í landi, og mundi Gleymdisf afmæli Akureyrarbæjar? 90 ára afmæli Akureyrar- bæjar var hátíðlegt haldið sL föstudag, að því er fullyrt var í surnum sunnanblaðanna og Ríkisútvarpinu. — Ráðamenn bæjarins virðast hins vegar Ihafa gleymt afmælinu, þegar ' til átti að taka, því að ekki ;urðu bæjarbúar þess áskynja, ; að nokkur hlutur væri gerður hér til hátíðabrigða þennan dag, nema hvað nokkrir borg- arar bæjarins fundu hvöt hjá sér til þess að draga fána á síöng, og sömuleiðis úrðu stöku menn þess varir, að J; Fegrunarfélagið okkar efndi ;|þá um daginn til fjársöfnunar fyrir starfsemi sína með því að selja eftirlikingu af skjaldar- merki Akureyrar, en það er komöx á rauðum grunni. Er trúlegt og æskilcgt, að félaginu ; hafi orðið vri til, því að víst hefur það þarft og gott verk að vinna í nútíð og framtíð, svo að það er allra góðra gjalda vert. — En vonandi gleyma bæjaryfirvöldin ekki ; sjálfu aldarafmælinu á sama hátt, þegar þar að kemur! vafalaust taka sinn tíma að vinna markaðinn upp aftur, en væri þó engan veginn vonlaust cða óframkvæmanlegt, ef rétt væri að farið. Allt aðra — og stórum betri — sögu kvað aðalræðismað uririn hins vegar vera ,að segja, þegar til kasta flestra annarra íslenzkra afurða kæmi, því að þær hefðu yfirleitt líkað sérlega vel í Vest- urheimi. Nefndi hann sem dæmi, að dilkakjÖt, sem flutt var út þangað sl. haust, þætti hreinn herramannsmátur í Ameríku, eins og hann orðaði það, og sögur þær, sem vissir áðilar hér heima (þ. e. a. s. kommúnistaböðin og þeirra nótar) hefðu dreift út þess efnis, að dilkakjötið íslenzka þætti naumast boðlegt mönnum þar í landi, en væri aðallega not- að til þess að fóðra á því ketti stássfrúnna og kjölturakka, væru ekkert annað en broslegt þvað- ur. Þá þætti og íslenzka Norður- lands-síldin bera langt af öðrum sídartegundum, sem þar væru á boðstólum, og væri jafnvel svo rótgróið álit á þeirri vöru, að óhætt væri að bjóða hana á allt að því þreföldu verði á borð við aðra síld, t. d. þeirra eigin síld, sem veidd væri við Nýfundna land og Nýja-Skotland, og jafn vel hefði hún enn betra orð á sér en úrvalssíld á borð við norsku síldina, sem þó væri veidd á ís- landsmiðum og sérstaklega valin, flokkuð og tilreidd fyrir Amer- íkumarkað. — Aðalgallinn á þessu öllu saman væri vitanl. sá, að ekki væri unnt að standa við gerða samninga, og er það auð- vitað alkunn saga hér heima, og þýðir lítt um að fást. En Faxa- flóasíldina kvað ræðismaðurinn, því miður, stórum óútgengilegri vöru, og þýddi ekki annað en að flokka hana í annan gæðaflokk og miklu verðminni en Norður- landssíldina. Þá benti aðalræðismaðurinn einnig á þá staðreynd, að Amer-. íka væri líklegasta landið til þess að veita frosnum fiski viðtöku í stórum stfl, dreifa honum á víð- lendan og öruggan markað og færði fyrir því ýmiss gild rök, að þangað væri framtíðarmarkað- anna helzt að leita á því sviði. Kvað hann íslenzka ísfiskinn yf- (Framhald á 8. síðu). 14-1500 nemendum í skóium samkvæmt, að stunda hér sundnám í vetur Sezí affur að hér í bænum Svo sem áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu, hefur Tómas Árnason, héraðsdómslögmaður, dvalizt vestan hafs ásamt fjöl- skyldu sinni nú um rúmlega eins árs skeið og stundað þar fram- haldsnám í sérgrein sinni ,lög- fræði, og öðrum skyldum fræð- um við bandaríska háskóla, auk þess sem hann hefur ferðazt víða um landið. — Þau hjón eru nú komin út hingað til fslands aftur fyrir skömmu, en fram að þessu hefur verið óráðið, hvort þau settust að í Reykjavík, þar sem Tómas átti ýmissa góðra kosta völ, eða hyrfu aftur til búsetu hér á Akureyri. — Nú hefur blaðið hins vegar fregnað, eftir góðum heimildum, að fullráðið sé orðið, að fjölskyldan setjist að hér á Akureyri, og muni Tómas m. a. taka aftur upp sín fyrri störf hér. Mun öllum ,sem kynntust þeim hjónum við fyrri búsétu þeirra hér, vera þetta mikið gleðiefni, og vill „Dagur“ nota tækifærið og bjóða Tómas og fólk hans vel- komið aftur á þessar slóðir. K.E.A. greiðir verðupp- bætur á jarðepli Verðlagsuppbætur á jarðepli, sem lögð hafa verið inn hjá KEA af fyrra árs uppskeru hafa nú verið ákveðnar og færðar inn í viðskipareikninga innleggjenda. Uppbæturnar skiptast í þrennt, eins og ái'ið áður, þannig, að á jarðepli, sem lögð eru inn frá 1. okt. til 3. des. 1951, greiðist sem hér segir (allt miðað við innveg- ið kgr.): Áætlað verð. Úrvasfl.: 1.30. I. fl. 1.15. II. fl. 1.00. — Uppbót: 0.56. 0.49. 0.41. — Endanlegt verð: 1.86. 1.64. 1.41. Á kartöflur, sem lagðar voru inn frá 3. des. til 3. marz 1952. Úrvalsfl.: 1.37. I. fl. 1.22. II. fl. 1.07. — Uppbót: 0.56. 0.50. 0.42. — Endanlegt verð1 1.94. 1.72. 1.49. Á jarðepli, lögð inn eftir 3. marz 1952. Úrvalsfl.: 1.46. I. fl. 1.31. II. fl. 1.16. — Uppbót: 0.66. (Framliald á 8. síðu). En sundhöllin nýja og innisundlaugin þar biða þó enn hálfgerðar síns æflunarverks Eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu í dag, verður Ólaf- ur Magnússon, sundkennari, scxtugur á morgun. En í þeirri grein er þess hins vegar hvergi getið, að Ölafur á einnig um þessar mundir anuað merkisafmæli, því að 30 ár eru nú liðin, síðan hann gerðist fyrst sundkennari hér í bænum, cn upp frá því hefur hann óslitið - starfað að sundkennsiu liér fram á þennan dag og getið sér inikilla cg verðskuídaðra vinsælda í síarfinu, svo sem alkunnugt cr hér í bæ. í tilefni þessa starfsafmælis hitti fréttamaður blaðsins Oláf snöggvast áð máli, er hann hafði lokið erilsömu dagsverki í'fyrra- kvöld, og spurði hann m. a. hve- nær hin myndarlega stórbygging, sem risin er af grunni nú fyrir alllöngu síðan austan hinnar miklu, opnu sundlaugar, sem þegar hefur komið að góðu gagni, og vissulega á eftir að gegna þýð- ingarmiklu hlutverki, einnig eftir að hið nýja mannvirki verður komið til skjalanna, — muni full- gerð og tekin í notkun. — Engin spurning er oftar lögð fyrir mig, þegar eg er að starfi mínu við laugina dag hvern en einmitt þessi. Og víst er hún harla eðlileg, þótt eg geti því miður ekki svarað henni til neinn ar hlítar eins og sakir standa. En vonandi leyfa fjárráð bæjar og ríkis, að byggingin verði íullgerð, áður en alltof langt líður. — Við Akureyringar höfurn frá fyrstu tíð búið við mjög frumstæð skil- yrði til sundiðkana. Frá ‘ 1907— 1934 urðu iðkendur sundíþróttar- innar hér í bæ að sætta sig við kalt lækjarvatn í sundstæðið. En frá því árið 1934 höfum við — fyrir atbeina góðra og fórnfúsra áhugamanna fyrst og fremst — getað yljað laugina ofurlítið með laugarvatni ofan úr Glerárgili, en því miður hefur það alltaf verið mjög af skornum skammti, og ekki sízt nú orðið, þegar einangr- un leiðslunnar reynist ófullnægj- andi og þegar svara skal þeim kröfum, sem nú eru gerðar til hita í sundlaugum, ekki sízt þeim, sem duga verða til margháttaðra nota, vetur jafnt sem sumar. Þá hafa búningsklefar ávallt verið allsendis ófullnægjandi og harla lélegir, og hið sama er að segja um bað- og, snyrtiklefana. En nú verða öll slík vandræði væntanlega úr sögunni, þegar nýja byggingin verður fullgerð? — Við skulum vona, að svo verði, þó að nýir tímar og nýir menn geri alltaf nýjar lcröfur í þessum efnum sem öðrum. En fyllsta ástæða er til þess að álíta, að byggiugin dugi vel og lengi okkar þörfum. Er þess þar fyrst að geta, sem skórinn kreppir nú harðast að, að í kjallara hússins kemur kennslulaug, 6x12 m., og er hennar meira en þörf, því að 14—16 hundruð nemendum í skólum bæjarins ber, samkvæmt (Framhald á 8. síðu). Sérsfök blaðasaia opnuð s bænum Ásgeir Jakobsson hefur opnað blaðasölu (kiosk) í suðurenda hússins Hafnarsti-æti 97. Þar er hægt að fá flest dagblöð og bæj- arblöð á einum stað, og er það til hagræðis bæði fyrir ferðamenn og bæjarbúa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.