Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 7
D A G U R 7 Miðvikudaginn 3. september 1952 * íœ oc^ »> Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). arar, starfandi hver í sínu „lifibrauði", eins og það var stundum kallað í gamla daga, gera sér þetta til dundurs og sálubóta — „til hugarhægðar“, en hvorki til lofs né frægðar“, eins og skáldið kvað, — þá er það gott og nytsamlegt. Því að það er nú einu sinni svo, að í næstum því hverjum manni, kannske öllum, dylst einhver sköpunarþrá, athafnalöngun, sem lífsnauðsyn er að hljóti sína út- rás og sitt lífsloft. En í sömu andrá og íslendingar komu sér upp stétt atvinnumanna — at- vinnuskálda og atvinnulista- manna annars vegar, með lista- mannalaunum og listamanna- styrkjum í sjónmáli með tilheyr- andi slagsmálum um féð og virð- ingarsætin, en að hinu leytinu — þegar til kasta íþróttanna kemur — kannske ekki stórri stétt at- vinnumanna, í þess orðs þrengstu merkingu, en í staðinn stórum hópi íþrótta -afreksmanna, sem haldnir eru tilheyrandi metasótt með utanfarir og olympíuafrek sem lokatakmark — þá hefur þetta allt saman, að mínum dómi, færzt mjög úr skorðum og sigið á ógæfuhlið, að þessu leyti. Vera má, og það er meira að segja l(k- legt, að við höfum eignazt fáeina afreksmenn, sem komizt hafa spönninni lengra með þessu mót- inu en með gamla laginu. En er það tilvinnandi, ef kjarni málsins — sjálfur blómi listanna hefur fölnað'við lótina og andi íþrótt- anna slævzt og dvínað, þegar hæst stóð og sízt skyldi? — En hver er þá kjatninrt,-sem ekki íúú' týnast í hismipú? AúSyitaS útyáí og svölun hinnar síungu,'sífrjóu og sístreymandi orkulindar í hvers manns brjósti, — athafna- gleðin sjálf, sköpunargleðin í öllu sínu dásamlega veldi og miklu magt 'j— yékki aðéms hjá hinum fáu iítVöIdú, heláuí' einnig, og þó kannslte-mik-lu fremur, hjá hin- um dreifðu og mörgu, sem ekki voru útvaldir, heldur aðeins kall- aðir til starfs og dáða í þessum víngarði. 'y.... Dæmi, sem segja ekki allt." SVO AÐ AÐEINS lítið dæmi sé nefnt til að varpa örlitlu, strjálu ljósi á það mikla mál, sem fyrir mér vakir: Ef börnin fengju að þreifa sig áfram á nótnaborð- inu upp á eigin spýtur, slá sína eigin samhljóma og „glamra“ sínar eigin tónsmíðar, í stað þess að vera höfuðsetin yfir leiðinlegum æfingum, nótum og lexíum, og þroskast á þann hátt til meiri leikni og æðra skilnings á tónlistum — ja, mundum við þá ekki eignast fleiri músikk- unnendur, en færri tónlista- menn? Og mundi það þá þykja nokkur höfuðskömm framar, þótt einhver opnaði hljóðfæri og slæi samhljóma án þess að vera margskólaður og margsigldur tónlistarmaður og baggafær á heimsvísu? — Og mundu þeir Matthías og Stephan G. hafa ort stórum betur, ef þeir hefðu óðar orðið verðlauna- eða styrkja- skóld, en aldrei þurft að þjóna tveim herrum í senn, ævistarfinu og listkölluninni: — Matthjas aldrei stritað í lélega launuSu prestsembætti hér á Akureyri, og Stephan G. aldrei orðið landnemi og bóndi og átt allt sitt undir sól og regni — í bókstaflegum skiln- ingi, ekki aðeins í óeiginlegri merkingu, þar sem sólin og regn- ið ætti aðeins við sól og regn andagiftarinnar og innblásturs- ins?“ —'----- EITTHVAÐ A ÞESSA leið fói'ust vini'mínum orð þarna'inni á föndrara-stofunni-sinni n.ú um kvöldið. Og mér finrjst, að þetta sjónarmið hans megi gjarnan MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 4. síðu). fær nú tvo hvíldardaga, laugar- daginn og sunnudaginn. Barna- þrælkun er nú alveg úr sögunni; húri stafaði af nauðsyn; áður en vísindin gerðu náttúruna sér undirgefna urðu allir í fjölskyld- unni, er vettlingi gátu valdið, að hjálpa til að afla fjölskyldunni lífsviðurværis. Nú sækja öll börn skóla og enginn er ólesandi. Og aldrei hefur almenningur átt völ á eins margvíslegum skemmtun- um. Fólk ferðast nú landshorn- anna á milli í bílum sínum; það á kost á að hlusta á beztu hljómlist heimsins í útvarpi og af hljóm- plötum; og sjá leikin hin beztu leikrit á kvikmyndum. Gleymt er þá gleypt er, er gamalt orðtak. Þau þægindi, þau hlunnindi og það öryggi, sem fólk hefui' öðlast fram yfir forfeðurna, svo að segja á einum mannsaldri, þykja nú sjálfsagt og ekki lengur tíðindum sæta, en samt er það staðreynd: heimur batnandi fer! (Frú Ingibjörg Johnson í ,,Lögbergi“). ATHUGASEMDIR JÓNS borgurunum saman og skipa þeim að gera út um ágreining milli annarra aðila, sem réttur- inn eða lögregluvaldið á að gera. Af þessu er það, að hinn ein- kennilegi boðskapur styðst hvorki við staðreyndir né rétta hugsun. En um leið og opinber ráð fara að gefa út slíka boðskapi eða ályktanir, er sannri háttvísi í afgreiðslu opinberra mála hætta búin, og siðleysi komið í staðinn. Og við hvað eiga t. d. sagnfræð- ingar síðari tíma að styðjast, ef eigi má treysta, að boðskapur þess opinbera sé studdur við staðreyndir og rétta hugsun, en rétt hugsun ei' sannleikurinn. En í hverju liggur veilan? Hún mun liggja í því, að bæði eru málin ekki nógu vel reifð fyrir bæjarráði og bæjarstjórn, og búið er að fella þá nefnd niður, sem áður fjallaði um slík mál sem þessi ,og var ein þeim kunnug — jarðeignanefndina. Um leið og bæjarráðið var stofnað var skakkt að leggja nið- ur hinar mörgu sérnefndir, sem höfðu áhugann og þekkinguna á þeim málum, sem undir þær heyrðu. Jarðeignanefndin hefði aldrei fellt svona klaufalega ályktun. í öðru lagi vantar fastan skrif- stofustjóra eða bæjarritara, sem hefði öll skrifstofumál í sinni hendi og væri þeim þaulkunnug- ur. En það er annað mál, og má vera, að síðar skrifi eg greinar um fyrirkomulag og rekstur bæjarmála, eins og eg tel því bezt fyrir komið í smærri bæjum. En ótækt er að apa nýtt fyrirkomu- lag eftir borgum eða stórbæjum og sleppa úr þeim hlekkjum, sem einmitt bera kerfið mest og bezt uppi. koma einhvers staðar fram op- inberlega, þótt mér sé vissulega fullljóst, að á þessu máli eru ekki aðeins tvær heldur jafnvel marg- ar hliðar, og það verður að líta með nokkrum skilningi og reynslu á þær allar, ef sæmilega rétt og ófölsuð heildarmynd á að fást. En nú hefur þessi kunningi minn látið mig þreifa á einum hóf hestsins, og ekki þekki eg hann ^llan að heldur, þótt áður hafi eg helzt skemmt mér við faxið og ennistoppinn. Ólafur Magnússon, (Framhald af 4. síðu). góða dreng frá fyrstu tíð. Og ég veit með fullri vissu, að fjöl- margir aðrir, sem sömu góðu sögurnar hafa að segja af öllum kynnum við hann, munu taka undir þessar þakkir og árnaðar- óskir til afmælisbarnsins og fjöl- skyldu hans. J. Fr. Bændur! Ameríska kúafóðurblandan er með e.s. Selfoss. Verzl. Eyjafjörður h.f. Mjólkur- fiufningafötur 30 og 40 lítra. Rekord -mjólkurflutinga- föturnar fást ennþá með gamla verðinu. Verzl. Eyjafjörður hi. Peysufatðkápur Stór númer. Yerð kr. 675.00. VERZLUN B. LAXDAL Karlm.háisbindi í mjúkurn, nýtízkulitum VERZLUN B. LAXDAL Haustkápurnar eru komnar. Nýir litir vikulega. VERZLUN B. LAXDAl Ámerískar kvenpeysur VERZLUN B. LAXDAL Rayongabardine grænt og vínrautt. Bréidd 1.50 m. Verð kr. 76.00. VERZLUN B. LAXDAL I. O. O. F. = 134958V2 = Kirkjan. Messað á Akureyri sunnudaginn 7. sept kl. 2 e. h. JAZZKLÚBBUR AKUREYRAR Stofnfundur Jazzklúbbs Akur- eyrar vcrður haldinn á Hótel Norðurlandi- sunnudaginn 7. scpt. n. k. kl. 13.30. Hjónabörnd. Guðmunda Her- borg Jónsdóttir frá Sandfellshaga og Einar Sveinsson, múrara- meistari, Akureyri. — Jórunn Kristinsdóttir, hárgreiðslukona, og Aðalbjörn Kristbjarnarson, flugmaður, Akureyri. — Gift 30. ágúst af séra Friðrik J. Rafnar. Áheit á nýja sjúkrahúsið á Ak- ureyri. Kr. 50.00 frá V. K. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100 frá V. K. — Kr. 25 frá S. J. J. — Kr. 50 frá K. Mótt. á afgr. Dags. Hjónaefni. Ungfrú Björg Mar- grét Indriðadóttir, Lindarbrekku, Kelduhvérfi, og Haraldur Þórar- insson, Laufási, Kelduhverfi. — Ungfrú Guðrún Margrét Jóns- dóttir, Æi'lækjarseli, Axarfirði. og Gunnlaugur Indriðason, Lind- arbrekku, Kelduhverfi. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berða trúlofun sína ungfrú Val- gerður Bára Guðmundsdóttir og Baldur Hólmgeirsson, skrifstofu- maður, Reykjavík. Séra' Jóhann Hlíðar talar á samkomu í kristniboðshúsinu Zíon næstk. súnnudag.kL.8.30;;e,. h. Allir. velkomrliý. ’ * ' ; 1 Möðruvallakl.prestakall. Messað á Bakka sunnudaginn 7. sept. og á Möðruvöllum sunnudaginn 14. sept. kl. 2 e. h. Húsgögn Borðstofusett, úr eik og birki * Einstök Borðstofuborð og Stólar -k Skrifborð, úr birki og eik -fc Sófaborð o. fl. Húsgagnavinnustofa Ólafs Ágústssonar & Co. Kven-armbandsúr tapaðist s. 1. þriðjudag frá Aðalstræti 34 út í miðbæ. Skilist gegn fundarlaunum, til Dönu Arnar, Aðalstr. 34. Fataburstar Hárburstar Skóburstar Járn* og glervörudeildin Hjúskapur. Síðastl. föstudag voru gefin saman í hjónaband af sr. Jóhanni Hlíðar ungfrú Guð- rún Guðnadóttir frá Skarði á Landi og Brynleifur Tobiasson, yfirkennari. Brúðhjónin fóru til útlanda á laugardaginn. Til nýja sjúkrahússins. Frá Þórði Guðjohnsen, Húsavík, kr. 500.00, Þórði Markússyni, Húsa- vík, kr. 5.00, og frá N. N. N., einnig Húsavík, kr. 10.00. — Áheit frá R. kr. 100.00. — Með þökkum móttekið. Guðm. Karl Pétursson. Athgli lesenda skal vakin á auglýsingu Tónlistarskólans, sem birtist í blaðinu í dag. Undanfai'- in ár hefur borið á því, að um- sóknir um skólayist hafa ekki borizt fyi'i' en rétt áður en skól- inn tók til starfa og jafnvel síðar. Þar sem þetta getur valdið óþæg- indum, er fólk vinsamlega áminnt að senda umsóknir innan þess tíma, sem ákveðið er í auglýsing- unni. Náttúrugripasafn bæjarins er opið almenningi alla sunnudaga frá k. 2—4 e. h. (í slökkvistöðvar- húsinu nýja, aðgangur að sunn- an). Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Nýjar súpur! 0 x t a i 1 Végétahie ? Kr. 5.25 dósin. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú Sel nætur yfir hey. 11 alIgriinur járnsmiður. Vetrarmaður óskast frá 1. októ Þarf að vera vanur fjósamaður. Afgr. vísar á. Hullsaumsvél til sölu í Munkaþverár- Stræti 37. Ragnheiður Söheck. HLUTAVELTU heldur kveufélagið HLÍF næstkomandi sunnudag kl. 4, í Alþýðuhúsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.