Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 3. september 1952 Sundhöllin nýja bíður enn ófullgerð — Framhald samtals við Ólaf Magnússon Bændur sýna íulian skilning á þeirri þjóBarnauðsyn, að ný dýr- fíðarskrúfa hefjisf ekki í iandinu Stéftarsamböndsfundurinn að Laugarvafni samþykkti að segja ekki upp verðlagsgrundvellinum Aðalfundur Stéttarsambands bænda, sem staðið hefur yfir að undanförnu á Laugarvatni og lokið var sl. sunnudag, gerði ýmsar merkar ályktanir, og verður þeirra væntanlega geíið nánar hér í blaðinu síðar. — Sérstaka athygli num það vekja um land allt, að fundurinn samþykkti, samkvæmt tillögum og ráðsíöfunum síjórnar Stéttarsambandsins að segja ekki upp verðíagsgrundvelli land- búnaðarvara á þessu ári. (Framhald af 1. síðu). lögum, að nema sund á ári hverju nú orðið. Þá er og í kjallaranum ætlað rúm fyrir hreinsitæki fyrir Ekki er hér sparkað af illsku né út í bláinn, fremur en endranær lijá Ólafi, heldur er hann að sýna nemandanum rétt fótabrögð á sundinu. báðar laugarnar og hitavatns- geyma, bæði til baða og upphit- unar. Á neðri hæð hússins koma svo búningsklefar karla ásamt böð- um og öðrum hreinlætistækjum. Húsrýminu er skipt þannig á hæðinni, að þar koma fimm ein- menningsklefar og stór fjöl- mennisklefi með 57 fataskápum. Einnig eru á þessari hæð kenn- araherbergi og annar klefi, þar sem aðgöngumiðar að laugunum verða seldir og tekin til geymslu verðmæti, sem sundfólk hefur meðferðis. Efri hæðin er ætluð kvenfólki og er innréttuð á sama hátt og neðri hæðin, en nyrzt á hæðinni kemur gufubaðstofa mjög fullkomin. Öll er byggingin 24% m. á lengd og breiddin er 8,70 m., en með útskotum til beggja enda um 13 m., og öll byggingin er 2.700 kúbikmetrar. Byrjað var á byggingunni sum- arið 1949, og hefur það tekið fjögur ár að koma henni undir þak, og einnig er búið að gróf- pússa að mestu leyti að innan og hlaða nokkuð af skilrúmum. Það blandast engum hugur um það, að þegar bygging þessi er fuligerð, verður hún hin prýði- legasta og aðstaða til sundnáms gerbreytist til batnaðar. — En hvenær getum við Akur- eyringar tekið þessa góðu, nauð- synlegu og gæsiiegu byggingu í notkun? — Það er hin brennandi spurn- ing í dag, — segir Olafur að lok- um, og það er von, að hann segi það, því að víst eru það full vandræði, bæði fyrir hann og sundkennara skólanna að eiga að annast sundskyldunámið og hafa aðeins til þess lítt upphitaða, óyf- irbyggða sundlaug, hvernig sem viðrar að vetrinum. Þegar eg hélt heimleiðis af fundi Ólafs, hins síunga sund- kennara, sem nú á í senn sex- tugsafmæli og 30 ára starfsaf- mæli, svo sem áður var getið, varð mér hugsað til þess, að gam- an hefði nú verið — og nokkur fróðleikur líka — að rifja upp í þessu sambandi fáeina þætti úr sögu sundstæðisins hér á Akur- eyri — frá því að það var aðeins „sannnefndur forarpollur", eins og hin aldna kempa og forvígis- maður sundíþróttarinnar hér í bænum, Lárus Rist, kemst á ein- um stað að orði — og allt til þess tíma, að sundlaugin á Akureyri er þó orðin það, sem hún er, þótt margt sé að vísu ógert enn og á annan veg en menn kynnu helzt að óska sér. — En slíkar hugleið- ingar verða þó að bíða betri tíma í þetta sinn. Verðuppbætur á jarðepli. (Framhald af 1. síðu). 0.59. 0.51. — Endanlegt verð: 2.12. 1.90. 1.67. Þetta verð er miðað við inn- vegin jarðepli í geymslu, og er þá rýrnun, matskostnaður og bún- aðarmálasjóðsgjald greitt. Menníamálaráðherra bannar úvarpsauglýsingar um dansleiki Um síðustu helgi lét Björn Ól- afsson, menntamálaráðherra, þau boð út ganga til hlutaðeigandi ráðamanna, og þá væntanlega út- varpsstjóra fyrst og fremst, að hér eftir verði ekki, a. m. k. fyrst um sinn, birtar í Ríkisútvarpinu auglýsingar um neins konar dansleiki, né heldur tilkynningar, er gefi fyrirheit um þess konar skemmtanir. Munu ýmsir menn mæla, að farið hafi fé fegra og ekki sakna þess stórlega, þótt slíkum fénaði fækki í auglýs- inga-almenningnum, því að nóg sé þó eftir í öllum dilkunum af alls kyns söfnuði af svipuðu tagi. Til skýringar þessari ráða- breytni segir svo í bréfi, er menntamálaráðuneytið hefur skrifað útvarpsstjóra, meðal ann- ars, að þar sem talið sé, að aug- lýsingar, sem birtast í útvarpinu um dansleiki, verði iðulega til þess, að leynivínsalar fái betri vitneskju en ella um fyrirhugað- ar skemmtanir, og haldi sig því í nálægð við skemmtistaðina, þá telji ráðuneytið rétt að hætta, til reynslu, birtingu slíkra auglýs. - Norðurlandssíldin... (Framhald af 1. síðu). irleitt hafa líkáð vel og hann fengið góðan markað vestur þar. Sérlega athyglisverðar voru hugleiðingar aðalræðismannsins í sambandi við það, að vel gæti það verið hagkvæmt fyrir fslendinga að selja vörur sínar fyrir dollara, jafnvel þótt svo færi, að ekki fengist sama verð fyrir þær sem annars með því móti, þar sem dollarinn væri alls staðar eftir- sóttur gjaldeyrir, og væri hann handbær, mætti vafalaust oft géra stórum betri og hagkvæmari innkaup, hvar sem væri í heim- inum og næstum því hvaða vöru- tegundir, sem um væri að ræða, heldur en á vöruskipta-grund- velli, eða með hinu svo nefnda clearing-viðskiptakerfi, svo að dæmi séu nefnd. „Aðalfundur Stéttarsómbands bænda, haldinn að Laugarvatni 1952, fellst á þá ákvörðun étjórn- arinnar að segja ekki upp verð- lagsgrundvelli landbúnaðarvara á þessu ári, þótt fundurinn, sem fyrr líti svo á, að nauðsyn beri til að leiðrétta hann, t. d. með tilliti til hækkunar á kaupi bóndans, sem að sjálfsögðu ber að míða við tekjur fastlaunaðra manna, hon- um sambærilegra, að því er snertir vinnustundafjölda, verk- lega sérþekkingu, sem og alls konar áhættu og mikla ábyrgð. En vegna þeirra vandatíma, sem nú eru í hönd famir, m. á. sakir aflabrests á síldveiðum og ýmiss konar fjármálaöngþveitis, sem bæði er sjáfsskaparvíti og óvið- ráðanlegt, lítur fundurinn svo á, að stjórnarvöldin og aðrir aðilar verði að leita til þrautar úrræða í þá átt að efla innlenda og er- lenda markaði, og afla nýrra, fyr- ir landbúnaðarframleiðsluna. En það telur fundurinn höfuð- atriði, að þess sé gætt, að ekki séu gerðar nokkrar ákvarðanir, sem skerða eða ónýta þann verðlags- grundvöll, sem samkomulag sex- manna-nefndarinnar varð um, né gefa upp þá viðleitni, aðTá ágöll- uð framkvæmdaatriði hans leið- rétt til fullnustu, þar sem hann er sú lægsta krafa til réttarstöðu, sem bændur geta sætt sig við.“ Um tillöguna um verðlags- grundvöllinn urðu mjög miklar umræður. Færðu margir fundar- menn sterk rök að því, að með verðlagsgrundvelli þeim, sem nú væri stuðzt við, væri réttur bóndans minni en annarra stétta. Hins vegar litu flestir ræðumenn þannig á, að þrátt fyrir óhag- stæðan verðlagsgrundvöll bænd- um til handa, þá væri varhuga- vert að hefja nú kröfur um breytingar, vegna versnandi af- komu neytenda, og aukinna erf- iðleika þjóðfélagsins. Frönsk sförmynd í Skjaldborgarbíói Frönsk stórmynd í Skjaldborgar Skjaldborgarbíó hér í bæ sýnir um þessar mundir franska stór- mynd, sem vakið hefur mikla at- hygli víða um heim. Hefur Jean Cocteau, eitt frægasta skáld Frakka núlifandi, samið kvik- myndahandritið um þekkta ásta- sögu úr grískum goðsögnum. Kvikmynd þessi fékk 1. verð- laun á alheimskvikmyndahátíð- inni í Feneyjum árið 1950. Henni fylgja skýringatextar á dönsku. Hraða þarf sýningum hér, og ættu því þeir, sem hug hafa á að sjá þessa merku mynd, ekki að láta dragast úr hömlu að tryggja sér aðgang að henni, áður en það verður um seinan. Ungir listamenn lieimsækja Akiireyri Tveir ungir og upprennandi listamenn munu heimsækja okkur Akur- eyringa nú á næstunni og halda hér hljómleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Eru það þau Ingvar Jónas- son (Tómassonar, tónskálds og söng- stjóra á ísafirði), og ungfrú Hillary Leech. Hafa þau bæði lokið lokaprófi með mjög lofsamlegum vitnisburði við hinn heimsfræga brezka tónlistaskóla Royal^College of-Music í London, ung- frúin í píanóleik, cellóleik og hljóm- fræði, en Ingvar hefur einkum lagt stund á fiðluleik undir leiðsögn hins ágæta fiðluleikara Henry Holts, en áð- ur hafði hann hlotið sérstök heiðurs- verðlaun við skólann fyrir framúrskar- andi fiðluleik sinn. Hljómleikar þessir munu fara fram 9. sept. n.k. — Nýlega hefur þetta lista- fólk haldið hljómleika á ísafirði og hlotið hina lofsamlegustu dóma. — Er ekki að efa að tónlistarunnendur hér munu fagna komu þeirra hingað, tæki- færinu að hlýða á hina fersku list þeirra og styðja þau þannig fyrstu og e. t. v. torveldustu skrefin á listabrautinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.