Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 3. september 1952 Árni Jóhannesson hreppstjóri á Þverá sextugur Árni Jóhannesson bóndi og hreppstjóri á Þverá á Staðar- byggð átti sextugsafmæli í gær. Hann er fæddur í Þingeyjarsýslu, að Kussungsstöðum í Þorgeirs- firði, en hefur dvalið flest sín fulloi'ðinsár hér inni í Eyjafirði og hefur lengi verið í hópi kunnustu bænda hér um slóðir og forustumanna um málefni sveit- ar sinnar. Árni er eitt hinna kunnu Þönglabakkasystkina, Jó- hannes faðir hans var einn af sonum Jóns prests Reykjalín á Þönglabakka. Hann fluttist ung- ur með foreldrum sínum frá Þor- geirsfirði, til tengdasonar þeirra, Sæmundar skipstjóra Sæmunds- sonar í Stærra-Árskógi og dvaldi þar og á Grýtubakka fram um tvítugt. Brauzt þá í því að ganga á Hólaskóla, þótt efni væru lítil og aðstaða erfið, en að námi loknu gerðist hann ráðsmaður á Þverá, hjá hinni miklu myndar- húsfreyju Önnu Magnúsdóttur. Gekk síðan að eiga Þóru dóttur hennar og hafa þau búið að Þverá alla tíð síðan við vaxandi rausn og myndarskap. Árni á Þverá fékk það orð sem unglingur hér út með firðinum, að hann væri óvenjulegur rösk- leikamaður og þessum orðstír hefur hann ekki glatað þótt árin hafi færzt yfir og hann hafi flutt sig um set í hina mildari veðr- áttu innfjarðarins. Hann hefur jafnan verið — og er enn í dag — hinn mesti kappsmaður við hvert verk og unir því lítt, að verkefni dagsins í dag séu geymd til morguns. Hann hefur því verið ötull og áhugasamur bóndi, sem hefur lagt mikið kapp á að færa út hið ræktaða land og nota nýja tækni og nýja þekkingu til efl- ingar búskapnum. Hefur honum líka orðið mikið ágengt í því efni og ekki látið staðar numið þótt óvænt óhöpp hafi borið að hönd- um. Þannig er Þverárheimilið nú — sem raunar oftast áður — eitt hið glæsilegasta sveitaheimili í héraðinu, þótt á því mæddi fyrir nokkrum árum húsbruni og eignatjón, sem sárt var og erfitt að bæta. En allt hefur þar verið endurreist fyrir löngu með svo miklum myndarbrag, að menn undrast er þeir minnast þess, hvernig umhorfs var eftir hinn ægilega bVuna, er ’húsbóndinn sjálfur lá þungt haldinn á sjúkra- húsi með brunasár. En nú eru húsin risin upp á ný og á Árna bónda merkir enginn lengur þessa þungu lífsreynslu. Mætti fremur halda að hún hafi stælt vilja hans, að láta ekki bugast, heldur halda stefnunni, hvernig sem vindar blása. En það orð hefur ekki eitt far- ið af Árna á Þverá, að hann sé röskur maður til starfa, heldur líka að hann er í senn ágætlega vel greindur og vel að sér um marga hluti. Er því ekkert und- arlegt, að til hans var leitað um ýmisleg trúnaðarstörf og embætti fyrir sveitina. Gegndi hann t. d. oddvitastörfum um árabil og nú hin síðari ár allmörg hefur hann verið hreppstjóri Öngulstaða- hrepps og að auki í ýmsum öðr- um trúnaðarstöðum. Öll slík störf hefur hann rækt af miklum trún- aði og drengskap. Hjónin á Þverá mega nú, á þessum tímamótum í ævi hús- bóndans, líta yfir mikið dagsverk — stóran og myndarlegan barna- hóp senn uppkominn, ágætt heimili og jörð í miklum blóma. En þótt handtökin séu oi'ðin mörg og erfiðið mikið, eru þau hvorugt þannig skapi farin, að líklegt sé að þau láti hér staðar numið, enda líklegast að þau eigi enn langan og farsælan starfsdag fyrir höndum. Fjölmenni mun hafa verið að Þverá í gær, er ættingjar, vinir og sveitungar sóttu heim Þverár- heimilið í tilefni af þessum merkisdegi húsbóndans, og vafa- laust hefur hann sjálfur þar ver- ið hrókur alls fagnaðar, tekið þétt í hönd vina sinna og hrifist af þeirri hugarhlýju, sem hefui' um- vafið hann á þessari stundu. Þeir, sem ekki áttu þess kost, fjar- lægðar vegna, að vera á Þverá í gær, senda þangað heim hjartan- legar árnaðaróskir og kveðjur með þökk fyrir gömul og góð kynni. H. Skrúfstykki 3, 3>/2» 4, 5 og 6" send gegn póstkröfu Járn- og glervörudeild. Skrifblokkir nýkomnar Jám- og glervörudeild. Gluggajárn Gluggalokur Jám- og glervörudeild. Ferðatöskur /arn- og glervörudeildin Rafofnar Járn- og glervörudeild. Sporjárn Jám- og glervörudeild. Járnsagir Jórnsagarblöð Járnheflar Hjólsveifar Borar Axir Þvingur Rörtengur Skiptilyklar Jám- og glervörudeild. Hurðarskrár sænskar og enskar, með handföngum Járti- og glervörudeild Smekklásar Járn- og gleruörudeildin ' ■ (handlampar) Járn- og glervörudeild Raflampar vatnsþéttir Járn- og glervÖrudeild. Dynamolugtir Járn- og glervörudeild. Mjólkursíur 6, 6i/2 og 7" Járn- og glervörudeild. Skrifbækur Blýantar Blek Pennastengur Pennar Jám- og glervörudeild. Plastleikföng nýkomin Járn- og glervörudeild. Niðursuðuglös Járn- og glervörudeildin Herbergi til leigu í nýju luísi nálægt niiðbænum. Afgr. vísar á."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.