Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 4
D A G U R Miðvikudaginn 3. september 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 -* Sími 1166 BlaÖið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnsstmar h.f. Ný „lína44 - eða gömul? FORMAÐUR ÍSLENZKA kommúnistaflokks- :ins, félagi Brynjólfur Bjarnason, er haldinn í austurveg fyrir rúmlega hálfum mánuði, og mun hans naumast von heim hingað út til íslands fyrst um sinn. Þótt kommúnistablöðin séu harla fámál um erindi formannsins út yfir pollinn í J>etta sinn sem oftar, þarf þó tæpast að fara í nokkrar grafgötur um það: Brynjólfur er að „sækja línuna“, og búast má við, að í þetta sinn verði „línan“ allt önnur en verið hefur, því að sagt er, að mikilla tíðinda sé að vænta, og ef til vill óvæntra, af flokksþingi kommúnista því hinu mikla, sem nú stendur fyrir dyrum aústur í Moskvu, en þangað mun utanför þessa íslenzka flokksformanns auðvitað heitið öðrum stöðum fremur. ÞRETTÁN ÁR eru nú liðin, síðan síðasta flokksþing kommúnistanna rússnesku var kvatt saman, og var þó, samkvæmt starfsreglum flokksins og venjunni fyrstu árin eftir valdatöku bolsévíkka í Rússlandi, svo ráð fyrir gert, að þessi samkunda, sem átti auðvitað að vera aðal-tengi- liðurinn milli ráðsherranna og valdamannanna í Kreml annars vegar og almennings í landinu hins málgögn rússnesku stjórnarinn- ar hafa þegar gert bæði eitt og annað uppskátt um það, sem lík- legt er að lagt verði fyrir flokks- þingið til afgreiðslu. Hitt er svo annað mál, hvort þau hafi sagt hug sinn og flokksstjórnarinnar allan í því sambandi, enda er lík- legast, að fullt samkomulag hafi enn ekki náðst meðal hinna ráð- andi manna um ýmis hin þýðing- armestu atriði, sem þarna mimu verða afgreidd, a. m. k. að yfir- varpi og í bráðina. Fullvíst er t. d. talið, að hið fræga tólf manna framkvæmdaráð flokksins (polít- búró), sem raunar hefur verið valdamesta klíkan og hin eigin- lega sál flokksins, og þar með kjarninn í stjórn alríkisins, verði nú afnumið í sinni núverandi mynd og fellt saman við annað mjög þýðingarmikið ráð innan flokksins og ríkisstjórnarinnar, en það er skipulagsráðið, eða hið svonefnda „orgbúró". Sum blað- anna hafa túlkað þessa ráðstöfun svo, að hún þýði aðeins, að „yfir- stjórn flokksins eigi eftirleiðis að verða enn einráðari, harðstjórnin enn ómengaðri og eindregnari en áður.“ Hvorugt virðist, að svo komnu máli, vera hugsanlegt, af þeirri einföldu ástæðu, að hvort tveggja, einræði flokksstjórnar- innar og harðstjórnin, sýnist þeg- ar komið á svo fullkomið stig, að þar verði trauðla umbætt með nokkrum líklegum árangri. Sennilega er því hér aðeins um sýndarágreining eða eins konar sýningaratriði að ræða, sem ekki muni hafa neina úrslitaþýðingu í framkvæmd. En þó er auðvitað ekki neitt hægt um slíkt að full- yrða fyrir þá, sem utan við ÞÁ ER OG TALIÐ víst, að ný 5 ára áætlun verði undirbúin og lögð fyrir flokksþingið. En ef til vill verður þó aðalverkefni þingsins að hlýða á boðskapinn — og leggja blessun sína yfir — að endanlega hafi verið gengið frá útnefningu eftirmanns hins mikla Stalins — sjálfs „krónprinsins" í Kreml. Talað er um, að hinn mikli ríkisleiðtogi — sem þegar er kominn á fallanda fót og tals- vert til ára sinna, eða 72 ára gam- all — eigi að hljóta forménnsku í hinu nýja og valdamikla ráði, sem virðulega stöðu fyrir senn afdankaðan stjórnmálajöfur, sem auk þess tryggi honum völdin, vegsemdina og dýrðina, meðan hann er maður til að njóta allra þeirra gæða. En samkvæmt fornu og nýju skipulagi flokksins, er það starf og staða flokksritarans, hvað sem öllum nefndum og ráð- um.líður, enda er ritaranum falið æðsta framkvæmdavaldið og leiðsögnin milli flokksþinganna. Og nú er því spáð, að Malenkof, sem verið hefur að undanförnu hægri hönd Stalins í öllum þeim málum, er varða stjórn og skipu- lagningu flokksins, sé ætlaður þessi valda- og virðingarsess á flokksþinginu næsta, og þar með tryggð aðstaðan til þess að verða einvaldi hins mikla heimsríkis, strax og Stalin sjálfur fellur frá, eða kennir sig ekki lengur mann til að búa svo stóru búi. — Ekk- ert skal hér' fullyrt um, við hversu gild rök þessir spádómar hafa að styðjast, eða hverju fram kunni að vinda á flokksþinginu að öðru leyti. Við bíðum og sjá- um hvað setur. vegar — eða a. m. k. þess hluta hans, sem hneigð- :ist að hinni kommúnistisku kenningu — kæmi saman þriðja hvert ár. En framkvæmd hins „sósí- alistiska lýðræðis‘‘ hefur nú í reyndinni orðið þessi, og má segja, að sú rás viðburðanna sé aðeins :í fullu samræmi við þróun þessa blessaða, rúss- neska „lýðræðis" á svo mörgum öðrum sviðum, og sé því raunar eltkert frekar um þetta sérstaka Eramkvæmdaratriði að segja, fremur en svo mörg önnur, sem fallið hafa í sama farveg að þessu leyti. En sem sagt: — Nú stendur mikið til. Miklar og gagngerðar breytingar eru boðaðar á skipulagi flokksins í sambandi við þetta fyrsta flokksþing kommúnista síðan á því herrans ári 1939. STÓRBLÖÐ HEIMSINS hafa ekki að undan- förnu gert sér tíðræddara um nokkurn þann hlut, sem gerzt hefur upp á síðkastið en þetta mikla þing, sem nú skal haldið rétttrúuðum til dægra- munar þarna austur í Rússíá. Hið kynduga í þessu sambandi er þó einmitt það, að samkvæmt marg- endurtekinni og óhagganlegri reynslu er það fyr- irfram víst og vitað, að á flokksþinginu sjálfu ger- ast engir óvæntir né ófyrirsjáanlegir atburðir, heldur mun sá mannsöfnuður, sem þar verður auðvitað saman kominn, aðeins með handaupp- réttingum og hjartnæmum og samstilltum halle- lújahrópum samþykkja það, sem hinir raunveru- !egu valdamenn flokksins verða búnir að koma sér saman um fyrirfram og leggja síðan fyrir.þing- ið til málamynda og sem óvéfengjanlegan sann- leika og sjálfsögð sáluhjálparatriði. Og þá verður spurningin aðeins þessi, og engu ómerkari fyrir það, enda hafa stórblöðin velt yfir henni vöngum og stjórnmálamenn á heimsvísu brotið um hana heilann meira en nokkuð annað á því sviði, síðan þessi tíðindi urðu heyrumkunni: — Hvað er það, sem rússnesku einvaldarnir hafa í bígerðinni og ætla hallelújamönnum sínum að samþykkja í þetta sinn? OG ÞAÐ VANTAR heldur svo serri ekki, að standa. FOKDREIFAR Spjallað við föndrara. EG RAKST IIÉR á dögunum á mann — ja, það var víst engin tilviljun, að fundum okkar bar saman, því að hann hefur verið allnáinn kunningi minn og jafn- vel vinur svo að árum skiptir, ef satt skal segja. — Jæja, en hvað sem því líður: Eg hitti nú þennan náunga, sem ekki vill með neinu móti láta sín eða nafns síns við getið, því að hann er nú einu sinni einn þessara hljóðu og. kyrrlá:tu borgara, sem ekkert virðist fjær skapi en að láta hið minnsta á sér kræla opinberlega, ef þeir eiga sér nokkurrar und- ankomu auðið í þeim efnum, en eru annars þannig lagaðir og lit- ir, að aðrir borgarar gætu bæði eitt og annað gagnlegt af þeim lært, ef þeir gæfu þess nokkurn kost. Og þessi maður hefur svo árum skiptir stundað sína tóm- stundaiðju og náð í henni mikilli fulkomnun. Og þessi tómstunda- iðja hans eða föndur er listræns eðlis, en meira má eg ekki láta uppskátt, því að þá væri eg bú- inn að ljósta upp leyndardómn- um, sem Itann bað mig fyrir, og einkum þarf maður að vera var- færinn í slíkum efnum hér í þessum litla bæ og annars staðar í fámenninu, þar sem allir vita strax, hvað væri á seyði, eða við hvern væri átt, ef meira væri sagt. Hógvær maður. ÞESSI KUNNINGI minn hef- ur — a. m. k. að eigin dómi — engan markverðan boðskap að flytja samborgurum sínum, sízt í afmörkuðu formi blaðagreinar eða laglegs ræðustúfs, því að gáf- ur hans liggja vissulega á allt öðru sviði. En þá stuttu kvöld- stund, sem við skröfuðum saman um alla heima og geima á vinnustofunni hans hérna um kvöldið, , bar honum nú samt eitt og annað á góma, sem mér fannst raunar eiga nokkurt er- indi til annarra en aðeins til mín sjálfs, og svo kollstólanna hans og áhaldanna, sem raunar voru einu áheyrendurnir að sam- tali okkar. Og í þeirri von, að hann misvirði það ekki alltof hrapallega við mig, né finnist eg hafa rofið á sér nokkurn trúnað, langar mig nú til að skjóta fótum prentsvertunnar og leturborðsins undir fáein atriði, sem hann sagði, þótt vissulega verði þau ekki endursögð hér með hans eigin orðum, því að þessar at hugasemdir komu eins og af til viljun í rás samtalsins. En víst bið eg hann mikillega afsökunar, ef meiningin í þeim er stórlega afbökuð, eða úr lagði fæi'ð. íþróttir og listir. — Atvinna eða áhugi. „ÞAÐ ER ALVEG sömu sög una að segja um íþróttirnar og listina — skáldskapinn, málara- listina og myndlistirnar í hvers konar formi,“ sagði hann. „Meðan þetta er allt saman, tóm- stundaiðja og áhugaefni manna, sem enn eru góðir og gildir borg- (Framhald á 7. síðu). Áliugamál kvenna Það er ekki upplífgandi að hlusta á útvarpsfrétt- irnar; meginið af þeim er um slys, hrakföll, morð, rán, verkföll, drepsóttir, upphlaup, bardaga og blóðsúthellingar. Það ei' ekki furða þótt menn hristi höfuðið um leið og þeir snúa fyrir fréttatækið og hugsi: heimur versnandi fer! Ekki bætir úr skák að lesa framsíðufréttir blaðanna; þær fjalla aðallega um það sama, um vonlausar tilraunir til að koma á friði, óheilindi í stjórnmálum, ákærur um sýkla- hernað, spár um atómsprengjuhernað og þriðja lieimsstríðið. Þetta eru hinir síðustu og verstu tím- ar, verður mörgum á að hugsa um leið og þeir fleygja frá sér blaðinu. Svona fréttir, sem fólkinu eru gefnar dag eftir dag, halda því áhyggjufullu og í stöðugum tauga- spenningi. Þessi fréttaflutningur er vítaverður og hættulegur; hann gefur ekki rétta mynd af ástand- inu eins og það er í raun og veru. Orðtakið: engar fréttir eru góðar fréttir — þýðir, að það sem gott er, það sem betur fer, þykir ekki fréttnæmt; hið illa er miklu fréttnæmara en hið góða, og þess vegna er meginið af fréttum um það sem illt er og aflaga fer. Það er satt, að stríð eru hræðileg og ekki er vert að gera of lítið úr stríðshættunni, en styrjaldir eru ekki nýtt fyrirbrigði; þær hafa verið mannkyninu samfara frá upphafi vega þess. Það hefur sjaldan runnið upp sá dagur, að stríð hafi ekki verið háð einhvers staðar á hnettinum, en mannkynið hefur lifað af fram á þennan dag. Að vísu hefur nú verið fundið upp hið hræðileg- asta vopn — atómsprengjan; það er svo stórvirkt drápstæki, að sú þjóð er byrjar atómsprengjustríð á á hættu að fremja um leið sjálfcrhöi'ð, því að báðir aðiljar hafa þetta vopn. Það er því næsta ólíklegt, að nokkur þjóð hefji þess konar stríð. Mönnum ógnar vitaskuld hið mikla mannfall í nútímastyrjöldum, en ekki var mannfallið minna fyrr á öldum af völdum drepsótta, er geisuðu þá tíðum um heiminn, áður en læknavísindin voru komin á það stig að lcoma í veg fyrir þær. ------o--:— Menn minnast þess með hryllirigi, að fyrsta atóm- sprengjan þurrkaði út 95.000 mannslíf í Japan, en það er lítið hjá þeim fjölda, er týndi lífi í drepsótt- unum. Þegar Svarti dauði geisaði um Evrópu á 14. öld létu 25 milljónir manna lífið; fólkið var gersam- Tega varnarlaust; það gat aðeins legið á bæn og beðið dauða síns; sums staðar stóð aðeins einn a£ fjórum uppi eftir að sóttin rénaði; Þeir, sem halda að þeir lifi á hættutímum, ættu að lesa um hina miklu drepsótt í London 1664 eftir Daniel Defoe. Fólkið stráféll, líkin lágu á götunum, menn höfðu ekki við að grafa þau. LæknisfræÖi nútímans hefur komið í veg fyrir þá miklu hættu er stafaði af drepsóttunum, en það þykir ekki sérstaklega fréttnærpt. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir stríðshættuna er líf manna nú miklu öruggara en það hefur nokkru sinni verið, að minnsta kosti hér í álfu. Vísindi nútímans hafa dregið að mestu úr hættunni við fæðingu bama og vernda þau fyrir sjúkdómum; ýmis lyf hafa verið uppgötvuð, er vernda fólk gegn sjúkdómum, er áð- uf ógnuðu því, svo sem bóluveiki, lungnabólgu og mörgum öðrum. Nú er svo komið, að meðalmannsaldur er orðinn lengi'i en nokkru sinni áður í veraldarsögunni; meðalaldur karla er 65 ár, en kvenna 71 ár hér í álfu. Nú deyja foreldrar sjaldan frá börnum sínum ungum, enda er nú ekki þörf á eins mörgum mun- aðarleysingjahælum eins og áður. var, þau eru að mestu horfin. ------o----- Og kjör almennings hafa farið batnandi að sama skapi; hungursneyð er ekki hugsanleg hér í landi, jafnvel hinir fátækustu neyta nú betra fæðis en fólk dreymdi um á undanförnum öldum. Öll heimilis- þægindi hafa aukizt stórkostlega á síðustu árum. Þær konur, sem nú eru miðaldra muna heimilis- stritið á æskuárunum, þá urðu mæður þeirra að þvo þvottinn á bretti, skúra gófin, hreinsa olíu- lampa, sauma fötin á börnin, og ef þær bjuggu úti á landi, baka allt brauð, mjólka, strokka o. s. frv. Raforktæki og framleiðslufyrirkomulag nútímans hefur létt þessu striti að mestu af herðum hús- mæðra; þær hafa aldrei átt eins frjálsa daga og nú. Sömu sögu er að segja um menn þeirra. Áður urðu bændur að vinna myrkranna á milli, en nú hafa þeir tekið véltæknina í þjónustu sína. Fyrir hálfrt öld var vinnutími verkalýðsins 10 til 12 tímar á dag, en nú að meðaltali 40 tímar á viku og margt verkafólk (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.