Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 03.09.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 3. september 1952 DAGCK 5 nusson sundkennari sextugur Á morgun — 4. september — segir einföld reikningslist og ver- aldlegt tímatal okkur, vinum og kunningjum Ólafs sundkennara Magnússonar frá Bitru, að hann sé sextugur orðinn, og veldi Tíma gámla konungs sé óhagganlegt og óvéfengjanlegt í því efni sem öðrum. — Það er næstum fastur og sjálfsagður siður, þegar minnzt skal slíkra tímamóta eða merkisdaga í ævi okkar, sem komnir erum á miðjan aldur eða jafnvel ennþá ofar. í öevihlíðina, að greinarhöfimdar byrja á því að lýsa því hátíðlega yfir, að slík- um undrum og'- stórmerkjum hefðu þeir aldfei trúað, ef ólýg- inn hefði ekki ,sagt þeim, svo ungleg og spræli sem viðkomandi persóna sé þó enn í öllu dagfari. Sennilega segja þeir þetta oftast satt og af fullri einlægni, því að bæði . er það,. að tímarnir eru breyttir og þá einnig og ekki sízt að þessu leyti, að menn endast nú oftast Stórtim b'etUr en áður var tíðast, svo að 60 ár eru svo sem enginn öldungsaldur, nú orðið, heldur jafnvel aðeins fyllsta þroskaskeið og starfsaldur dug- mikilla manna. En hitt er og jafn- víst, að þessi hugsun og bolla- leggingar spretta oft af því, að greinarhöfundur, sem kynnzt hefur afmælisbarninu ungu, hef- ur þá einnig sjálfur verið á bezta skeiði. Og síðan hafa þeir báðir fylgzt að upp fjallið, og ekki dregið í sundur með þeim, svo að tæpast er við því að búast, að annar sé sérlega skyggn eða dómbær á aldur og ellimörk hins, þott einhver væru, þar sem báðir eru sömu sök seldir að þessu leyti. Við Ólafur Magnússon höfum að vísu aldrei þreytt kapphlaup okkar á milli í bókstaflegum skilningi — sem betur fer, frá mínum bæjardyrum séð, liggur mér við að segja, því að þar gefur auga leið, að þar sem hann ávallt hefur verið röskleikamað- ur og mjög við íþróttir kenndur, en ég aldrei, hlyti hann að hafa „snúið mjög á“ mig í slíkum við- slriptum, og það jafnvel svo, að líkt hefði tekizt til fyrir mér og Þjálfa forðum, er hann þreytti skeiðið við Huga á völlunum við Útgarð, að því er segir í Gylfa- ginningu, — að Ólafur hefði snúið aftur í móti mér að skeiðs- enda, og verið þá enn langt kólf- skot til mfn. — En eitt skeið höfum við Ólafur þó þreytt sam- an svo, að ég hef fremur á hann dregið en hið gagnstæða og stytzt bilið á miíli okkar hlutfallslega frá því,, sem var í upphafi: — Þegar ég kynntist honum fyrst, var ég enn ungur stráklingur að kalla, en hann fulltíða maður. En nú hef ég svo á hann dregið á þessari hlaupabraut, æviskeiðinu sjálfu, að munurinn er orðinn hverfandi lítill, fer óðum hlut- fallslega minnkandi, og líklega endar þetta kapphlaup okkar með því, að ég næ honum alveg í sjálfu markinu, áður en honum gefst nokkurt tóm til að snúa við aftur og mæta mér á miðri leið. Víst gæti þótt fara vel á því — og verið bæðí rétt og skylt við slíkt tækifæri, að geta þess, að Ólafur er Eyfirðingur að ætt og uppruna og góðir og gildir stofnar standa að honum í báðar ættir. Þá gæti og þótt sjálfsagt að rekja þroskaár hans og mann- dómsferil, starfssögu hans og af- skipti hans af félagsmálum. En bæði er þáð, að þetta er engin grafskrift né eftirmæli, og eins hitt — og þó miklu fremur — að Ólafur hefur beðið mig sjálfur að fara ekki út í neina slíka sálma né lofgerðarræður — segir í gamni og alvöru, að um af- mæli sitt sé raunar ekkert sér- stakt að segja nema það eitt', að hann sé nú senn að verða aldr- aður maður, og ekki sé það neitt blaðaefni og naumast saga til næsta bæjar. — En þótt ég sé að sönnu bóngóður maður og eftirlátur, þegar vel er að mér farið, og vilji gjarnan verða við öllum óskum og tilmælum Ólafs, verður hans naumast svo minnzt á sextugsafmælinu, að þess sé að engu getið, að hann varð ungur sá lánsmaður að eignast góða og ágæta konu, Ingibjörgu Baldvinsdóttur, sem staðið hefur dyggilega vörðinn við hlið hans æ síðan og skapað hefur með honum hlýtt og fagurt heimili — hlýtt og fagurt bæði í bók- staflegri og táknrænni merkingu. Og fram hjá því verður heldur ekki gengið með öllu við þetta tækifæri, að Ólafur hefur unnið mikið og gott starf sem sund- kennari hér í bænum, og hinir fjölmörgu nemendur hans munu ávallt minnast hans sem mikil- hæfs og duglegs kennara á því sviði, en þó ef til vill einkum sem hins síglaða, greiðvikna og drengilega manns, sem ávallt vildi hvers manns vanda leysa, og eignaðist hlýhug og vináttu allra sinna fjölmörgu nemenda. En fyrst og fremst áttu þessi fáu orð þó að túlka persónulegt þakklæti mitt og hugheilar árn aðaróskir í tilefni afmælisins — persónulega þökk fyrir vináttu hans og hlýhuginn, kjarkinn og gleðina, sem ég hef haft af öllum samskiptum mínum við þennan tápmikla og einarða, glaða og (Framhald á 7. síðu). Danskur dulspekingur r kemur til Islands Næstkomandi sunnudag er væntanlegur til Reykjavíkur danskur dulspekingur, að nafni Martínus. Sennilegt er og, að hann komi hingað til Akureyrar. Martínus er mjög merkilegur maður. Hann er fæddur 11. ágúst 1890 í Sindal á Jótlandsskaga. Ólst hann þar upp hjá gömlum hjónum, því að af foreldrum sín- um hafði hann ekkert að segja. Gekk hann í barnaskóla í Sindal til 12 ára aldurs og er það öll hans skólaganga. Þá varð hann að fara að vinna fyrir sér. Var hann fyrst við smalamennsku á unglingsárunum, en síðar flutti hann til Kaupmannahafriar og varð þar starfsmaður við mjólk- urbú og síðar næturvörður. Martínus mun hafa verið gæddur dulrænum hæfileikum frá æsku, m. a .skyggni. En í marz 1921, þegar hann varð þrítugur að aldri, kom fyrir hann áhrifamikill atburður, sem ger- breytti öllu lífi hans. Hér verður þó ekki reynt að lýsa þessari and legu eldskírn, sem hann nefnir sjálfur hina miklu fæðingu. — Skynjaði hann nú heiminn og tilgang hans að leið innsæisins og fór að flytja fyrirlestra um þessa nýju heimsskoðun sína. Varð það til þess, að hann eignaðist all- marga áhangendur-. Efnamenn styrktu hann til þess að hann gæti skrifað og komið út fyrsta bindi af miklu ritverki, en hann er mikill starfsmaður. Aðrir skoðanabræður hans kevptu all- stórt landsvæði og byggðu þar íbúðarhús handa Martínusi og samkomuhús og hefur þarna myndast dálítið þorp, og lifa íbúar þess á jarðrækt. Þegar Martínus situr ekki við ritstörf, vinnur hann á akrinum með skoðanabræðrum sínum. Tvisvar á dag, kvölds og morgna, koma allir saman til sameiginlegra, andlegra iðkana. Sagt er að með eldskíminni hafi Martínus öðlast „röntgen- skyggni“, svo að hann sér í gegn- um menn og dýr og getur greint allt starf líffæranna. M. a. ók hann bifreið um götur Kaup- mannahafnar með . bundið fyrir augu. Lífsskoðun sína hefur Martínus sett fram í miklu ritverki, er nefnist Livets Bog (bók lífsins). Er ritverk þetta 5 stór bindi, og kom fyrsta bindið út 1932. En ekki verða hér gerðar að um- ræðuefni skoðanir þær, sem settar eru fram í þessu um- fangsmikla ritverki. Það mun sjaldgæft, að óskóla- genginn maður hafi ritað aðra eins bók. En alla þekkingu sína fær hann að leiðum innsæisins, en ekki úr bókum. Af þessu leið- ir, að hann er sjálfstæður í skoð- unum og fer algjörlega sínar eig- in leiðir. Hann er óháður öllum trúarstefnum og aðhyllist enga þeirra. Þeir, sem kynnzt hafa Martín- usi, telja hann einhvern merk- asta mann, sem þeir hafa fyrir hitt. Eiríkur Sigurðsson. JÓN SVEINSSON, fyrrv. bæjarsijóri: „Réft hugsun er sannleikurinn Alhugasemd við frélt og hugleiðingar um viðskipfi við bæjarvöldin í blaðinu „Degi“, dags. 20. þ. m., stendur svolátandi klausa undir fyrirsögninni „Ymislegt frá bæjarstjórn": ■ „Jón Sveinsson hefur kvartað yfir því með bréfi, að Valgarður Kristinsson hafi með girðingu hindrað aðgang að erfðafestu- landi Jóns í Naustalandi. Bæjar- ráð bókað, að báðir hefðu þeir Jón og Valgarður, vanrækt að girða lönd sín, eins og þeim ber að gera, og stafi þaðan þræta þessi. Krefst því þess, að þeir girði báðir og leysi þar með málið.“ Hér er bæði, að blaðið tekur hvorki boðskap bæjarráðs rétt upp, né að sá boðskapur styðjist við staðreyndir og rétta hugsun. Því vil eg biðja, herra ritstjóri, að birta eftirfarandi bréf, sem farið hafa milli mín og bæjarstjórnar- innar. Eg skrifaði 15. júní og 19. júlí 1950 og 9. júlí 1952 svolátandi bréf: 15/6 1950. tt- „Með tilvitnun til bréfs bæjarstjórnar, dags. 16. nóv. 1949, óska eg fastlega eftir, að mér verði mælt út og gefið erfðafestubréf fyrir erfðafestu- landi því, sem mér var veitt á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember sama ár, samkvæmt umsókn minni, dags. 22. okt. 1949. Hið veitta land liggur á milli Tjarn- arhóls og girðingarinnai' austan við sáðgarðana í Smáhólum. Eg hef nokkrum sinnum í vor beðið um að land þetta yrði út- mælt, en það hefur farizt fyrir af orsökum, sem bæjarverkstjóra mun vera kunnugt um, og eru af- sakanlegar. Eg hef nú mjög í hyggju að reyna að afgirða landið, ef girð- ingarefni verður fáanlegt, og síð- an að rækta lönd mín þarna, ef hægt verður að fá jarðræktar- verkfæri, sérstaklega skurð- gröfu.“ 19/7 1950. — „Eg hef í dag meðtekið frá Akureyrarbæ, og samþykkt, erfðafestubréf fyrir erfðafestulandi í Naustalandi, milli hinna svonefndu Smáhóla og Tjarnarhóls. Landið er að stærð 2.285 hekt., og er í tveim stykkjum og skiptir því í sundur fyrirhugaður vegur. Land þetta vil eg girða hið allra bráðasta. En þar sem það er afgirt nú, þannig, að ómögulegt er að komast að hinum veittu landpörtum, vil eg skora á bæj arstjórn Akureyrar, að hún færi þessa girðingu burtu, sem liggur yfir hinn fyrirhugaða veg, sem færður er inn á kortið, sem af salinu fylgir, og veiti mér þegar hindrunarlausan aðgang að land pörtunum.“ 9/7 1952. — „Nú í tvö ár hef eg verið að nudda á bæjaryfirvöld- unum með að veita mér hindrun- arlausan aðgang að umræddum landpörtum, svo að hægt sé að girða þá af og búa undir ræktun, og svo að eg geti haft frjálsan að- gang að þeim og megi illinda- laust fara um opinn bæjarveg til eftirlits á eignum mínum og gæta þar umsýslu, en engu fengið framgengt. Því vil eg enn ítreka áskorun mína og reyna að fá þetta í gegn með góðu, áður en aðrar leiðir yrðu farnar, til að ná réttindum yfir hinum veittu erfðafestublettum. Þá tel eg, að bæjarstjórnin geti ekki krafið um leigu fyrir blettina, meðan eg fæ ekki hindrunarlausan aðgang að þeim, en þvergirðingin yfir veg- inn var sett, áður en bæjarstjórn- in gaf mér afsalið, né að skyldur mínar samkv. erfðafestubréfinu, á annan hátt taki fyrr að verka. Vænt þætti mér um, ef bæjar- ráð vildi fá sér ökutúr þarna upp að landpörtunum og sjá, hvernig þessu öllu er háttað og taka með sér teikninguna og erfðafestu- bréfið.“ Bréf bæjarstjórnar Akureyrar, dags. 11. ágúst 1952, samþykkt úr gerðabók bæjarráðs, hljóðar þannig: Erindi frá Jóni Sveinssyni, dags. 9. júlí, þar sem hann kvart- ar yfir að hindraður sé aðgangur að erfðafestulandi hans í Naustlandi með girðingu. Hindr- un þessi er þannig til komin, að Valgarður Kristinsson hefur í heimildarleysi girt fyrir vegar- stæði að landi Jóns Sveinssonar. Hins vegar hafa þeir báðir van- rækt að girða lönd sín eins og þeim ber að gera. Bæjarráð gerir því kröfu til, að þeir bæti úr því, svo fljótt sem unnt er, og þegar það hefur kom- izt í framkvæmd, er málið leyst.“ Undanfarin bréf virðast skýra málin nokkurn. veginn vel. Þó skal þessft bætt við: Landpartar mínir liggja inni- luktir og umgirtir af löndum annarra, og er ekki hægt að komast að þeim nema í gegnum vegarkrika að austan. Gegnum þvergirðinguna þurfti enginn að komast nema eg til að ná aðgangi að landpörtunum, og þá Valgarð- ur Kristinsson. Þvergirðingin er komin áður en mér ei’ mælt land- ið út og gefið afsal. Það er bæjarráð, sem upplýsir nú, að Valgarður Kristinsson hafi girt í heimildarleysi yfir vegar- stæðið og þar með hindrað að- ganginn. Eg og bæjarstjórn eig- um þarna því aðild saman, en ekki eg og Valgarður Kristinsson, en hún aftur aðildina gagnvart honum, og hafi hann girt fyrir veginn í heimildarleysi, er það hún, sem á að fyrirskipa honum að fara í burtu með girðinguna, en ekki eg. Því er hvorki hægt að fyrir- skipa mér að rífa girðingu V. K. niður, slíkt væri vítaverð sjálf- taka af minni hálfu, né að siga (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.