Dagur - 21.01.1953, Page 14
14
D AGUR
Miðvikudaginn 21. janúar 1953
1 Hin gömlu kynni I
e/ízr /£55 GREGG
13. DAGUR.
Washington. Hún var glæsileg í
(Framhald).
(Framhald af dagbók Elísa-
betar):
T. Thauly, Emma.
Þjónustastúlka á Statler-hóteli,
miðaldra, sver.
„Eg get nú ekki komið því fyrir
mig lengur, hver hann er,“ sagði
hún. „Eg sat fyrir hjá fjölda
manna í þá daga. Eg var þá öðru-
vísi í vextinum en í dag. En eg
er búin að eiga fjögur börn síðan
— giftist snemma. Ed — það er
maðurinn minn — var járnsmið-
ur, en það var erfitt með fjárhag-
inn ,svo að eg byrjaði að sitja
. fyrir. Eg get ómögulega munað
sérstaklega eftir herra Wrenn í
því sambandi.“
Næst þegar eg fór á fund frú
Thaulý, kom eg með ljósmynd af
hinu fræga málverki Wrenns:
Mynd af Emmu.
,,Jú, þetta er af mér,“ sagði
hún. „Þér sjáið að eg var vel vax-
in í þá daga.“
Eg fór ákaflega varlega að
henni, en lagði þó að lokum þá
spurningu fyrir hana, hvort hún
hefði nokkurn tíman þekkt
Wrenn náið. Hún skildi hvað eg
var að fara, en varð Jivorki hissa
né vond.
„Nei,“ sagði hún. „Ed mundi
ekki hafa tekið því þegjandi. Eg
var bara kuningjakona þessara
manna, það var allt og sumt. Og
þar að auki var þessi Wrenn
bundinn einhverri anarri, að því
með skildist. Eg só hana aldrei,
nema mólverk af henni, en hann
þvoði það af léreftinu með terp-
entínu og notaði sama léreftið til
að mála mig á.
Einn daginn kom vinur hans,
sem heitir skrítnu .nafni (Ester-
hazy) með bréf til hans. Þegar
Wrenn hafði lesið bréfið, spurði
vinurinn: „Ætlarðu til hennar
aftur?“ Én Wrenn svaraði neit-
andi. '„Það er allt búið,“ sagði
hann. En morguninn eftir, þegar
eg kom til að sitja fyrir, segir
hann að hann sé hættur við
myndina og þarfnist mín ekki
lengur. Og svo vissi eg ekkert
meira fyrr en eg las í blöðunum,
að hann hefði hlaupizt á brott
með þeirri rauðhærðu. Eg sá
hann aldrei aftur.“
W. Wallach, Kitty Leighton.
„Það var Edith Harper, sem
fyrst kom með hann heim til
mín,“sagði hún.„Eg held að Edith
og móðir hennar hafi langað til
að kynna hann fyrir einhverju
fólki, sem var líklegt til að eiga
aura fyrir málverkum. Eg hafði
engan áhuga fyrir að láta mála
mig, en mér datt Elísabet strax í
hug. Málurum þótti gott að láta
hana sitja fyrir, og sjálf vissi hún
ekkert skemmtilegra. En bað
því að að koma til okkar.
Það stóð ekki á því. Hún kom
ein, því að þingmaðurinn var í
þá daga, hórið rauðbrúnt og mik-
ið, hörundsliturinn hvítur og
fallegur. Eg hélt að Wrenn mundi
verða yfir sig hrifinn af tækifær-
inu að fá að mála hana. Eg hélt
líka að nærvera hennar mundi
taka af honum tunguhaftið, en
Wrenn sagði aldrei neitt nema á
hann væri yrt, ekki heldur eftir
að Elísabet kom.
Og hún hjálpaði honum þá
heldur ekki af stað. Hún varð
sjálf þögul- eins og til samlætis
honum, svo að eg varð að hafa
mig alla við að fylla í eyðurnar og
mala í sífellu sjálf. Eg leiddi talið
að franskri list, og þá vaknaði
áhugi hjá honum og hann sagði
nokkur orð. En svo stóð hann á
fætur og bað sig afsakaðan, sagð-
ist nauðsynlega þurfa að fara.
Elísabet bað hann þó að fylgja
sér heim. því að myrkur væri
dottið á. Daginn eftir kom hún til
mín til að fá lánað eintak mitt af
Inferno eftir Dante. Þau höfðu þá
talað um það, það er að segja
Maríus ' hafði gert það. Seinna
heyrði eg að hann væri að mála
mynd, af henni en eg lagði ekki
saman tvo og tvo fyrr en daginn
sem eg sá hana í skemmtigarðin-
um. Þá skildist mér að hún væri
yfir sig hrifin af Maríusi. Hún
bar það með sér hvar sem hún
fór og hvað sem hún sagði.
Mér leizt ekki á þetta, en hvað
var hægt að gera? Elísabet tók
aldrei tillit til annarra, fór sínu
fram, hlustaði ekki á ráðlegging-
ar. Og svo þegar allt dundi yfir,
eg á við hjónaskilnaðurinn, þá
var eg hvergi nærri, var sjálf á
brúðkaupsferð í Evrópu. Við
vorum í New York þegar við
heyrðum andlátsfregn Maríusar.
Og strax eftir jarðafförina, fór
hún til Evrópu. Eg og maðurinn
minn fylgdum henni til skips. Eg
gleymi líklega seint bílferðinni að
skipshlið. Hún var öll vafin
svörtum sorgarslæðum, hátíðleg
og þögul eins og gröfin. Hún var
niðurbrotin. Hún hafði alltaf
elskað kraftinn og Maríus var
sterkur. Það geislaði af honum
mikill kraftur. Og þegar hann
var tekinn frá henni, var eins og
fótunum væri um leið kippt und-
an henni. Og eg held að hún hafi
alla tíð síðan verið í árangurs-
lausri leit að hamingjunni, sem
hún kynntist þá, en hún hefur
sjálfsagt aldrei fundið hana aft-
Það var síðdegis á miðvikudög-
um, að hárgreiðsludama madame
von Schillar kom jafnan. Á
fimmtudögum sat barónessan svo
í móttökustofu sinni, og 'hafði
skrautleg tesett sér við hlið og
beið eftir gestunum, sem aldrei
komu. En alla aðra daga vikunnar
sátu konurnar tvær í stólum sín-
um framan við arineldinn. Bar-
ónessan sagði þá frá ýmsum end-
urminningurn en Elísabet hlust-
aði með athygli.
Þessi þriðjudagur hefði verið
eins og aðrir hversdagslegir dag-
ar ef ekki hefði orðið vart við að
madame von Schillar var í æstu
skapi. Hún horfði stranglega á
húsþernuna, frú Worth, sem stóð
í dyrunum
„Hver er það, segið þér?“
„Það er herra Hereford," svar-
aði konan, „á eg að segja að þér
séuð ekki heima?“
„Eg veit ekki, eg veit það hreint
ekki,“ tautaði barónessan. Hún
leit á Elísabetu, gekk síðan að
stórum spegli og fór að laga á sér
hárið. „Hárið á mér er ómögu-
legt,“ sagði hún svo.
„Get eg aðstoðað?11 spurði El-
ísabet.
„Já, þér getið það. Þér getið
gert mér þann greiða að ganga
sem snöggvast upp á herbergið
yðar. Eg þarf að tala dálítið við
þennan herra.... æi, eg man
ekki hvað hann heitir. Gjörið svo
vel að ganga upp bakdyrastigann,
já, þakka yður fyrir."
Þegar Eílsabet var farin, skipti
barónessan í snatri um kjól, hlóð
á sig armböndum og hálsfestum,
dreypti á sig ilmvatni, og gekk
síðan inn í dagstofuna. Hann
sneri baki að dyrunum þegar hún
köm inn, var að verma sig við
eldinn.
„Quincy!“ hrópaði hún þegar
hún sá hann.
Þegar hann sneri sér við, sá
hún fyrst glampa á gleraugun
hans, síðan á skallann. Hann
hafði látið sér vaxa yfirskegg, en
3að var grátt orðið og féll inn í
fölan hörundslitinn.
Hánn hneygði sig hofmannlega.
„Það er orðið langt síðan riiér
hefur veitzt þessi ánægja,“ sagði
hann.
„Já, það er orðið langt síðan,
Quincy,“ sagði hún. „En hefurðu
gleymt því að við vorum dús?“
Hún var vingjarnleg, reyndi að
leyna því hversu undrandi hún
var að sjá, hvað hann var orðinn
gamall. „Gjörðu svo vel að setj-
ast.“
„Þú ert sjálfsagt að velta því
fyrir þér, hvað valdi þessari
heimsókn?“
„Nei, eg. er nú ekki að því.
Gamlir vinir geta alltaf hitzt. En
eg var farinn að halda að þú vær-
ir búinn að gleyma mér, sem
kannske er vonlegt, þar sem þú
hefur nú Elenóru — eða heitir
hún það ekki?“
„Elaine heitir hún ,eg á reynd-
ai' tvær með því nafni núna.“
„Dóttir þín?“
„Nei, barnabarn. Eg á þrjú
barnabörn.“
Hún stóð á fætur. „Jæja, gamli
vinur, það var óvænt ánægja að
sjá þig, en eg er mjög störfum
hlaðin nú — og ekki sízt í dag,
svo áð eg vona að þú afsakir
mig. ... “
„Hægan,“ sagði hann. „Það var
einmitt í sambandi við þessi
störf þín, sem eg kom hingað.
Viltu ekki gjöra svo vel að setjast
meðan þú hlustar á mig?“ Hann
var líka staðinn á fætur.
En hún settist ekki, heldur stóð
kyrr. Þannig vildi hún tryggja
rað að hann settist ekki og heim-
sóknin stæði ekki lengur en
brýnasta þörf var.
„Jæja?“ sagði hún.
„Mér hefur verið sagt að þú
sért að skrifa æviminningar þín-
ar. Er það satt?“
„Já, það er satt. Var þetta allt
og sumt, sem þú vildir spyrja
um?“
„Ætlarðu þar að segja eitthvað
um mig og okkar kynni?“
Hún horfði á hann, brosið var
tvírætt. „Eg veit það ekki, satt að
segja hefi eg ekkert ákveðið um
það enn.“
Hann horfði í gaupnir sér, en
■sagði svo: „Eg geri naumast ráð
fyrir að eg geti talið þig á að
gleyma þeim þætti gersamlega?
Eg gæti þó gert það vel þess virði
fyrir þig.“
Hún varð harðleg á svipinn.
„Hvað getur þú svo sem boðið
méi', sem eg ekki þegar hef? Ætl-
arðu kannske að koma mér inn
í sátt við aristókratíið hérna í
Boston?“
„Eg hafði aðeins það í huga, að
eg vil forða Elaine frá óþægind-
um og raunar allri fjölskyldu
minni.“
„Já, og halda virðingu þinni!
Og forðast að klúbbfélagarnir
skotri til þín augunum? Ósköp
var þetta líkt þér. En hver veit,
kæri vinur, nema svona bók gæti
orðið þér uppörvun og upplyfting
í ellinni, hrifið þig upp úr hvers-
dagsleikanum og umhverfinu? Eg
skal segja þér nokkuð: Einkarit-
ari minn rakst á bréf frá þér fyrir
nokkrum dögum, ákaflega barna-
legt bréf, undirritað Q. Það
mundi kannske vekja athygli í
bókinni?“
„Finrist þér eg ekki vera búinn
að taka nóg út, öll þessi ár?“
sagði hann gremjulega.
En hún lét það ekki á sig fá.
„Eins og eg sagði áðan, hef eg
enga ákvörðun tekið um, hvern-
ig eigi að fara með þig í æviminn-
ingunum. Þú getur kynnt þér
sjálfur, hver ákvörðunin verður,
þegar bókin kemur út. Það verð-
ur væntanlega innan eins árs.“
„Ætlarðu að halda því leyndu
fyrii' mér þangað til bókin kemur
út? Á eg að eiga í þessu tauga-
stríði í heilt ár?“
„Eg beið eitt sinn lengur en
ár,“ sagði hún hörkulega um leið
og hún þrýsti á hnapp til þess að
gefa þjónustustúlkunni til kynna
að hún mætti fylgja herranum til
dyra.
„Vertu sæll, Quincy,“ sagði
hún. „Berðu konunni þinni
kveðju frá mér. Þú værir vænn
að gera það.“
(Framhald).
Árshátíð iðiiaðarmanna
verður háldm í Alþýðúhúsinu laugardaginn 24. þ. m.,
kl. 8.30 e. h.
Félagsmenn vitji aðgöngumiða sinna í Alþýðuhúsið,
kl. 8—10 fimmtudaginn 22. þ. m.
Dökk föt — Siðir kjólar.
Nánar í ginggaauglýsingum.
NF.FNDIRNAR.
frá Almamiatryggingum, Akureyri:
Greiðslur 1 ífeyris fyrir januarmánuð hefjast að
þessu sinni íimmtudaginn 22. janúar.
Fjölskyldubætur verða ekki greiddar fyrr en í
næsta rnánuði, og verður tilkynning gefin út
um það síðar.
Akiireyrarumboðið,
Kaupvangsstræti 4.
Tekið verður á nlóti áburðarpötnunum á
á skrifstofu vorri til 12. febrúar n. k.
Atb. Áburðarpahtanirnar eru bindandi.
Finnur Árnason ráðunautur tekur á móti
áburðarpöntunum garðeigenda í Akureyrar-
deild KEA. — Viðtalstími hans er kl. 1—2 e. h.
virka daga.
ííaupfélag Eyfirðinga.