Dagur - 11.04.1953, Blaðsíða 1

Dagur - 11.04.1953, Blaðsíða 1
ASKRIFT að DEGI tryggir að þér fylgist með málefnum þjóðarinnar. Dagum 12 SÍÐUR AUGLYSING í Degi nær til langflestra Akureyringa og Eyfirðinga. XXXVI. árg. Akureyri, laugardaginn 11. apríl 1953 19. tbl. 5á rgsnland Banir segjast vilja greiða götu norskra og færeyskra fiskimanna Eitt hið roikilvægasta áhuga- mál Álasundsmanna og annarra Sunnmæringa, sem þorskveiðar stunda á Grænlandsmiðum, hefur verið að ná varanlcgum samningi við Dani viðvíkjandi umhleðslu fisks í Færeyingahöfn. Síðastliðin ár eftir heimsstyrj- öldina hefur verið unnið allmikið að málum þessum af Norðmanna hálfu. Hafa þeir haldið fram, að ekki væru fullnægjandi samn- ingar þeir, sem hingað til hafa gerðir verið til aðeins eins árs í senn, þar eð ekki sé hægt að gera neinar fastar framtíðar-ráðstaf- anir á svo tæpum grundvelli, þ. e. a. s. á sVo skpmmum tíma. 5 ára samningur. Fyrir skömmu skýra norsk blöð frá því, að . fréttamaður Norsku fréttastofunnar (NTB) hafi átt átt tal við danska^or- sætisráðherrann, Erik Eriksen, og hafi hann skýrt fréttamann inum frá, að nú hafi nýskeð tekizt að komást að samningum er standa eigi um 5 ára skeið. Verði kjör öll nokkurn veginn hin sömu og áður, — Telur Álasundsblaðið „Sunnmörsposten", að samn- ingur þessi muni gera Sunnmæra félaginu „Utrustning" h. f. miklu hægara um vik en áður. Hefir félagið til þessa haft talsverðan rekstur í Asgrikóhöfn á Græn- landi og hefir ætlað sér að halda þar áfram fiskveiðum bæði með línu og botnvörpu. — Er talin stelnu Stðlins Lætur af starfi ástæða til að ætla, að hið nýja frumvarp Dana um veiðar með botnvörpu nái ekki fram að ganga fyrst um sinn, enda myndi það valda botnvörpungum allmiklum erfiðleikum á Grænlandsmiðum. Forsætisráðherrann segir að lokum við fréttamanninn. að sér sé það mikið áhugamál að greiða sem bezt götu danskra,norskraog færeyskra fiskimanna, sem veiðar stundi á Grænlandsmiðum. — Ekki er fslendinga getið í þess- um fréttum. Búizt er við að fiskveiðiskip frá Álasundi og Sunnmæri leggi af stað vestur um 20. apríl, þareð Færeyingar hafi oft verið búnir að veiða allt að 100 smálestum á skip snemma í apríl, er norsk skip hafa komið vestur. Snjókoma í gær spillti enn akfæri í fyrrinótt og gærmorgun var hér enn norðan stórhríð og setti niður mikinn snjó ofan á það, sem fyrir var, og stórspilltist akfæri bæði á þjóðvegum og í bænum. í gær var talið ófært öllum venju- legum bílum víðast hvar á þjóð- vegum, þó var brotizt með mjólk úr Arnarneshreppi á stórum bíl, og von var á mjólkurbílnum úr Hrafnagilshreppi í gærkvöldi og fór ýta fyrir þeim. í bænum sjálf- um er mjög ógreiðfært og hefur versnað til muna. Þíðviðri var síðdegis í gær og batnandi útlit þrátt fyrir Ijóta veðurspá. Skrifin um Stalin sem æðri veru hafa verið stöðvuð - verður næsta skrefið að ásaka hinn látna einvalda um svik við kommúnismann? Engin tíðindi hafa vakið aðra eins athygli um hinn frjálsa heim að undanförnu og tilkynning Sovétstjórnarinnar um að kunnustu lækn- ar Sovétríkjanna, sem setið höfðu í haldi eftir að hafa játað á sig land ráð og glæpi, hafi verið pyndaðir alsaklausir til játninganna. SKÍÐAMOT AKUREYRAR Skíðastökk í I. og II. fl. fer fram á Miðhúsabraut á morgun kl. 4. Þátttakendur eiga að gefa sig fram á mótsstaðnum hálftíma áð- ur en keppni hefst. Tilkynningin varpar beinlínis skugga á stjórnarhætti Stalíns og hlýtur að minna kommúnista heima fyrir og annars staðar óþægilega á ýmsar hreinsanir, réttarhöld og játningar, sem fram Miklar skemmdir hafa komíð fram í íslenzkum freðfiski í Mið-Evrópu Austurrikismenn afþökkuðu 1000 lesta send- ingu eftir að hafa fengið 500 lestir TRYGVE LIE hefur nú Iátið af starfi sem aðal- forstjóri Sameinuðu þjóðanna, en því embætti hefur hann gegnt frá upphafi stofnunarinnar við ágæt- an orðstír. — Eftirmaður ha;:s er Svíinn Dag Hámmerskjöld, áður aðstoðarutanríkisráðhcrra Svía. Þegar sendinefnd sú, sem unn- ið hefur að markaðssölu fyrir ís- Ienzkan freðfisk í Mið-Evrópu að undanfömu, kom heim nú fyrir skömmu, hafði hún ljótar fréttir að segja, sem sé þær, að miklar og alvarlegar skemmdir hafi komið fram í íslenzkum freðfiski, sem fluttur hefur verið út nú í seinni tíð, einkum í Austurríki og Tékkóslóvakíu. Hafa skemmdirnar þegar orðið til stórtjóns fyrir fiskmarkað ís- lendinga og ekki enn séð fyrir af- leiðingarnar. Eru þetta hin alvar- legustu tíðindi og umhugsunar- efni fyrir alla landsmenn. Austurríkismenn afþökkuðu 1000 lestir. Samið hafði verið við Austur- ríkismenn um sölu á 1500 lestum af hraðfrystum fiski í skiptum fyrir ýmsar iðnaðarvörur, en eft- ir að Austurríkismenn höfðu tek- ið á móti fyrstu 500 lestunum, af- þökkuðu þeir meiri fisk og rift- uðu kaupunum. Fiskur þessi reyndist verulega skemmdur, varð vart við ýldu í honum, auk þess að hann væri með roði þótt seldur væri sem roðflettur. — Skemmdir af svipuðu tagi hafa komið fram í freðfiski í Tékkó- slóvakíu og munu hafa haft mjög slæm áhrif á markaðinn þar. Ekki er grunlaust um að skemmdir séu á fiski, sem farið hefur til fleiri landa, þótt ekki sé vitað með vissu. En upplýst er, að sumt af ís- lenzka fiskinum fór beint í fiski- mjölsverksmiðjur, er út kom. Skortur á samvizkusemi og vöruvöndun. Skemmdir þessar eru taldar stafa af skorti á samvizkusemi og vöruvöndun hér heima, fiskurinn of gamall er hann er frystur og ekki nægilega samvizkusamlega meðfarinn á frystihúsunum. Ekki er upplýst, hvaða frystihús hér eiga hlut að máli, en þau munu allmörg og víða á landinu. Ýmis- legt bendir til þess að lengra hafi verið gengið hér en góðu hófi gegnir nú um sinn að frysta tog- arafisk sem ekki er nægilega nýr Úr sjónum, er að landi er komið. Þessi tíðindi hljóta og að vekja þá spurningu, hvernig fiskmatinu sé háttað í landinu. Hér er um svo geysilega þýðingarmikið mál að ræða fyrir afkomu þjóðarinn- ar, .að taka verður á því hörðum höndum og endurreisa það orð- spor, að íslenzkur fiskur sé ævin- lega fyrsta flokks vara. Nefnd sú, sem út var send, mun hafa gefið sjávarútvegsmálaráð- herra greinargerð um mál þetta, og eftir að vakið var máls á því í Tímanum í fyrradag, birti ráð- herrann greinargerð í gær, þar sem skemmdirnar eru viður- kenndar, pg upplýst er að athug-. un hafi verið framkvæmd í frystihúsum við Faxaflóa, en ekki hafi komið í Ijós skemmdir við þá athugun. Molotoff. Vishinsky. fóru í tíð Stalíns hvað eftir annað. En uppljóstunin í sambandi við læknamálið er ekki eina stór- fréttin sem komið hefur frá Moskvu og öðrum kolnmúnista- ríkjum nú um sinn. Ljóst er, að Stalín var ekki búinn að liggja í gröf sinni nema skamma hríð, er hinum nýju valdhöfum þótti tími til kominn að breyta stefnunni á fleiri sviðum en í réttvísinni. — Með skömmu millibili hafa þeir söðlað um á ýmsum sviðum í samskiptum við hinn vestræna heim. Allir þessir atburðir hafa gefið stjórnmálamönnum og blaðamönnum á Vesturlöndum tækifæri til þess að skyggnast á bak við járntjaldið og reyna að gera sér grein fyrir því, sem gerzt hefur og valdið hefur þessum tíð- indum. Grein Alsops. Kemur margt athyglisvert fram í sumum þessum skrifum, t. d. í grein, sem bræðurnir Jósef og Stewart Alsop birtu í Nevv York Herald Tribune hinn 6. apríl sl. Verður aðalefni hennar endur- sagt hér á eftir. Blaðamennirnir segja, að sá möguleiki, að Jósef Stalín hafi að lokum verið myrtur af samstarfs- mönnum sínum, sé nú ekki leng- ur talinn útilokaður, enda hafi allir sérfræðingar um málefni Rússlands verið undrun lostnir yfir hraðanum sem er á því að hverfa frá stefnu Stalíns. Ofan á það kom svo tilkynningin um læknana og viðurkenningin að þeir hefðu verið látnir sæta pyndingum. Gefur það grun- semdum um raunveruleg endalok Stalíns aukinn styrk. Auðvitað er ekkert hægt að fullyrða neitt um þetta, en þessir atburðir opna möguleika til þess að menn láti sér detta ýmislegt í hug. Síðan telja blaðamennirnir upp . það, sem gerzt hefur og minna á, að hér eru hlutir, sem ástæða er til að taka alvaiiega. Á sviði utan- ríkismála er það fyrst, að Chou En-lai hófst handa um að leysa Kóreumálið úr þeirri^sjáifheldu, sem það var komið í, og Molotoff utanríkisráðherra studdi tillögur hans. Á sviði Sameinuðu þjóð- anna hefur Vishinsky endurvakið umræður um afvopnunarmálin og kjarnorkumálin. Rússar buð- ust til að ræða möguleika á því að hindra frekari árekstra í lofti yfir V.-Þýzkalandi. Stalín var varla orðinn kakluv er breytingarnar hófust heima fyrir. Á sviði innanríkismála voru breytingarnar ekki síður örar. Stalín hafði ekki fyrr verið kistu- lagður en stórfelldar breytingar voru gerðar á Sovétstjórnmni og ráðherraembættum fækkað svo að skipti tugum. Hið flókna kerfi, sem hann haf ði skapað og útlistað (Framhald á 11. síðu). Ungur Siglfirðingur drukknaði við Sauðanes Síðastl. þriðjudag drukknaði tvítugur maður af Siglufirði, Pétur Þorláksson, við Sauðanes, er verið var að flytja vitavörðinn út í Sauðanes. Fóru menn á trillu út eftir og höfðu léttbát með og fóru á honum í land. Gekk landtakan vel, en er léttbáturinn skyldi aft- ur fara út í trilluna, fyllti hann og sökk, er bára kom á hann. Tveir menn voru í bátnum, Pétur heitinn, og Ólafur Guðbrandsson, og tókst hinum síðarnefnda að bjargast til lands.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.