Dagur - 11.04.1953, Blaðsíða 6

Dagur - 11.04.1953, Blaðsíða 6
D AGUR Laugardaginn 11. apríl 1953 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýiingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstneti 88 - Sími 1166 Blaðið kemur út á hverju.-n miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlL Prentverk Odds Björnssonar h.f. Stjórnlagaþing A NÝAFSTÖÐNU flokksþingi samþykkti Fram- sóknarflokkuhinn svohljóðandi áskorun og yfir- lýsingu, eftir ýtarlegar umræður: „Tíunda flokksþing Framsóknarmanna end- urtekur þá áskorun síðasta flokksþings til Al- þingis að gera þá breytingu á gildandi stjórn- arskrá landsins, að sérstakt stjórnlagaþing skuli kosið til þess að setja nýja stjórnarskrá. Flokksþingið telur ráðlegt, að þingmenn stjórnlagaþingsins verði allt að 52, og að kosn- ing þeirra fari fram eftir núgildandi reglum um kosningar til Alþingis. Þá telur flokksþingið einnig við eiga, að stjórnmálaflokkar, sem fulltrúa eiga á Alþingi, eða hafa haft fulltrúa í kjöri til Alþingis, megi ekki bjóða menn fram til stjórnlaga- þingsins. Aftur á móti geti samtök frambjóð- enda til stjórnlagaþings borið fram landslista og fengið jöfnunarsæti eftir sömu reglum og nú gilda um stjórnmálaflokka, sem bjóða fram til Alþingis." Setning stjórnarskrár fyrir lýðveldið er eitt stærsta úrlausnarefni komandi tíma. Það mál er hafið yfir flokkabaráttu um dægurmál. Andstæð- ingar í hinni daglegu stjórnmálabaráttu geta hæg- lega átt samleið í þessu máli þótt þeir deili um at-s virmumál, utanríkismál o. s. frv. MEÐ TILLÖGU Framsóknarmanna er stefnt að því að gefa mönnum kost á að skipa sér í hópa út frá sjónarhóli stjórnarskrármálsins eins, og forða því að stjórnarskrá verði sett með „hagfelldum samningum" nokkurra stjórnmálaforingja. Með samþykkt þessarar ályktunar hefur Framsóknar- flokkurinn fyrir sitt leyti lýst því yfir að hann vilji afhenda þjóðinni málið til úrlausnar á stjórnlaga- þingi. Þjóðin á kröfu á að vita, hvort aðrir stjórn- málaflokkar vilja sýna sama þegnskap og þroska. ófremdarástand siglingamálanna og sýnir að forráðamenn Eim- skipafélagsins hafa ekki í hyggju að breyta um stefnu. Afnám þeirrar þjónustu, sem félagið eitt sinn veitti landsbyggðinni var í upphafi afsakað með styrjaldar- ástandi og síðan með ráðstöfun- um gjaldeyris- og innflutnings- yfirvalda. NÚ STENDUR hvorugt í vegi fyrir því, að breytt sé til. En þörf- in fyrir aukið athafnapláss í höf- uðstaðnum, sem búið er að skapa með fyrirkomulagi siglinganna, er nú látin ráða framtíðarfyrir- ætlunum, en ekki þörf annarra landshluta fyrir breytt siglinga- fyrirkomulag. Hið skattfrjálsa Eimskipafélag hefur mikið fé til ráðstöfunar, sem það tekur af öll- um landsmönnum. Öllum lands- lýð má nú vera það ljóst að stefn- an er að ávaxta þetta fjái'magn einvörðungu í Reykjavík, ekki aðeins um stundarsakir heldur um langa framtíð. Fólkið úti á landsbyggðinni hefur verið að leggja fé í Kveldúlfsportið á liðn- um árum en ekki að búa í haginn fyrir breytt siglingafyrirkomulag. Það er sú lexía, sem landsmenn mega læra af síðustu fregnum af umsvifum þessara fjársterku og valdamiklu aðila þar fyrir sunnan. Fjárfesting landsmanna í Kveldúlfsportinu HÖFUÐRÖKSEMD stjórnar Eimskipafélags ís- lands fyrir nauðsyn þess að kaupa lóðir og skúra af Kveldúlfi í Reykjavík fyrir 12 milljónir króna, er að mikil og brýn þörf hafi verið fyrir félagið að fá aukið rúm fyrir vörugeymslu. í Reykjavík vekja fjölskylduviðskipti þessi einkum athygli fyrir það, hve upphæðin er há miðað við útlit hús- anna og stærð lóðanna, en úti um landið minna kaupin á þá staðreynd, að ekki er mikið hald í þeirri röksemd Eimskipafélagsstjórnarinnar frá liðnum árum, að nauðsynlegt sé, kostnaðar vegna, að umhlaða nær öllum vörum út á landið í Rvík. Það er umhleðslufyrirkomulag félagsins, sem kall- ar á þessi viðskipti og er þó ekki nema lítið talið af öllum þeim fjármunum, sem það kostar þjóðina í heild að félagið hefur lagt niður með öllu beinar siglingar í milli hafna úti á landi og erlendra við- skiptalanda. Tilkynningin um að félagið verji nú 12 milljónum til þess að tryggja sér athafnapláss í höfuðstaðnum minnir landsmenn óþægilega á FOKDREIFAR Útvarpið og skíðamótið. ÞAÐ ER mörgum enn í minni, er Helgi Hjörvar lýsti skíða- keppni í útvarpi fyrir mörgum árum og þótti það mikil skemmt- un víða um land. Þá var tæknileg aðstaða útvarpsins til þess að gera hlustendum þennan greiða miklum mun lakari en nú er orð- ið og vafalaust, að útvarpsmenn- irnir lögðu mikið á sig til þess að koma þessu útvarpi á laggirnar. Þetta skíðamót var háð í Reykja- vík. Nú er skíðaíþróttin orðin miklu útbreiddari en þá var og fylgzt er með keppni á hverju landsmóti um land allt, enda koma keppendur nú úr mörgum héruðum. Er því meiri ástæða en fyrrum fyrir útvarpið til þess að útvarpa frá keppninni og þægi- legra. Ákaflega auðvelt var til dæmis fyrir útvarpið að útvarpa Iýsingu á göngukeppninni, sem háð var hér í bænum á lands- móti skíðamanna nú á dögunum. Nú er komin hér útvarpsstöð skamhít- frá bænum, sem heyrist ágætlega um allt Norðurland og verkfræðingar útvarpsins hafa talið tæknilega möguleika á að endurvarpa beint frá henni í Reykjavík. Jarðsímastrengur er héðan í útvarpsstöðina og því hin bezta aðstaða til að koma efni héðan úr bænum til hennar. For- ráðamenn skíðamótsins munu líka hafa farið þess á leit við for- ráðamenn Ríkisútvarpsins, að efnt yrði til útvarps héðan, enda höfðu borizt um það óskir t. d. frá Siglfirðingum o. fl., sem fylgdust af áhuga með keppninni hér. En útvarpsforstjórarnir syðra sögðu þvert nei, og bar með var það mál úr sögunni. Þetta bykir fólki hér að vonum heldur stirðbusaleg framkoma, svo að ekki sé meira sagt og ekki spá góðu fyrir því málefni að koma af stað sjálf- stæðu útvarpi frá nýju útvarps- stöðinni hér í framtíðinni. Enda mun það mála sannast, að það mál verður að sækjast á öðrum vettvangi en í greipar útvarps- ráðsmannanna þar syðra. Vétður Alþingi að láta baS til sín taka og gera nauðsynlegar breytingar á útvarpslögunum, svo að lands- byggðin hafi það gagn af hinum nýju útvarpsstöðvum, sem búið er að koma upp með miWum kostnaði, sem efni standa til. Góð kvöldvaka. ÞÓTT EIGI kæmust hingað nærri allir þeir gestir, sem búizt var við á Akureyrarvikuna, — vegna norðanáhlaupsins — reyndi Ferðamálafélagið að fram- kvæma dagskrá sína eftir því sem efni stóðu til. Til dæmis hafði félagið ánægjulega kvöldvöku á Hótel Norðurlandi á laugardags- kvöldið fyrir páska og var þar húsfyllir af ungu fólki og sam- koman hin prýðilegasta. Þarna sýndu ungar menntaskólastúlkur fallegan dans undir stjórn Ingu Rúnu Ingólfsdóttur fimleika- kennara, Karlakórinn Geysir söng undir stjórn Ingimundar Árnasonar, Guðrún Brunborg sýndi þætti úr Olympíukvik- myndinni og ávarpaði unga fólkið nokkrum vel völdum orðum. Loks var þarna nýstárlegt og ánægjulegt skemmtiatriði, en það voru ýmsar æfingar á dýnu. er þrír ungir drengir úr Ólafsfirði sýndu, undir stjórn og með aðstoð kennara síns, Sig. Guðmunds- sonar frá Hvanneyri. Vakti sýn- ing þeirra óskipta ánægju áhorf- enda, sem klöppuðu þeim óspart lof ílófa. Dorgað upp um ís. EFTIR AÐ POLLINN hér lagði á dögunum hefur mátt sjá all- margt manna frammi á ísnum að dorgveiði og hafa sumir aflað vel. Þarna eru fullorðnir menn á ýmsum aldri og stálpaðir drengir að draga fisk í soðið og skemmta sér við veiðina. Veiðin er nokkuð misjöfn, en sumir hafa fengið marga væna fiska og segja að fiskiganga hafi komið hér inn á Pollinn á dögunum. Kunnugir segja að fiskurinn elti síli hér inn fjörðinn og alla leið inn á Leiru er svo ber undir, en óstöðug er slík fiskiganga segja fagmennirn- ir. En hvað sem því líður hafa margir haft gagn og ánægju af þessum veiðiskap og halda hon- um sjálfsagt áfram meðan ísinn heldur. Mun óvíða á landi hér að- staða til slíks veiðiskapar og má telja „úthöldin", sem dreifð eru hér víðs vegar um Pollinn til sér- kenna Akureyrar á vetrum. Einhvern tíma hefðu það þótt tíðindi. KOMMÚNISTABLAÐIÐ hér, sem venjulega er troðfullt af fregnum og frásögnum af lífinu fyrir austan járntjald, brá vana sínum að þessu leyti í gær og nefndi ekki einu orði þær upp- lýsingar Sovétstjórnarinnar, að í stjórnartíð Stalíns hefðu margir af færustu læknum rússnesku þjóðarinnar verið pyntaðir til þess að játa á sig hvers konar glæpi. Réttvísin þar eystra hafi verið með því sniði, að saklausir borgarar áttu á hættu að vera bornir sökum um glæpi og pynt- aðir til að játa þá, án þess að hafa nokkra möguleika til að bera hönd fyrir höfuð sér. Að fyrirlagi stjórnarvaldanna hafi svo verið haldnir fundir víðs vegar um landið, þar sem krafizt var að menn þessir yrðu tafarlaust tekn- ir af lífi. Það, sem bjargaði því í nú, að framin væru svívirði- (Framhald á 11. síðu). 'töfa éwui, M&yp* Ávextir og inflúenza í nýju Fréttabréfi um heilbrigðismál, sem Krabba- meinsfélagið gefur út, segir próf. Níels Dungal m. a. á þessa leið: í sambandi við inflúenzuna er vert að geta þess, að það hefur sýnt sig að inflúenzan gengur mjög á C-vítamínforða líkamans. Sveitafólkið, sem hefúr nýmjólkina beint úr fjósinu, getur bætt sér upp tapið með því að drekka meira af mjólk og sýru meðan veikin fer yfir og fyrst á eftir, en kaupstaða- búar, sem geta ekki eins treyst á C-magn mjólkur- innar, hafa gott af að borða appelsínur, til þess að bæta úr þessari þörf og er gott til þess að vita að þær skuli nú oftast nær vera fáahlégar. Þær ættu bara að vera bátagjaldeyrislausar og meira að segja tollfrjálsar, því að það er mikill mjsskilningur að líta á holla ávexti sem luxusvöru. Meiri ávaxta- neyzla myndi bæta heiísu fólksins og heilsubót ætti helzt ekki að þurfa að borgast með bátagjaldeyri né háum tollum. Ávaxtasafi, sem fluttur er inn niður- soðinn, er einnig allt of dýr til þess að almeríningur geti keypt hann. En kaupmenn fara illá með fé landsmanna með því að flytja inn ávaxtasáfann í dósum eins og hann kemur fyrir, í stað þess að flytja inn ávaxtasafa, sem gufað hefur-upp, þangaS til mest allt vatnað er farið úr honum. Þetta er gert í loftleysi (vacuum), svo að C-vítamín ávaxtarins haldist óskemmt. Þannig má flytja inn í lítilli dós uppþurrkaðan safa sem nægir í marga lítra af ávaxtasafa, í stað þess að vera að flytja inn vatn í tonnatali, eins og nú er gert. ÞÁ VEIT MAÐUR ÞAD. í ensku blaði segir frá því að efnafræðingur nokk- ur í Glasgow hafi fundið upp efni,. sern stöðvar lykkjufallið á sokknum. Þetta er litlaus vökvi og eru sokkarnir lagðir í bleyti í honum í fimm mínút- ur. Segir blaðið að þessi meðferð geri jafnvel f ínustu og beztu nylonsokka mun endingarbetri en áður og eru þetta kærkomin tíðindi fyrir kvenbjóðina. o - VORBD ER KOMID ÞARf'"! ,"f Norðurlandablöðin bera með sér að vprið er kpm- ið þar og víst öfundum við þá nágrariha okkar, enda þótt við höfum ekki þurft að kvarta yfir tíðarfarinu í vetur. Sænsku, norsku og dönsku samvinnutíma- ritin flytja númyndir og frásagnir af vortízkunni og er úr rriiklu að velja. Á meðan þeir spóká'sig þar á léttum, nýjum götuskóm, í vordrögtum og frökk- um, verðum við að kafa snjóinn í skóhlífum upp á miðjan legg og helzt í kuldaúlpum með hettum. En sumariS er samt skammt undan, einnig hér úti á íslandi, og þrátt fyrir allt er þaS e. t. v. fegurra og dásamlegra hér á norðurslóðum en víðast annars staðar. Nú gerast dagarnir langir og hin bjarta nótt er skammt undan. Þá verður gaman að lifa hér enn sem fyrrum. ---------o--------- KANNAN. Gamla góða kaffikannan (Danir kalla hana Ma- dam Blaa) fær oft ekki þá meShöndlun, sem hún á skiliS, lesum viS í dönsku blaði. Til dæmis á að þvo kaffikönnuna hverju sinni eftir að hún hefur verið notuð. Það er lítið verk en borgar sig. Nauðsynlegt er að nota eitthvert þvottaefni í könnuna, því að kannan verður ekki hrein þótt hún sé skoluð með köldu vatni. Kaffið inniheldur fitu og hún situr eftir innan á könnunni sem þunn himna, sem ekki læt- ur undan þótt lausl. sé skolað með vatni. Að þvotti loknum á kannan að standa opin nokkra stund, svo að loft geti leikið um hana. Svo er það kaffipokinn. Hann má ekki nota þangað til hann dettur í sundur, heldur þarf að skipta oft. Margar húsmæður flaska á því að láta pokann standa í könnunni í stað þess að láta hann í kalt vatn þegar hann er ekki notaður. Pokinn má ekki þorna, því að þá kemur pokabragð- ið af kaffinu og eyðileggur alveg ánægjuna af hinu rétta kaffibragði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.