Dagur - 11.04.1953, Blaðsíða 7

Dagur - 11.04.1953, Blaðsíða 7
Laugardaginn 11. apríl 1953 DAGUR Keppnin á Skíðamóti íslands ýmist í hríð eða só! Þingeyingar sköruðu fram úr í skíðagöngu - Siglfirðingar í stökkum - ísfirðingar áttu verðlaunamenn í flestum greinum - Ungur Akur- eyringur varð svigmeistari - Reykvíkingar unnu stórsvig Skíðamót íslands fór fram hér um páskana, þrátt fyrir ýmsa örðugleika af völdum stórviðra og ófærðar. Mótið er alltaf að færast nær því að vera hreint meistaramót, sem það að flestra dómi á að vera. Þátttakendum fækkar, með því að flokkaskipting er nú úr sögunni, og keppa þá eingöngu fræknustu skíðamennirnir. 15 km. skíðagangan. 18 km. skíðagangan hefur ver- ið stytt niður í 15 km. og komst sú breyting á í fyrra.' Er brautin mæld með snúru og því mjög nærri því að vera 15 km. Veður var mjög óhagstætt þeg- nr göngukeppnin hófst, norðan hraglandi, um það bil 7 vindstig, renningur og fannkoma; frost 8 stig. Einn keppandi hætti í miðri göngu, var hann um of létt- klæddur í slíku veðri. Stóð keppnin aðallega milli fsfirðinga og Þingeyinga. Urðu úrslit þessi: íslandsmeistari varð Finnbogi Stefánsson, Þ., 1.18.24. 2. Oddur Pétursson, f., 1.20.37 3. Stefán Þórarinsson, Þ., 1.2.29 4. Ebenezer ÞÓrarinss., í., 1.23.25 5: ívar Stefárissön,'Þ., 1.24.24 ö. Sigurjón Hallgrímss., F., 1.24.55 7! Sigurkarl Magriusson, Strand., 1.26.38. 13 luku görigurini, sem var all- erfið. Áhorfendur, sem vel gátu fylgzt með allri keppninni, með því að brautin, lá, oft fram hjá íþróttahúsi "bæjarihs, luku miklu lqfsorði á Finnboga, fyrir létt- leika og fallega göngu. Drengjameistári varð Illugi Þórarinsson, Þ., og bar hann mjög af öðrum keppendum. Boðganga á skírdag. Á skírdag fór svo 4x10 km. boð- gangan fram og áttust við tvær sveitir. Þingeyingarnir ivar, 111- ugi, Stefán og Finnbogi unnu á 3 klst. 5 mín. og 16 sek. Sveit ís- firðinga: Sigurður, Oddur, Gunn- ar og Ebenezer voru 5 mín. og 22 sek. lengur. 30 km. gangan. Þennan sama dag var einnig keppt í 30 km. göngu. Var nú góngufæri og veður ágætt. Finnbogi Stefánsson sýndi enn yfirburði og sannaði, að hann er bezti skíðagöngumaður landsins. 2. Gunnar Pétursson, í. 3. Ebenezer Þórarinsson, í. í norrænni tvíkeppni mættu aðeins tveir af sjö til stókkkeppn- innar og vann Jón Sveinssoh, S., þessa grein, en henni fylgdi áður tignarheitið „Skíðakappi íslands". Nú heitir afrekið: íshmdsmeistari í norrænni tvíkeppni. Svigmeistarakeppnin. Var nú komið að svigmeistara- keppninni. Logn var á, glaða sól- skin og gott færi. Keppendurna bar við loft á klettunum sunnan við Fálkafell. Hæð brautarinnar var 185 metrar, lengd 7—8 hundr. m. og röðuðu áhorfendur sér meðfram henni neðan til. Meist- arakeppnirnar eru eingöngu ein- menningskeppnir og hafa því á sér allt annan blæ en átök milli flokka. Hér var-því látið vaða á súðum, brautin frekar greiðfær og leyfði mikinn hraða, hvað er skemmtilegt fyrir áhorfandann. Eftir fyrri umferð var Jón Karl (í.) fyrstur, Haukur Sigurðsson (f.) annar og Magnús Guð- mundsson (A.) þriðji. Magnúsi tókst að komast fram úr þeim bræðrum í seinni umferð, Ásgeir (R.) og Hjálmar (S.) héldu 4. og 5. sæti, Guðmundur og Þórarinn (R.) fóru fram úr Berg og Hauki (A.). Úrslit: Magnús Guðmundsson, A., ís- landsmeistari, 131.0. 2. Jón Karl Sigurðsson, 1, 131.9 3. Haukur Sigurðsson, í., 132.1 4. Ásgeir Eyjólfsson, R., 134.5 5. Hjálmar Stefánsson, S., 135.0 6. Guðmundur Jónsson, R., 139.0 7. Þórarinn Gunnarsson, R., 139.5 8. Bergur Eiríksson, A., 139.6 9. Haukur Jakobsson, A., 140.1 10. Guðni Sigfússon, R., 40.0 33 luku keppni og var tími síð- asta manns 197.0 sek. Stórsvigið fór fram í Sprengi- brekku. Úrslit: og 9. Keppninni luku 10 menn, en 7 mættu ekki til leiks. Úrslit: Skarphéðinn Guðmundsson, S., fslandsmeistari. Stökk lengst 43 metra. 2. Jónas Ásgeirsson, S. 3. Ari Guðmundsson, S. 4. Jón Sveinsson, S. 5. Bergur Eiríksson, A. Drengameistarinn í stökki var Arnar Herbertsson, S. Mótsslit fóru fram að kveldi annars páskadags, voru bar verð- laun veitt o. s. fr. — ísfirðingar flugu heim fyrr um daginn, Sigl- firðingar og Ólafsfirðingar fóru með Drang á þriðjudagsmorgun, Reykvíkingar flugu á þriðjudag, en Þingeyingar bundu farangur sinn á bakið og lögðu upp gang- andi. fþróttafélag M. A., Knatt- spyrnufél. Akureyrar og íþrótta- félagið Þór sáu um undirbúning mótsins og framkvæmd þess und- ir forystu Skíðaráðs Akureyrar. Ljóð um daginn og veginn - GOTT ER NÚ ÞAÐ. - Longum augum við lítum æ til landanna fyrir handan sæ, gamaldags foldu með grjóti og snæ geðjast hofmönnum lítið a8. — Gott er nú það. Innflutt menning á alla hlið opnar vor þröngu hugarsvið, börnin una svo ánægð við áflogakvikmynd og hazarblað. — Gott er nú það. Kynslóðin unga er ei fróð um vorn dýrmæta kvæðasjóÖ. Æskan syngur sitt ástarljóð öldungis rímlaust og vanstuðlað. — Gott er nú það. Kemur úr útvarps-horni hljóð, hlemmasláttur og glamurljóð, — dýrmæt nýjung á norðurslóð, Þar! sem Njála var lesin og skáldið kvað. — Gott er nú það. Flas hcfur sjaldan fögnuð veitt, framþróun skal með varúð bcitt. Enda gengur sumt ekki neitt ellegar mjakast rétt úr stað. — Gott er nú það. Valdhafans erill er ei smár, aðstoð hans bæði skjót og klár, það tekur nú bara eitt, tvö ár að athuga skýrslu og rita á blað. — Gott er nú bað. Aðvörunum er engum sinnt, yfirborðsþrasi fæst ei linnt, þannig eltir hver annan blint yfir margtroðið hundavað. — Gott er nú bað. Laugardagurinn. Veður fór nú batnandi og á laugardag var það orðið sæmi- 2. Bergur Eiríksson, A 1__j. tr___j... i ' !••____ .„ 1. 'i 'lo 1?;^^„ ir vJ:~í;'____ Ásgeir Eyjólfsson, R., fslands- meistari. legt. Kepptu þá dömurnar þrjár í svigi og varð Marta Guðmunds- dóttir, f., íslandsmeistari. Sama daga reyndu fjögurra manna svigsveitirnar með sér um Svig- bikar Litla-Skíðafélagsins. Þykir ýmsum þessi bundna flokka- keppni einhver skemmtilegasti liður í íslandsmótinu, enda fór það svo að þessu sinni, að keppn- in var jöfn og tvísýn. Eftir fyrri umferð var staðan þessi: Reykjavík 261.1 Akureyri 262.0 ísafjörður 263.0 Siglufjörður 270.5 Sem sagt þrjár sveitir svo að segja jafnar. Nú gerðist það í seinni umferS að ísfirðingar skut- ust fram úr í fyrsta sæti, en sami munur hélzt á Reykjavík og Ak- ureyri, tæp sekúnda. Og varð úr- slitaröðin því: 1. fsafj., 2. Rvík, 3. Akureyri, 4, Sigluf jöröur. 2. Einar V. Kristjánsson, f. 2. Þórarinn Gunnarsson, R. 3. Magnús Guðmundsson, R. 3. Guðmundur Jónsson, R. 3. Stefán Kristjánsson, R. 3. Björn Helgason, f. íslandsmeistari kvenna varð Jakobína Jakobsdóttir, f. Stökkið. Meistarakeppni í stökki var háð á Breiðahjalla. Var dálítið unnið að þeirri stökkbraut fyrir nokkrum árum og þarf ekki nema fáein þúsund krónur til þess að gera þarna góða 50 m. braut. Hins vegar er mikið starf, hverju sinni, að laga aðstæður með snjó- hleðslu og útgreftri, svo að vel fari. Mótinu lauk nú með stökk- unum og var glæsibragur yfir keppninni, dirfska, kraftur og ör- yggi. Siglfirðingar áttu fjóra fyrstu menn, Akureyringar 5., 8. Nokkur meiðsli á skíðafólki Nokkur meiðsli urðu á skíða- fólki hér um páskana, þó ekki á keppendum á skíðamótinu svo að teljandi séu. Stúlka úr ameríska sendiráðinu í Reykjavík, sem hér var gestkomandi, fótbrotnaSi í skíSafjallinu og var flutt í sjúkrahúsiS hér og liggur þar enn. Var í ráSi aS send yrSi hing- aS norSur helikopter-sjúkraflug- vél til aS sækja hana, en úr því hefur ekki orSiS enn. Þá mjaSm- arbrotnaSi ung stúlka úr Glerár- þorpi á skíSum, fékk byltu og lenti á steini. Var hún flutt í sjúkrahúsið. Nokkrir aðrir hlutu minni meiSsli, en ekki alvaiiegs eðlis. Var gert að þeim meiðslum á sjúkrahúsinu, en því fólki síðan leyft aS fara heim. Svíar hampa Halldóri Laxness Halldór Kijan Laxness hefur verið í Svíþjóð og gera Svíar mikið stáss með hann. Til dæmis birti hið stóra og útbreidda tíma- rit Vi stóra forsíðumynd af hon- um, þar sem hann lítur út eins og amerískur milljónari. BlaSiS seg- ir aS Laxness hafi nú mörg járn í eldinum, því aS tvær skáldsögur hans komi brátt út á forlagi Rabén & Sjögren í Stokkhólmi, Salka Valka verður kvikmynduð hér heima á íslandi af Nordisk Tonefilm, og loks mun tímaritið Vi birta Hús skáldsins sem fram- haldssögu á næstunni. DVERGUR. Stórhríðin stöðvaði samgöngur og gestakomu á Akureyrarviku Norðanáblaupið, sem gekk hér ýfir úm og eftir mánaðamótin, lokaði landleiðinni frá Reykjavík og stöðvaði flugsamgöngur um tíma. Varð því miklu færra um gesti hér á Akureyrarvikunni en ráð- gert hafSi veriS, en SkíSalands- mótiS fór fram skv. áætlun og er skýrt frá því annars staSar í þessu blaSi. Hófst aðfaranótt miðvikudags. Þriðjudaginn 31. marz voru horfur á aS vegir mundu verSa færir og var þá unniS, að því aS opna ÖxnadalsheiSi og Holta- vörSuheiSi, og margt manna ætl- aSi aS koma hingaS aS sunnan með bílum og flugvélum á miSvikudaginn. En á þriSju- dagskvöldiS fór að snjóa og var stórhríð komin á miðvikudags- morgun og herti veðrið síðan og geysaði hér foráttu veSur á föstu- daginn langa, svo aS varla var fært í milli húsa hér á Akureyri. Fannkoma var gífurleg og lokuS- ust allir vegir, jafnt í bænum sem utan hans. Var þá sýnt aS lítiS mundi verSa úr heimsóknum gesta. En þátttakendur á skíSa- mótiS voru komnir, svo og ýmsir aSrir gestir, og var dagskrá FerSamálafélagsins hér í bænum framkvæmd aS verulegu leyti, en niSur féllu sérstakar skíSaferSir gesta, skemmtun Hestamanna- félagsins og Grímseyjarförin. Vegir ruddir. Uppstyttan kom á laugardag og var þá fegursta veSur og eins páskadagana og var fljótlega far- iS aS rySja vegi í bænum. Tókst brátt að gera akfært til bæjarins úr nærsveitum og varð mjólkur- skortur aldrei tilfinnanlegur, en naumast er enn fært nema stærri bílum og hér innanbæjar eru margar götur enn ófærar, en unnið er að snjóruSningi á degi hverjum. Aðalfundur Rauðakrossdeildar Akureyrar verður haldinn að Hótel KEA (Rotarysal) þriðjudag- inn 14. apríl, kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. STJÓRNIN. -rs#s#N#s#s#>#*#N#*s#*#s#s*^^s##s#*s#s#N»N#>#sffs#*N#N#*s#*s##s#^ s#s#n#n##n#JÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.