Dagur - 11.04.1953, Qupperneq 5
Laugardaginn 11. apríl 1953
D AGUR
5
Ingvar Haukur Stefánsson
málarameisfari
- MINNING -
„Margur einn í aldursblóma
undi sæll við glaðan hag.
Brátt. þá try&nin heyrðist
--- hljóma:
Heill í £ær, — en nár í da£.“
Eg minnist ækki að mér hafi
orðið öllu meira hverft við, en
þegar mér barst fregnin um skyndi-
legt andlát vinar míns, Hauks mál-
arameistara.
Svo stutt var síðan hann stóð á
sviðinu í leikhúsinu hér, að því er
virtist hress og heilbrigður, og
teiknaði og málaði með þeim
hraða, öryggi og listamennsku sem
einkenndi verk hans. Svo stutt var
síðan hann svo hringdi til mín,
fyrstur manna, með gleðihreim í
rödd og ákafa listamannsins til að
þakka fyrir frumsýninguna á
„Dómar“ eftir Andrés G. Þormar.
Það var erfitt að trúa því, að
endilega slíkum manni sem Hauk-
ur var skyldi kippt burt svo
snemma og fyrirvaralaust. Þegar
slíkt skeður, er það ekki einungis
nístandi sárt fyrir ástvini og
vandamenn, heldur líka lítt bætan-
legt tjón fyrir bæinn — fyrir land-
ið allt. Við Islendingar erum svo
„fátækir, — smáir“ enn af lista-
mönnum af guðs náð, að við meg-
um ekki við að missa þá fyrir ald-
ur fram.
En hér varð ekkert við gert.
Haukur hafði málað sín síðustu
leiktjöld í þessu lífi og með þeim,
— skagfirzku landslagi í sólskini
og fegursta sumarskrúða,.— bætt
einum eðalsteininum enn í minn-
ingafestina um hin mörgu og
meistaralegu verk, sem lista-
mannshendur hans, hugur og hjarta
höfðu unnið að um æfina.
I daglegri framkomu var Hauk-
ur dulur í skapi og fáskiptinn. En
þegar inn úr þagnarskel hans var
komið birtist fyrir manni skapmik-
ill og heilsteyptur persónuleiki, —
maður, sem leit smáum augum á
allt sem var rotiö og lítilmannlegt
í lífinu, en fylltist barnslegri gleði
og brennandi áhuga yfir öllu sem
geymdi fegurð, smekkvísi og frum-
leik. Hann var stórbrotinn í skap-
gerð, stórbrotinn í list sinni og
stórbrotinn í öllu, sem hann lagði
hug og hönd að. Eg tel það til
björtustu sólskinsbletta í lífi mínu,
að mega verða aðnjóíandi vináttu
þessa mikla listamanns.
Það var gaman að fylgjast með
Hauk, þegar hann var að vinna að
leiktjaldamálningu. í djúpri þögn
og með hálflukt augnalok vann
hann hratt og öruggt: Krítarstrik
kom eftir krítastrik, pensilfar eftir
pensilfar og úr þessu varð, með
ótrúlegum hraða, ýmist geigvæn-
legir hamrar og þungbúin firnindi,
sem minntu mann á tröllin og
hrímþursana í fjcllunum, eða fagr-
ar sveitir og fjallahringir, baðandi
í sólskini og hlýju, glæðandi ætt-
jarðarást áhorfandans, eða fagrir
og friðsælir skógarlundir, sem
minntu á dans dísanna á Jóns-
messunótt. Undir hálfluktum
augnalokum Hauks brann eldur í
augum og ást á verkefninu. Hann
hafði skapandi máttinn, en var þó
yfirlætislaus og sá sanni listamað-
ur, sem sjálfur veit að hann er allt
sitt líf að læra, þó mörgu fögru
verkinu sé lokið. Hann kraup í
auðmýkt að fótskör listagyðjunnar
og meðtók blessun hennar og styrk
til enn meiri átaka í þjónustu
hennar.
En Haukur málaði svo margt
annað en leiktjöld. Hann fegraði
íbúðarhús utan og innan, skreytti
kirkjur og samkomuhús, málaði
veggmálverk og margt annað, og
alls staðar var auðþekkt smekk-
vísi hans. Einnig kenndi hann
mörgum að mála. Hann var sístarf-
andi flesta daga og oft næturnar
með.
Húsið hans var reglulegt lista-
mannsheimili. Þar var öllu list-
mannslega fyrirkomið. Mér fannst
eg kominn í fagra dularheima þeg-
ar eg kom þangað. Þar fór saman
listasmekkur og listaverk hús-
bóndans, smekkvísi húsfreyjunnar,
glatt og vingjarnlegt viðmót þeirra
beggja og prúðra barnanna. Hauk-
ur var söngvinn og spilaði á fiðlu
og gat verið hrókur alls fagnaðar
þegar honum sýndist svo. Á heimili
þeirra hjóna var gott að koma.
„Haukur málari“ — Ingvar
Haukur Stefánsson — var fæddur
að Rjúpnafelli í Vopnafirði 3.
júni 1901. Hann var af merkum
austfirzkum ættum kominn og
systursonur okkar þjóðfræga tón-
skálds, Björgvins Guðmundssonar.
Tveggja ára fluttist Haukur með
móður sinni vestur um haf til
Winnipeg í Canada.
Snemma fór að bera á leikni
hans í teikningu og þegar hann var
orðinn 10 ára var sýnf, að hér var
um hreint listamannsefni að ræða.
Rúmlega tvítugur fór Haukur í
listaskólann í Chicago, stundaði
þar nám í sex vetur og var jafnan
efstur í sínum bekk. Á sumrin vann
hann svo fyrir sér. Þar var hann
um skeið búsettur hjá tónskáldinu,
Björgvin móðurbróður sínum, og
hinni ágætu lconu hans, frú Hólm-
fríði.
Árið 1930 kom Haukur til ís-
lands til að vera viðstaddur Al-
þingishátíðina, fór vestur um haf
aftur og kvæntist stuttu síðar eft-
irlifandi konu sinni, Astríði Jós-
epsdóttur frá Signýjarstöðum í
Borgarfirði syðra, hinni mætustu
konu, sem varð honum tryggur og
Út af athugasemd, sem Aðal-
steinn Ólafsson, Melgerði, birtir í
17. tbl. Dags þ. ár, um lcigu ú
Eyjafjarðará og móímælasam-
þykkt U. M. F. Saurbæjarhrepps
sama tbl,, sé eg ástæðu txl at-
hugasemdar og leiðrétíingar, til
að fyrirbyggja misskilning þeirra,
senx lítið eða ekkert þekkja til
þessa máls.
Það er staðreynd, að áður fyrr
var Eyjafjarai'á allgóð silungsá,
en á síðari árum hefur veiðin far-
ið síminnkandi og er nú orðin
3 lítil, að fjárhagslega skiptir
hún vai-la nokkurn mann máli.
Ástæðan til þess er án efa of-
veiði og þá sérstaklega við árós-
ana.
Nú er það svo, að þótt til séu
landslög, sem banna ádrátt fyrir
silung við árósa, þá er ekki hægt
að gera þau lög gildandi, nema
því aðeins, að til sé félagsskapur
þeirra sem hagsmuna hafa- að
gæta af veiði í ánum.
Því var það að þeir, sem ekki
vildu horfa aðgerðalausir á, að
Eyjafjarðará yrði eyðilög sem sil-
ungsá, tóku höndum saman og
slofnuðu Veiðifélag Eyjafjarðar-
ár.
Þegar svo er komið, sem er, að
silungurinn í ánni er að vei'ða
upprættur vegna ofveiði, liggur í
augum uppi, að ekki er annarra
betri kosta völ en að friða ána
fyrir veiði að mestu leyti næstu
ái'in, skiptir litlu máli þótt leyfð
sé lítilsháttar stangaveiði.
Er um þetta fari að ráðurn fróð-
ustu manna um þessi mál.
í áðurnefndri samþykkt U. M.
F. Saurbæjarhrepps segir m. a.:
„. . . . mótmælir eindregið samn-
ingi, er gerður hefur verið um
leigu á Eyjafjarðará, þar sem
ákveðið or að taka veiðirétt í
ánni af landeigendum og öðrum
er hafa hann, hvort sem þeir vilja
eða ekki, og fá hann í hendur
félagi á Akureyi'i. Þá skorar
fundui'inn á alla, sem eru á móti
áðurnefndum samningi, að hafa
samtök með sér um að fá hann
numinn úr gildi sem fyrst.“
Sama skoðun kemur fram í at-
hugasemd Aðalsteins Olafssonar
og sögð með hér um bil sömu
orðum.
Það er ekki rétt hjá þessum
mótmælendum, að veiðirétturinn
hafi verið tekinn af landeigendum
og öðrum, sem hafa hann, með
samningi þeim er gerður var við
Stangveiðifélagið á Akureyri.
Með stofnun Veiðifélagsins var
veiðirétturinn yfirfærður á félag-
ið til ráöstöfunar og í fundarboði
síðari stofnfundar félagsins var
fram tekið að fyrir lægi: „til um-
ræðu og ályktunar tilboð um
leigu á ánni næstu árin.“
Var á þeim fundi samþykkt að
fela stjórn félagsins að semja við
Stangveiðifélagio Strauma á Ak-
ureyri um leigu á ánni, eftir að
lesið hafði verið bréf frá félaginu,
þar sem lýst var grundvelli, sem
félagið vildi byggja samning á.
Hefur því á engan hátt verið
farið á bak við menn með þennan
samning og má furðu gegna að
mótmæli gegn honum skuii koma
fram nú en ekki áður en hann var
gerður.
Til gamans má geta þess, að við
atkvæðagreiðslu um stofnun
Veiðifélagsins komu fram yfir 20
meðatkvæði úr Saurbæjai'hreppi
en 1 á móti.
Undravert er að ungmenna-
félag, sem væntanlega hefur á
stefnuskrá sinni að „vinna íslandi
allt“, skuli skora á menn til sam-
taka gegn löglega gerðum samn-
ingi. Eftir þeim kynnum, sem eg
hef haft af ungmennafélögum,
hefði mér sízt til hugar komið að
þau viðurkenndu ekki rétt meiri
hluta til að ráða.
í „Athugasemd“ A. Ó. segir að
leigin eftir ána fyrstu 5 árin renni
til laxaræktar. Hér er mishermt.
í samningnum stendur: „til fiski-
raéktar“.
Þá telur hann rangt: „að bænd-
ur þurfi að kaupa vörzlu árósa,
því að það eigi að vera starf lög-
reglu viðkomandi héraðs.“
Óþörf athugasemd þetta.
Stangveiðifélagið annast gæzl-
una án endurgjalds frá bændum.
En ekki efa eg að félagið yrði A.
Ó. þakklátt, ef hann gæti komið
gæzlunni yfir á lögreglxma sem
skyldustarf hennar.
Að lokum vil eg svo nota þetta
tækifæri til þess að benda félags-
mönnum í Veiðifélaginu á, að ef
þeir óska eftir að veiða á stöng í
sumar, þurfa þeir að láta stjórn.
félagsins vita sem allra fyrst.
Garðar Halldórsson.
samhentur lífsförunautur. Árið
1933 komu þau svo hingað til Ak-
ureyra og hafa átt hér heima síðan.
Börn þeirra eru: Anna, sem nú
stundar hjúkrunarnám í Canada
Gunnlaugur Stefán, sem mikið
hefur unnið við málarastörf með
föður sínum, og Snorri og Ástríður,
bæði í skóla.
Eg votta konu Hauks og börnum
og öðrum ástvinum hans og yanda-
mönnum mína dýpstu samúð yfir
skyndilegu fráfalli hans og eg veit
allir, sem Hauk þekktu, horfa á
eftir honum með trega og eftirsjá
inn fyrir tjaldið mikla.
Veri það geisli, sem lýsir gegn-
um sorgarmyrkrið svarta.
Jón Norðfjörð.
Býlið Bakki
í Glerárþorpi er til sölu og
laust til ábúðar í vor. Selt
með vægu verði og góðurn
borgunarskilmál um.
Guðmundur Jónsson.
Ræktunarsamband
Svalbarðsstrandar og Grýtu-
- bakkahrepps vantar 2 vana
menn að fara með beltis-
dráttarvélar að sumri kom-
andi.
Semja ber við.
Halldór Albertsson,
N-Dálksstöðum
Simi um Svalbarðseyri.