Dagur - 11.04.1953, Qupperneq 8
8
DAGUR
Laugardaginn 11. apríl 1953
Ályktanir 10. flokksþings
manna um fjárhags- og
Fjárhagsmál.
10. flokksþing Framsóknar-
manna telur, að stefnuna í fjár-
hagsmálum beri að miða við, að
allir hafi verk að vinna. Telur
flokksþingið höfuðnauðsyn, að
jafnvægi sé í þjóðarbúskapnum,
þar sem stöðugt verðlag og pen-
ingagengi er nauðsynleg undirstaða
þess, að framleiðsluskilyrði nýtist
til hins ítrasta. Stöðugt verðlag og
peningagengi örfar framleiðsluna
og eykur sparnaðinn, en sparnaður
er undirstaða fjárfestingar og
framfara.
í þessu sambandi leggur flokks-
þingið megináherzlu á eftirfarandi:
1. Rikisbúskapur sé greiðsluhalla-
laus og fyllstu ráðdeildar og
sparnaðar gætt í ríkisrekstrin-
um.
2. Utlán bankanna séu miðuð við
sparnað og framleiðsluverð-
mæti, en forðast að setja fjár-
hagskerfið úr skorðum með
verðbólguútlánum.
3. Fjárfestingin (framkvæmdirnar)
miðist við það fjármagn, sem á
heilbrigðan hátt er hægt að
tryggja til þess að standast
kostnaðinn við hana — og því
aldrei gleymt að sama féð verð-
ur ekki notað bæði til neyzlu og
fjárfestingar.
4. Þjóðartekjurnar séu auknar með
■ , í'j',
meiri afköstum og framleiðslu
og með bættu skipulagi á dreif-
ingu eftir þeim leiðum, sem nán-
ar eru tilgreindar í ályktun þessa
flokksþings um atvinnu— sam-
göngu- og viðskiptamál.
5. Stuðlað verði að auknum sparn-
aði með því meðal annars að
veita þeim ívilnanir í skatti og
útsvari, sem fé leggja til ávöxt-
unar með tilteknum skilyrðum.
Þá verði og tekið til rækilegrar
athugunar, hvort unnt sé að
koma á verðtryggingu sparifjár,
sbr. ályktun síðasta Alþingis.
6. Komið verði á, í samvinnu við
stéttarsamtökin, nýjum grund-
vailarreglum að tekjuskiptingu,
sem hvetji til aukinnar fram-
leiðslu og afkasta til tryggingar
bættum lífskjörum.
7. Stuðlað verði að stofnun og
rekstri framleiðslusamvinnu-
félaga.
—o—
Flokksþingið bendir á, að fjár-
hagslegt jafnvægi og stöðugt pen-
ingagengi verður ekki tryggt, nema
saman fari viðleitni Alþingis og
ríkisstjórnar og þeirra almanna-
samtaka, er mestu ráða um stefn-
una í kaupgjalds og launamálum.
Flokksþingið telur því, að gera
beri allt, sem unnt er til þess að
auka skilning á því, að kaupgjald
og layn verði að miða við verð-
mæti framleiðslunnar. Launa-
greiðslur séu eins háar og þjóðar-
tekjur leyfa, án þess að myndist
verðbólga, sem leiði til gengisfalls.
Tryggt fjármálakerfi er nauð-
syn alþjóðar. Það er grundvöliur
mikillar framleiðslu og góðra lífs-
kjara.
Floksþingið telur, að brýna
nauðsyn beri til að hagnýta sem
bezt náttúruauðæfi landsins, og þá
ekki sízt orkulindir þess, til fjöl-
breytni og eflingar atvinnulifinu,
með það fyrir augum að atvinna
sé næg og þjóðinni tryggð æski-
leg lífskjör.
Flokksþingið álítur, að til þessa
viðfangsefnis muni þurfa meira
fjármagn en unnt verður að afla
innanlands fyrst um sinn, þótt
framleiðsluaukning verði og sparn-
aður. Þess vegna telur flokksþingið
eðlilegt, að lán verði tekin erlend-
is, enda sé þeim varið til arðsamra
framkvæmda. Ennfremur er
flokksþingið því fylgjandi, að efnt
sé til samvinnu við erlenda aðila
um stofnun stóriðjufyrirtækja á
sérleyfisgrundvelli eða á annan
hátt, eftir því sem hagkvæmt þyk-
ir, enda sé örugglega um slika
samninga búið og þá meðal annars
höfð til hliðsjónar reynsla annarra
þjóða.
Flokksþingið leggur áherzlu á,
að fyrirtæki verði staðsett þar sem
þjóðinni er hagfelldast, m. a. með
tilliti til hæfilegrar dreifingar
byggðarinnar.
Verzlunarmól.
10. flokksþing Framsóknar-
manna bendif á, að verzlunarstarf-
semi er þjónusta, sem ekki má
vera kostnaðarsan.ari en óh’á-
kvæmilegt er. Óeðlilega mikill
verzlunarkostnaður og óhóflegur
gróði á verzlun er óþarfur skattur
á vörukaupendur, og er því mikils
vert fyrir þá að haga viðskiptum
sínum þannig, að þeir komist hjá
að greiða slíkan skatt.
Flokksþingið telur að samvinnu-
skipulagið tryggi sannvirðisverzl-
un. Fyrir því telur það þýðingar-
mest í verzlunarmálum að verzl-
unin geti verið sem frjálsust og
samvinnufélögin óhindrað útvegað
mönnum vörur við sannvirði.
Flokksþingið leggur þar af leið-
andi áherzlu á, að stefnan í fjár-
hagsmálum sé miðuð við jafnvæg-
isbúskap, þannig, að hjá því verði
komist að hafa hömlur á verzlun-
inni og opinber afskipti af verð-
lagi. Ennfremur að samvinnufélög-
unum sé tryggður aðgangur að
nauðsynlegu veltufé til verzlunar-
rekstursins.
Sé úthlutun gjaldeyris til vöru-
kaupa háð opinberum afskiptum
telur flokksþingið að hún eigi að
framkvæmast þannig, að tryggt sé
að menn geti ráðið því hjá hvaða
verzlunarfyrirtækjum þeir kaupa
þær vörur, sem leyft er að flytja
til landsins.
Flokksþingið bendir á að frjáls
innflutningsverzlun byggist á að
auðið sé að fullnægja eðlilegri
gjaldeyriseftirspurn og að fullt
samræmi sé í aðgerðum ríkisvalds-
ins og bankanna, varðandi verzlun-
ina. Það telur því verkefni næstu
ára, að þjóðin eignist hæfilegan
gjaldeyrisforða til að tryggja og
auðvelda innflutningsverzlunina.
Flokksþingið telur núverandi
höft á útflutningsverzluninni óvið-
unandi og í ósamræmi við aukið
frelsi í innflutningsverzlun. Leggur
því áherzlu á, að fleiri aðilum en
nú er, gefist kostur á að flytja út og
selja íslenzkar afurðir á erlendum
mörkuðum.
Skatta- og útsvarsmál.
Flokksþingið telur að tekjuöfl-
unarlöggjöfin beri m. a. að miða
við það, að skattleggja eyðsluna en
verðlauna sparnað og afköst, og að
þeim aðilum, sem hafa nauðsynleg-
an atvinnurekstur, verði gert
kleift að mynda sjóði til tryggingar
og aukningar starfsemi sinni.
Flokksþingið telur aðkallandi,
að sett verði ný löggjöf um skatta
og útsvör, og leggur í því sambandi
áherzlu á eftirfarandi atriði:
1. Skattaálagning verði gerð ein-
faldari með sameiningu tekju-
skatts, tekjuskattsviðauka og
stríðsgróðaskatts, og skattstigan-
um breytt. Umreikningur verði
niður felldur.
2. Persónufrádráttur verði hækk-
aður.
3. Tekjum hjóna verði skipt, að
vissu marki, við skatta- og út-
svarsálagningu, og veittur sér-
stakur frádráttur við stofnun
heimila.
4. Tekið verði meira tillit til kostn-
aðar við tekjuöflun launþega en
gert er í gildandi skattalöggjöf,
þar á meðal kostnaðar, sem
leiðir af því að gift kona aflar
skattskyldra tekna.
5. Komið sé í veg fyrir ósamræmi
í skatta- og útsvarsgreiðslum
þeirra manna, sem búa í eigin
húsnæði, og hinna, sem búa í
leiguhúsnæði.
6. Jarðræktarframlag verði ekki
talið með skattskyldum tekjum.
7. Ríkið innheimti ekki fasteigna-
skatt, en sveitarfélög fái þann
tekjustofn.
8. Skattfrjáls eign einstaklinga
verði hækkuð.
9. Gjaldendum verði ekki íþyngt
óhæfilega með álagningu veltu-
útsvara og þau, ásamt eignarút-
svari og samvinnuskatti, gerð
frádráttarbær.
10. Leitast verði við að finna fleiri
fasta tekjustofna fyrir sveitar-
félög, og takmarka svo álagn-
ingu útsvara, að tryggt sé að
heilbrigt framtak og tekjuöflun
einstaklinga verði ekki lamað.
Herbergi
með forstofuinngangi og
aðgangi að baði til leigu
frá 14. maí, hentugt fyrir
sjómann.
Afgr. vísar á.
Gullhringuí
með bláum steini (kven-
hringur) hefur tapazt í mið-
bænum. Finnandi geri góð-
fúslega aðvart á afgr. Dags.
Blaðið Tíminn skýrði frá því
fyrir hátíðimar að Eimskipafélag
íslands og Kveldúlfur h.f. væru
um það bil að ganga frá samning-
um um stórfelld viðskipti með
því að Eimskipafélagið ætlaði að
kaupa lóðir Kveldúlfs við Skúla-
götu í Reykjavík ásamt húsum og
skúrum þar fyrir hvorki meira né
minna en 12 milljónir króna.
Benti blaðið á að hús þessi
væru öll gömul og úr sér gengin,
sum nánast lélegir skúrar og við-
skipti þessi harla undarleg.
Tilkynning stjórnar
Eimskipafélagsins.
A miðvikudag sl. barst Degi
fréttatilkynning frá stjórn Eim-
skipafélagsins um mál þetta, og er
hún svohljóðandi:
„I októbermánuði sl. bárust
stjórn h.f. Eimskipafélags íslands
fregnir um að til mála gæti komið,
að fasteignir h.f. Kveldúlfs á at-
hafnasvæði félagsins við Skúla-
götu og nágrenni, í Reykjavík,
fengjust leigðar eða keyptar.
Vörzlu hins mikla og sívaxandi
vörumagns, sem Eimskipafélaginu
er fengið til geymslu um lengi eða
skemmri tíma, fylgir mikill kostn-
aður, sérstaklega þar sem veruleg-
an hluta varningsins hefur orðið að
geyma víðs vegar um bæinn, langt
frá höfninni. Félagsstjórnin sam-
þykkti því þegar í stað, að fram-
kvæmd skyldi rækileg athugun á
áminnstum fasteignum h.f. Kveld-
úlfs og fékk í þessu skyni sér til
aðstoðar hina hæfustu menn, inn-
an og utan félagsins, Að þessari
athugun lokinni var samþykkt að.
taka upp samninga við h.f. Kveld-
úlf um kaup eignanna og var for-
manni, varaformanni og skrifstofu-
stjóra félagsins falið að hafa þessa
samninga með höndum.
Samningar hafa nú tekizt við
h.f. Kveldúlf og samkvæmt þeim
kaupir Eimskipafélag Islands þess-
ar eignir:
Berlín, 26. marz. — USIS. —
Margvíslegar eru þær leiðir, er
flóttamönnum handan járntjalds-
ins hugkvæmist til að ná frelsi.
Hjón ein í Aústur-Þýzkalandi
hafa sýnt fram á einn möguleik-
ann enn.
Eiginkonan, frú August Suckn-
er, ók manni sínum, sem er lam-
aður, í hjólastóli yfir 100 mílur
(160 km.), sem er vegalengdin
frá heimili þeirra hjóna innan
járntjaldsins og til brezka her-
námssvæðisins. Komu þau til
Vestur-Berlínar í sl. mánuði.
Suckner er nú 50 ára gamall.
Hann varð lamaður fyrir 11 árum
síðan, er maður úr stormsveit
nazista sló hann í rot með riffli..
Eigi er það ofsagt, að flótta-
menn hafi sýnt mikla hugkvæmni
og úrræðasemi við að forða sér
og sínum undan áþján kommún-
ista. Vörubílar eða mótorhjól
hafa reynzt sumum flóttamönn-
um vel. Aðrir hafa komizt undan
á herteknum flugvélum eða járn-
brautarlestum. Enn aðrir hafa
flúið fótgangandi eða sjóleiðis,
Fasteignina nr. 12 við Skúla-
götu, fasteignina nr. 14 við Skúla-
götu, fasteignina nr. 16 við Skúla-
götu, fasteignina nr. 43 við Lindar-
götu, fasteignina nr. 16 við Vatns-
stíg og fasteignina nr. 2 við
Frakkastíg.
Kaupverðið er 12 milljónir kr.,
er greiðist með jöfnum afborgun-
um á 20 árum, í fyrsta sinn árið
1954.
Með kaupum á fasteignum h.f.
Kveldúlfs og þeim byggingarfram-
kvæmdum, sem Eimskipafélag ís-
lands hefur áformað við höfnina, í
Reykjavík, verður að telja, að
félagið fái þá aðstöðu til vöru-
geymslu og afgreiðslu, að þau mál
séu leyst um langa framtíð."
Hneykslismál.
Tíminn ræddi málið enn á mið-
vikudag sl. í sambandi við frétta-
tilkynningu Eimskipafélagsins og
svipaða tilkynningu frá h.f. Kveld-
úlfi, og er þar ítrekuð sú skoðun,
að hér sé um stórfellt hneykslismál
að ræða. Segir blaðið á þessa leið:
„Kaup Eimskipafélagsins á þess-
ari eign verður varla annað talið
en stórfellt hneyksli. Tólf milljón-
um af fé því, sem hið skattfrjálsa
Eimskipafélag hefur á undanförn-
um árum grætl;,,á. flutningum til
landsins, er n.ú varið til þess að
kaupa eignir Kveldúlfs, þegar það
fyrirtæki er í fjárþröng. Þótt um
stóra lóð sé að ræða, er verðið svo
hátt, að ekki kemur til mála, að
Kveldúlfur hefði átt þess nokkurn
kost að selja öðrum aðila eignirn-
ar fyrir neitt viðlíka verð. Þessi
furðulegu viðskipti hljóta því að
vekja réttmæta reiði almennings,
jafnt í garð Eimskipafélagsins, sem
leyfir sér slíka ráðstöfun og for-
ráðamanna Kveldúlfs, sem notfæra
sér aðstöðu sína til þess að láta
Eimskipafélagið leggja sér í íófa á
annan milljónatug."
*■: i^dfUbi
ýmist með handhægum gúmmí-
bátum eða jafnvel með skemmti-
ferðaskipum, er taka allt að 500
farþega.
Nýjustu fregnir af flóttamanna-
straumnum herma frá flót.ta
nokkurra Tékka, er neyddu flug-
menn tékkneskrar farþegaflug-
vplar, sem þeir höfðu tekið sér far
með, til að lenda við aðalbækistöð
ameríska flughersins við Rínar-
fljót, skammt frá borginni
Frankfurt. Höfðu þeir hafið
ráðagerðir um flóttann fyrir um
það bil tveimur árum. Sex af far-
þegum flugvélarinnar báðu um
hæli sem pólitískir flóttamenn.
Síðastliðinn mánudag komu
einnig tveir vörubílar með
flóttamenn frá hernámssvæði
Austur-Þýzkalands. Brutust þeir
áfram gegnum torfær skógarvirki
til Vestur-Berlínar og til frelsis-
ins.
Auglýsið í Degi
HKBKBWBJtttttttttttttttttttttttttttttt
Flóttameiin neyta nýrra ráða til að
nálgast frelsið