Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 1

Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR GJALDDAGI blaðsins var 1. jiilí. — Léttið innheimtnna! Sendið afgr. áskriftargjaldið! DAGUR kemur næst út á regluleg- um útkomudegi, miðviku- daginn 4. nóvember. XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 28. október 1953 56. tbl. Forustumenn Bandaríkjanna I»cssi mynd var tskin á fundi, sem þeir hé’du nýlega, Eisenhower Bandarílíjaforseti, John Foster Dullcs, utanríkisráðherra og Ad!ai Stevenson, foringi Demókrata. Var m. a. rætt um viðsiár stórveld- anna og möguleika á bættu samkomulagi við Rússa. Björn Fálsson flugmaður hefur lagt til að Slysavarnafélagið stuðli að því Björn Páisson, hinn kunni stjórnandi sjúkraflugvélarinnar, sem Slysavarnafélag fslands starfrækir í samstarfi við hann, var hér í bænuni um sl. helgi. Hafði hann verið kvaddur til þess að leita að manni þeim, er hvarf á Axarfjarðarheiði fyrir helgina, og var hér á suðurleið. í viðtali við blaðið sagði Björn Pálsson m. a., að hann hefði nýlega rætt við stjórn Slysavarnafélags Islands um framtíðarfyrirkomulag sjúkraflugsins og þá bent á, að það væri í rauninni mjög óheppilegt að allt sjúkraflug væri starfrækt frá Reykjavík. Veðurskilyrði eru oft þannig, að ekki er fært t. d. til Austurlands frá Reykjavík, þótt gott færi sé héðan. Með tilkomu nýja sjúkrahússins hér væri og minni ástæða en áður til að flytja sjúklinga frá Norðurlandi og Aust- urlandi til Reykjavíkur. Hefði liann því gert það að tillögu sinni, að þegar fengin væri hin nýja sjúkraflugvél, sem nú er í undirbúningi að kaupa, yrði Auster-vélin, sem Björn flýgur nú og reynst hef- ur ágætlega, staðsctt hér með samvinnu Slysavarnafélagsins og einhvcrs aðila hér, scm tæki að sér starfræksluna á svipuð- um grundvelli og Björn Pálsson gcrir nú í Reykjavík. Aðstaða á fugvellinum. Björn Pálsson benti á, að nú færi að hilla undir það, að flugvél af þessu tagi fengi aðstöðu á hin- um nýja flugveili hér skammt frá bænum, enda yrði aostaða á Mel- gerðisflugvelli að teljast algerlega ófullnægjandi vegna fjarlægðar og kostnaðar, og svo vegna þess að þar eru ekki skýli sem fullnægj- andi eru. Við flugstöðina hér hlyti slík aðstaða að skapast innan tíðar og þá sjálfsagt að staðsetja sjúkra- flugvél þar. Er á förum til útlanda. Björn Pálsson er nú á förum til Bandaríkjanna til þess að athuga um kaup á nýrri sjúkraflugvél. Hafa kvennasamtök í Reykjavík nýlega lagt fram 55 þús. kr. til (Framhald á 11. síðu). Eylirðingar senda nefnd til fundar við „Kaldbakur“ landar næst hjá Dawson' Akureyrartogarinn Kaldbakur er nú á leið til Bretlands mcð fisk- farm til Dawsons og verður liann lyrsti togarinn, er landar þar á eftir Ingólfi Arnarsyni. Mun skipið vænt anlega koma til Bretlands í viku- lokin. Kaldbakur hefur ekki mik- inn fisk meðferðis. Hafa ógæftir hamlað veiði togaranna að undan- förnu. Skipið mun hafa innan við 3000 kit og er þá meðtalinn fiskur, er það tók úr „Sléttbak", nokkur hundruð kit. Ungur maður varð úti á Axarfjarðarheiði í lok s. I. viku varð ungur maður frá Raufarhöfn, Þórhallur Agústs- son, vélstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, úti og fannst örendur eftir mikla leit. Þórhallur hafði far- ið til rjúpnaveiða ásamt nokkrum öðrum mönnuni. Tjölduðu þeir við eyðibýlið Hrauntanga á Axarfjarð- arheiði og gengu síðan á heiðina. Er leið á föstudaginn spilltist veður mjög, og urin kvöldið kom Þórhallur ekki til tjaldsins. Var hans leitað næstu tvo daga og fannst þá örend- ur skammt frá símalínunni yfir heið ina. Mun hann ckki hafa treyst sér til að ná tjaldinu aftur í dimm- viðrinu, og þá tekið þann kost að reyna að fylgja símalínunni til byggða. Þórhallur var kvæntur mað- ur, þrítugur að aldri, og átti tvö börn. Fulltrúar frá hreppum sýslunnar á fundi hér sícSastliðið föstudagskvöld Hreyfing sú, scm uppi er mcðal bænda, að krefjast stóraukinna framkvæmda í raforkumálum landsbyggðarinnar, færist í auk- ana, einkum í héruðunum í grennd við hin stóru orkuver. Hafa Eyfirðingar, Þingeyingar og Árnesingar nú stofnað til samtaka í héruðum sínum til þess að vinna að því að raforka verði leidd um héruðin á næstu árum. Hefur stjórnarsamningurinn um aukin fjárframlög til raforkumála gefið þessari hreyfingu byr undir vængi og sækja héruðin fast á að þoka sínum málurn áleiðis. FUNDIR EYFIRÐINGA. A3 undanförnu hafa fundir verið haldnir sunnan- og vestanlands um raforkumál og hafa raforkumála- stjóri og raforkumálaráðherra mætt á þeim fundum. Hér í Eyja- firði hefur ekki verið efnt til slíks almenns fundar, en hér hefur starf- að raforkumálanefnd á vegum sýslunefndar og 'setti hún þegar á sl. ári fram kröfu um að hraðað yrði framkvæmdum við að leiða rafmagn frá Laxárorkuverinu um héraðið. Á nýliðnu sumri var að til- hlutan þessarar nefndar, efnt til fulltrúafundar hér á Akureyri og mættu þar fulltrúar allra hreppa llimið verður að rannsóknum á hlývinnslu- svæðinu í Meistaravík í vetur Fyrir nokkru var birt hér í blaðinu grein um fyrirhugaða hývinnslu Dana og fleiri aðila í Meistaravík á Grænlandi og um meguleika á því að blýgrjóti yrði umskipað í íslenzkri liöfn. Var upplýst, að námufélagið hefði þreifað fyrir sér hjá fyrrv. ríkis- stjórn uin möguleika á samvinnu við fslendinga um þctta efni, cnda jiótt cngar opinbcrar tilkynningar liefðu verið birtar um það. Blaðið hefur nú fengið upplýst, að síðustu svör ríkisstjórnarinnar hafi verið þau, að hún væri til við- ræðu um.málið, og mun þaö hafa verið á sl. ári. Síðan hafa fullirúar námufélagsins ekki óskað eftir að taka þráðinn upp á ný og situr málið því þar. I sambandi við fyr- irspurnir námufélagsins, er nú upp- lýst, að það tilgreindi engan sér- stakan stað á íslandi, sem það teldi heppilegan fyrir umhleðslu- höfn. Hins vegar er ljóst af skrifum danskra blaða, að félagið hafði einkum 2 hafnir í huga, Akureyri og ísafjörð. Virðist Akureyri liggja sérlega vel við, því að segja mó að bein sigling sé úr Eyjafirði til Meistaravíkur. Auk þess er að- staða hér að öðru leyti ágæt og augljóst, að ef fram'nald verður á eftirgrennslunum námufélagsins um möguleika á aðstöðu hér hlýt- ur Akureyrarhöfn að koma á dag- skrá í þessu sambandi. Er því hér um að ræða mál, sem athyglisvert er fyrir bæjarmenn og sjálfsagt að bæjaryfirvöld hér fylgist með því, ef það skyldi koma á dagskrá aft- ur, en það má telja fremur senni- legt. Unnið að rannsóknum í vetur. Rannsóknum og athugunum námufélagsins við Meistaravík virðist miða vel áfram. Er svo frá skýrt í nýjum dönskum blöðum, að flokkur manna verði þar að starfi í allan vetur. Er búið að gera mikil jarðgöng inn í „blý- fjallið“ og þar munu þessir menn starfa í vetur. Um 100 lestir af blýgrýti hafa verið fluttar til Dan- merkur til rannsókna og er svo að heyra, sem engin bilbugur sé á námufélaginu að halda áfram framkvæmdum, enda er fjárfest- ingin í Meistaravik þegar orðin mjög mikil. sýslunnar og ítrekaði sá fundur til- mæli um dreifingu raforku um hér- aðið, svo sem áður hefur verið rak- ið hér í blaðinu. i FUNDURINN Á FÖSTU- DAGINN. Raforkumálanefnd boðaði enn til fulltrúafundar sl. föstudag og var þar samþykkt ályktun um stór- aukin framlög til rafveitna um hér- aðið og að rafmagn yrði leitt um allt orkuveitusvæði Eyjafjarðar á næstu 3-—5 árum. Þá ákvað fundurinn að kjósa þriggja manna nefnd til þess að tala máli sýslunnar við ríkis- stjórn og Alþingi og voru kjörnir í nefndina: Friðjón Skarphéðinsson sýslumaður, Garðar Halldórsson oddviti á Rifkelsstöðum og Vésteinn Guðmundsson verksmiðjustjóri á Hjalteyri. Til vara: Gunn- laugur Gíslason oddviti á Sökku og Halldór Guðlaugsson oddviti í Hvammi. Nefndin er þegar farin til Reykja- víkur til þess að flytja mál sýsl- Náttúrugripasafni bæj- arins bætast 3 sjald- séðir fuglar Þegar togarinn Harðbakur lcom úr söluferð sinni til Þýzka lands í s.l. viku, voru með skip- inu 3 sjaldséðir fuglar, seml sctzt höfðu á skipið á hafi úti. Náði Ólafur Stefánsson skips- maður fuglunum og varðveitti og afhenti Kristjáni Geirmunds syni þá til náttúrugripasafns bæjarins, er hingað kom. Kristj án segir þetta hinn bezta fcng fyrir safnið. Tveir þessara fugla munu liafa sézt hér á landi, en örsjaldan. Eru það fjallafinka og grábrystingur. Þriðji fugl- inn hefur aldrei komið hingað, svo að vitað sé, er það brczkur smáfugl, sem heitir Coaltit (ParusAterBritannieus) Kristj án Iiefur nú stoppað fuglana og verða þeir settir á náttúrugripa safnið bróðlega. Fuglarnir sett- ust ú skipið undau Shetlands- cyjum og á Norðursjó. Safn- inu eru slíkar gjafir mjög kær- komnar og væri vel, að fleiri minntust þess ef þeir komast í færi við sjaldgæfa fugla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.