Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 5

Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 28. október 1953 D A G U R 5 Fréttabréf frá Árskógsströnd: Kristján Eldjárn Kristjánsson á Hellu skrifar blaðinu á þessa leið síðastl. laugardag: „1 dag er 1. vetrardagur og hið hagstæða sumar að kveðja. I til- efni af því dettur mér í hug, að senda þér, Dagur sæll, nokkrar línur. Það er heidur ekki oft, sem þú færð bréf héðan úr sveit. Þú átt það þó meira en skilið fyrir allar fréttirnar og fróðleikinn, sem þú flytur okkur út um sveit- irnar. Það er nú ekki svo að skilja, að héðan séu neinar stórfréttir. Hér er heldur ekki um stórt sveitarfélag að ræða eða neina kosta sveit. Fyrir rúmum 40 árum var sveit- arfélagið stærra, þegar Arnarness-, Hriseyjar- og Arskógshreppar voru eitt sveitarfélag. Árskógs- hreppi ásamt Hrísey var skipt úr Arnarnesshreppi 1911 og Hrisey aftur úr Árskógshreppi 1930. mánuði, bæði hér í firðinum og á djúpmiðum. Það sem nokkuð bæt- ir úr er fiskhlaup, sem kom hér í fjörðinn um mánaðamótin apríl— maí og að menn hafa getað unnið að því að verka fiskinn og fengið því fyrir hann hæsta verð. Það er þó hugur í mönnum með að auka útgerðina og eins og getið hefur verið um í Degi, er verið að byggja 11 tonna bát á Hauganesi. Þar er einnig mikill áhugi fyrir auknum hafnarbótum, því að skil yrði til þess eru mjög góð. —o—- VEGASAMBAND fer hér batn- andi. Undanfarin ár hefur verið unnið að endurbótum á þjóðvegin- um á Hámundarstaðahálsi og inn fyrir Krossa, mun sá kafli verjast vel snjóalögum og spara snjó- mokstur, en betur má ef duga skal, því að hér í innhreppnum er veg- urinn mjög lágur, og sömuleiðis í Þó að 'óköstir -fylg. því að Arnarnesshreppi, ’ og er það lítil hreppsfélög .séu lítil, hefur reynsl- an af þessari ,sundurskiptingu orð- ig allgóð. Menn standa fastar sam- an og skilja betur sameiginlégar þa'rfir.' ‘ Arið 1935 fengum við síma á ar hitfdrunarlítið farið að hverju flesta bæi og hafði hann ahrif til að létta samstarfið og jafnvel lífs- afkomuna, sérstaklega við sjávar- síðuna. Fyrir tug ára reistum við héimávistárskoló ög' félagsheimili, sem var mikið átak fýrir lítið sveit- arfélag. Nú stundum við þó jafn- réttir f járhagslega. Má það fyrst og fremst þakka góðum stuðningi frá ríkinu, þó 'því bafi gengið illa að standa við skuldbindingar sínar og eigi enn eftir að fullnægja veru- legri upphæð, og í öðru lagi fram- lagi frá Menningarsjóði KEA til skólabyggingarinnar, sem var mjög mikilsvérður styrkur á þeim tíma og sýnir það hvað ávöxtur samtak- anna getur til leiðar komið í menningarmálum sem öðrum mál- um. hagfræði, að verja tugum þúsunda í snjómokstur árlega, þegar hægt er að mestu að fyrirbyggja það. Einnig hafa einstaklingar bætt heimavegi sína, svo að nú geta bíl- frekt að krefjast þess, að rafmagn sé selt sama verði hvar sem er á landinu, þá verður samt að vinna ötullega að því að svo verði. Orkulindirnar eru í eðli sínu sam- eign og dreifbýlið héfur þegar fært bæjunum svo miklar mannfórnir, og heldur liklega áfram að gera það, að eitthvað mætti skattleggja það, að minnsta kosti hefur það verið mikil blóðtaka fyrir sveit- irnár og þess vegna legið víða við auðn. Nú er komið jafnaðarverð á benzin og olíur og næst verður raf- magnið að koma. SÍÐASTLIÐIÐ VOR lét hér af stjórn barnaskólans Jóhannes ÓIi Sæmundsson, eftir að hafa kennt hér í 24 ár. Hann fær hvíld frá kennslustörfum um eins árs skeið. Var það tilfinnanlegur missir fyrir sveitarfélagið, því að Jóhannes var ekki aðeins duglegur og góður kennari, heldur einnig mjög áhugasamur um framfáramál sveitarinnar. Hann átti sinn mikla þátt í því að skólabyggingin komst svo fljótt og vel i framkvæmd. Lagði hann mikið á sig við að fegra staðinn og lét sér mjög annt um skólann og skapaði honum gott álit. Jóhannes var einnig formaður sóknarnefnd- ar og lét sér annt um fegrun kirkj- unnar og grafreita. Við skólastjórn tók Árni Rögn- valdsson, er hann viðurkenndur góður kennari. Skólaskyld börn eru 58 og tveir fastir kennarar. Skil- yrði til handavinnukennslu eru góð og mikil áherzla lögð á hana. Einnig eru góð skilyrði til leik- fimikennslu. ignumst sjúkraflugvé! fyrir ÞETTA ER nú sögulegs eðlis, en eg ætlaði að tala um sumarið og segja eitthvað af því sem gerzt hefur hér í sveit á síðastliðnu sumri. Hvaðanæfa af landinu ber- ast fréttir um ágæti sumársins. Alls staðar óvanaleg grasspretta og garðauppskera, þó mun heyþurrk- un ekki hafa gengið sem bezt NÚ ER VERIÐ að ljúka við að leggja rafmagnsháSpennulínu hér um hreppinn og líður ekki á löngu áður en hún kemst alla leið til Dalvíkur. Ekki er þar með sagt að þessi sveit njóti mikils í við það 1 fyrst um sinn, en það er þó fyrir- sumum sveitum Eyjafjarðar og Norðurlands. Hér í sveit fylgdist að óvanalega góð grasspretta og góð riýting á heyinu, t. d. var sprettutíð svo hagstæð, að til var að sáðsléttur frá vorinu voru tví- slegnar með ábreiðslugrasi í bæði skipti og veit eg ekki dæmi til þess að minnsta lcosti hér í sveit. Mikill er því munurinn á þessu sumri eða hinum lökustu, t. d. sumrinu 1882, þegar hafísinn lá hér við land fram á síðari hluta sumars og spretta var svo rýr, að varla var hægt að festa heyið í reipum og á sumum jörðum hér í sveit var út- heyskapur innan við 50 hestburði og töðufengur að sama skapi lítill. I VERSTÖDVUM hér við sjó- inn hefur sumarið ekki fasrt mik- inn feng í bú. Það má líeita að aflalaust hafi verið hér í 4—5 ÞÆGINDIN hafa aukizt hröð- um skrefum. Nú er svo komið að brauðbílar frá þremur fyrirtækjum á Akureyri bruna eftir vegunum og það jafnvel heim á einstaka bæi og inn í dalbotna. Erú það óneit- anlega aukin þægindi, en hræddur er eg um að nýr útgjaldaliður skap- izt fyrir heimilin, því að við ís- lendingar kunnum ökkur ekki allt- af hóf, rjómaterturnar og rjóma- ísinn er girnilegt, eg tala nú ekki um ef ávextir og annað sælgæti er í boði og eru börn og unglingar ginkeypt fyrir sliku. Þetta hefur einnig lakari hliðar. í sumum til- fellum má telja þetta verzlanir á hjólum, og er það nýtt fyrirbæri hér. heit um ljós og yl siðar. Annars hafa margir hinir efnaminni áhyggjur af því, með hverjum hætti þeir geti tekið á móti raf- magninu, þegar það loks verður falt. Engir sjóðir eru starfandi því augnamiði að lána einstakling- um til slíkra framkvæmda, veitti þó ekki af að svo væri. Á það er einnig að líta, að sveitaheimilunum verður rafmagnið mun dýrara en bæjarbúum, og má það e. t. v. eðli- legt telja, þar sem stórum dýrara er að dreifa því út um strjálbýlíð, en til fjölda notenda á takmörkuðu svæði. Vilji þjóðin aftur á móti, að sveitirnar haldist byggðar, verður hún að offra einhverju til að skapa íbúum sveitanna lík skilyrði til þæginda, annars leitar fólkið áfram til hinna stærri kaupstaða, því að nútíma fólk leitar uppi lífs- þægindin. Þó að það þyki ýmsum S AFN AÐ ARMÁL. Hér var myndarleg kirkja byggð fyrir 26 árum. Var hún öll máluð innan í heimili, þegar aðalvegurinn er fær. 7°r m'killi prýði. Gerðu það innansveitarmenn, þeir Hannes og Kristján Vigfússynir frá Litla-Ár- skógi. Geta má þess, að bræður þessir áttu tvo muni í iðnsýning- unni síðustu, sem vöktu mikla at- hygli. Var það útskorin hilla með áletrunum og útskorin spegilum- gjörð. I sumar var keypt nýtt orgel í kirkjuna og kostaði það upp undir 20 þúsund krónur. Var það vigt af sóknarprestinum, séra Fjalar Sig- urjónssyni. Hér sem annars staðar prófastsdæminu vísiteraði bisk- upinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, og þótt það væri á virkum degi mátti kirkjan heita fullskipuð. — Biskupinn prédikaði (en tveir sóknarprestar aðstoðuðu). Söfnuð urinn hreifzt mjög af athöfninni. Eftir messu var setzt að kaffi- drykkju í skólahúsi. Voru ræður þar fluttar. Söfnuðurinn muft lengi minnast komu biskupsins hingað og blessa minningu hans. Skömmu eftir að nýja orgelið kom hér í kirkjuna fluttu hér messu fyrrverandi sóknarprestur, séra Stefán Snævarr og aðstoðar- prestur hans, Þórir Stefánsson stud. theol., sá síðarnefndi prédik- aði. Eg get um þetta hér vegna þess, að mér finnst að prestar þjóðkirkjunnar vera nokkuð stað- bundnir og mættu gera meira að því en er, að skiptast á um messu- flutning. Samgöngur eru nú það góðar, að það ætti ekki að vera til hindrunar. Þetta muridi hafa örf- andi áhrif á safnaðarlífið. í byrjun minntist eg hins hág- stæða og góða sumars, en þrátt fyrir allt gengur lífið sinn gang. Menn koma og fara. EITT HEIMILI hér hefur sér- staklega orðið fyrir áfalli. Þrennt úr fjölskyldunni dó á sumrinu. Þetta heimili er Brattavellir. — Fyrrverandi húsmóðir þar, Anna Sigurgeirsdóttir, dó 19. maí 73 ára gömul. Hún var fædd að Hellu og (Framhald á 9. síðu). Síoast liðinn sunnudag birtist sú frétt í einu sunnanblaðanna, að meðal kvenna í höfuðborginni, sem að slysavarnarmálum ynnu, væri vaknaður almennur áhugi fyrir kaupum á stærri og hentugri sjúkraflugvél en þeirri, er að und- anförnu hefir verið í ferðum víða um land. Mun þessi sami áhuga- mannahópur hafa kynnt sér nýja gerð flugvélar, sem fyrir skömmu er farið að framleiða vestan hafs. Hér er um að ræða merkilegt öryggis- og mannúðarmál, er alla þjóðina varðar. En við þurfum ekki einungis að fá góða og vand- aða sjúkraflugvél staðsetta í höf- uðborginni, heldur einnig og engu síður úti á landsbyggðinni, helzt á 3—4 stöðum. Þótt Björn Pálsson hafi lent mjög víða á litlu sjúkra- flugvélinni sinni m. a. hér norðan- lands, og sýnt lofsverðan dugnað við að koma sjúkum og slösuðum undir læknishendur, er það hreinn barnaskapur, svo ekki sé meira sagt, að treysta á eina sjúkraflug- vél fyrir allt landið, hversu vel sem þetta starf hefir annars verið leyst af héndi. Að sjálfsögðu getur veðrátta oft og tíðum hindrað að flugvélar geti lagt af stað frá Reykjavík þótt gott veður sé og vel lendandi á þeim stað, sem óskað hefir sjúkraflugvélar. Og ekki er ósénni- legt, að fleiri en einn geti óskað sjúkraflugs á sama tíma, eins og þegar hefir komið fyrir. Það er því lífsnauðsyn að fá hingað til lands fleiri sjúkraflugvélar og þær mun stærri og vandaðri og víðar staðsettar en þá, sem nú er aðal- lega notuð. Meðan flugvöllur Akureyrar var í 22 km. fjarlægð frá bænum og mjög fáir flugvellir eða lendingar hæfir staðir á Norðurlandi, mátti segja, að ekki væri eins rik ástæða fyrir okkur að hefjast handa með útvegun sjúkraflugvélar, þar sem rekstur hennar var að sjálfsögðu undir því kominn, að sem víðast væri lendandi og ekki langt að fara frá flugvelli að sjúkrahúsi Ak ureyrar Nú í vetur er jafnvel búizt við, að nota megi þann hluta flug- brautarinnar á Hólmunum, sem þegar er búið að slétta, a. m. k. fyrir litlar flugvélár. Byggð hefir verið flugbraut í Mývatnssveit, og sem alkunnugt er hafa bæði Húna- vatns- og Skagafjarðarsýsla feng- ið ágæta flugvelli. Næsta vor verð- ur hægt að lenda í Grímsey og sennilega einnig í Flatey á Skjálf- anda og í Vopnafirði. Þá vilja Hús- víkingar hefjast handa með vorinu, og vafalaust munu fleiri á eftir koma. Nákvæm athugun verður og gerð á lendingarhæfum stöð- um fyrir litlar sjúkraflugvélar í hverri sveit næsta vor og sumar. Allt þetta skapar þá möguleika að hægt sé að hafa fullkomin not sjúkraflugvélar hér fyrir norðan innan skamms tíma. Ný og vönduð 3—5 manna sjúkraflugvél kostar auðvitað mik- ið fé, og er þá næst að spyrja, hvar skuli aflað og hverjir skuli sjá um rekstur og framkvæmdir. Eðlilegast finnst mér, að deildir Slysavarnafélagsins og Rauði Krossinn á Akureyri taki að sér forgöngu í máli þessu og byrjuðu með því að skrifa öllum sveita- stjórnum í nálægum sýslum og leita stuðnings þeirra, því með jessu er fyrst og fremst verið að vinna að öryggismálum þeirra, fremur en Akureyrar. Þá verði leitað fjárstuðnings allra félaga hér norðan lands, sem líknarmál hafa á stefnuskrá sinni og ein- staklingum í bænum og nágrenni. Einnig að sjálfsögðu leita fjárhags- legs stuonings bæjar og rikis. Vil ég því hér með heita á alla þá, er eitthvað láta sig öryggis- og mannúðarmál varða, að hrinda þessu máli áleiðis sem allra fyrst. Fyrsta vetrardag 1953. Árni Bjarnarson. Orðseiiding til foreldra Lögreglan hefur beðið blaðið að minna á eftirfarandi atriði: 1. Að foreldrar og umráðamenn barna áminni þau alvarlega um að vera sem minnst niður við höfnina og forðast algerlega að fara út á ís á Pollinrim, nema með leyfi lög- reglúnnar. 2. Að börnum sé ekki leyft að fara með sparksleða á þær götur bæjarins, sem mikil umferð er eftir, og að þeim sé algerlega bannað að renna sér á sleðunum á gatnamótum og í brekkum, þar sem þau hafa ekki fengið leyfi til. Slysahætta af sleðaferðum barn- anna er stórkostlega mikið meiri en almenningur virðist gera sér grein fyrir. 3. Að áminna börnin um að vera ekki með snjókast á götum bæjar- ins og forðast að traðka á blóma- beðum og runnum, þótt undir snjó sé, svo sem meðfram kirkjutröpp- unum og á Eiðsvelli. 4. Að veita því eftirtekt, hvort börn eða unglingar séu með ókunna hluti, því að það er allt of algengt, að tapaðir munir koma ekki til skila, þótt vitað sé að þeir hafi hlotið að finnast. Rétt er að* tilkynna lögreglunni um hið' fundna, því að á varðstofu hennav er spurt eftir hlutunum. Smáhlutir, svo sem lyklar, geta verið eigand- anum mikils virði og svo er um fleira. 5. Að áminna unglinga um aff gæta vel reiðhjóla sinna, því aff það virðist fara í vöxt að ölvaðii menn og óknyttastrákar taki reið- hjól og ýmist kasti þeim einhvers staðar frá sér eða þá rífi þau sund- ur og breyti þeim. Er slíkur verkn- aður glæpsamlegur, því að hér er um að ræða dýra hluti, sem oft ei erfitt að fá. Til sölu: Átta meff boddý, J 1 gormasætum. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.