Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 2

Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 28. október 1953 Uppgjöí eins eða tveggja mamia hefur engin álirif á framvindu stjórnmálanna hér eða annars Nokkur blöð landsins gera sér nú mjög tíðrætt um úrsögn tvcggja manna úr Framsóknar- félagi Akureyrar og er helzt svo að sjá á þessum skrifum, sem flokkurinn riði til falls af þessum atburði. I>að er að vísu rétt, að tveir félagsmenn hafa nýlega sagt sig úr Framsóknarfélaginu, en enda þótt báðir hafi verið góðir liðsmenn, er það næsta furðulegt að sjá því haidið að fólki, að missir tveggja manna sé ekki aðeins til niður- dreps fyrir þetta félag hér heldur jafnvel fyrir allan Framsóknar- flokkinn. Það er ekkert einsdæmi, að menn segi sig úr félagsskap eða breyti um skoðun í stjórnmálum, og víst munu blöð þau, sem mest hafa gert úr þessu máli, þekkja þess dæmi úr eigin garði, þótt í þau skipti hafi ekki verið notaðar stórar fyrirsagnir eða smíðaðar hrakspár. En enginn einn maður eða tveir, þótt góðir séu, eru þeir máttarviðir fjölmennra félaga, að þau riði til falls við fráhvarf þeirra, og það er blátt áfram hlægilegt að sjá því haldið fram í ritstjórnar- greinum pólitískra blaða, að brott- hvarf tveggja manna úr pólitískum félagsskap hér nyrðra, sé stórkost- legt áfall fyrir stóran stjórnmála- flokk. Þess munu og heldur engin dæmi hér á landi, að brotthvarf eins eða tveggja manna úr flokki hafi orðið áfall til framb.úðar fyrir flokk, jafnvel ekki þótt um hreinar klofningstilraunir hafi verið að ræða, en engu slíku er bó hér ti! að dreifa. Það fer því ekki hjá því, að almenningur, sem les langlokur þær, sem politískir ritstjórar prjóna nú í tilefni af þessum inn- anfélagsmálum hér nyrora, sjái það glöggt, að þær eru einungis til- burðir til pólitísks áróðurs og til þess að freista þess að vinna and- stæðingi ógagn. Það er og lær- dómsríkt, hversu hin sósíalíska hersing er samtaka og sammála um þetta efni. Þegar um það er ao ræða, að vinna gegn Framsólcnar- mönnum, gengur ekki hnífurinn í milli kommúnista, frjálsþýðis og krata, enda þótt eilífðareldar ófrið- ar og ósamlyndis séu kyntir í herbúðum þessara flokka endra- nær. Og hlálegt mun flestum finn- ast það, svo að ekki sé meira sagt, að lesa vangaveltur ritstjóra Al- þýðumannsins hér um eitthvert oskaplegt ósamlyndi í Framsókn- arflokknum. Menn eiga enn eftir að lesa greinargerð í því blaði um hin ofsalegu átök hægrikrata og vinstrikrata í miðstjórn AJþýðu- ílokksins, og um taflstöðuna í þeirri styrjöld, sem enn stendur yfir í flokknum og engan vc-ginn er staðar til lykta leidd enn. Væri vissulega nær fyrir þetta blað, að ræða þau átök, sem ná gegnum flokkjnn þveran, en reyna að koma þeirri klofningsmynd, sem sannarlega er á Alþýðuflokknum, yfir á aðra flokka af litlu tilefni. Vilja menn ekki sætta sig við úrslit kosninganna? Það var yfirlýstur vilji Fram- sóknarmanna, að hér yrði stofnað til ríkisstjórnar, sem styddist við frjálslyndari öfl en þau, er stóðu að öðrum þræði að fyrrv. ríkis- stjórn, eða með öðrum orðum, að draga úr veldi íhaldsinsímálefnum þjóðarinnar. Flokkurinn gekk til kosninga í þeirri von að þjóðin mundi efla hin frjálslyndari öfl þjóðfélagsins, Framsóknarflokkinn og hinn heilbrigðari hluta Alþýðu flokksins, en setja niður kommún- ista og þeirra fylgifiska og pen- inaveldi íhaldsins. Úrslit kosning- anna urðu vonbrigði að þessu leyti. Sá þingstyrkur, sem þurfti til breytingar, náðist ekki. Þær athug- anir, sem fram fóru á möguleikum til myndunar svonefndrar vinstri stjórnar að afloknum kosningum, voru nánast fræðilegar, en ekki raunhæfar. I fyrsta lagi var alveg óvíst, hvort minnihlutastjóm Framsóknarmanna og jafnaðar- manna hefði nokkru sinni komið á dagskrá, því að forseti gat alveg eins — og ekki síður — falið öðr- um myndun slíkrar stjórnar. I öðru lagi var engin eining meðal Al- þýðuflokksins um þetta mál frem- ur en önnur og áhrifamikil öfl í Alþýðuflokknum nú sem fyrr fjandsamleg samstarfi við Fram- sóknarmenn. Og í þriðia lagi er það nú Ijóst orðið, að innanhússástand- ið í Alþýðuflokknum er þannig um þessar mundir, að óvíst er hvort nokkurt bandalag við hann héldi er til alvörunnar kæmi. Innan Al- þýðuflokksins eigast við tvær fylk- ingar, sem hugsa fyrst og fremst um að ná yfirhöndinni í innbyrðis- viðskiptum og meðan þau má! eru óútkljáð, er skrafið um samstarf meira í orði en á borði. Haustkosningar hefðu ekki breytt taflstöðunni eða leyst Al- þýðuflokkinn úr úlfakreppunni. Þær hefðu aðeins þýtt það, að þeim vanda, að setja þjóðinni ábyrga ríkisstjórn, héfði verið sleg- ið á frest. Framsóknarmenn eru því yfir- leitt sammála um það, að enda þótt þeir hefðu kosið að úrslit kosninganna hefði gefið fleiri tæki- færi til stjórnarmyndunar, var nú- verandi stjórnarsamstarf skynsnm- legasta lausn málsins. Og enda þótt það sé upplýst, að tvcir Eftir ræðu Hedtofts í danska þinginu, um væntanlegt frum- varp um aihendingu íslenzkra handrita, eru dönskublöðinaft- ur komin á kreik og farin að ræða handritamálið í sama dúr og fyrrum. Eftirfarandi rit- stjórnargrein birtist t. d. í Lolland-Falsters Folketidende (Vinstriblað) 15. okt. síðastl. Undarlegasti hlutinn af ræðu Hedtofts við þingsetninguna sner- ist ekki um neitt, sem með sann- girni er hægt að kalla stjórnmál, heldur um íslenzku handritin, sem Hedtoft segir að eigi að afhenda Islendingum. Hvernig í ósköpun- um getur Hedtoft fundið upp á því að gerazt talsmaður fyrir þetta mál? Og hvaða röksemdir hefur hann fram að færa fyrir afhending- unni? Hér er um að ræða safn Árna Magnússonar, framúrskarandi verð mæt rit, sem fræg eru um allar jarðir, enda sérstakt dýrmæti. Satt er, að þau fundust á Islandi, og þau fjalla um íslenzk málefni, en þau eru í eigu Dana og eiga að verða það áfram, því að Danmörk hefur unnið til þess að vera eigandi þeirra Hér er um vísindarit að ræða og það þarf að ávinna sér eignarrétt slíkra hluta, svo að þeir liggi ekki óhreyfðir og dauðir og mölétnir. Og hvað höfum við gert? Það er tæplega ofsagt, að öll hin danska arfleifð í bókvísindum — og hún er mikil — hvílir á grund- velli Arnasafns. Við getum nefnt vísindamer.n á borð við N. M. Pedersen, sem var prófessor í ís- lenzku við Kaupmanahafnarhá- skóla og með þýðingum sínum á sögunum skapaði hann miklan og almennan áhuga fyrir fortíð ís (Framhald á 11. síðu). flokksmenn vilji ekki una þeim úrslitum, er jafnljóst, að um þetta atriði munu engar deilur, sem máli skipta, standa í Framsóknar- flokknum. Efiing flokksins. Úrslit kosninganna í sumar sýna líka alveg ótvírætt, hver nauðsyn það er fyrir frjálslynt fólk í lnnd- inu, að það fái aukin áhrif á stjórn landsins. Til þess er engin leið fær nú önnur en sú að efla þann flokk, sem einn hsfur möguleika til þess að skáka veldi íhaldsins og veita forustu frjálslyndum öflum þjóð- félag.sins. Þessum árangri verður aldrei náð með þvx að skipta frjáls- lyndu fólki upp í milli margra smáflokka, eða meðan of stór hóp- ur manna útilokar sig frá áhrifum á þjóðmálin með því að kjósa kommúnista. Það er því víst, að Framsóknarmenn almennt telja mest um það vert nú, að fenginni reynslu kosninganna ,að vinna sem ötullegast að eflingu flokksins. Það er raunhæf leið til þess að tryggja framgang þeirrar stjórnmálastefnu, sem menn hafa skipað sér í fylk- ing um. Úrsagnir eins eða tveggja j mnnna, þoka hér engu um. Þær eru | undanteknir.gar, sem engin áhrif jhafa á framvindu stjórnmálanna á nsestu árura. Ðagskrármál landbímaðarins: Nokkur orð um eitrun í bápeningi Eftir W. Lyle Stewart og Sverri Markússon TILGANGUR þessarar greinar er að skýra frá tvenns konar eitr- unartilfellum, er urðu fjórum verðmætum mjólkurkúm hér í héraðinu að fjörtjóni á síðastliðnu sumri og ennfremur að brýna fyrir bændum að fara gætilega með öll eiturefni, sem þeir kunna að hafa undir höndum, svo sem málningu, baðlyf, skordýraeitur, rottueitur, plöntueitur, útlendan áburð o. fl. þess háttar. Ennfremur ættu menn að fara varlega með öli dýralyf, þar sem þau innihalda oft eitur, Qg gæta þess að láta aldrei umbúðir utan af lyfjum og eiturefnum vera þar, sem skepnur geta komizt í þær, sérstaklega mætti nefna not- aða baðlyfspakka og málningar- dósir, en meðferð þeirra er mjög algeng og tiltölulega lítið magn af efninu þarf til að skaða skepnur. Eldri tegundir af baðlyfjum inni- héldu oft töluvert magn afarseniki, en það efni er algengt sem hið virka efni í skordýraeitri og plöntueitri. Það baðlyf, sem mest .heíur verið notað hér á landi, Coopersduft, inniheldur mikið magn af arseniki og er þess vegna lífshættulegt skepnum, eins og reynslan hefur margt oft sýnt. Þó Coopersduft sé ekki lengur flutt inn, fæst það enn í verzlunum og er víða til í sveitum ,en vegna þess að umbúðirnar eru ekki merktar með íslenzkum eiturmerkjum, eins og þyrfti að vera, viljum við minna bændur sérstaklega á, að það er full ástæða til að þeir fari gætilega með innihaldið. Nýja baðlyfið, Gamatox, sem mest hefur verið notað hér á landi undanfarin ár og ætlast er til að notað verði við fyrirskipaða sauð- fjárþrifaböðun í vetur, inniheldur ekki arsenik, en samt sem áður ber að gæta fullrar varúðar með það, eins og önnur samsvarandi lyf. Blýeitrun í húsdýrum er talsvert algeng og hefur oft valdið dauða- slysum. Nautgripir þola blý sérstaklega illa og eru auk þess sólgnari en flestcr aðrar skepnur í að sleikja í sig alls konar rusl, þar á meðal málningu, sem inniheldur blý, og falla þess vegna oft fyrir blýeitrun. LIFSHÆTTULEGAR eitranir af völdum rangrar notkunar dýra- lyfja, eru sem betur fer fremur sjaldgæfar, en annað áðurnefnt eitrunartilfelli, sem við rnnnsök- uðum, var samt af þeirri orsök og sýnir sá atburður greinilega, að þótt meðul séu í sumum tilfellum að gagni, geta þau verið tvíeggjað vopn, ef þess er ekki vandlega gætt, að nota þau á réttan hátt. I SUMAR krufðum við tvær kýr, sem höfðu fundizt dauðar að morgni dags. Báðar kýrnar höfðu, að því er virtist, verið heilbrigðar kvöldið áður, þegar þær voru mjólkaðar og reknar í nátthagann. Þær virtust • þfffa veikzt mjög urgang og dáið eftir fáa klukku- snögglega, fengið heiftarlegan nið- tíma. Krufningin sýndi aðallega skemmdir á meltingarfærunum, ennfremur í hjartanu og lítils háttar í lifur og nýrum. Vinstrin var mjög bólgin og slímhúðin var alsett mismunandi stórum, rauðum blettum, er stöfuðu af blæðingum. Hér og þar í görnunum sáust svip- aðar skemmdir og innihald þeirra var vatnskennt og blóðlitað. í hjartanu sáust útbreiddar blæðing- ar. Þessar breytingar í líffærunum bentu til ,að hér væri um einhverja eitrun að ræða og grunur okkar styrktist þegar við fundum í vömb annarrar kýrinnar svolítið gult duft og einnig örlítinn bréfmiða. Enda þótt erfitt væri að lesa á miðann, gátum við samt séð, að hann var úr umbúðum utan af Coopersdufti og þess vegna álitum við, að þetta væri arsenikeitrun. Krufningin á síðari kúnni sýndi svo að segja alveg sömu breytingar í líffærunum, en þar fundum við ekkert grunsamlegt í vömbinni. Við vorum samt ekki í neinum vafa um það, að báðar kýrnar hefðu látizt af sömu orsök. Efna- fræðingur á Akureyri rannsakaði gula duftið úr vömbinni og fann mikið magn af arseniki í því. í innihaldinu úr vinstrunum fannst einnig arsenik. Var "þá orðið full- víst að þessar tvær kýr höfðu báð- ar dáið úr arsenikeitrun. Allt behd- ir til að kýrnar hafi fengið eitrið með því að éta leifarnar úr göml- um baðlyfspakka, sem þær bafa náð í úti á öskuhaug. Þetta sýnir greinilega hversu mikilvægt það er að öskuhaúgar og annað sorp sé vel varið fyrir skepnum með girðingum, en helzt ættu menn að brenna eða grafa alls rusl. ANNAÐ eitrunartilfellið, sem við rannsökuðum í sumar, olli einnig missi tveggja verðmætra mjólkurkúa. Það slys varð þó með nokkuð öðrum hætti. Þessar tvær kýr voru báðar rétt óbornar og al- heilbrigðar. Eigandi kúnna vildi búa þær vel undir burðinn og ætl- aði þess vegna að sprauta í þær kalki. En þau alvarlegu mistök urðu, að í staðinn fyrir kalk- skammta (calcii gluconas), sem nota átti, voru teknir doða- skammtar (kal. stic. tartr.) og þeir leystir upp og soðnir i vatni og síðan var upplausninni sprautað undir húð lcúnna. Doðaskammtar voru, sérstaklega áður fyrr, mikið notaðir til þess að örva meltingar- hreyfingar kúa og er að sjáifsögðu ætlast til að þeir séu gefnir inn um munninn og 'eru stórhættulegir séu þeir notaðir öðruvísi. Þegar við komum á staðinn, um það bil dægri eftir að lyfinu hafði verið sprautað í kýrnar, var önnur þeirra dauð, en hin kýrin, sem hafði íengið minni skammt lifði enn, dauðveik. Allar lækningatii- raunir reyndust árangurslausar og (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.