Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 11

Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 28. október 1953 D A G U R 11 - Dagskrá landbímaðarins (Framhald af 2. síSu). kýrin dó morguninn eftir. I þessu tilfelli sýndi krufningin mestar breytingar í brjóstholinu ,aðallega í lungunum, sem voru talsvert mik- ið bólgin og dökk af miklum blæð- ingum. Bletturinn, þar sem eitrinu hafði verið dælt inn, var stokk- bólginn. )ug!eg og laghent siúika getur fengið atvinnu nú þegar. Upplýsingar í PRENTVERKI ODDS EJÖRNSSONAR Milli kl. 5—7 á morgun (fimmtudag). Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ÞESSI TVO leiðinlegu slys ættu að geta sýnt, að aldrei er of var- lega farið með efni, sem geta verið hættuleg húsdýrum og mættu menn gjarna hafa það hugfast, að margar skepnur, sér í lagi kýr, eins og áður er tekið fram, sækjast eftir að éta alls konar rusl og ef arsenik eða blý fyrirfinnst einhvers staðar á landareigninni, má ganga út frá því sem gefnu, að kýrnar komast í það. Vegna þess að ennþá er skortur á dýralæknum í landinu neyðast bændur oft til að fást við lækning- ar á gripum sínum sjálfir og er því skiljanlegt að mistök geti átt sér stað. En ef þess er nokkur kostur ættu menn að ráðfæra sig við dýralækni áður en þeir gefa skepn- um inn meðul, og þó sérstaklega ef þeir hugsa sér að nota innspýt- ingarlyf. Úr erlendum blöðum (Framhald af 2. síðu). EF ÞESSI frásögn gæti sann- fært menn um þýðingu þess að reynt sé eftir beztu getu að rann- saka sem flest slík óvænt dauðs- föll í búpeningi, þá væri tilgangi greinarinnar náð. Eitt allra þýð- ingarmesta starf dýralæknis er að fyrirbyggja sjúkdóma. Oftast getur hann með krufningu fengið mikilsverðar upplýsingar um hvað valdið hefur dauða skepnunnar og getur með því móti í mörgum tilfellum fyrirbyggt að fleiri dýr farizt af sömu ástæðu. lands, áhuga, sem bar ávöxt hjá Oehlenschlager og mörgum öðrum rómantískum skáldum. Við getum nefnt nöfn frá seinni tíð, svo sem Thomsen prófessor, sem uppgötv- aði tengsl finnsku og ungversku og leysti gátu Orkhon áritananna, en hann var einn mesti vísindamaður muni af dönsku þjóðerni, og við getum nefnt nemanda hans, Grönbech prófessor, en verk hans, „Vor Folkeæt i Oldtiden", er e. t. v. það merkasta, sem ritað hefur verið um forfeður okkar og svo er það Otto Jespersen, sem skapaði hljóð- skriftarkerfið í tungumálakennslu. Þetta eru nokkur stærstu nöfnin, en til eru mörg önnur, en upphafið að þessari miklu þróun er að finna hjá Rask og Pedersen. Og það eru þessi mikilvægu vís- indi, sem viðurkenningu hafa hlot- ið, sem hafa áunnið okkur rétt til að eiga handrit Árnasafns. Það væri háðung gagnvart vísindum okkar að framfylgja tillögu Hed- tofts um afhendingu. — - Tímabært að stað- setja sjúkraflugvél hér á Akureyri (Framhald af 1. síðu). slíkra flugvélakaupa og fleiri stoð- ir renna undir það mál, svo að lík- legt er að af þessum kaupum geti orðið bráðlega. Er því tímabært að taka til at- hugunar tillögu Björns Pálssonar, að fá Auster-vél hans hingað, í samvinnu við Slysavarnafélag ís- lands og aðra aðila, sem þarna kynnu að vilja leggja hönd að verki. Sjúkraflugvél af þessu tagi í höndum duglegs flugmanns, gæti gert mikið gagn og leyst úr miklum vanda fyrir ýmis héruð. 'ljr lœ oa bucýqfi Þannig rökræðir hið danska blað og vísast er að menn hér á landi falli í stafi yfir upptalning- unni á þessum Pedersenum og Thomsenum, sem sjálfsagt hafa verið égætis menn, enda þótt ævi þeirra og starf komi ekki vitund við eignarréttinum á íslenzku handritunum. #0<m<BS<HKHWm*SHKH*»<HWe<HHKKKHXHrcBKlXH3<H*<HKHKH*$<H3<! VSl J - FOKDREIFAR (Framhald á 11. síðu). hafa nokkra reynslu með tæki þessi og get því mælt með þeim. Það er ótrúlegt, hvað sum börn geta stytt sér stundir við það að skrifa, reikna og ekki hvað sízt að teikna á þessar töflur, og þó er þetta ekki annað en svartlitið val- borðsplata, krítarmoli og þurrka, sem með þarf. Þegar hætt er að nota plötuna, má stinga henni bak við eitthvert húsgagn og er þá eng- um til óþæginda. Með lítilli fyrirhöfn er hægt að örva börnin og sýna þeim, hvað hægt er að gera og þarf enga list eða kunnáttu til. Barnið getur set- ið með töfluna á gólfinu eða reist hana upp við vegg og skrifað og teiknað. Hafa smábörnin mjög gaman að þessu og ekki sizt, ef þau hafa litkrít, en óþarft er þó að kosta svo miklu til. Eg held, að t.iflan og krítarmolinn gæti orðið mörgu barni gleðigjafi og vil eg hvetja foreldra til að kaupa töfl- urnar handa börnum sínum.“ Skollaleikurinn í útvarpinu. VIÐ ERUM búin að fá nýjan menntamálaráðherra, en samt heldur skollaleikurinn frá tíð fyrrv. ráðherra áfram. Kalli spilar og hljómsveit N. N. spilar, og þessi eða hinn dægurlagasöngvarinn syngur og svo eigum við að koma í þetta eða hitt kaffi- og danshúsið og skemmta okkur. Allt þetta og margt íleira dynur í eyrum okkar á hverju kvöldi fyrir milligöngu ríkisútvarpsins og öllum er ætlað að skilja, hvað sú virðulega stofn- un er þarna að fara, en það má bara ekki nefna það réttu nafni. Yfirstjórn útvarpsmálefna á Is- landi hefur nefnilega bannað orð- ið DANS og öll orð, sem af því eru leidd ,en hefur samt ekkert við það að athuga, að allavega sé farið í kringum þetta slcringilega bann, svo að til athlægis er. Mér er nær að halda að þessi skrípaleikur sé heimsmet í vitleysu og yfirborðs- mennsku. Þessi skollaleikur hefur ævinlega verið til skammar og átti að „skrúfa fyrir“ hann í tíma. □ Rún 595310287 — 1.: I. O. O. F. — Rbst. 2 — 10210288% — I. O. O. F. = 135103081/2 = Kirkjan. Messað næstk. sunnu- dag kl. 2 e. h. (Allraheilagra- messa, minning framliðinna). — F. J R. Hjúskapur. Ungfrú Sigrún Júlíusdóttir, Davíðssonar, Akur- eyri, og Þórður Sigvaldas., bóndi á Hákonarstöðum, Jökuldal, Gift 24. þ. m. af séra Fr. J. Rafnar vígslubiskupi. Hjúskapur. 25. okt. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Her- mína Stefanía Stefánsdóttir og Hreiðar Aðalsteinsson verkam. Heimili þeirra er að Eiðsvalla- götu 30, Akureyri. Séra Pétur Sigurgeirsson gaf brúðhjónin saman. Æskulýðsfélag Ak- ureyrarkirkju. — Fundur fyrir drengi kl. 5 e. h. í kapellunni næstk. sunnudag. Mimið efíir samkomuvikunni á Sjónarhæð. Samkomur á hverju kvöldi kl. 8.30, nema á sunnudag kl. 5. Vitnisburðasamkoman er á fimmtudag. Hljóðfærasláttur á öllum samkomunum. Margir taka þátt í þeim. Allir velkomnir. KFUF, U. d. Fundur verður í kristniboðshúsinu Zíon þriðjud. 3. nóv. ld. 8 e. h. Fjölbreytt efnis- skrá. Fermingarstúlkum frá síð astl. vori sérstaklega boðið ; fundinn. Geysisfélagar! Æfing og fundur í Lóni annað kvöld (fimmtudag) kl. 8.30. Áríðandi er ,að allir þeir, sem ætla að æfa með í vetur, maeti. — Stjórnin. Ljósastofa Rauðakrossins í Hafnarstræti 100, er tekin til starfa. Nánari uppl. er hægt að fá í síma 1402 og 1122. Þórsfélagar, karlar og konur, sem ætla að starfa í íþróttahúsinu í vetur, eru beðin að mæta í íþróttahúsinu í kvöld kl. 8. Til Sólheimadrengsins. Kr. 30 frá M. J. — Mótt. á afgr. Dags. Feríugur er í dag Snorri Ás- kelsson, prentari, Rauðumýri 22. Afmælisfagnaður Halldóru Bjarnadóttur verður að Varðborg sunnudaginn 1. nóv. kl. 3.30. Ver- ið stundvís. Nefndin. Námskeið Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands í kven- og barna- fatasaum og bókbandi hefjast í vinnustofu félagsins n.k. föstu- dag. Umsóknum og fyrirspurnum sé beint til Halldóru Bjarnadóttur og í síma 1026. Iðja, félag verksmiðjufólks, heldur fund í kvöld í Alþýðuhús- inu k. 8.30 e. h. Mætið stundvís- lega. Stjórnin. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. — 5—6 ára böm í kapellunni og 7—13 ára börn í kirkjunni. — Bekkjarstjórar mæti kl. 10.10. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100 frá N. N. Mótt. á afgr. Dags. Hjúskapur. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband ó Akur- eyri brúðhjónin ungfrú Guðrún Margrét Kristjánsdóttir, Munka- þverárstræti 14, Akureyri, og Þorvaldur Snæbjörnsson, bif- reiðastjóri, Helgamagrastræti 25. — Einnig brúðhjónin ungfrú Margrét Ketilsdóttir, Finnastöð- um, Eyjafirði ,og Freyr Gestsson, verkamaður, Krabbastíg 2, Akur- eyri. — Séra Birgir Snæbjörns- son, Æsustöðum, Langadal, bróð- ir annars brúðgumans, fram- kvæmdi hjónavígslurnar. Sííellt virðist vera ólag á götu- Ijósum í þessum bæ. Ileilar götur eða jafnvel stærri hverfi án götuljósa kvöld og kvöld. — Um sl. helgi var t. d. engin glæta við Þórunnarstræti. — Á þessum árstíma er slíkt baga- lcgt og raunar óviðunandi. Og þótt ljósin logi, eru þau hvergi nærri nógu björt og ekki nógu þétt. Bærinn ætti að réttu lagi að vera bjartur á skammdegis- kvöldum en ekki myrkvaður. Þýzkt skip, Elisabet Arlt, losaði hér kol fyrir helgina, og Hvassa- fell losar'hér einnig kol. Eru því nægar kolabirgðir í bænum. Áheit á Strandakirkju. Kr. 50 frá M. S. og kr. 15 frá M. S. Kr. 50 frá N. N. — Kr. 200 frá N. N. — Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Grenjaðarstaðakirkju. Kr. 10.00 frá N. N. — Kr. 100.00 frá H. F. — Kr. 20.00 frá ónefnd- um. — Kr. 50.00 frá Þ. K. — Kr. 20.00 frá H. H. Beztu þakkir. Ásm. Kristjánsson. I. O. G. T. Stúkan ísaíold-Fjall- konan nr 1 heldur fund næstk. mánudag í Skjaldborg á venju- legum tíma. — Venjuleg fundar- störf. — Inntaka nýrra félaga o. fl. — Sýnd verður falleg, íslenzk litkvikmynd. Nánar auglýst síðar á götunum. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100 frá ónefndum. Mótt. á afgr. Dags. Kvenfélagið Framtíðin heldur skemmtifund í Húsmæðraskóla Akureyrar þriðjudaginn 3. nóv. næstk. kl. 8.30 e. h. Stjórnin. Félagsvist og dans verður hald- ið í Varðborg ,að tilhlutun Aust- firðingaféiagsins á Akureyri fimmtudaginn (annað kvöld) 29. þ. m. kl. 8,30. Fjölmennið. Skemmtiklúbbur templara held- ur annað skemmtikvöld sitt í Varðborg næstk. föstudag, 30. okt., kl. 8.30 e. h. WÍLLYS JEEP Viðgerðir Varahlutir umboð á Akureyri. Lúðvík Jónsson & Co. SÍMI 1467.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.