Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 7

Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 28. október 1953 D A GU R 7 RKAÐINUM Nokkur orð í filefni af vænfanfegri dreifingu raforkunnar frá orku- verunum við Sog og Laxá Eftir ÞÓRARINN KR. ELDJÁRN Sveinbjörn Benteinsson: Bragfrœði og Háttatal. H.f. Leiftur, Rvík 1953. Hcr er á fcrðinni þörf bók og ný- stárlcg. Er höfundur hennar alþýðu- maður, bóndi að Draghálsi í Borgar- firði, og áður kunnur fyrir óvenju- lega vandaða og snjalla ljóðagerð. Aður höfunt vér átt tvö merkileg rit um þetta sama efni: Eddu Snorra Sturlusonar og Safn til Bragfrœði ís- lenzkra r'mtna eftir séra Helga Sig- urðsson. Komu þau rit bæði úr Borg- arfirði, og þaðan kemur enn þetta rit. Er það eftirtektárvert. Lengi hefur verið vöntun á alþýð- lcgri og handhægri fræðibók urn þetta efni eða helzt skólabók. — Sem alþýð- leg fræðibók bætir þetta rit allvcl úr brýnni þörf. En sem skólabók mun hún ekki þykja hentug. Bókin byrjar með vel skrifuðum og greinagóðum formála höfundarins og gagnlegum og handhægum orðaskrám urn háttanöfn og bragorð í bókinni. Þvínæst er Bragfræði á bls. 14—29, Rímnaþáttur á bls. 30—45, og loks Háttataljs. 77 blaðsíðum til bókarloka. Skal hér farið fáeinunt orðum um hvern hinna þriggja aðalþátta bókar- innar. Bragfræði. Hún er aðeins á 16 síðurn, og er þess því ekki að vænta, að hún geri fullkomna grein fyrir svo fjölþættu og margbrotnu efni. Enda verður að segja það í skjótu máli, með allri virðingu og viöurkenningu á þessum fágæta höfundiyað þátturinn er naum- ast nógu skipulega saminn, né efnis- skýringar hógu ýtarlegar og óvefengj- anlegar tíl þess að hann nái í bezta lagi tilgangi sfnum. Höf. telur hér fyrst alla bókstafi íslenzkrar tungu. Segir hann þar um stafinn Z, að hann sé „aðeins rittákn (úrelt)“. Þetta sýnist ekki réttmæli urn þann staf, sem er notaður fullum fetum í núgildandi og viðtekinni staf- setningu íslenzkunnar. Þá s»gir hann: „Það heitir tvíliður, cf orð er tvö arkyæði og er áherzlan á því fýrra.“ Hér er ekki nógu ná- kvæmt að orði kveðið. Vitanlcga er algengt, að tvíliður sé myndaður af tveimur orðum einkvæðum, t. d.: Sat á stóli falda fit — Mun þá höf. með réttu kalla fyrra orðið í fyrsta braglið ris, en hið síð- ara hnig. Þá segir: „Þríliður var stundum hafður til fjölbreytni í fornum hátt- um,“ og cr tilfært dæmi eftir Eyvind skáldaspilli: Meðan hans ætt í hverlegi — En dæmið stenzt ekki. Orðið hver- legi er hér ekki þríliður, heldur skipt- ist það í einlið (hvikorð) og tvílið og jafngildir tveimur tvíliðum. Þetta scst bezt á því, að í fornyrðislagi, sem hér er kveðið undir, eru minnst tvcir bragliðir í ljóðlínu. Hér byrjar línan á forlið, en hcfur síðan tvo á- herzluliði. Þá segir höf.: „Þríliður er alls ekki til í rímnaháttum." Hér hefði verið nær sanni að segja, að þriliður ætti ekki rétt á sér í rímnaháttum, því að hann er þar mjög algengur enn í dag. Nægir þar að benda á þessar ljóðlín- ur cftir Þorstein Erlingsson: Við höfttm sungið, við höfum kysst, við höfuvi dansaS saman. Sjái ég unga silki-IIlín — kyssi ég hana rjóða. Þessar línur eru prentaðar svo í fyrstu útgáfu Þyrna — og án nokkurra úr- fellingarmerkja. Þorsteini þykir þetta ekki fara illa, og svo mun ýmsum sýnast. Enn segir: „Þegar þríkvætt orð er í rímnahætti, þá klofnar það í tvílið og stúforð, ef það er í enda brag- línu,“ og síðan: „Ef þríliður er inni í vísuorði, þá klofnar hann eða gildir sem tvíliður, og er það betra.“ Hcr eru dregin fram þessi fjögur dæmi: Dreyrugan spenna dragvendi/. Hallgrímt/r á harðri brók. Stól margWfm standa sér. Sigurður heitir sæmdarmaður. Það er engu líkara, en höf. uni þessu formi í rímnaháttum. „Og er það betra,“ segir hann. Hér eru þrjú fyrri dæmin öll nteð rangri áherzlu, og er hún versta ljóðlýti, sem til er í ís- lenzkum kveðskap, enda þótt það lýti tíðkist enn í dag — og það hjá viður- kenndum skáldum. Dæmi þessi eru því ekki hæf til annars í góðri fræði- bók en að sýna til viðvörunar alranga áherzlu. Um fjórða dæmið er það að segja, að höf. þess, sr. St. Öl., hefur að líkindum skoðað orðið Sigurður sem tvíkvætt orð mcð hinni fornu nefnifallscndingu r, og er þá rétt kveðið. Um öfugan þrílið er það að segja, að hann á ekki heima í íslcnzku máli, með því að ekkert þríkvætt orð í ís- lenzku endar með áherzlu. Höfundur segir sjálfur, að öfugur tvíliður sé „andstæður ísL málreglum", og er það með öllu rétt. Ber því að skoða það, sem þannig er kvcðið á íslenzku, sem réttan þríliðahátt með tvíkvæð- um forlið framan við hverja ljóðlínu. A þetta hefur oft verið bent af dóm- bærum íslenzkumönnum. Um stttðla segir höf.: „Stuðlar eru upphafsstafir orða, sem eru endur- teknir í tveimur Ijóðlínum samstæð- um.“ — Virðjst höf. þannig álíta, að allir rímstafirnir hciti stuðlar að höf- uðstaf meðtöldum. (Sjá og bls. XXI, 2. línu). Þetta er mjög vafasöm kenn- ing. Oftast ér talað um stuðla og fiöf- uðstafi. Um þctta Segir Snorri í Háttatali sínu við 1. vísu: „I öðru vísuorði er settr sá stafr fyrst í vísu- orðinu, er vér köllum höfuðstaf; sá stafr ræðr kveðandi; en í fyrsta vísu- orði mun sá stafr finnask tysvar standa fyrir samstöfun; þá stafi köll- um vér stuðla.“ Sv.b. Egilsson þýðir orðið stuðull með Bistav, og Sigfús Blöndal þýðir á sömu leið. Bistav getur varla inni- bundið í sér orðið höfuðstafur, held- ur aukastafur eða stuðningur. „Margir rugla saman hv og kv í stuðlum," segir höf. „Þessu veldur ósnjall framburður víða um land. Viðurstyggð cr að sjá slíkt í stuðlun.“ — Þctta fyrirbrigði hefur að líkindum orðið þannig til, að skáldum hefur ekki ætíð verið ljóst, hvort rita ætti hv eða k í upphafi orðs. Er þcssi hljóðruglun fyrir löngu orðin eitt af cinkennum íslcnzks máls. En einkenni íslenzks alþýðumáls kalla fáir viður- styggð, sem vænt þykir um ísjpnzk- una. Nær sanni væri að kalla svo framburð eins og sedja eða jafnvel seda fyrir sitja, sem höf. mun vel kannast við. Hljóðruglunin hv og k er víst orð- in nálega jafn-gömul íslenzku máli og hefur komizt inn í stuðlanir þegar á söguöld, ef marka niá vísubrot í Kormáks sögu: Htíersu þykkja 7>etils þér, Kormákr, ormar? Þegar lýst er gnýstuðlun á bls. XVIII eru orðavillur í tveimur dæm- um — eftir Bjarna Thorarensen og Hallgrím Pétursson: Skjól þó samt ekkcrt skýli á að vera: Skjól þó að ekkert skýli og línan: cr slær allt sem fyrir er á að vera: er slær allt, hvað fyrir er. Hvarvettna er nauðsynlegt að til- færa rétt orð höfunda. En hvergi er það nauðsynlegra en í fræðibókum. Þcgar höfundur lýsir fornyrðislagi, þurfti hann að taka Snorra Sturluson til greina. Svcinbjörn segir: „í þess- urn hætti eru stuðlar oftast tveir, en stundum þrír (og mun hann þá telja höfuðstafinn með stuðlum). Snorri tclur aðeins einn stuðul í fyrsta og þriðja vísuorði fornyrðislags, og er dæmið þannig í Háttatali hans: Ort er of ræsi, þann er rýðr granar uargs ok ylgjar ok t?ápn litar; þat mun æ lifa, nema öld farisk, úragninga lof cða óili heimar. En í Bálkarlagi og Starkaðarlagi, er við getum bæði kallað afbrigði af fornyrðislagi, verða stuðlarnir tveir að vitni Snorra. Höf. gerir allt of litla grein fyrir dróttkvæðum hætti, sem tclja má þó merkastan hátt fornskálda. Hann lýs- ir honum ekkert, en dregur af hon- um aðcins eitt dæmi í tveimur ljóð- línum: Kósta varð í ranni Kandvés höfuðniðja. Þctta dæmi virðist ekki heppilega valið. I það vantar höfuðeinkenni dróttkvæðs háttar: Hcndingarímið (aðalhendingar og skothendingar). Dróttkvæður háttur er margbrotn- astur að formi allra fornhátta og þarfnast í hverri bragfræði allmikilia útskýringa. Á bls. 22 segir höf.: „Slæmt er að stuðla þannig: A& nokkurri eik lét svífast---“ Hér er ekki um stuðlavillu að ræða, heldur um ranga áherzlu, sem er ó- hæf. Á bls. 22 stendur: „Stundum eru í langlínum tveir bragliðir milli stuðla: Hún réðst með hrífu sína og rciddan miðdagsverð." En þess ber að gæta, að hér er ekki að ræða um hina fornu Ijóð- stuðlun, scnt er á öllum fornháttum og rímnaháttum, og cr þar aldrei nema einn bragliður milli stuðla. — En þessi stuðlun, er síðasta dæmi sýnir, heitir tengistuðlun og hcfur orðið til á síðustu tímum í íslenzkum kveðskap. Þar verða tveir bragliðir milli stuðla, og stundum þrir, en þá er kallað að ljóðlínan brotni um for- lið í hcnni miðri, og er sá forliður tengiorðið og í áðurnefndu dæmi (sjá Sig. Kr. P.: Hrynjandi ísl. tungu, bls. 363—65. Dæmið þar: Hann öraustur var sem dauðinn og /jugrakkur sem ljón —). Rímnaþáttur. Rímnaþáttur er næsti kafli bólcar- innar á 16 síðum. Þar er í stuttu máli gerð glögg grein bæði fyrir helztu atriðum í sögu rímnanna og einnig fyrir hinum ýmsu bragflokkum (eða bragættum, sem sr. Hclgi Sigurðsson ncfnir svo). Sýnist hátturinn vel sam- inn og snúast mest að höfuðatriðum. Leynir það sér ekki, að höf. er mjög vel að sér um allt, sem snertir rímur og rímnahætti. En geta verður þess, að höf. hcfur brcytt gömlu nafni á bragætt þeirri, er Árni Böðvarsson nefnir Hrynjanda og fellt niður Fráhendu-ættina, en Það mun naumast leika á tveim tungum að mesta áhugamál ís- lendinga nú, sé að fá raforku leidda yfir breiðar byggðir þessa lands. Sá áhugi getur ekki og má ekki dofna fyrr en lokatakmark- inu er náð. Það er því sannarlega gleðiefni að jafn mikilsverðum áföngum er náð og nú er, með byggingu raf- orkustöðvanna við Sog og Laxá. Vissulega mun þeim bjartara fyrir augum, er búa á þeim svæð- um, er njóta eiga þeirrar orku er aar hefur verið bundin, og menn láta sig dreyma meira ljós, meiri yl en áður hefur verið unnt að veita. Menn sjá einnig í sambandi við raforkuver þéssi hylla undir möguleika til að auðvelda lífsaf- komuna á ýmsan hátt. Það er því full ástæða til að þakka Alþingi, ríkisstjórn og öðr- um þeim er af stórhug og bjartsýni hafa unnið að þessum málum. Því skylt er að geta þess sem vel er gert, eigi síður en deila á hitt, er miður hefur tekizt. Já, það er vissulega gleðiefni að raforkustöðvar þessar eru komnar upp og teknar til starfa. En hér er þó ekki nema hálfsögð sagan. Enn þarf stóru Grettistaki að lyfta áð- ur en þeirri orku, sem nú er bundin hefur verið dreift út um héruðin, sem raforkunni er ætlað að ná til, og er því framundan mikið og erf- itt viðfangsefni, er ekki verður vandalítið að sigrast á, bæði fjár- hagslega, og ef til vill ekki síður að framkvæma dreifinguna á þann hátt, að réttlætis sé gætt, að eitt hérað verði ekki dregið fram fyrir annað vegna áróðurs heiman úr héruðunum. I þessu efni mun áreiðanlega vera knýjandi að stemma á að ósi, ella má þess^ vænta, að þeir sem með þessi mál fara eigi órólega daga og verkið sjálft tefjist af þeim sökum. Það er þegar komið í ljós, eins og vænta mátti, að brennandi áhugi er fyrir því í héruðunum að fá orkuna til sín. Fari nú hér að venju, að hver hugsi um sig einan, er reiptogið handvíst, með öllum þeim óhugnaði er því fylgir. Heima í héruðunum hafa þegar verið ýmist stofnsettar nefndir eða eru í deiglunni, nefndir sem eiga að vinna að því að fá raforkuna heim í sveitirnar, þannig að hvert býli hafi fengið raforku innan þriggja til fimm ára. Sé þessum héraðsnefndum ætl- að að hafa samvinnu um það, að fá raforkunni dreift sem réttlátast um héruðin og vinna að hraðri fram- kvæmd þess ,ennfremur að hafa forystu ásamt hreppsnefndum hinna ýmsu hreppa, að undirbúa hreppana til að veita raforkunni móttöku, þá eiga þær vissulega til- verurétt og meira en það, þá eru þær hugsaðar og stofnsettar eins og vera ber ,og má mikils og góðs af þeim vænta. Séu þær hins vegar hugsaðar sem eins konar áróðurs- vél fyrir hvert hérað, er tvísýnt um hagnaðinn af starfi þeirra og væri þá illa farið. Á þetta vil eg leyfa mér að benda í allri vinsemd. Vel má vera og óskandi, að hér- aðsnefndirnar hafi komið auga á að samstarf um þetta er nauðsyn og vinni þá samkvæmt því. Sé svo, eru þessi orð þarflaus, en þau saka þó ekki heldur, en sýna að minnsta kosti, að um þessi mál er hugsað og rætt. Eg hef nokkra ástæðu til að ætla, að þeim,sem með þessi mál eigaað fara, séu ljós líkindin fyrir sam- keppni milli hérðanna og jafnvel á milli sveita, að draga sinn hlut fram yfir aðra, og búi sig undir að mæta því, og er það vel. Hér þarf að skipuleggja þegar í upphafi, hvernig orkunni skuli dreift. Finna reglu, sem verði látin gilda og ekki kvikað frá þó reynt verði að beita áróðri. Það mun í þessu sem öðru sýna sig ,að svo bezt leysist þetta nauðsynjamál bæja og sveita fljótt og hamingjusamlega, að báðir að- ilar, bæði þeir er framkvæmdina hafa á hendi, og þeir, sem njóta eiga, vinni saman í sátt og bróð- erni og af alhug að framgangi þess. Þór. Kr. Eldjárn. Knattspyrnufélag Ak- ureyrar að hefja vetr- arstarfsemina Knattspyrnufélag Akureyrar mun hefja nú á næstunni vetrar- starfsemi sína. Til þess að standa straum af henni efnir félagið til nokkurra skemmtana í vetur, og hefst sú starfsemi með félagsvist í Varðborg annan föstudag þ. 6. nóv. Ennfremur verður annan- hvern sunnudag efnt til félagsvist- ar fyrir börn og unglinga. Þar verða og nokkur skemmtiatriði svo sem kvikmyndasýning o. fl. Heitir félagið á meðlimi sína og aðra bæjarbúa að styrkja íþrótta- starfsemi félagsins með því að sækja skemmtanir þess og hvetja börn sín til hins sama. Aðfangadagskvöld jóla verður svo K. A.-jólasveinarnir á ferðinni, en þeir urðu afar vinsælir um síð- ustu jól og vöktu hrifningu jafnt hjá gömlum sem ungum. Stjórn félagsins hvetur félaga þess til að greiða ársgjaldið sem allra fyrst. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá N. N. Mótt. á afgr. Dags. Til nýja sjúkrahússins. Kr. 500 frá Sævaldi Valdimarssyni og frú. — Mótt. á afgr. Dags. (Framhald á 9. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.