Dagur


Dagur - 06.01.1954, Qupperneq 4

Dagur - 06.01.1954, Qupperneq 4
i D A G U R Miðvikudaginn G. janúar 1954 • DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á liverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. « Prentverk Odds Björnssonar h.f. Við áramót f AÐ ÝMSU leyti er bjartara um að litast við þessi áramót en oft áður nú á seinni árum. Að vísu er cnn í gildi hið fornkveðna: lítt sjáum aftur, en ekki fram, skyggir Skukl fyrir sjón. En ]jó11. erfitt sé enn að meta atburði liðins árs og gildi þeirra í framtíðinni, mun það þó skoðun yfirgnæfandi meirihluta manna um allan hinn frjálsa heim, að friðvænlegra sé nú í mannheimi en verið hcfur lcngst af, síðan Rússar hleyptu kalda stríðinu af stokkunum í stríðslokin. Engir lýðræðissinnar munu heldur draga í efa, hvers vegna þessum áfanga er náð í sókninni að öruggum friði meðal þjóðanna. Það er samvinna lýðræðis- ríkjanna um landvarnir og efnahagslega viðreisn, sem þessu hefur áorkað. Þcir, sem lengi liafa ógnað friðinum, iiafa í rauninni sannað þá kenningu, sem eigi er ný, að þeir virði ekkert nema aflið. Meðan lýðræðisríkin voru að afvopnast og búa .sig undir íriðsamlegri tíma þegar að aflokinni heimsstyrjöld- ánni, hélt rússneska stórveldið stríðsherjum sínum öllum fullbúnum til átaka, og í skjóli þeirra lagði það undir sig hvcrt þjóðlandið af öðru um austan- verða Evrópu. Síðasti kapítuli þessarar þróunar var árásin á Suður-Kóreu sumarið 1950, cn þar var fram- sóknin stöðvuð. Eftir þann tíma hefur hvergi komið til beinna árása á önnur lönd af hcndi kommúnista, og úm þessi áramót eru minni líkur til þess að út i slík ævintýri vcrði ráðizt en nokkru sinni áður síð- an 1945. En þótt þetta séu fagnaðartíðindi, er jafn- Ijóst, að til þess að lialda því jafnvægi, sem skapazt hefur, þurfa lýðræðisþjóðirnar um ófyrirsjáanlega framtíð að fórna miklu fé og mannafla til landvarna sinna. Hvenær, sem undan cr slegið, er líklegast að friðspillarnir gangi á það lagið, taki til þar sem frá var horfið við landvinningana og gangi jafnvel feti framar og hætti öllu í einni leiftursókn, eins og ein- xæðisherra hefur stundum vcrið siður. A HEIMASLÓÐUM liafa þessi áramót einnig á ýmsan hátt verið bjartari en oft áður. Ekki aðeins vegna þess, að náttúran lék við okkur, heldur varð _alkoma þjóðarinnar á liðnu ári góð. Það er nú vitað, að almenn verzlun hefur sjaldan cða aldrei verið meiri um landið allt en nú fyrir þessi jól. Það segir sína sögu um atvinnu og afkomu. Og enda þótt það sé víst, að margir ciga hér erfitt uppdráttar vegna stopullar atvinnu og dýrtíðar, og þá ekki sxzt fólk í kaupstöðum úú á landi, þá er heildarmyndin af afkomu þjóðarinnar allt önnur nú en var fyrstu árin eftir að „nýsköpunar“-víman var að renna af iumum stjórnmálaflokkum. — Við þcssar aðstæður fer t. d. Alþýðuflokknum það sérlega illa að skrifa áramótahugleiðingar í þcim dúr, að hér sé allt á 3eið norður og niður af því að þjóðin hefur ekki lengur trúað þeim til forustu. Hvcr vill nú skipta á ástandinu í dag og því, er ríkti á vöruskorts- og skömmtunartímanum undir forustu formanns Al- þýðuflokksins? Ef menn líta til baka á stjórnartíma- bilin, síðan nýsköpunarstjórnin hrökklaðist frá völd- um, er það auðsætt hverjum heilskyggnum manni, að undirstaða þeirrar viðreisnar, sem nú cr orðin, er sú stefnubreyting í fjármálum, sem gerð var að íorgöngu Framsóknarflokksins. Þetta eiga sumir stjórnmálaforingjar erfitt með að viðurkenna, en þctta er orðinn hluti þjóðarsögunnar, sem ekki 1 vcrður véfengdur. EN ÞÓTT hér hafi birt til, eru samt ennþá ýmisleg óveðursský á lofti. Þótt fjármálaástandið sé allt annað en var fyrir fimm árum, cr enn mikið verk að vinna, áður en þjóðfélagið hefur örugglega tryggt stjórnarfarslegt frelsi sitt með efna- hagslegu sjálfstæði. Eins og sakir standa eyðir þjóðin meira en hún aflar og það bil þarf að brúa með aukinni framleiðslu og auknum sparnaði jöfnum höndum. Þær tölur, sem birtar eru um þessi ára- mót um gjaldeyrisöflun þjóðarbús- ins og eyðslu þess, eru athyglis- verðar og ættu að vera umhugsun- arefni fyrir hvern landsmann. Ef menn gefa sér tóm til að skoða sam- bærilegar tölur frá liðnum 5—10 árum, glöggva þeir sig um leið á stjórnmálaástandinu og þeim stefn- um, sem leiða til velfarnaðar og uppbyggingar og sjá betur í gegn- um blekkingar, sem ærið oft er brugðið upp fyrir sjónum manna af þcim, sem ekki telja sig hafa nógu mikil pólitísk völd í þjóðfé- laginu. Gleðilegt ár! FOKDREIFAR Skin og skuggar á jólum. I DAG er þrettándi dagur jóla og síðasti dagur ljósaskreyting- anna í bænum, og munu margir sakna þeirra fyrst í stað. Þær hafa gert bjartara og skemmti- legra í kringum oltkur í skamm- deginu, og mundu nú fáir vilja vera án þeirra, a. m. k. ekki af yngri kynslóðinni. Hita og þunga dagsins í þessu efni hafa borið K. E. A. og Fegr- unarfélagið, en auk þess hafa margir einstaklingar lagt lóð á vogarskálina með því að skreyta húsagarða með Ijósum. Og þótt ekki fengjum við nú norskt jóla- tré að gjöf (skyldi bærinn hafa gleymt að þakka fyrir tréð í fyrra?), var-fallegu jólatré samt komið fyrir á kirkjuhæðinni og lét Kaupfélagið gera það og sjá um skreytingu á því. En starfs- menn þeir, sem sáu um þetta, hafa skýrt blaðinu svo frá, að mislitar ljósaperur á þessu jóla- tré á kirkjuhæðinni hafi hvað eft- ir annað horfið og það í allstór- um stíl. Stingur þetta í stúf við fréttirnar frá Reykjavík þar sem vottað er að ekki hafi verið hrófl- að við miklum og fjölbreyttum ljósaskreytingum, sem borgin lét gera á alfaraleiðum. Borgari hér í bænum varð og var við það á aðfangadag, að höggvin höfðu verið tvö lítil grenitré í garði hans nóttina á undan, og má ætla að rík hafi verið jólagleðin þar sem þessi tré voru tendruð. Þetta eru skuggar á okkar hátíðahaldi hér, sem annars fór vel fram og friðsamlega að því öll yfirvöld herma og mætti ekkert slíkt henda hér um næstu jól. ANNARS virðist manni það verða æ meira áberandi í öllu jóla-annríkinu, að í skuggann hverfur hvers vegna jól eru h'ald- in. Ef hingað — eða raunar í hvaða borg sem er — bæri að garði gest, sem aldrei hefði heyrt um jólahald eða tilgang þess, mundi hann vafalaust telja að verið væri að fagna jólasveinum með mat og drykk og dýrlegum gjöfum. Á ytra borðinu er lítið, sem minnir á, hver á afmæli á að- fangadagskvöld. Og annríkið allt verður til þess að menn telja sig ekki hafa tíma til að sækja kirkju, og þótt hlýða eigi á messu í út- varpi, glatast mörg augnablik við snúninga og ys og þys. Þetta er allt skiljanlegt, en það er eigi að síður varhugavert. Eg las nýlega í erlendu tímariti endurminn- ingagrein eftir kunnan höfund. Þegar hann hugsaði til heim- kynna sinna á jólum og rifjaði upp fyrir sér hvernig borgin færðist í hátíðarbúning fyrir jól, flaug honum einmitt þetta sama í hug: Muna menn það tæpast lengur, hver á afmæli á aðfanga- dagskvöld? í stórverzlunum voru dýrlegar útstillingar og jólasvein- ar á ferli. Á járnbrautarstöðinni var lítil búð, sem gamall maður átti. Gluggi hans var lítill og fáir veittu honum athygli. Þegar leið að jólum var þar þó alltaf hið sama að sjá. Gömul, upplituð Kristsmynd, klippt úr blaði. Tvö logandi kerti vörpuðu daufum bjarma á andlitið og þyrnikórón- una. Eftir mörg ár var þessi mynd ríkari í huga en allar fallegu gluggasýningarnar í verzlunar- hverfinu. Þannig segir þessi höf- undur frá sínum jólaendurminn- ingum. í þessari litlu sögu er boð- skapur, sem hollt er að hugleiða. Hér sem annars staðar er þörf að gá að því, hvort jólahaldið allt er ekki að komast út á annarlegar brautir. Kosningðskrifst. Framsóknarm er tekin til starfa i Ráðhústorgi 7 (þar sem áður var skrifstofa Rafveitunnar). Skrifstofan er opin daglega kl. 10-12 f. h. og 1-6 e. h. og einnig á kvöldin og verður sá tími auglýstur innan skamms. Skorað er á Framsóknarmenn að hafa sam- band við skrifstofuna, tilkynna um kjósend- ur, sem verða fjarverandi, eða flutt hafa í bæinn, eftir alþingiskosningarnar síðustu og veita skrifstofunni alla þá aðstoð er þeir mega. - Sími skrifstofunar er 1443. 5 VALD. V. SNÆVARR: Þegar þysinn hljóðnar. „Faðir vor, þú sem ert d hininum." Matlh. 6. Engan þarf að undra, þótt „f a ð i r v o r" sé einn af guðsþjallatextum nýársdagsivs. I þeirri becn hcfir Kristur h e n n t o s s a ð b i ð j a; kennt oss, hvers vcr eigum að biðja og h v e r n i g vér eigum að biðja. 1 þeirri been er beðið um allt, scm vér þörfnumst, bœði til lilsama og srílar. Er vér stöndum við áramól, er ehhert eðli- legra en að hugurinn hvarfli um liðna og ó- komna tima. Liðna árið hefir nú verið hið aflasœlasta til lands og sjávar. Hlutur þjóðar- innar hefir orðið góður hið ytra. En líf ein- staklingsins hefir þó gcngið sinn sama gang. Skin og shúrir liafa skiþzt á. Margir hafa horf- ið úr hópnum og enginn veil, hvern klukkan kallar nœst. — Og nii er nýja árið að lioma með sin huldu örlög. Drottinn einn veit, hvað hvað það bcr i skauti sínu. — Liðmi árin hafa kennt oss, að vér göngum inn á algjörlega ó- kunna stigu, og það liefir kennl oss, að þar sem eilifðin er annars vegar, að þá erum vér mennirnir svo óendanlega smáir. Já, rödd liðna ársins segir oss svo sannfœrandi, að þar sé aðri máttur að verki, — máltur, sem sé uþþspretta alls lifs og þróunar hér á jörð. Röddin segir: — Þér eigið föður á himnum, — Guð, sem s t ý r i r s t j ar n a h e r o g s t j ó r n a r v e r- ö I d i n n i. — Þvi er það mesta fagnaðarefnið i boðskap Krists, er hann segir, að vér megum kalla Guð f ö ð u r, — já, jafnvel þ a b b a. Svo náið á samband vort að vera við hann. Þeir, sem hafa höndlað þennan sannlcika og beðið föður sinn um hjálþ i nauðum og fœrt honum þakkir fyrir góðar gjafir, hafa allir getað sagt með Matthiasi; „E n g i n n v an i, e k k e r t v e r li, e r s e m b cc n i n hr e i n o g s t e r k, dý r m œ t t h ér i h e i m i.“ — Einmitt fyrir það, að vér vitum að vér megum kalla Guð föður, þá vitum vér einnig að hann hlýtur sem karleihsrikur faðir að vilja veita oss, börn- um sinum, allt það, sem má vera oss til heilla og blessunar. Vcr getum beðið og cigum að biðja hann urn allt, sem vér þörfnumst. En þó er það ekki okkar að segja til um, hvers vér þörfnumst, þvi að það veit hann bczt. En vér verðum að koma lil móts við hann, — kunna að talta rí móli gjöfum hans. Vér verðitm að' rélta höndina á móti honum. Þvi er oss n a u ð s y n a ð b i ð j a. Vcr skulum þvi í nafni Guðs stíga fyrsta slirefið inn á braut nýja ársins og fela föður- luerleilia hans allan vorn framgang, — þvi að það, er auðvelt að sigrast á öllum erfiðleikum með þvi að biðja í Jesú nafni: „F a ð i r v or, þ ú s e m e r t á h i mnu m.“ (Matth. 6, 9-13). Þórir Stephensen, stud. theol. ÍÖÚ{HSWStStStStSWStS<HStStStStS<HSWSÚt^^ Góðar íbúðir í stað herskála! Sem betur fer höfum við Akureyringar sloppið svo frá eftirstríðsárunum, að við cigum cngin bragga- hverfi, scm því nafni er hægt að ncfna, enda þótt það sé eigi að síður staðreynd, að hér býr allmargt fólk í bröggum, og vandamál þcss eru um lcið vandamál alls bæjarfélagsins, sem enginn getur skorazt undan að taka afstöðu til. Þótt við eigum ekki heil hverfi, sem nefnd eru erlendum nöfnum, eins og þeir í Reykja- vík (Campa-nöfnin hér eru flestum gleymd, og ætti þó að geyma þau, sem þátt úr héraðssögunni), þá eig- um við samt braggabúa, og bæjarmenn eiga allir að leggjast á eitt um að forða þeim frá braggavistinni sem allra fyrst. Þessir herskálar, þótt lagfærðir hafi verið, eru alls ekki íbúðarhæfir til frambúðar, og það er kominn tími til að vinna markvisst að því að losna við þá og koma fólkinu, sem þar hefst við, í frambúð- arhúsnæði. Nú stendur fyrir dyrum að rlkisvaldið hafi for- göngu ujn fjárútvegun til bygginga íbúða í kaupstöð- um og þorpum, og má því segja, að nokkuð sé að rofa til í húsnæðismálunum. Er þá bæjarstjórnarinnar að vera á verði og gæta þess, að bærinn verði ekki af- skiptur. Bærinn hefur á undanförnum árum eflt mjög byggingalánasjóð sinn, og cr þessi sjóður eitt hið þarf- asta fyrirtæki, sem hér hcfur verið komið á fót á veg- um bæjarins. Þennan sjóð þarf að halda áfram að efla, því að hann hefur þegar gert mikið gagn, og hefur enn stóru hlutverki að gegna. Með því að tengja saman væntanlega fjárútvegun ríkisins og starfsemi byggingalánasjóðs bæjarins rná ætla, að unnt sé að útrýma braggahúsnæðinu á næstu árum, og að því takmarki ber að keppa.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.