Dagur - 27.01.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 27.01.1954, Blaðsíða 1
KOSNIN G ASKRIFSTOFA Framsóknarmanna er op- in daglega kl. 10—12 f. h. 1—7 e. h. og frá kl. 8.30 á kvöldin Dagur B-LISTINN er listi Framsóknar- manna. XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 27. janúar 1954 6. tbl. Forseti íslands fer í opinbera heimsókn til Norðurlanda Fer til Danmerkur og Noregs fyrir páska, en Svíþjóðar og Finnlands eftir páska Ákveðið hefur nú verið að for- seti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son, fari í opinbera heimsókn til Norðurlandanna í aprílmánuði næstkomandi. TIL DANMERKUR OG NOREGS FYRIR PÁSKA. Fer forsetinn til Danmerkur og Noregs fyrir páska, en til Sví- þjóðar og Finnlands eftir páska. För þessi verður fyrsta ^utan- landsför forseta íslands, en áðui' hefur forseti farið í nokkrar op- inberar heimsóknir til nokkurra staða úti á landi. Ekki hefur enn verið afráðið hverjir verði í fylgd með forsetanum. „Sigurganga44 kommíuiista Síðasti Verkam. flutti hugvekju um „sigurhorfur" kommúnista í kosningunum, en sleppti að geta um eftirfarandi merkjasteina á ,,sigurbrautinni“: Árið 1946 fengu kommúnistar 819 atkv., árið 1950 728 atkv., árið 1953 630 atkv, — Heldur við að flokkui'inn tapi 100 atkv. í hverjum kosningum og ætti því að fá rösk 500 atkv. á sunnudaginn og 1 mann kjörinn! <Sx$xíxSxSxíxí><í>4x$*S>«*S'<íxSxSx^S><$xíxíxSxSxí><íxS><Sxíxíxíx$xíx3xjxSxí><Sx^ j Vinnulaunagreiðsfur samvinnu- féfaganna 22-23 millj. króna 1 á síðasfliðnu ári | Jafngildir því að 570 fjölskyldu-1 I feður hafi 40 þúsimd kr. árslaun | A árinu 1953 greiddi Kaupfélag Eyfirðinga um 12 milljónir króna í vinnulaun hér í bænum, en Samband ísl. samvinnufélaga nærri 11 milljónir króna. Eru vinnu- launagreiðslur samvinnurekstursins hér í bænum því á milli 22 og 23 milljónir króna á ári. Þetta jafngildir því, að 570 fjölskyldufeður Iiér liafí 40 þúsund króna árs- laun að meðaltali af starfrækslu samvinnufélaganna, og að 2500—3000 manns hafi lífsviðurværi sitt af atvinnu- framkvæmdum samvinnufélaganna. Það er rétt að vekja sérstaka athygli á þessu í tilefni af þeirri fullyrðingu fsl. á laugardaginn, að Útgerðarfélag Akureyringa sé stærsti atvinnuveitandi í bænum, greiði 10 millj. í vinnulaun á ári. Hvers vegna reynir ísl. að blekkja bæjarmenn í þessu efni? Trauðla er það gert til þess að auka hag tog- araútgerðarinnar. Hún þarf ekki á neinum blekkingum að halda. Bæjannenn vita, að hún er ein af meginstoðum atvinnulífsins og að hún er líkleg til þess að verða að enn meira liði á þessu ári, því að allt þetta ár verða skipin, sem Útgerðarfélagið gerir út, 4 talsins, síðan Sléttbakur bættist í hópinn, gegn andstöðu helmings af bæjarfull- trúaliði Sjálfstæðisflokksins. Ástæðan til þess að ísl. seg- ir ósatt um þetta efni — eins og um skattgréiðslur sam- vinnufélaganna — er, að blaðið vill ekki að hin rétta mynd komi fram og bæjarmenn sjái samanburðinn á framkvæmdum samvinnumanna annars vegar, og kaup- mannanna og lóðaeigendanna í Hafnarstræti hins vegar, en þeir eru að sögn íslendings máttarstólpar bæjarfélags- ins, og að auki undirstaðan, sem starfsemi Sjálfstæðis- flokksins hér hvílir á. Ef bæjarmenn nema á brott í huga sér atvinnuframkvæmdir samvinnufélaganna og Útgerð- arfélagsins, hvað stendur þá eftir, sem tryggt gæti fólk- inu hér viðunanleg lífskjör? txMKjx^><M><$x$x^>^x$xSx$xí><í><$^$><®^><$xSx$><í^x$x$K$^><$>^^ „Sléttbakur" var keyptur hing- að íyrir tilstiili efsta manns B-listans ! Áttrætt skáld I fyrradag varð einn kunnasti rit- hcíundur Breta, W. Somerset Maugham, 80 ára, og var þess minnst í blöðum víða um heim, cnda munu fáir núlifandi skáld- sagna- og leikritahöfundar kunn- ari en hann. í tilefni afmælisins er nú haldin sýning á verkum hans í London, en þau hafa kom- ið út á fjölmörgum tungumálum í öllum heimsálfum. Nýjum fiskibát hleypt af stokkmium Skipasmíðastöð KEA hefur að undanförnu unnið að smíði 5 fiskibáta fyrir útvegsmenn hér við fjörðinn og er þetta gleðilegt afturbatamerki í skipasmíðaiðn- aði bæjarmanna. Þetta eru 4 bátar, rösk 7 tonn að stærð, og 1 fimm lesta bátur. Fyrsta bátnum var hleypt af stokkunum á laug- ardaginn og var hann reyndur í gær. Gekk röskar 17 mílur og reyndist ágætlega og var afhent- ui' eiganda sínum, Magnúsi Jó- hannssyni í Hrísey. Yfirsmiður á Skipasmíðastöð KEA er Ti'yggvi Gunnarsson skipasmíðameistari. I Um eitt skeið var Skipasmíða- stóð KEA einhver athafnasamasta skipasmíðastöð landsins. Efling skipasmíðaiðnaðar hér er hin þýðingarmesta framkvæmd. Merkasta nýjung í atvinnumálum hér á s.l. ári. - Heimingur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var andvígur kaupuniim í Dylgjur í síðasta tbl. íslendings um að togarinn Sléttbakur hafi verið keyptur hingað af því að fyrri eigendur hafi verið cin- hverjir Framsóknarmenn, sem hafi viljað losna við skipiö, eru þess eðlis, að rétt er að skýra frá þessum kaupum og aðdraganda þeirra. Upphaf málsins er, að Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri hafði oi'ðið áskynja um það, að líkur voru fyrir því að togarinn Helgafell væri til sölu, ef unnt reyndist að tryggja fé til allveru- legrar útborgunar og tryggingar fyrir eftirstöðvum. Eigendur skipsins var hlutafélagið Helga- fell, en að því stóðu þrír menn, Skúli Thorarensen, útgerðarmað ur, Björn Olafsson, fyrrv. ráð- herra, og skipstjórinn á togaran- um, allt kunnir Sjálfstæðismenn. Þegar málinu var fyrst hreyft hér nyrðra, kom í ljós, að meðal sumra Sjálfstæðismanna hér var ekki áhugi fyrir kaupunum og átti það eftir að sannast betur síðar. Akureyringar taldir skilamenn. Aðaleigandi togarans, Skúli Thorarensen útgerðarmaður, lét orð falla á þá leið við Jakob Frí- mannsson, að hann vildi gjarnan selja Akureyringum togarann, enda þótt margir aðilar aðrir sæktu fast á að fá hann keyptan, og ástæðan var sú, að hann hafði trú á því að Akureyringar gætu útvegað fé til kaupanna og mundu standa í skilum að öllu leyti. Lánsútvegun. Þegar þetta var ljóst, hóf Jakob Frímannsson að vinna að því að útvega lánsfé til kaupanna og fyr- ir milligöngu hans fékkst lán sem nægði til útborgunarinnar. Var þá gatan greið til þess að kaupa skipið, og varð það úr, að þrír fulltrúar Utgerðarfélagsins fóru suður til að ganga frá kaupunum, þeir Jakob Frímannsson, Steinn Steinsen og Guðm. Guðmundss., framkvæmdastj. Áður en kaup- in voru gerð, hafði togarinn verið skoðaður nákvæmlegá, af fram- kvæmdastj. Útgerðarfélagsins, Guðm. Guðmundssyni, Albert Sölvasyni forstj. Atla hér í bæ og skipaskoðunarmönnum í Reykja- vík. Var samdóma álit þeirra, að togarinn væri í góðu ásigkomu- (Framhald á 7. síðu). r Afram á braut ábyrgðarleysisins! Áður er skýrt frá því lrér í blaðinu, að fullírúar Alþýðu- flokksins og kommúnista í bæj- arstjórn, greiddu atkvæði gegn fjárhagsáætiun bæjarins í heild sinni. í framhaldi af þessu gerðist það, að fulltrúar Al- þýðufloklcsins neituðu að und- irrita kjörskrána til að byrja með — eða þangað til þeim var bent á, að þeir væru blátt áfram skyldugir til þess sam- kvæmt lögum. Þarna átti að leika sama leikinn: skjóta sér undan ábyrgð og leika síðan lausum hala í áróðri gegn óhjá- kvæmilegum og nauðsynlegum störfum bæjarstjórnar eins og að ganga frá fjárhagsáætlun og kjörskrá. Hvert erindi eiga siíkir fulltrúar í bæjarstjórn? 'osningaskriistotðn á sunnudaginn í lílar í Bifröst Kosningaskrifstofa B-listans á sunnudaginn verður í Gildaskálanum á Hótel KEA og verða símanúmer skrifstofunnar 1166 og 1711. Bifreiðaafgreiðsla verður í Bifröst, Skipagötu 18, og eru bílasímarnir 1244 og 1798. Kosningaskrifstofan verður opnuð kl. 9 á sunnudags- morguninn og bílar verða tilbúnir þegar er kosning hefst í Gagnafræðaskólahúsinu kl. 10 árd. Stuðningsmenn B-listans! Mætið til vinnu á skrifstofunni á sunmidaginn — vinnið ötul- lega að góðri kjörsókn og sigri B-LISTANS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.