Dagur - 27.01.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 27.01.1954, Blaðsíða 8
8 Baghjk Miðvikudaginn 27. janúar 1954 Bandarísk sendineind aS koma hingað lil viðræðna um breytingar á varnarsammngnum Viðræðurnar munu fara fram á grundvelli orð- sendingar, sem ríkisstjórnin sendi og byggð var á tillögum Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra hefur áður lýst Upp úr næstu mánaðamótum er væntanleg hingað til lands sendinefnd frá Bandaríkjunum til þess að ræða við íslenzku ríkisstjórnina um breytingar á vamarsamningnumv Utanrík- isráðuneytið hefur birt eftirfarandi frétttatilkynningu: vÞann 4. desember sl. afhenti utanríkisráðherra sendiherra Bandaríkjanna erindi varðandi breytmgar á varnarsamningi milli fslands og Bandarikjanna á grundvelli Norður-Atlants- hafsbandalagsins frá 5. maí 1951 og framkvæmd hans. Breytingum þeim, sem ósk- að er eftir í erindinu, hefur í aðalatriðum verið lýst í ræðu utanríkisráðherra á Alþingi. í ráði var, að samninganefnd frá Bandaríkjunum kæmi til viðræðna nú inn helgina, en af ýmsum ástæðum mun nefndin ekki geta komið hingað til lands fyrr en upp úr næstu mánaða- mótum.“ 1' Forsaga þessa máls var rakin hér í blaðinu fyrir áramótin, bæði í ræðu utanríkisráðherra á Al- þingi, og í tillögum Framsóknar- manna um varnarmálin, er raktar voru ýtarlega hér í blaðinu í nóv. sl. Dr. Kristinn Guðmunds- son, utanríkisráðherra, hafði þá haft þessi mál til ýtarlegrar at- hugunar og samið orðsendingu, sem þá var til afgreiðslu í rfkis- stjórninni, og síðan var send Ræðiimenn ■listans á fimmtu- Ákveðið er, að 4 efstu menn B- listans taki þátt í útvarpsumræð- unum um bæjarmál á fimmtu- dagskvöldið, þeir Jakob Frí- mannsson, kaupfélagsstj., Þor- steinn M. Jónsson, skólastj., Guðmundur Guðlaugsson, fram- kvæmdastj. og Haukur Snorra- son, ritstj. Hver flokkur hefur 50 mín. til umráða, er skiptist í tvær umferðir. Bílar á kjördegi Stuðningsmenn B-listans, sem geta lánað bíla á kjördegi, eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við kosningaskrifstofuna, Ráðhústorgi 7, sími 1443. — Á sunnudaginn er kosningaskrif- stofan í Gildaskálanum á Hótel KEA, símar 1166 og 1711. Bandaríkjastjórn sem grundvöll- ur að viðræðum um vætanlega samnniga. Tillögur til breytinga. Tillögur Framsóknarmanna, sem orðsendingin var byggð á, og samþykktar voru einróma á fundi miðstjórnar Framsóknar- manna 22. okt. sl. voru í aðal- atriðum þessar: 1. Að framkvæmdum varnarliðs- ins verði hagað svo, að ekki þurfi að flytja inn verkafólk, en þess þó gætt að vinnuafl dragist ekki um of frá íslenzk- um atvinnuvegum. Brottflutn- ingur erlendra verkamanna, sem hér dvelja nú, hefjist sem fyrst. Reynt sé að haga fram- kvæmdum svo, að þær ged einnig komið þjóðinni að gagni til annars en landvarna. 2. íslenzka ríkið annist gerð og viðhald mannvirkja fyrir varn arliðið og érlendir verktakar fari úr landi. 3. Varnarsvæði verði skipulögð svo, að dvalarsvæði erlendra manna þar verði betur að- greind frá dvalarsvæði ís- lenzkra manna á þessum slóð- um. 4. Settar verði reglur um leyfis- ferðir varnarliðsmanna utan samningssvæðisins og miði að því að hindra óþörf samskipti þeirra við landsmenn. 5. Athugaðir möguleikar á því að íslendingar annist starf- rækslu radarstöðvanna, sem hér verða reistar á vegum vamarliðsins, svo og sem flest önnur störf í sambandi við varnirnar. Samningsviðræður hefjast. Árangur orðsendingarinnar og þess undirbúnings, sem utanrík- isráðherra hefur annast, á grund- velli tillagna Framsóknarflokks- ins er að framan getur, er því sá, sem fram kemur í fréttatilkynn- ingu hans, að bandarísk nefnd er að koma hingað til viðræðna og samninga um málið. Er þess að vænta, að viðræðurnar beri góðan árangur. Þess má geta, að auk þeirra atriða, sem rakin eru hér að fi-aman, var drepið á nokkur fleiri minni háttar breytingar- atriði í orðsendingunni. Játar að útsvörin lækki í Alþm. í gær — blaðinu sem ver þá afstöðu fulltrúa Alþýðu- flokksins að greiða atkvæði gegn fjárhagsáætlun bæjarins í heild sinni — er viðurkennt, að útsvör sem lögð verða á á þessu ári séu „aðeins lægri“ en í fyrra. — Er heildarupphæð útsvaranna nú 8.711.350.00. Hefur blaðið allt á hornum sér vegna þessarar út- komu, en hætt er við að almenn- ingur í bænum sé blaðinu ekki samdóma um að nauðsynlegt sé að hækka útsvörin á hverju ári. Menn telja útsvörin nógu há eins og nú er og munu ekki vilja skipta á hækkunartillögum Alþ,- fl.manna og útsvarshækkun, sem af samþykkt tillögunnar hefði leitt. Bændafélag Eyfirðinga stofnað á bændafundi hér í gær Tilgangur félagsins að vera málsvari bænda, auka kynningu bænda á félagssvæðinu og ræða nýmæli í búnaðarmálum Stofnfundur bændafélags Ey- firðinga var haldinn að Hótel KEA í gær. Samkvæmt lögum þeim, er samþykkt voru á fundinum, er tilggngur félagsins svo sem hér segir: a) Að vera málsvari bænda- stéttarinnar. b) Að vinna að kynningu bænda á félagssvæðinu og efla hina gömlu og traustu bænda- menningu. c) Taka til umræðu og gera samþykktir um ýmis nýmæli og önnur mál er bændur varða. Um 60 manns sátu fund þenna. 1 stjórn félagsins voru kosnir: Aðalmenn* Eggert Davíðsson, Jón Guðmann, Gimnar Krist- jánsson, Jóhannes Laxdal, Einar Sigfússon. Varamenn: Árni Jónsson, Jón Laxdal, Árni Ásbjarnarson, Sverrir Guðmundsson, Stefán Halldórsson. Stjórnin skiptir sjálf með sér vei’kum. Fundinum barst heillaskeyti frá Bændafélagi Þingeyinga og var því fagnað með lófataki. árðor seldi vélar fyrir kommúnistafyrir og skipiisi ágóði iil helminga Á fundi Þjóðvarnarmanna í Rvík í fyrri viku gaf Bárður Daníelsson flokki sínum skýrslu um viðskipti þau, er hann rak jafnhliða starfi sínu hjá Raforku- málaskrifstofunni og fram kom í bréfi því, sein birt hefur verið. Lýsti hann þeim allnákvæmlega og reyndi að þvo hendur sínar í augum flokksmanna. í skýrslu Bárðar kom fátt nýtt fram, enda lá málið Ijóst fyrir áð- ur. Allmikla athygli vakti þó, að Bárður upplýsti, að um þessi við- skipti hefði hann verið í félagi við fyrirtæki ,sem nefnist Mars Trading Company og er eigandi þess kunnur kommúnisti og félag þetta er kunnugt sem einkafyrir- tæki kommúnistaflokksins að miklu leyti. Skiptu arði. Bárður upplýsti, að hlutverk- um hefðl verið svo skipað, að Mars Trading Company hefði pantað vélarnar og flutt þær inn, en hann annast sölu á þeim. Hafði ágóðinn af sölunni skipzt jafnt milli félagsins og sín, og hefði sinn hlutur af þessari verzlun verið 6 þús. !cr. í flokkssjóð kommúnista. Bárður er áður kunnur af Radirfæki verða sett hér upp öryggis fyrir flugvéla! Flugvallargerðinni iiér hefur miðað vel áfram á síðastliðnu ári Á umræðufundi stuðnings- manna B-listans sl. sunnudag ræddi Jakob Frímannsson kaup- félagsstjóri m. a. um flugvallar- málið, sem er eitt merkasta fram- faramál, sem hér er á döfinni. Hann skýrði frá því, að ákveðið væri að setja upp á nýja flugvell- inum radartæki, sem notuð eru til öryggis fyrir lendingar flug- véla og eru slík tæki ekki til á neinum flugvelli hér á landi nema í Keflavík. Verður hinn nýi Ak- ureyrarflugvöllur að þessu leyti betur búinn í upphafi en nokkur annar flugvöllur á landinu, að Keflavíkurflugvelli undanskild- um, því að slík tæki eru enn ekki til á Reykjavíkurflugvelli. Flugvöllurinn nothæfur á þessu ári. Jakob rakti sögu flugvallar- málsins og benti á, að flugmála- stjórnin hefði verið hliðholl flug- málum Eyfirðinga, því að búið væri að verja miklu fé til öryggis- þjónustu hér, þar sem væri ör- yggisvitarnir nýju og loftskeyta- stöðin, auk þess sem mikið fé hefði verið lagt til flugvallargerð- arinnar. Nú horfði svo í því máli, að líklegt mætti teljast að hægt yrði að taka völlinn í notkun að ein- hverju leyti á þessu ári og gjör- breytti það aðstöðunni til flug- samgangna við Akureyri. (Framhald á 7. síðu). félagsskap sínum við kommún- ista, og kemur hér enn í ljós vottur um þau skipti. Af við- skiptum þeim, sem Bárður rak við bændur, virðist þetta fyrir- tæki kommúnista hafa cinnig fleytt nokkurn rjóma, og er langlíklegast að það haíi runn- ið í flokkssjóð konunúnista, því að tengsli þessa félags við flokk inn eru sterk. Með þessari yf- irlýsingu heíur komið í ljós ný hlið á þessu einstæða við- skiptamáli. Langt er nú seilzt íslendingur ræðir ekki — af skiljanlegmn ástæðum — hverj ir hafi verið á móti því að kaupa fjórða skip Útgrðaríélags Akureyringa h.f., hitt þykir blaðinu meira urn vert, af hverjum hafi verið keypt, og gefur í skyn, að Jakob Frí- mannsson hafi bcitt sér fyrir togarakaupunum af því að selj- endurnir hafi verið eitthvað nákomnir Framsóknarmenn! — Og hvílíkir Frainsóknarmenn! Eigendur togarans voru þeir Skúli Thorarensen útgerðar- maður í Reykjavík og Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra, auk skipstjórans, sem á skipinu var, er átti minnsta hlutinn. Aíí vísu er fylgi Framsóknar- flokksins að vaxa, en að Skúli og Björn séu orðnir Framsókn- armenn trúa ekki einu sinni Sjálfstæðiskjósendur á Akur- eyri þótt fsl. segi þeim það, og er það þó nokkur mælikvarði á að langt sé nú orðið seilzt til blekkinganna. x B-listinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.