Dagur - 27.01.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 27.01.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 27. janúar 1954 Tíu „málfarslólpar" Sjalfsfæðsllokksins og fyrirtæki þeirra aðeins halfdrætiingar viS KEA um greiðslu opinberra gjalda lil bæjarins Útsvör, samvinnuskattur og íasteignagjöld KEA og SÍS um 700 þúsund krónur á einu ári - Vinnulaun um 23 milljónir - Blað Sjálístæðismanna hefur sem fyrr valið sér það hlutskipti í umræðum um bæjarmál, að reyna að dylja athafnaleysi „máttarstólpanna“ í framkvæmdamálum í bænum með því að þyrla upp miklu moldviðri um skattamál og reyna að telja almenningi hér í bænum trú um, að samvinnufélögin beri ekki skatta nándar nærri til jafns við þau fyrirtæki, sem „máttar- stólparnir“ eiga og reka. í blaðinu á laugardaginn var þessi málflutningur enn færður í aukana og búast má við, að blekk ingarnar og ósannindin fari vax- andi eftir því sem nær dregur kosningum. SLEPPIR AÐ GETA UM SAMVINNUSKATTINN. Ágætt sýnishorn af málflutn- ingnum er þegar blaðið ræðir um opinber gjöld Sambandsins hér á staðnum og nefnir útsvarið eitt, en sleppir samvinnuskattinum, 87 þús. kr. á sl. ári, og fasteigna- skattinum, sem nemur nú orðið nær 78 þús. kr. Skakkar því um meira en 160 þús.-krónur, að frá- sögn ísl. sé rétt. En hér er meira að gert. Sá tónn er í öllum skrif- um Sjálfstæðismanna, að sam- vinnureksturinn beri hvergi op- inber gjöld til jafns við einkafyr- irtæki, og þeirri firru er enn haldið fram að ein togaraskips- höfn greiði meiri opinber gjöld til bæjarins en Kaupfélags Eyfirð- inga af öllum sínum rekstri. Þessi samanburður er gerður með þeim hætti, að nefna útsvarsupphæð- ina eina, en ekki samvinnuskatt- inn og ekki hlutdeild bæjarins í stríðsgróðaskatti, svo að ekki sé nú talað um fasteignaskattinn. í síðasta blaði voru rakin nokkur atriði skattalaga, en til þess að sýna, hvernig skatthækkanir síð- ari ára hafa komið við samvinnu- rekstur, er fróðlegt að láta tölurn ar tala og gera nokkurn saman- burð á þeim fjárhæðum, sem bæjarsjóði berast frá samvinnu- félögunum og einkarekstrinum. I: AÐEINS HALFDRÆTTINGAR. Það kemur þá í ljós, að 10 mátt- arstólpar eru aðeins hálfdrætt- ingar við kaupfélagið eitt um greiðslu opinberra gjalda, og ef talnafræði fsl. og samanburðar- vísindi væru notuð á þá, mundi þurfa meira en 20 slíka kaupmenn og atvinnurekendur Sjálfstæðis- manna til þess að standa í út- svarsgreiðslum einnar togara- áhafnar. 10 „MÁTTARSTÓLPAR" GREIÐA 240 ÞÚS. Ef talin eru útsvör 10 fyrirtækja Sjálfstæðismanna á árinu 1952, kemur í ljós, að þeir greiða sam- tals 241.490 krónur í útsvar til bæjarsjóðs, Þau greiða engan samvinnuskatt, engan stríðs- gróðaskatt og raunar aðeins smá- upphæðir í tekju- og eignaskatt. 700 ÞÚS. Á EINU ÁRI FYRIR UTAN HLUTAFÉLÖG. Til samanburðar eru greiðslur samvinnufélaga til bæjarsjóðs á einu ári: A árinu 1953 greiddi K. E. A. útsvar og samvinnu- skatt (sem er sérstakl. lagð- ur á kaupfélög til uppbótar á útsvörin) 335.000.00 (ísl. nefndi 190 þús!) Fasteigna- gjöld eru kr. 130.000.00 eða samtals 465 þúsund beint í bæjarsjóð á þessu einu ári. Og eru þó ekki talin hér hlutafélög KEA, svo sem Útgerðarfélag, Oddi, Njörð- ur, og svo framvegis. — A þessu sania ári greiddi SIS útsvar og samvinnuskatt 150.688.00 og fasteignagjöld kr. 81.042.00 eða samtals 231.730 krónur. Samtals nema þessar greiðslur samvinnufyrir- tækjanna á einu ári um 700.000.00 krónum, og er þá ekki meðtalinn hlutur bæjarins af stríðs- gróðaskatti, og ekki lield- ur skattar til ríkisins né heldur tekin með hluta- félög KEA og SÍS hér í bæ. Þegar þetta er borið saman við greiðslur ,,máttarstólpanna“, sem hér að framan voru taldir, er auð- velt að sjá, að það þarf að marg- falda þann lista svo að hann kom- izt nálægt þessum skattagreiðsl- um samvinnufélaganna. 23—24 MILLJÓNIR í VINNULAUN. En blekkingar ísl. eru ekki all- ar hér taldar. í laugardagblað- inu er því haldið blákalt fram, að Útgerðarfélag Akureyringa sé „stærsti atvinnurekandi bæjar- ins“. Útgerðarfélagið þarf ekki á ósannsögli af þessu tagi að halda. Það stendur undir sínum hlut án þess. Samkv. frásögn ísl. greiddi það um 10 millj. í vinnu- laun á sl. ári. En blaðið þegir um þá staðreynd, að Kaupfélag Ey- firðinga greiddi rétt um 12 milljónir króna í vinnulaun á síðastliðnu ári, og Sam- band ísl. samvinnufélaga 10,5 millj. Nema því vinnu- launagreiðslur samvinnu- rekstursins í bænum alls í milli 22 og 23 milljónum. Þannig er þessi málflutningur all- ur byggður á röngum tölum, vill- andi upplýsingum, hreinni ósannsögli og illvilja af blaðsins hálfu. VINNUBRÖGÐIN VIÐ TÖLU S AM ANBURÐINN. Það er næsta athyglisvert fyrir fólkið í bænum að athuga, hvern- ig sum blöð birta tölur um heild- arupphæð opinberra gjalda ann- ars vegar og hlutdeild samvinnu- félaganna í skattabyrðinni hins vegar. Venjan er sú, að nefna annars vegar útsvörin og fast- eignagjöldin í einni upphæð og koma heildarálögunum þannig upp í nær 10 milljónir, en þegar sagt er frá hlutdeild samvinnu- rekstursins, er útsvarið eitt nefnt og KEA talið bera um 190 þús- und af öllum sínum rekstri, í stað þess að taka hliðstæða tölu, sem er, eins og að framan er sýnt, út- svar og samvinnuskattur um 335 þús. og fasteignagjöld um 130 þús., eða samtals 465 þúsund. Al- veg eins er farið með sambærileg gjöld SÍS. EKKI RÉTTLÆTISMÁL — HELDUR PÓLITÍSKUR ÁRÓÐUR. Það ætti að vera hverjum heil- skyggnum manni augljóst mál, að allt þetta moldviðri um skatta- mál, er fyrst og fremst pólitískur áróður. Tölur, sem lagt er út af eru rangar ,eins og sýnt er hér að framan. Samvinnureksturinn hér þolir vel samanburð við „máttar- stólpa“ íhaldsins um opinber gjöld. Auk þess vita allir, að út- sv. og skatta er aðeins hæg að taka að lögum en ekki eftir geðþótta bæjarfulltrúa. Má í því sambandi minna lesendur íslendings á upp- fræðslu er blaðið veitti Skjald- borgarmönnum um þessi efni hér um árið, er þeir þóttust ætla að margfalda álögur á samvinnu- félögin ef þeir kæmust í bæjar- stjórn. Það er staðrevnd, að þær ívilnanir, sem skattalögin frá 1921 veittu samvinnu- félögum, eru að mestu horfnar, því að allar skatta- hækkanir síðari ára koma jafnt niður á þeim og einka- rekstrinum. Enda tekst Sjálfstæðismönnum ekki að telja fram dæmi um skatt fríðindi nema segja aðeins hálfan sannleikann, sleppa að geta um samvinnuskattinn, stríðsgróða- skattinn, eða ákvæði laga sem fyrirbyggja að bæjarfélög geti lagt útsvör á hærri tekjur en 200 þús. kr. Mega allir sjá, hversu slíkur málflutningur þjónar vel sann- leikanum og réttlætinu, sem jafn- an er haft að yfirskyni í þessum skrifum. LAUST OG FAST ÞETTA KOMUST ÞEIR LENGST! I laugardagsblaði fsl. er greinarkorn um „iðnað og hús- næðismál“ eftir fimmta mann á lista Sjálfstæðisflokksins. — Þar segir svo m. a. um iðnað í bænum: „.... hér hafa marg- ir einstaklingar rekið mjög umfangsmikinn atvinnurekstur á því sviði. Þá starfa hér mjög öflug iðnaðarfyrirtæki, hvert á sínu sviði.... “ Þessi lýsing á iðnaðinum í bænum, svo skrít- in sem hún er, er látin nægja. En þarna hafa rithöíundar fsl. þó komist lengst í að viður- kcnna „mjög öflugan“ iðn- rekstur - samvinnufélaganna, enda þótt þess sé vandlcga gætt, að nefna hlutina ekki sín- um réttu nöfnum. Samvinnu- rekstur er yfirleitt ckki nefnd- ur í því blaði nema hægt sé að koma að um leið einhverri úlf- úð eða úrtölum. Meira að segja almennar fréttir af nýjungum á sviði iðnaðarframleiðslu hér í bænum, eiga erfitt uppdrátt- ar í fsl., ef nýjungarnar eru frá samvinnuverksmiðjunum, sem oftast er. ÓÞÖRF HNEYKSLUN f ÞEIM HERBÚÐUM. fsl. er ákaflega hneykslaður á því, að einhverjir rithöfundar í Tímanum skuli hafa fundið að því að togarinn Helgafell var seldur liingað norður (Slétt- bakur). Þessi hneykslun getur varla verið einlæg. Fleiri voru á móti þessum togarakaupum en aðilar í Reykjavík. Til dæm- is greiddi 2. maður á lista Sjálfstæðisflokksins hér á Ak- ureyri atkvæði á móti málinu í bæjarstjórn, og 4. maður list- ans var ekki hrifnari af því en svo, að hann sat hjá. Virðast skoðanir þessara tveggja bæjar- íulltrúa Sjálfstæðisflokksins og þess rithöfundar í Reykjavík, scm fsl. er að skamma, hafa fallið mikið til saman í þessu máli. ER EIMSKIPAFÉLAGIÐ NÚ ORÐIÐ FORDÆMANLEGT? f blekkingargreininni um skattamál í fsl. á miðvikudaginn var, segir svp: j,,Það skal játað, að mikill atvinnurekstur er venjulega hverju bæjar- eða sveitarfélagi Iyftistöng, en þó því aðeins, að sá atvinnurekstur beri sina skatta og skyldur á við hvern annan.“ Eimskipa- félag fslands er, samkvæmt sérstökum lögum, algerlega skattfrjálst fyrirtæki, en aldrci er um þau mál talað í fsl. En eftir þessari kenningu blaðsins, mun rekstur þess þó sízt vera „lyfti- stöng“ fyrir Reykjavíkurbæ. Að þessu hefur ekki verið gætt í ákafanum að hagræða svo sannleikanum, að hægt væri að koma höggi — mishcppnuðu þó — á rekstur samvmnufé- laga. Þannig rekur eitt sig á annars horn í svona málfluth- ingi. ERFIÐUR BRÓÐIR. Þjóðvarnarflokkurinn á við mikla örðugleika að etja í bæj- arstjórnarkosningunum í Rvík. Bárður tók aftur framboð sitt og var dæmdur úr leik af flokki sínum, en þegar til kom, neit- aði yfirkjörstjórn að taka hann út af listanum. Er ekki annað sýnna en þar verði hann að dúsa, nauðugur viljugur, í efsta sæti Iistans í eigin óþökk og flokks síns. Minnir þetta einna helzt á það þegar afkvæmi fæð- ast samvaxin, og ekki reynist gerlegt að aðskilja þau. Þung byrði fellur nú í hlut Þjóð- varnarfl., að bera hinn sam- vaxna bróður dauðan á hinni erfiðu göngu heiðarleikans. SEX SÓLIR Á LOFTI. Frjáls þjóð birtir þau tíðindi úr Svarfaðardal, að þar hafi verið stofnað Þjóðvarnarfélag. Er mynd birt af formanni og þessum tíðindum fagnað af hjarta. Kunnugir heimamenn scgja að SEX hafi stofnendur verið og allir hlotið virðingarstöður og embætti á fundinum. Telja þeir harla ósennilegt að skammdegis-vígahnettir þessir muni í nokkru skyggja á geisla hækkandi sólar, á því herrans ári 1954. Sé hér ekki rétt frá hermt mun heiðarleikablað heiðar- leikaflokksins að sjálfsögðu skýra NÁKVÆMLEGA frá staðreyndum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.