Dagur - 27.01.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 27.01.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 27. janúar 1954 D A G U R 5 ; Grunntónninn í ræðum manna á fundinum á sunnudaginn: Hér á ekki að vera bær fárra ríkra manna og margra fáfækra heldur menningarbær, byggður efnahagslega sjálfsfæðu fólki Á þriðja hundrað manns á ágætum útbreiðslufundi listans á Hótel KEA síðastliðinn sunnudag Almennur fundur stuðningsmanna B-listans var haldinn að Hótel KEA síðastliðinn sunnu- dag. Fundurinn var mjög fjölsóttur, mættu rösklega 200 manns, og var ræðum framsögu- manna ágætlega tekið, en þeir voru fimm efstu menn B-listans, Jakob Frímannsson kaup- félagsstjóri, Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri, Guðmundur Guðlaugson framkvæmdatjóri, Haukur Snorrason ritstjóri og Stefán Reykjalín byggingameistari. Grunntónninn í ræðum manna var, að með starfi sínu og stefnu í bæjarmálum stefndu Framsóknarmenn að því, að hér gæti þróast menningarbær, byggður efnahagslega sjálfstæðu fólki, en ekki bæj- arfélag sem samanstendur af fáum ríkum einstaklingum, en allur þorrinn berst í bökkum. Gegn slíkri þróun vinnur samvinnulireyf- ingin á raunhæfan hátt. HRAÐFRYSTIHÚSMAL, TOGARAKAUP O. FL. Jakob Frímannsson ræddi m. a. hraðfrystihússmálið og svaraði þeim ásökunum sumra áróðurs- manna í bænum, að hann væri andvígur málinu og þá einkum vegna þess að KEA ræki hér frystihús. Benti Jakob á, hver fjarstæða þetta væri, því að frystihús KEA er ekki fyrst og fremst fiskfrystihús heldur al- mennt geymsluhús, sem auk þeirrar þjónustu að geyma mat- væli framleiðir dálítið af ís og frystir síld til beitu. Á þeim vett- vangi væri ekki um neina hags- munaárelcstra að ræða. Þá rakti Jakob gang málsins og afstöðu Framsóknarmanna og ræddi hver fjarstæða það væri, að þeir væru á móti hraðfrystihússbyggingu. Raunverulega mundi enginn bæj- arbúi beinlínis á móti því, að hér væri byggt frystihús, en hitt væri augljóst, að menn vildu ekki flana út í framkvæmdir, sem ekki stæðu á raunhæfum grundvelli. Bygging frystihúss hér væri að því leyti vandsamara mál en aðr- ar frystihússbyggingar yfirleitt, að hér væri brotið upp á nýjung, að byggja hraðfrystihús, sem ein- 'vörðungu byggði rekstursmögu- leika sína á togarafiski. Því væri ekki að leyna, að ýmsir útvegs- menn og hraðfrystihússeigendur sunnanlands, sem mesta reynslu hefðu í þessu efni, teldu slíka til- raun vafasama. En málið er nú í höndum Útgerðarfélagsstjórnar- innar, sem mun vinna að því að láta endurskoða áætlun þá, sem hér hefur nú verið lögð fram, til þess að tryggja, að undirstaðan sé traust, og ennfremur leita tilboða í vélar og hús. En meðan málið er ekki fullrannsakað — hvorki beinn kostnaður né reksturs- möguleikar — væri ekki unnt að að slá neinu föstu um horfurnar. Úr því yrði reynslan að skera, en ræðumaður lét þá von í ljósi, að unnt reyndist að stofna slíkt fyr- irtæki, því að rekstur þess hefði mikla atvinnulega þýðingu fyrir bæinn. Þá ræddi Jakob Frímannsson um togaraútgerðina, og þá eink- um síðustu aukningu flotans, kaupin á Sléttbak. Hann benti á, að áberandi væri að þeir, sem hæst göluðu um nauðsyn þess að efla atvinnulíf bæjarins, létu sér fátt um finnast þessi kaup, sem væru þó tvímælalaust merkasta nýjungin af því tagi á sl. ári. — Væri þögnin um þetta mál í blöð- um andstæðinga Framsóknar- manna af því að málið var borið fram af Framsóknarmönnum og hrundið í framkvæmd af þeim? Hann rakti sögu togarakaupa- málsins og minnti á, hver fjar- stæða væri er Sjálfstæðismenn væru að segja fólki að togarinn hefði verið keyptur af einhverj- um Framsóknarinteressum í Reykjavík, þar sem eigendurnir hefðu verið Björn Ólafsson, fyrrv, ráðherra og Skúli Thorarensen útgerðarmaður, auk skipstjórans, og væru þetta undarlega vaxnir Framsóknarforkólfar. Astæðan til þess, að togarinn kom hingað, en var ekki seldur öðrum aðilum, sem margir voru um boðið, var sú, að þessir fyrrv. eigendur trcystu Akurcyringum til þess að geta borgað skipið, og að þeim tækist að útvega fé til nauðsyn- Iegrar útborgunar. Að þeirri láns- útvegun var unnið af Framsókn- armönnum. Málið hlaut síðan af- greiðslu í bæjarstjórn, þótt and- staða væri frá hendi sumra Sjálf- stæðismanna. Þá drap Jakob á fasteigna- skattinn, sem upphaflega var samþykktur af lýðræðisflokkun- um þremur, rakti þau rök, sem upphaflega voru fyrir álagningu hans, og minnti á, að svo undar- lega hefði farið í sumar, að Sjálf- stæðismenn hefðu í kosninga- áróðri sínum reynt að skjóta sér undan ábyrgð á þessu máli og kenna Framsóknarflokknum bein línis. Raunar væri skatturinn ekki meiri en sem svarar þeim sparnaði, sem bæjarmenn hefðu notið vegna lækkaðra brunabóta- gjalda, sem stafaði af auknum brunavörnum, er að sjálfsögðu kostuðu bæjarsjóð mikið fé. En vegna þcssa áróðurs Sjálf- stæ'ðismanna, hefði þeim verið gert boð um að standa með þeim að afnámi fasteignaskatts- hækkunarinnar, ef þeir bæru fram tillögu um slíka breytingu. Þá sýndi innihald áróðursins, að þessu tilboði væri ekki sinnt. — Kannske það væri af því að sam- vinnufélögin greiða verulegan hluta skattsins? Það væri á valdi Sjálfstæðismanna, að velja í milli þessa skatts eða hækkunar útsvaranna og væri fróðlegt að fylgjast með því, hvernig þeir stæðust þessa eldraun. Þá ræddi Jakob árásirnar á samvinnuhreyfinguna, sem jafn- an eru aðalmál Sjálfstæðismanna fyrir hverjar kosningar, og ráð- lagði mönnum að lesa skatt- skrána, sem hér er gefin út á hverju ári til þess að sjá með eig- in augum, hverja skatta hinir þrautpíndu kaupaienn og a'ðrir máttarstólpar Sj álfstæðisflokks- ins greiddu í bæjarsjóð. Þar væru tölur, sem meira mark væri tak- andi á en skrifum fslendings. Að lokum hvatti Jakob Frí- mannsson bæjarmenn til þess að standa saman um hagsmunamál sín og stuðla að alefli að því, a'ð hér ver'ði ekki í framtíðinni bær örfárra, auðugra einstaklinga en fátæks fjölmennis, heldur menn- ingarbæjarfélag efnahagslega sjálfstæðra manna. EINKENNILEG ÍHALDSSEMI — EINKENNILEGT FRJALS- LYNDI. Þorsteinn M. Jónsson hóf mál sitt með því að ræða um slagorð þau, sem andstæðingar Fram- sóknarmanna beita fyrir kosning- ar Sumir þeii-ra tala um „stein- aldaríhald“, og í augum slíkra er það mikil íhaldssemi, t. d. að sam- þykkja fjárhagsáætlun bæjarsins, en frjálslyndi mikið að neita að taka ábyrgð á fjármálum bæjar- félagsins og yfirleitt vera ábyrgur í stjórnmálum. Væri það ein- kennilegur hugsunarháttur, að telja aðgæzlu í meðferð opinberra fjármuna til íhaldsmennsku, en eyðslusemi og yfirboð til frjáls- lyndis. Þá ræddi hann einnig brígsl Þjóðvarnarliða um íhalds- semi Framsóknarmanna og benti á, að undir miklu fargi hefði odd- viti þeirra hér búið um langan aldur fyrst honum væri nú ásak- anir af þessu tagi tamastar á tungu, með því að ekki væri vitað að hann hefði greint á við Fram- sóknarflokkinn um fjármála- stefnuna allt fram á síðastl. haust, og ekki heldur meðan hann sat í bæjarstjórn. Þá ræddi Þorsteinn um það, hvort ríkisrekstrarstefna boða'ði meira frjálslyndi en samvinnu- stefna eða einkarekstursstefna, og benti á, að í ríkis- og bæjar- rekstri fælist oft á tíðum harla lít- ið frjálslyndi. Þá ræddi Þorsteinn ýmis menningarmál í bænum, og sagði m. a. að það verkefni, sem nú væri mest aðkallandi og ekki væri hægt að skjóta á frest, væri að hyggja nýjan barnaskóla, þar sem skólahúsið væri orðið alltof lítið, þrátt fyrir stækkun þá, sem full- gei-ð var á kjörtímabilinu. Hann hvatti til að studd væru söfn bæj- arins, sem vísir er kominn að, og taldi, að úr því að nú væri svo komið, að lokað hefði verið áfengisverzlim ríkisins væri það skylda bæjarstjórnar a'ð gera sitt til þess að minnka áfengihneyzl- una og samþykkja a. m. k. að veita ekki vín á kostnað bæjarins. Þá drap hann á Glerárþorp og Krossanes og taldi sjálfsagt, a'ð gengið yrði frá sameiningu þorps- ins og bæjarins hið fyrsta. Að lokum ræddi Þorsteinn þró- unina í búsetu landsmanna og sagði, að til þess að standa í gegn óheppilegri þróun í þeim efnum, yrði að fara saman blómlegir at- vinnuvegir og gróandi menning- arlíf. Hvatti hann fundarmenn til að vinna að framkvæmd hugsjóna samvinnustefnunnar hvar sem rví yrði við komið. HAFNARMAL —KROSSANES- VERKSMIÐJAN OG FRAMTÍÐ HENNAR. Guðmundur Guðlaugsson hóf mál sitt með því að minna á grjót- kast það, sem haldið væri uppi að samvinnufélögunum fyrir hverjar kosningar, og ungir íhaldsmenn stæðu aðallega að. Hann rninnti á þau sannindi, að samvinnu- stefnan hér á landi hefði dugað bezt til þess að létta fólki lífsbar- áttuna og skapa efnahagslegt sjálfstæði, þar sem áður var ör- birgð, og væri táknrænt um þjóð- málastefnurnar, hverjir það væru, sem stæðu að grjótkastinu að þessari starfsemi. Síðan ræddi Guðmundur hafn- armál bæjarins og þær fram- kvæmdir, sem gerðar hafa verið á síðasta kjörtímabili, þ. e. end- urbæturnar á Torfunefsbryggju, bygging dráttarbrautar og ann- arra mannvirkja við Glerárósa, smábátakví og undirbúning ver- búða o. fl. Stærsta verkefnið framundan væri dráttarbraut, sem gæti tekið nýju togarana, og mundi slík framkvæmd hafa mikla þý'ðingu fyrir bæinn og út- gerðina hér norðanlands. Síðan ræddi Guðmundur rekst- ur Krossanessverksmiðjunnar, sem hefur verið í eigu bæjarins í 7 ár. Aðalerfiðleikar verksmiðj- unnar hafa verið hráefnisskortur frá upphafi, en fullyrða mætti, að miðað við þá erfiðleika hefði tek- izt mætavel að halda í horfinu og án þess að til áfalla hefði komið. Hann minnti á, að stjórn verk- smiðjunnar hefði árið 1946 viljað mynda félagsskap'með útgerð- armönnum um rekstur verk- smiðjunnar og upplag hráefnis. Var haldinn fundur um málið, en aðeins einn útgerðaraðili hér, KEA, var reiðubúið að ganga til slíks samstarfs. Varð því ekki úr þeirri ráðagerð, en nú væri hægt að sanna tölulega, að slík samvinna útgerðar- manna og verksmiðjunnar hefði skilað báðum verulegum gróða í 6 ár af 7, sem síðan eru liðin. Væri þetta lærdómsrík reynsla, o*g væri nú e. t. v. ráð að vita, hvort sumir útvegsmenn hefðu ekki breytt um skoðun. Vegna aukinnar raforku væri nú hægt að starfrækja verksmiðjuna á vetrum og auka þannig mögu- leika hennar til arðvænlegs rekst- urs, og hefði það sýnt sig í vetur, hverja þýðingu þetta hefur. — Ef áframhald yrði á herzlu fisks úr togurum, og byggt yrði hér hraðfrystihús, mundi verksmiðj- an fá mjög aukið hráefni og væri ekki ástæða til að ætla annað en unnt mundi að reka hana með góðum árangri fyrir bæjarbúa í framtíðinni. SKATTAMAL KAUPFÉLAG- ANNA OG ÓSVÍFNAR BLEKK- INGAR ÍHALDSINS. Fjórði ræðumaður á fundinum var Haukur Snorrason ritstjóri og ræddi aðallega um skatt- greiðslur kaupfélaga og einkafyr- irtækja og rakti sundur hinar ósvífnu blekkingar ísl. og Sjálf- stæðismanna, sem láta sér sæma að fara rangt með tölur og stað- reyndir um þau efni. Tók hann sem dæmi tölur úr laugardagsblaði íslendings, þar sem fullyrt væri að KEA greiddi aðeins 190 þús. kr. til bæjarins og SÍS 36 þús. Þessar tölur fengju íhaldsmenn með því að birta útsvarið eitt, en sleppa samvinnuskattinum, sein er raunar sama gjaldið, er nem- ur 152 þús. kr. lijá KEA og nær 80 þús. kr. hjá Sambandinu. — Auk þess er það siður andstæð- inga Framsóknarmanna, er þeir tala um álögur á borgarana að nefna allt í senn útsvör og fast- eignaskatt, en þegar þeir tala um á álögur á borgarana, en er þeir nefna skatta samvinnufél. í sömu andránni, sleppa þeir öllu nema útsvarinu einu, enda þótt KEA eitt greiði á annað hundrað þús- und í fasteignagjöld og sam- vinnuskattinn 152 þús. að auki. Alveg sama blekking er höfð í frammi gegn Sambandinu. Síðan gerði hann samanburð á skatta- greiðslum samvinnufélaganna og 10 kaupmanna og fyrirtækja þeirra hér í bænum og sýndi fram á, að þessir máttarstólpar bera ekki nema um helming af þeim bæjargjöldum, sem KEA greiðir á hverju ári, enda blátt áfram hlægilegt að sjá því haldið fram að kaupmennirnir og lóðaeigend- urnir í Hafnarstræti væru að sligast undir sköttum. Eigna- aukning þeirra vitnaði um annað. Þá minnti hann á ákvæði skattalaga frá 1942, sem takmarka heimild bæjarsjóða til að taka út- svör af tekjum, sem fara fram úr vissu hámarki. Ríkið skattleggur það, sem umfram er 200 þús. kr., en þegar samvinnufélög ættu í hlut, létu íhaldsmenn sem það sé skattfrjáls peningur, þótt ríkið tæki nær 70% af því fé og skil- aði raunar bæjarfél. hluta aftur. Ennfr. leiddi hann rök að því, að ívilnun sú, sem gerð var í skattalögum frá 1921, vegna sér- staks eðlis félagsmannaverzlunar kaupfélaganna, væri nú að mestu horfin, því að allir nýjir skattar og skattahælckanir hefðu komið eins niður á kaupfélögum og einkarekstri. Þá drap hann á þá blekkingu flialdsmanna, að togaraútgerðin væri orðin stærsti atvinnurekandi í bænum (fsl. á laugardag sl.) og sýndi fram á að samvinnurekst- urinn greiðir 22—23 millj. í vinnulaun á ári, EÐA MEIRA EN HELMINGI MEIRA EN TOGARAÚTGERÐIN, þótt hlut- ur hennar sé stór orðinn og hin mesta stoð fyrir bæinn. Að lokum drap ræðumaður á hverja þýðingu það hefði haft fyrir bæinn, að samvinnuskipu- lagið hefur gert mögulegt að stór- auka ræktunina í sveitunum hér umhverfis. Ymiss konar viðskipti við sveitirnar eru ein undirstaðan undir atvinnulífi bæjarins og til þess að vel fari, þarf blómgvun héraðs og bæjar að haldast í hendur. ÚTLIT BÆJARINS OG SKIPULAG. i Síðastur frummælenda talaði Stcfán Reykjalín byggingameist- ari og ræddi m. a. skipulagsmál (Fi-amhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.