Dagur - 27.01.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 27.01.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 27. janúar 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Argangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Mundu þeir hafa treyst kommúnist- um og þjóðvarnarliðum? KAUPIN Á TOGARANUM Sléttbak eru glöggt æmdi um gildi þess, að með stjórn bæjarins fari menn sem hafa traust lánstofnana og almenna til- trú utan bæjar sem innan. Það var upplýst á hin- um fjölmenna kjósendafundi, sem B-listinn efndi til s. 1. sunnudag, að margir aðilar hefðu verið um boðið, er togarinn Helgafell var falur, en fyrri eigendur, kunnir athafnamenn og stjórnmálamenn úr Sjálfstæðisflokknum, vildu helzt selja Akur- eyringum vegna þess að þeir höfðu trú á því, að forsvaramenn bæjarins mundu í fyrsta lagi geta útvegað nauðsynlegt lánsfé til þess að inna af hendi fyrstu útborgun, og síðan mundi Útgerð- arfélagið hér og Akureyrarbær sjá til þess, að staðið yrði í skilum með afborganir af eftirstöðv- unum. Veg og vanda af lánsfjárútveguninni hafði efsti maður B-listans, og þegar lánið var fengið, var gatan greið að kaupa togarann, þótt andspyrna væri hér í bænum frá þeim aðilum, sem þykjast vera einhverjir máttarstólpar bæjarfélagsins og hafa meiri áhuga en aðrir á útvegun nýrra atvinnu tækja. ÞAÐ ER fróðlegt umhugsunarefni fyrir bæjar- búa, hvort hingað hefði komið fjórði togarinn til Útgerðarfélagsins á s. 1. ári, ef bæjarstjórn hefði ekki haft öðrum á að skipa en kommúnistum og þjóðvarnarliðum til þess að starfa að málinu. Menn hljóta að sjá það i hendi sinni, að til þess að hafa forustu um slíkar framkvæmdir eru þeir alls ólíklegir, þeir hafa hvorki tiltrú til þess inn- an bæjar né utan. Það er líka öllum ljóst, sem rétt vilja vita, að togarakaupin síðustu, voru beinlínis gerð fyrir tilstuðlun Jakobs Frímanns- sonar kaupfélagsstjóra, og það merkilega gerðist í því máli, að þeir, sem helzt mátti vænta að styddu það, voru því andvígir. I bæjarstjórn fylgdu ekki nema 2 af 4 fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins togarakaupunum. ÞETTA DÆMI um togarakaupin er ekkert eins- dæmi í sjálfu sér. Það veltur jafnan á miklu fyrir bæjarfélagið að hafa á að skipa mönnum, sem njóta trausts aðila, sem bærinn þarf að eiga mikil skipti við, Engum er þar betur treystandi en efstu mönn- •um á lista Framsóknarflokksins, og jafnframt, að engir eru óhæfari til þess að vinna fyrir bæinn gagnvart ríkisvaldi og peningastofnunum en kommúnistar og þjóðvarnarliðar. Þetta er ekki lítilsvert atriði. Á næsta kjörtímabili er líklegt að bæjarfélagið þurfi mjög að leita til lánsstofnana og ríkisvalds um lán og aðra aðstoð til þess að hér verði unnt að halda áfram nauðsynlegum fram- kvæmdum í atvinnu -og menningarmálum. Það er ábyrgðarhluti fyrir kjósendur, að fela slíkt um- boð fulltrúum flokka, sem enga tiltrú hafa og eru ólíklegastir allra til þess að fylgja fram málum bæjarfélagsins þegar mest á ríður. .FYRIR FRAMTÍÐ bæjarfélagsins og efnahags- afkomu borgaranna er hér um mikilsvert mál að ræða, sem hver kjósandi ætti að íhuga vandlega. Gildi þess að kjósa rétt út frá þessum sjónarhól sýna kaupin á Sléttbak. Þar bætt- ist bæjarmönnum ágætt atvinnu- tæki af því að bærinn hafði tiltrú hjá peningastofnunum og fyrri eigendum, og hæfa menn til þess að fylgja málinu fram. Tiltrú' bæjarfélagsins að þessu leyti er í! öfuga hlutfalli við gengi þjóð- varnarliða og kommúnista. Þverr- andi fylgi þeirra ber vott um ábyrga fjármálastjórn, en hún er hér sem annars staðar grund- völlur efnahagslegs sjálfstæðis og allra sannra framfara. FOKDREIFAR Framhald af Grákolluannál. Bolli Sigtryggsson á Stóra- Hamri skrifar blaðinu: „ÞAÐ HAFA margir kunningj- ar mínir spurt mig að því í vet- ur, hvort sauðburðurinn væii ekki byrjaður hjá okkur á Stóra- Hamri. Eg hefi vanalega svarað því til, að sennilega mundi það dragast fram yfir nýárið. Sú varð líka raunin á. En nú er Grákolla borin, bar sama mánaðardag og í fyrra, 4. janúar, en aðeins nokkrum klukkutímum fyrr og tvílembd að venju og „vonir standa til“ að fleiri beri á næst- unni, en ekki er alveg vitað með vissu, hvað margar, sennilega 2—4. Nú er Grákolla búin að eignast 13 lömb á 7 árum. Aðeins 2 eru á lífi, svört ær, sem Guð- mundur á Helgastöðum á og hvít gimbur hér heima, nú rétt árs- gömul og sennilega með lambi. 12 af lömbum Grákollu eru fædd snemma í janúar, öll lifað til hausts og við beztu heilsu. Enginn veit hvar þessar stall- systur halda sig á sumrin. Þær koma aldrei í heimahaga fyrr en í göngum á haustin. Sennilega dvelja þær alltaf í sama stað í einhverju Gósenlandi, þar sem gnótt er allskyns góðgrasa og þar sem félagslífið er ekki neitt blá- vatn, (ball á hvei’ju kvöldi með tilheyrandi,) enda eru þær feitar og pattaralegar þegar þær koma heim á haustin. En veiti maður þeim athygli þegar þær standa við réttarvegginn jórtrandi og rólegar, sér maður dreymandi blik í augum þeirra eins og þær lifi upp aftur í huganum liðnar sælustundir. Ólíklega fara þær samt alla leið suður á Keflavíkurflugvöll. Eg veit að tilraunastöðin á Keldum hefur áhuga á þessu ástandsmáli. En myndi nú ekki borga sig fyrir hana að fá dug- legan spæjara úr Reykjavík — því annars staðar er slíka ger- semi tæplega að finna — til að fara norður og rannsaka þetta mál? Eða þá að fá lánaðan for- ystusauð hjá Ásgeir frá Gottorp til starfans. — Hrútur má það ekki vera (af skiljanlegum ástæð- um.) Hvort sem það yrði nú spæj- ari eða sauður, sem til starfans væri valinn, yrði hann að fylgja Grákollu eftir þegar henni er sleppt á fjall að rúningi loknum. En hann þarf að gera það svo kænlega að Grákolla sjái ekki við honum, en það verður sjálf- sagt ekki auðvelt. Mundi hann þá sennilega fá úr því skorið hvar þessar „syndugu sálir“ dvelja þessa skemmtilegu sum- armánuði, sem er þeirra sam- kvæmistími. Kemur þá kannski í ljós að einhvers staðar hér norðan jökla búi útilegumenn, sem hafa stóra kornakra og garða með allskon- ar káli, og smárabreiður þekja túnið og síðast en ekki sízt eigi þeir fallega og elskulega hrúta. Og þarna dvelja rollurnar í sum- arfríinu sínu. (og lifa í „vellyst- ingum praktuglega“.) Og útilegu- mennirnir taka þessum gestum vel og lofa þeim að fá fylli sína af öllum kræsingunum hvenær sem þær vilja, (svo þær hafi hormónana í lagi). Það væri ekki alveg ónýtt fyrir tilraunastöðina að fá þannig staðfesta tilgátuna um orsök þessa einkennilega fyrirbæris.“ Samvizkan slær þá. ÞAU TÍÐINDI hafa nú gerzt í bæjarmálunum, að ekki er fjarri sanni að ætla að samvizkan hafi slegið fulltrúa Alþýðuflokksins í bæjarstjórn vegna þeirrar dæmu- lausu afstöðu þeirra, að greiða atkvæði gegn afgreiðslu fjárhags- áætlunar bæjarins í heild sinni á næst síðasta bæjarstjórnarfundi. Alþýðumaðurinn í gær er að mestu leyti eitt varnarskjal fyrir þessa ábyrgðarlausu afstöðu full- trúanna. Skýringarnar eru þær helztar, að ýmsar tillögur þeirra um útgjöld úr bæjarsjóði hafi verið drepnar og þá bregðast þgjr þannig við, að greiða atkvæði á móti allri fjárhagsáætluninni, sem þó er óhjákvæmilegt að afgreiða, enda eitt aðalmál bæjarstjórnar hverju sinni! Kjósendum í bænum mun þykja skýringin ófullkomin. Það er ekki nýtt, að felldur hafi verið sýndartillögur Alþýðuflokks- manna um útgjöld úr bæjarsjóði, en það er nýtt, að bæjarfulltrúar meti meira að geta leikið lausum hala fyrir kosningar og telji sig enga ábyrgð bera á þeim málum, sem þó er meginverkefni bæjar- stjórnar hverju sinni. Dylst eng- um, að það er ekki réttlát reiði yfir fjárhagsáætluninni, sem hlaupið hefur í sinnið á þessum bæjarfulltrúum, heldur tálvonin um að geta hresst upp á kjörfylgi flokksins. Greinargerðin í Alþm. í gær sýnir, að samvizkan er ekki góð og þarf ekki frekar vitna við. Klóldr menn. RITHÖFUNDAR Alþm. vilja oft vera klókir í málflutningi, en tekst misjafnlega hönduglega. En það er vottur um viðleitni í þessa átt, að nú er breytt um tón í blað- inu frá í því í kosningum 1950. Þá mátti ekki í milli sjá, hvor var heiftúðugri gagnvart starfsemi samvinnufélaganna, Alþm. eða íslendingur. Þá fyllti ritstj. blað sitt með fávíslegum skattamála- skrifum og ætlaði að uppskera mikið, en allt fór á aðra leið. Al- þýðuflokkurinn hafði enga sæmd af því að taka undir árásir íhalds- ins á samvinnufélögin. f þessari kosningahríð er ekki minnst á skattamál kaupfélaganna og er fsl látinn einn um rógskrifin um samvinnufélagsskapinn. En á þessum klókindum er sá galli, að sömu mennirnir stýra blaðinu og flokknum og árið 1950. Almenn- ingur kannast við tilraun þeirra til þess að vera klókir fyrir kosn- ingar og læra af reynslunni, en hefur enga trú á því, að nein hugarfarsbreyting hafi orðið. Þeir munu því enn uppskera úr þeim akri, sem þeir sáðu dyggilegast í, í samfélagi við íhaldið, fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar 1950. Kosningabrandari í Verkam. ÞAÐ ER nýstárlega að sjá brandara í kommúnistablöðum. Yfirleitt eru díalektíkusarnir og réttlínumennirnir í kommúnista- flokknum humorlaust fólk. En í Verkam. síðasta var myndarlegur brandari. Þar er skýrt frá því að skelfing mikil hafi gripið um sig (Framhald á 7. síðup). Athafnir eru betri en innantómur orðaflaumur í landsmálabaráttunni hefur atvikast svo að Fram- sóknarflokkurinn hefur ávallt staðið í brjóstvörn fyrir samvinnuhreyfinguna, enda að mörgu leyti eðlilegt, þar sem svo má segja, að Framsóknar- flokkurinn hafi í meginatriðum mótast af sam- vinnuhreyfingunni og ungmennafélagshreyfing- unni. En báðar þessar hreyfingar voru í vaxandi mæli að vinna sér fylgi þjóðarinnar þegar Fram- sóknarflokkurinn var stofnaður. Þótt undarlegt megi virðast, hefur Jafnaðarmannaflokkurinn, sem í Englandi hefur samstöðu með samvinnuhreyfing- unni, orðið utangarðs í þeirri baráttu hér, og þó mun meir hin síðari ár en fyrr á árum. Mörgum finnst það miður farið, og vera má, að þar sé ein orsök þess, hversu þessum flokki hefur vegnað illa í baráttu sinni fyrir hinar vinnandi stéttir. Því að þessi mistök í baráttu flokksins má án efa skrifa hjá liðsoddum flokksins, þvert ofan í óskir meirihluta liðsmanna hans. Þessi flokkur, eins og allir hinir flokkarnir birta nú í blöðum sínum fleitletraðar fyrirsagnir með út- þynntum eftirmála um starfsemi samvinnuhreyf- ingarinnar í þessum bæ. Sjálfstæðisflokkurinn slær eins og ávallt á þá strengi, að útsvörin séu of lág og að háttvirtur kjósandi líði persónulega fyrir það að þetta bæjarfélag á því „óláni“ að fagna að hér er rekið stærsta kaupfélag landsins og að samvinnu- hreyfingin hefur komið hér upp stærsta iðnaði landsmanna. Já, kjósandi góður, þú ert illa settur, að þurfa að búa í slíku bæjarfélagi, og alveg sér- staklega ertu illa settur ef þú ert hættur að hugsa og hefur blað þessa flokks fyrir biblíu þína! Á tímamótum sem þessum, þegar verið er að kjósa nýja bæjarstjórn, er eðlilegt að menn líti um öxl og glöggvi sig á því, sem gert hefur verið á umliðnum árum. Það þarf ekki endilega að binda þá athugun við atburði síðustu 4 ára, það má allt eins vel fara mun lengra aftur í tímann í þeirri athugun. Síðast- liðin 20 ár hefur verið jafn og vaxandi gróandi í þessu bæjarfél. Á þessu 20 ára tímabili hefur samv.- hreyfingin verið að bæta við verkefni sín jafnt og þétt. Á þessu tímabili hefur KEA margfaldað starf- semi sína í öllum greinum og stórfelldur iðnaður risið hér, en allt þetta hefur skapað lífsskilyrði fyrir hundruð og aftur hundruð manna frá því sem áð- ur var. Þeir tugir milljóna, sem þessi fyrirtæki greiða í árleg laun tala sínu máli. f þessu sambandi er eitt mjög athyglisvert, og það er, að engu máli skiptir þó breytt sé um stjórnend- ur þessara fyrirtækja. Það breytir í engu áfram- haldandi þróun, því að öll þessi starfsemi er unnin til þess eins að bæta hag fjöldans, tryggja atvinnu- öryggi og fegra líf einstaklingsins. Oðru máli gegnir um hið frjálsa framtak einstaklingsins, sem nefna mætti fósturbarn Sjálfstæðisflokksins. Bæjarbúar vita vel um þetta framtak. Þeir þekkja framtak kaupmannanna hérna og vita að fenginni reynslu, að það framtak er fyrst og fremst í persónulegum ávinningi gert. Þeir vita líka um kaupmenn, sem hafa safnað hér auði og lagzt svo á hann eða flúið bæinn með allt sitt hafurtask. Sú framtakssemi, ef svo mætti kalla, var tímabundin og féll og stóð með viðkomandi aðila. Það er óþarfi í þessu sambandi að nefna nokkur nöfn, þeir eiga hér minnisvarða í gömlum timburhúsum og steinhúsum víða um bæ- inn. Á þetta er vert að minna þegar blað þessa flokks galar sem hæst um ágæti sinna verka. Hinir flokkarnir þrír eiga það sameiginlegt, að eftir þá liggur ekkert, sem orð er á gerandi, enda eðlilegt þegar það er athugað, að öll barátta þeirra hefur fyrst og fremst beinzt að óraunhæfum aðgerð- um. Allra aumastur þessara flokka er þó Þjóðvarn- arflokkurinn, sem er byggður upp úr moldviðri líð- andi stundar, og hefur orðið að snapa sér stefnumál, sitt úr hvorri áttinni, til þess eins að geta flaggað (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.