Dagur - 03.03.1954, Page 4

Dagur - 03.03.1954, Page 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 3. marz 1954 Búnaðarfræðslan og Býnaðarþsng Bréf fré Ölafsfirði: Frá Gísla Kristjánssyni ritstj. hefur blaðinu borizt eftirfar- andi: Vegna umræðna í blö’ðum um að starfsemi sú, á sviði búnaðar- fræðslu með sérstöku fyrirkomu- lagi, sem nú er þegar hafin, hefði átt að koma til umræðu á Bún- aðarþingi, áður en af fram- kvæmdum yrði, skal eftirfarandi upplýst: 1. Á árinu 1953 stóð íslendingum til boða fiárhæð nokkur af fjármunum þeim, er tilheyrðu Marshallfé, en sem fulltrúar Bandaríkjanna höfðu fullan eignar- og ráðstöfunarrétt á. Fjárhæðin var boðin fram til þess að efla fræðslustarfsemi á sviði landbúnaðarins, í þeim tilgangi að örva framleiðslu- aukningu, og bundin því skil- yrði, að íslenzka þjóðin legði fram hærri upphæð á móti í sama skyni. Að sjálfsögðu kom til kasta íslenzkra stjórnar- valda að ákveða, livort tilboði þessu yrði sinnt eða hafnað. Ákvörðun um það var tekin þegar Alþingi samþykkti fjár- lög í desember síðastliðnum. 2. Að fenginni þeirri fjárhæð, er fram skyldi leggja á móti, lá næst fyrir að ríkisstjórnin und- irritaði samning þann, er mælti fyrir um, hvernig fénu skyldi varið. Til þess að ganga end- anlega frá þeim málum kom hingað maður að nafni Mr. King, frá FOA í París, þ. 6. jan- úar sl. Samningurinn var und- irritaður hér í Reykjavík af Thomas P. Dillon, Charge d’ Affaires ad interim, fyrir hönd Bandaríkjanna og Steingrími Steinþórssyni, landbúnaðar- ráðherra, fyrir hönd íslenzku Þarsteinn Sveinsson frá Hóli í Höfðah\rerfi látinn í Kanada í nýkomnu Lögbergi segir frá andláti Þorsteins Sveinssonar frá Hóli í Höfðahverfi seint á sl. ári. Þorsteinn var fæddur 1872, sonur Sveins bónda Tómassonar á Hóli og konu hans, Önnu Jónsdóttur frá Hvammi. Hann kvæntjst ár- ið 1896 Kristínu Jóhannesdóttur, systur séra Árna Jóhannessonar í Grenivík. Þau hjpnin fluttu til Vesturheims árið 1905. Gerðust þau landnemar í Framnesbyggð í Nýja-íslandi, en fluttu þaðan eft- ir 10 ára búskap í Argylebyggð og bjuggu þar til ársins 1947, er þau fluttu til Winnipeg. Þau hjónin eignuðust 8 börn, og voru fjögur fædd á íslandi og fjögur vestra. Eru böll bömm nú í Vest- urheimi nema eitt, Sveinn Þor- steinsspn, skógerðai’maður á Ið- unni hér á Akureyri. Hann fór ekki með foreldrum sínum vest- ur, en var uppalinn hjó Birni Gunnarssyni á Kljáströnd. í eftirmælum, sem séra Valdi- mar Eyland ritar um Þorstein í Lö.gberg, leggur hann áherzlu á, að hann hafi verið hinn mætasti maðui'. ,Á yngri árum mun hann hafa verið með glæsilegustu mönnum í sjón og manndómurinn og hugarfarið var í fullu sam- ræmi við hið ytra útlit,“ segir séra Valdimar. Þorsteinn var blindur allmörg seinustu æviárin, en bar þá raun með karlmennsku og æðruleysi. Kristín kona hans ljfir mann sinn. og. stundaði hann af frábærri alúð til hinztu stundar. ríkisstjórnarinnar, þann 11. janúar. 3. Að því búnu var starfið strax hafið. Samkvæmt samningum skyldi umræddu fé aðeins var- ið til upplýsingastarfsemi og eigi til fjárfestingar, enda skyldi það vera fullnotað fyrir júnílok 1954. Með sérstöku samkomulagi var þó þessi frestur framlengdur til síðari hluta ársins 1954. Ríkisstjórnin hafði fallizt á, að af fram- kvæmdum yrði og fól nú Bún- aðarfélagi íslands að annast þær. 4. Upprunalega fylgdu tilboðinu áætlanir um starfsaðferðir í megindráttum, eii við nánari endurskoðun féllst Mr. King á vissar breytingar, vegna sér- stakra staðhátta hér er sýnt var að leiddu til vænlegri ár- angurs af starfinu. Þess hefur annars staðar verið getið, að þegar mál þetta var á undirbúningsskeiði var leitað álits vissra ráðunauta Búnaðarfélags íslands um nokkur atriði. 5. Ríkisstjórn íslands sendi mál þetta til umsagnar stjórnai' Búnaðarfélags íslands í nóv- embermánuði s. 1. Mælti stjórnin þá með því, að tekið yrði tilboði um nefnda fjár- hagsaðstoð til upplýsingastarfa, en eigi kom til greina að kalla Búnaðarþing saman til þess eins að svara já eða nei við til- boði þessu, en um annað var ekki að ræða. Hér lá fyrir ákveðið tilboð til ákveðinna hlutv.erka sem afneita skyldi eða samþykkja. Þjóðir,, sem standa okkur miklu framar í flestu, er varð- ar framleiðsluháttu og starfs- aðferðir innan landbúnaðarins, höfðu þá þegar fengið hliðstæða aðstoð og störf þeirra voru hafin. Hér urðum við á síðustu stundu að taka ákvörðun og hefja starfið fyrirvaralaust er undirskrift var fengin, því að um áframhaldandi fjárhagsað- stoð í þessu skyni er eigi að ræða. Reykjavík, 26. febrúar 1954. Gísli Kristjánsson. Skagficltl syhgur íslenzk lö« í Hamborg Sigurður Skagfield dvelur nú erlendis. Er hann Um þessar mundir staddur í Þýzkalandi, nánar sagt Hamborg. Mun hann dveljast þar í borg fram í þennan mánuð. — Á næst- unni syngur Sigurður Skagfield í útvarpið í Hamborg. — Syngur hann lög eftir íslenzk tónskáld, Jón Leifs, Hallgrím Helgason, Skúla Halldórsson, Kaldalóns og Þórarinn Jónsson. Sigurður er væntanlegur hingað til lands bráðlega, en mun halda utan á ný í ágúst. Syngur hann þá í Flensborg. Hefur hann verið ráðinn til að fara með hlutverk Heródesar í óperunni Salome eftir Strauss. Samnavél Singersaumavél fótstigin til sölu með tækifærisverði. Sími 1131. Þorsteinn Þorsteinsson sjúkrasamlagsgjald- keri látinn Þorsteinn Þorsteinsson sjúkra- samlagsgjaldkeri varð bráð- kvaddur að heimiil sínu, Munka- þverárstræti 5, síðastl. fimmtu- dagsmorgun. Hafði hann verið heilsuhraustur, og kom andlát hans á óvart. Með honum er genginn kunnur og mikilhæfur borgari. Hann var kunnastur fyrir starf sitt að ýms- um félagsmálum, sérstaklega voru honum hjartfólgin skóg- ræktarmálin og vann hann mikið starf fyrir þau af dugnaði og ósérhlífni. Er nú skarð fyrir skildi í þeim málum hér í bæ, er hans nýtur ekki lengur við. Þá var hann um langa hríð einn af for- ustumönnum Ferðafélagsins enda mikill ferðamaður og manna kunnastui' á fjallvegum og ó- byggðum. Stjórnaði hann ýmsum leiðöngrum til óbyggða og vann mikið starf til að kynna fólki nátt úru landsins. Þá var hann áhuga- samur samvinnumaður og átti um langt skeið sæti í stjórn Akur- eyrai'deildar KEA. Um skeið var hann bæjarfulltrúi og einn af for- ustumönnum verkalýðssamtak- anna. Þorsteinn Þorsteinsson var að- eins 64 ára er hann lézt. Bréf til «,J)ags“ Við lesturinn í útvarpinu á nú- verandi framhaldssögu þess hafa enn á ný heyrzt óánægjuradd- irnar varðandi það útvai'psefni, sem greinilega er í ósamræmi við trúar- og siðferðisvitund þjóðarinnar. Trú feðranna og hinar æva- fornu dyggðir eru enn svo heilag- ir hlutir og þjóðinni dýrmætir, að engum á að leyfast að hafa þá að fíflskaparmáli í eyru alþjóðar. — Enginn getur reiknað út, hvað það kostar að rýra gildi þeirra í viðurvist æskunnar. — Fyrr á tímum sendi þjóðin kon- ungi sínum bænaskrá, er hún átti í vök að verjast. Svo virðist, sem tímabært sé, að senda út- varpinu bænaskrá og frábiðja það efni á öldum ljósvakans er sýni- lega spillir kristilegri trú og sið- um og heftir för til æðri þroska og göfgi. — 15. febrúar. P. S. Út af grein, sem birtist í blað- inu íslendingi 17. febrúar sl., frá fréttaritara blaðsinn í Ólafsfirði, og nefnist: „Framsókn bregst sín- um eigin mönnum til að styðja kommúnista1*, viljum við taka frram eftirfarandi: Það var búið að stilla upp öll- um neíndum áður en til fundar kom, og því ekki annað eftir en að samþykkja þær á fundi. Við höfðum samstarf við sósíalista í sumum fjögurra og fimm manna nefndum, en ekki öllum, eins og ranghermt er í greininni. T. d. var bygginganefnd samþykkt af öllum flokkum eins og Sjálfstæð- ið hafði ráðið í hana, og sama var með niðurjöfnui^arnefnd. Aðal- uppistaðan í greininni hjá frétta- riitara er um skólanefnd, og þar er sannleikanum alveg snúið við. Þegar til þess kom að skipa í hana, þá las bæjarstjóri upp nöfn fjögurra manna, en fimm áttu að vera í nefndinni; ætlaði hann því að fá fjóra í þá nefnd. Við sögðum honum þá, að við hefðum samstarf við sósíalista um þá nefnd og skipuðum í nefndina Sigurjón Steinsson og Magnús Magnússon. Þá var það, sem bæjarstjórinn hrökk við, hann taldi Sigurjón ekki heppi- legan í nefndina þar eð hann er búsettur fram í sveit, og önnur Um þessar muníjir dvelja hér í bænum góðir gestir, þar sem eru nokkrir nemendur Menntaskól- ans í Reykjavík. Nú hin seinni ár hafa tíðkast nemendaskipti í milli skólanna í nokkra daga í senn og ætti að vera dálítil lífsreynsla fyrir unga fólkið. Nú bar svo til að í hópi sunnanmanna að þessu sinni var Friðrik Olafsson skák- meistari Norðui'landa, sem er nemandi í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Þetta þóttu góð tíð- indi, er þau spurðust út meðal skákmanna í bænum, og þó enn betri, er það vitnaðist, að Friðrik var þess albúinn að nota tímann hér að einhverju leyti a. m. k. til að þreyta kappskák við bæjar- menn. Hefur ekki gengið á öðru en stórorrustum síðan. * Hin fyrsía var háð í Mennta- skólanum á sunnudaginn. Þar tefldi skákmeistarinn við 39 menn og hlaut frægan sigur, vann 35 skákir, gerði 2 jafntefli og tap- aði tveimui'. Taflmennirnir voru bæði skólapiltar og menn úr Skákfélagi Akureyrar og áttu Menntskælingar annan sigurveg- arann í þessu kapptefli en bæjar- menn hinn. í fyrrakvöld var stór- skotaliðinu svo ýtt fram, þar sem voru 10 menn úr meistaraflokki Skákfélagsins og skyldu þeir tefla við Friðrik og nota klukku til tímatakmörkunar. Stóð þessi viðureign allt mánudagskvöldið og fram á nótt. Var margt áhorf- enda jafnan í salnum. Urslitin urðu þau, að hinn ungi .skólanefnd er fyrir sVeitina og Kleifarnar, og stakk upp á prest- inum, séra Ingólfi Þorvaldssyni, í nefndina, en hann er búinn að vera í skólanefnd í fjölda mörg ár sem fulltrúi Framsóknar- flokksins, þó ’nann væri það ekki síðasta kjörtímabil oj* vildi losna núna. Það varð samt úi', að hann var settur í nefndina og Sigurjón varamaður hans. En svo segir fréttaritarinn að við höfum fellt frá nefndinni okkar eigin mann, Sigurjón Steinsson. Það var fyrir orð Ás- gríms Hartmannssonar, sem við skiptum um mann, en felldum engan frá. Við studdum Magnús Magnús- son í nefndina, sem búinn ei' að vera þar lengi, en það fannst bæjarstjóra slæmt, því að hann vildi koma að Sigurði Baldvins- syni á Kleifum og vann það til að fella frá nefndinni bæjarmann, Rögnvald Möller, sem átt hefur þar sæti að undanförnu, sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Við teljum það svo bezt fyrir fréttaritarann, og alla aðra. að segja satt og rétt frá málum framvegis. skákmeistari hlaut 8 vinninga en skákfélagið aðeins 2 og vóru það allt jafntefli. Þessir gerðu jafn- tefli: Jón Þorsteinsson, Margeir Steingrímsson, Jóhann L. Jóiíann esson og Steinþór Hélgason. Þessir töpuðu: Jóhánn Snorra- son, Júlíus Bogason, Unnsteinn Stefánsson, Ingimar Jónsson, Jón Ingimarsson og Snorri Rögn- valdsson. -K Úrslitin hér eru betri en flestir þeir erlendu skákmeistarar er hingað hafa komið, hafa hlotið við svipaðar kringumstæður. Er það nokkur mælikvarði á harðfengi Friðriks Olafssonar. Það var mál manna á kappteflinu á mánu- dagskvöldið, að Friðrik væri harður eins og það er kallað á skákmáli. Hann tefldi djarflega en þó öruggt, hélt víðast hvar frumkvæði og sóknaraðstöðu all- an tímann og var mjög hug- kvæmur að halda þeirri forustu, á hverju sem gekk. Hann virtist ekki þurfa að hressa sig á blek- svöi'tu kaffi eða tugum vindlinga eins og sumir meistarar í íþrótt- inni. Hann gerði hvorugt. Fram- koma hans var öll látlaus og geð- þekk. Þótt bæjarmenn sæktu ekki vinninga í greipai' hans, mun þeim öllum hafá þótt mikil ánægja að sjá hann og keppa við hann. Góður Silver Cross barnavagn til sölu í Odd- eyrargötu 5, niðri. Stefán B. Ólafsson. Gottlieb Halldórsson. r Ur bænum: Bæjarinemi þreyta tafl vifL.sfclk- meistara

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.