Dagur - 03.03.1954, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 3. niarz 1954
D A G U R
7
Eætt iim líklegan íramtiðarveg í
milli héraðanna og nauðsyn nýrrar
bníar á Fnjóská
Eftir Sigurjón Valdimarsson í Leifshúsum
ERLEND TÍÐINDI
McCarfhy og þingnefnd hans
mæfa vaxandi andspyrnu
ííunnir blaðamenn og stjórnmálamenn
fordæma starfsaðferðimar
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að það sem af er þessum
vetri hefur verið svo snjólétt, að
bifreiðasamgöngur hafa haldist
svo að segja ótruflaðar á flestum
vegum hér á landi.
Þegar svo viðrar hvei-fa mörg-
um úr huga þeir örðugleikar, sem
skapast, þegar stórhríðar og
fannkoma skellur yfir svo að veg-
ir lokast Eg álít þó, að þrátt fyrir
góðviðri og litlar truflanir af
völdum snjóa, sé rétt að haldið sé
vakandi umræðum um vegamál-
in. Vil eg því fara hér nokkrum
orðum um væntaniegan veg á
milli Akureyrar og Suður-Þing-
eyjarsýslu, eða nánar tiltekið að
Fnjóská.
Vaðlaheiðarvegur hefur lengi
haft það orð á sér, — og það ekki
að ástæðulausu, — að liggja mjög
undir snjó, og teppa þannig oft
samgöngur frá Akureyri austur
á bóginn. Hefur alloft verið um
það rætt og ritað, hvernig bezt
yrði ráðin bót á þeim vanda. sem
af því skapast, þegar vegur þessi
lokast af snjó.
Eg ætla ekki að eyða löngu
máli í að ræðá um lagningu
Vaðlaheiðarvegar, eða lýsa þeim
göllum sem komið hafa í ljós í
sambandi við liann síðan.
Eg tei það beinlínis ósann-
gjarnt, oft á tíðum, að deila hart
á það eftir'á, þó í Ijós komi, að
verk hefði betur værið unnið á
annan hátt,. en gert var, hvort
sem um vegalagningu, húsabygg-
ingar, jarðabætyr eða annað er
að ræða, því að venjulega er far-
ið eftir því sem heppilegast og
bezt er talið á þeim tíma sem
vérkið er 'tínnið, þótt það fullnægi
ekki síðavi tíma kröfum, sem
fi'am komú. ,af. brcyttum aðstæð-
um.
Þó vil eg, í þessu sambandi
benda á, í fullri vinsemd, að
verkfræðingar mættu stundum
taka meira tillit til skoðana
ólærðra manna, á það einkum
við um mál eins og vegalagningar,
þar sem kunnugir þekkja snjóa-
lög og aðstæður allar.
Framtíðarvegur í inilli héraða.
Hógværar umræður eiga líka,
að mínum dómi, að vera til bóta
fyrir hvert málefni, og geta oft
aukið á fjölbreytni sjónarmiða,
sem að sjálfsögðu er þýðingar-
mikið atriði við úi'lausn vanda-
samra mála. Vil eg nú í stuttu
máli gera grein fyrir skoðunum
mínum varðandi framtíðarveg frá
Akureyri og austur að Fnjóská.
Þegar Vaðlaheiðarvegur er lok-
aður vegna snjóa, kemur það fyr-
ir að bifreiðar fara ó milli Akur-
eyrar og austur sveita S.-Þ. um
Dalsmynni. í umræðum um þetta
mál, hafa margir talið sjálfsagt,
að þær ætti framtíðarvegurinn að
hggja.
Eg er á annarri skoðun.
Skal eg nú gera grein fyrir við-
horfi mír.u í þessu máli.
Þegar leggja skal veg, er það
einkum þrennt, sem hafa verið í
huga. f fyrsta lagi, hvernig verð-
ur vegurinn bezt lagður frá hag-
fræðilegu sjónarmiði, en undir
það heyra vegalengd, byggingar-
kostnaður, viðhaldskostnaður og
reksturskostnaður (þ. e. snjó-
mokstur og heflun). í öðru lagi:
Hvernig kemur vegurinn sem
flestum heimilum í viðkomandi
sveitum að sem beztum notum. f
þriðja lagi: Hvað mikinn tíma og
eldsneyti kostar bifreiðir, —
einkum þungavöriibifreiðil', — að
fara á milli tveggja ákveðinna
staða, t. d. A’kureyrar og Fnjósk-
árbrúar.
Við skulum nú athuga þessi
atriði nánar, í sambandi við vég
milli þessara tveggja áðurnefndu
staða. Eg mun þó sleppa að ræða
um núverandi Vaðlaheiðarveg,
þar sem aðalefni þessarar greinar
er að bera saman nýjar leiðir
austur. Ætla eg að nefna þrjár
leiðir í þessu sambandi.
Vegur um Dalsmynni.
Tek eg þá fyrst fyrir að nefna
veg um norðanvert Dalsmynni,
þar sem nú er ruddur vegur, er
þetta eini staðurinn, að undan-
teknum Vaðlaheiðarvegi, þar sem
nú er hægt að komast á bifreið-
um austur, Hvernig fullnægir
þessi leið áðurnefndum sjónar-
miðum? Um þetta þarf að mínu
áliti ekki mikið að fjölyrða, þar
sem vegur á þessum stað liggur
undir miklum skemmdum af
skriðuföllum og snjóflóðum, og
yrði af þeim ástæðum, á vissum
tímum ársinns, beinlínis hættu-
legur, eða jafnvel óiær. Þá gæti
og viðhaldskostnaður orðið mjög
mikill á þessum vegi. Eg tel því
að þessi leið sé sú óheppilegasta
af þeim þremur sem eg nefni hér,
og læt eg því útrætt um hana.
Næst er að athuga leið um
Dalsmynni að sunnanverðu. Þar
mun vera sæmilega snjóLétt, og
eftir staðháttum ekki mjög óað-
gengilegt að gera veg. Það, sem
á móti mælir er, að hér er um
mikla vegalengd að ræða, auk
þess sem að þarna megin í Dals-
mynni er engin byggð.
Vegur um Víkurskarð.
Þá sný eg mér að þriðju, og
síðustu leiðinni sem eg nefni, en
hún er um Víkurskarð. Vegur
þessa leið yrði um 40 km. frá Ak-
ureyri að Fnjóskárbrú, en um 38
km. ef brú yrði byggð norðar,
sem lægi beinna við í sambandi
við áframhaldandi veg austur.
Mun eg víkja ögn að því atriði
síðar. Vegalengd um Dalsmynni
er aftur á móti um 60 km., og sjá
því allir hvílíkur geysimunur er
hér á. Vegarstæði um Víkur-
skarð álít eg víðast hvar fremur
gott. Það sem frekast mælir á
móti þessari leið er að hún liggur
á alllöngum kafla nokkru hærra
en Dalsmynnisleiðin, en þar sem
hún er svo mikið styttri mætti
sennilega, fyrir sömu fjárupp-
hæð, gera mjög vel upphækkað-
an veg, og þá álít eg að ekki þyrfti
að vera mikil hætta á að hann
tepptist fyrr af snjó heldur en
vegurinn um Svalbarðsströnd,
sem fara þarf eftir, hver þessara
þriggja leiða sem valin yrði.
Það er ekki ætlun mín að fara,
að þessu sinni, út í fleiri atriði
sem styðja þá skoðun mína að
framtíðarveginn austur beri að
leggja um Víkurskarð, eg vildi
aðeins gera grein fyrir áliti
mínu á þessu. Lít eg svo á, sam-
kvæmt því sem eg hef áður sagt,
að til bóta sé að sem flestar leiðir
séu athugaðar í þessu máil sem
öðrum.
Að endingu vil eg fara örfáum
orðum um þrú á Fnjóská, í sam-
bandi við nýjan austurveg, því
að það hvort tveggja hlýtur að
verða athugað sameiginlega.
Vitað er að gamla steinboga-
brúin á Fnjóská fullnægir ekki
lengur kröfum tímans, einkum
með tilliti til þungaflutninga, auk
þess sem hún er staðsett þar sem
snjó leggur mjög að báðum
megin í árgilið, og svellar þar því
oft mikið. Er kafli þessi því hinn
varasamasti yfirferðar, og er þess
skammt að minnast að bifreið
rann þar út af veginum á hálku,
þótt svo gæfulega tækist til þá, að
ekki varð slys að.
Að byggja nýja brú yfir
Fnjóská, — fyrir þjóðvegíhn
austur, — á sama stað og gamla
brúin er nú, álít eg því óráðlegt. í
sambandi við veg yfir Víkurskarð
og áfram austur, lægi betur og
beinna við að brúin kæmi t. d. 2
km. eða svo, norðar en núverandi
Starfsemi Joseph McCarthy
öldungadeildarþingmanns frá
Wisconsin og þingnefndar hans
hcfur lengi verið þyrnir í augum
frjálslyndra Bandaríkjamanna,
og utan Bandaríkjanna er það
álit æ fleiri manna, að þessi þing-
maður og klíka sú, sem næst hon-
um stendur, hafi unnið Banda-
ríkjunum og málstað lýðræðis og
frelsis hið mesta ógagn á liðnum
árum.
Menn hafa með vaxandi undr-
un heyrt um ofsóknir og yfir-
heyrslur þingmanns þessa og
jeirri spurningu hefur oft verið
varpað fram, hvenær stjórn
landsins og ábyrgur þingmeiri-
hluti ætli að láta til skarar skríða
gegn starfsaðferðum, sem minna
alltof mikið á fasisma til þess að
geta verið góð og gild vara í
„landi frelsisins“. En enn sem
komið er hafa Eisenhower og
stjórn hans ekki þvegið hendur
sínar af McCarthy og öllu hans
athæfi og veldur það vonbrigðum.
Demokrata, með Stevenson í
broddi fylkingar, hafa fyrir
löngu lýst andúð sinni á þessu
fyrirbæri samtímans.
Atburðir síðustu vikna.
En þótt ekki hafi komið til op-
inberra átaka með McCarthy og
stjórn Bandaríkjanna, er samt
Ijóst, að þingmaðurinn og lið hans
á vaxandi andspyrnu að mæta, og
kom það glöggt í ljós í fyrri viku,
er McCarthy hóf svonefnda rann-
sókn á tilhliðrunarsemi við
kommúnista innan hersins. Lenti
hann þá á kanti við hermálaráð-
herrann og flest ábyrg blöð
landsins Um sama leyti réðist
annar McCarthyisti, Jenner þing-
maður, með miklu offorsi á
Warren, sem tilnefndur hafði
verið forseti Hæstaréttar Banda-
ríkjanna. Vakti sú árás ekki
minni andúð og undrun. Eitt
merkasta blað Bandaríkjanna,
New York Times, fór svo hörðum
orðum um þessa árás og þing-
mann þann, sem að henni stóð, að
til tíðinda má telja með svo orð-
vart blað. Var sagt að þingmað-
urinnn hefði staðið í því að „ausa
óþverra, beint úr skólpræsunum“
yfir ágætan trúnaðarmann ríkis-
ins.
Harðorð blöð.
Repúblikanaflokkurinn hefur
alið McCarthy og Jenner við
brjóst sér. Samt á eitt áhrifamesta
ameríska blaðið, er oftast fylgir
Repúblikönum að málum, nú
varla nógu hörð orð til að for-
dæma starfsaðferðir þessara
úngmanna og allt þeirra athæfi.
Það er New YorkHeraldTribune.
í ritstjórnargrein nú skömmu
fyrir mánaðamótin ræddi blaðið
árásina á Warren og lét þá m. a.
svo ummælt:
„ÞaS sem gerzt hefur er ein-
stætt, en þó ekki nema afleið-
ing áhrifa, sem hafa sett blett á
þjóðlífið að undanförnu. Fólk
hefur verið hvatt til að njósna
um nágranna sína. Of oft hefur
verið tekið mark á upplýsing-
um án tillits til sögumanna eða
líkinda.... Það er ekki unnt
að reikna út þann skaða, sem
einstaklingar hafa orðið fyrir,
né meta til fulls þau höft, sem
frelsis- og umburðarlyndis-
hugsjónin hafa orðið að þola af
völdum þessari niðurlægjandi
starfsaðferða....“
Og áfram í þessum dúr um þá
herra McCarthy, Jenner og
kumpána og allt þeirra athæfi.
Ekki varð hinn heimsfrægi
blaðamaður Walter Lippman
ómyrkari í máli, er hann ræddi
þessi mál nú um mánaðamótin.
Eftir að hafa beinlínis getið árása
McCarthys á einstaka hermenn
og árásar Jenners á Warren,
sagði Lippman:
„Við höfum nú gengið eins
langt á þessari braut og yfir-
leitt cr hægt án þess að stofna
í hættu friði og rétti í landinu.“
Lippman varaði þingið við þeim
áhrifum, sem það hljóti að hafa,
ef það geti ekki haft hemil á
þingnefndum sínum og starfs-
mönnum þeirra. Greinin er mjög
harðorð og þrungin alvarlegum
aðvörunum.
Fagnáðarefni um Vesturlönd.
Þessum skrifum í áhrifamikl-
um amerískum blöðum mun al-
mennt verða fagnað meðal frjáls-
lyndra manna í Evrópu, sem hafa
með undrun lesið um aðfarir
McCarthys að undanförnu. Þeir
munu margir, sem geta tekið
undir með Herbert Morrison,
brezka jafnaðarmannaforingjan-
um, sem lét svo ummælt í sl. viku
að starfsaðferðir McCarthy ein-
kenndust af „forheimskun og
mannvonzku“. Hinn frjálsi heim-
ur bíður þess með vaxandi
óþreyju að stjórn Bandaríkjanna
sjálf slái úr höndum kommúnista
það vopn, sem McCarthyisminu
í Bandaríkjunum er í baráttu al-
þjóðakommúnismans gegn skiln-
ingi á þeirri stefnu, sem beztu
menn Bandaríkjanna hafa mark-
að í alþjóðamálum og enn er leið-
arsteinn í utanríkisstefnu þeirra.
ljóð um daginn og veginn
óstundvísi.
Þá safnast skal að samkomum og fundum,
við sjáum oftast fáa, bíða og híma,
hjá öllum þorra stundvísin er stundum
stundargang á eftir réttum tíma.
Sumum þykir þessi siður Ijótur,
er þó kann stafa af tímaskekkju einni.
Kannske er tíminn okkar allt of fljótur
og ætti að vera klukkutíma seinni.
Að seinka klukkum sízt þó mundi gagna,
því sumir mundu halda gamla strikið,
það mundi á öllu rími rugling magna,
— af rírni er nú sjaldan nógu mikið.
En líklegt er, að af því hljótist múður,
og eftirlegukindur jarmi og nauði,
daginn þann, er dómsins mikli lúður
dynur, til að kalla hafra og sauði.
Ætla má, þótt af því hlotizt gæti
erfiðleikar sælustað að finna,
að íslendingar, eftir venju, mæti
æðilöngu seinna en nokkrir hinna.
DVERGUR.