Dagur - 24.04.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 24.04.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R ísland og önnur Norðurlönd: Ummæli danskra blsða m heim- sókn forsetahjónanna Daginn, sem forsetahjónin stigu á land í Kaupmannahöfn, birtu öií meiri háttar blöð lands- ins ritstjórnargreinar um heim- sóknina og sainskipti íslands og Danmerkur. Áður höfðu dönsku blöðin lagt fram drjiigan skerf til þess að frseða danskan almenning um íslenzk málefni og undirbúa þannig komu forsgtans. Fórst þeim það flestum vel úr hendi. Hér fara á eftir nokkur atriði úr ritstjórnargreinum þeim, er birtust 5. api'íl, sama morguninn og Gullfoss lagðist við landfestar í Kaupmannahöfn. Berlingske Tidende. Þar segir m. a. á þessa leið í langri og mjög vinsamlegri rit- stjórnargrein: „Ekki gat hjá því farið að það hefði djúptæk áhrif á oss Dani, að forseti íslands hefur kosið að hin fyrsta opinbera heimsókn hans verði til Danmerkur og dönsku konungsfjölskyldunnar. Þegar Ásgeir Ásgeirsson forseti stígur á land í dag, getur hann því verið enn vissari en áður um hjartanlegar móttökur. . ..“ Síðan rekur blaðið samband fs- lands og Danmerkur og þróun stjórnarfarsins í gegnum aldirn- ar, allt til þess að „tvær frjálsar þjóðir, með gagnkvæma virðingu og tiltrú, geta fóstrað menningar- lega og efnahagslega samvinnú til gagns fyrir báðar þjóðirnar." Blaðið hyllir bann norræna anda, sem danska þjóðin hafi fengið frá íslandi, allt frá tímum Snorra til vorra daga. Og það hyllir dugnað og bjartsýni íslenzku þjóðarinn- ar, sem lýsir sér í hinum miklu framförum, sem orðið hafa á ís- landi á síðustu áratugum. Það minnir á, að á eftirstríðsárunum hafi ísland tekið upp efnahags- lega samvinnu við Atlantshafs- ríkin og einkum Bandaríkin, en leggur áherzlu á, að eigi megi skilja það svo, að norræn sam- staða iands og þjóðar hafi breytzt. ísland sé í dag meðlimur hinnar norrænu fjölskyldu og jafnrétthátt öðrum þjóðum þar. Og greininni lýkur með þessum orðum: „Hin opinbera heimsókn for- seta íslands gefur frændþjóðun- um tækifæri til þess að viður- kenna þá þakklætisskuld, sem við allir erum í við íslenzkan anda og menningu. . .. í persónu forsetans, hr. Ásgeirs Ásgeirs- sonar, hyllum vér hinn frjáls- borna norræna anda og hinn ódrepandi dugnað, sem í sam- ræmi við hinar beztu erfðir þjóð- arinnar og velvilja annarra Norðurlandaþjóða, hafa skapað hið nýja fsland." Politiken. í ritstjórnargrein Politiken er m. a. komizt að orði á þessa leið: „.. . . Það er sögulegur atburð- ur fyrir ísland og Danmörk, er æðstu menn þjóðanna beggja mætast á jafnræðisgrundvelli. „Hver er höfoingi yðar,“ spurðu Normannar forðum, er víking- arnir norrænu komu siglandi á skipum sínum, og svarið var: „Vér erum allir jafnir.“ Það er þetta jafnræði, sem nú táknar bezt samband íslands og Dan- merkur. Því var fyrir löngu náð í milli Noi-egs og Svíþjóðar, og Finnar hafa sótt fram frá því .að vera sænsk hjálenda til fulls sjálfstæðis. í dag eru norrænu löndin fimm frjáls og jafnrétthá, og það er einmitt í krafti þessarar staðreyndar, sem norræn sam- vinna verður árangursríkari og knýtir þjóðirnar æ fastar saman. Hin norrænu lönd hafa átt sín ágreiningsmál. Samskipti Sví- þjóðar og Danmerkur af því tagi eru löngu gleymd, og það sem bar í milli Norðmanna og Dana, gleymdist þjóðunum báðum í sameiginlegri eldraun, sem her- seta Þjóðverja var. Þannig munu og ágreiningsmál íslendinga og Dana hverfa. Við höldum á skoð- unum okkar, hvorir fyrir sig, stór orð hafa svifið um geima og hvass skoðanamunur hefur ríkt, en alls staðar gnæfir þó upp úr, að við getum alltaf hitzt og ræðst við og talað út hvor í annars gerð. Danir taka það sem vott sérlegrar vinsemdar að forseti íslands vel- ur Danmörk sem fyrsta áfanga- stað í för sinni. Onnur lönd — einnig innan Norðui'landa — liggja nær, frá Noregi komu þær ættir, sem grundvölluðu hið ís- lenzka þjóðfélag og skópu ný- tízku ríki í stríði við harða nátt- áru. . . . En sambandstíminn skóp — þrátt fyrir margar and- stæður — band, sem ekki er hægt að slíta. — Nú hittast ísland og Danmörk sem jafningjar, æðstu menn tveggja frjálsra þjóða, rétta hvor öðrum höndina. Forsetahjónin íslenzku munu, meðan dvölin hér varir, finna þann anda vináttu, sem leggur í móti þeim.“ Kristeligt Dagblad. Kristeligt Dagblad flutti rit- stjórnargrein upp á 2V2 dálk und- ir yfirskriftinni: Forseti íslands. Greinin öll var sérstaklega hlý og falleg í garð íslendinga, og þetta blað gerði meira en nota íslenzk 01-ð í fyrirsögnina. Það endaði grein sína með þessum orðum, á hreinni íslenzku: „Og þess vegna segjum vér við forseta íslands, Ásgeir Ásgeirs- son: Hjartanlega velkominn til Danmerkur. Sú er ósk vor, að þér verðið var við, að dönsku þjóðinni sé ljóst, að hcimsókn þessi er annað og meira en opin- ber heimsókn þjóðhöfðingja. Hún á að bera vitni um það samfélag vort norrænt, sem oss er skylt að efla báðum megin hafsins, vernd- un norrænnar tungu, norrænna hugsjóna um þjóðfrelsi, réttindi og manngildi einstaklingsins. — Mætti einnig íslendingum öðlast sú gæfa, að leysa af hendi það hlutverk, sem þeim er falið í norrænni sambúð. Það er hjart- anlegur og hlýr hugur, sem Dan- mörk ber til íslands nú, þess ís- lands, sem á vorum dögum er á svo hröðu framfaraskeiði að vér trúum því og treystum, að íslands þúsund ár séu ekki einungis stór- felld fortíð heldur glæsileg fram- tíð.“ Þannig mælti Kristeligt Dag- blad á íslenzku (eftir að hafa áð- ur birt þessi niðurlagsorð ritstj.- greinarinnar á dönsku). Mjög i sama anda var ritstjórn- argreinin í Nationtidende og í Social-Demokraten, svo og i hin- um stærri blöðum úti á landi. Baroakerra til sölu. Uppl. í síma 1393. Laugardaginn 24. apríl 1954 Um fjárhúsbyggingar Eftir Áma Jónsson, tilraunastjóra 58 ára afmæli Ekknasjóðs Húsa- víkur Hinn 8. þ. m. var Ekknasjóður Húsavíkui' 50 ára. Var stofnaður með 50 króna framlagi af Kven- félagi Ilúsavíkur. Hugmynd þessa átti frú Anna Vigfúsdóttir, móðir Þórhalls Sig- tryggssonar fyrrverandi kaup- félagsstjóra. Fyrstu stjórn sjóðsins skipuðu Jónas Sigurðsson oddviti, Bjarni Benediktsson kaupmaður, Gísli Pétursson héraðslæknir, Jón Ármann Jakobsson kaupmaður og frú Anna Vigfúsdóttir. í 43 ár hefur sjóðurinn greitt til ekkna í Húsavík 46 þús. kr., 15 ekkjur njóta nú styrks úr sjóðn- um. IJm sl. áramót var sjóðurinn orðinn 64.831.83 kr. f stjórn sjóðsins eru nú: Ari Kristinsson, formaður, Helgi Kristjánsson, ritari, Jóhannes Jónsson, gjaldkeri, Hjalti Illuga- son, Helga Þorgrímsdóttir, með- stjórnendur. Á síðastliðnu ári vék Jón Gunnarsson úr stjórn sjóðsins vegna langvarandi veikinda. En í stjórninni var Jón búinn að vera í 18 ár og 14 árin af þeim formað- ur. Jón var hinn ötulasti og bezti sjóðstyrkjandi. Og þegar góðs manns verður getið í sambandi við Ekknasjóð Húsavíkur, þá verður Jóns Gunnarssonai' minnst. ,;Fjallabækur“ skát- amia á Sti ýtu, Súlum, Kaldbak, Kerlingu, og við Eyvindarkofa í Herðubreiðarlindum. Á síðastliðnu vori komu skátar á Akureyri minnisbókum á nokkur fjöll hér í grennd, og er þess vænzt, að þeir, sem á þá staði koma, riti í bækurnar nöfn sín og komudag, og geti um ferðalagið á einhvern hátt. Bæk- urnar eru í vatnsþéttum umbúð- um og fylgir sumum landabréf. Gert er ráð fyrir að bókanna verði vitjað af og til, og skipt um þær, ei' þörf gerist. Mun þess jafnan getið í blöðum, hversu margir hafa skráð sig á hverjum stað, þegar bókar er vitjað. Nú fara frídagar í hönd og er þess þá að vænta, að margir þess- ara framangreindu staða verði heimsóttir. Bókunum er komið fyrir í grjótvörðum og eru þær í brúnum eða rauðum hylkjum, sem lítið ber á. Eru gestirnir vinsamlega beðnir að rita í bæk- urnar og ganga síðan vandlega frá þeim í góðu vari fyrir veðri og vindi. Þegar bók kemur af fjalli, full- skrifuð, mun hún geymd, sem minjagripur er bæði verður til fróðleiks og skemmtunar. Á bændaklúbbsfundi 9. febrúar sl. var nokkuð rætt um fjárhús- byggingar og létu fundarmenn í ljósi álit sitt um ýmis atriði varð- andi fjárhúsbyggingar. Það kom hins vegar í ljós, að skoðanir manna voru mjög skiptar um fyr- irkomulag fjárhúsbygginga, og tel eg því ekki úr vegi að draga hér saman upplýsingar um nokkur fjárhús, er byggð hafa verið og vakið hafa athygli og nokkurt umtal fyrr og síðar. Fjárhús Páls Stefánssonar á Síðu í Vestur-Húnavatnssýslu. Fjárhúsin á Síðu voru byggð 1932 og voru mjög nýstárleg á peim tíma og reyndar ennþá. í XI. árg. Búfræðingsins er sagt nokkuð frá þessum húsum og tek eg þaðan lýsingu á húsunum eftir Sölva Guttormsson búfræðing og bónda að Síðu. Sölvi segir svo frá: „Húsin eru 15,8 m. að lengd, 12,0 m. að breidd, 2,50 m. að vegghæð en 4,45 m. há í miðju. Króarbreiddin er 2,35 m. Undir veggi er steyptur sökkull, sern er 0,60 m. á hæð til hliðanna, en lægri að framan. Veggurinn milli húsa og hlöðu, en hlaðan er gerð úr sama efni, er jafn hár og vegg- ir húsanna, en þar fyrir ofan er opið á milli. Fimm járnbogar halda þakinu uppi. Á þeim eru langbönd úr járni, en á þau er þakjárnið fest með þar til gerðum krókum. Járnið á veggjunum er fest á sama hátt. Klæðningin er venjulegt bárujárn. Á þakinu eru 19 strompar. Garðar eru steyptir. í öðrum þeirra er baðþró. Húsin eru mjög rúmgóð, og mundi eg ekki kjósa aðra húsagerð fremur. Þau eru mjög loftgóð og féð verður frjálslegt í þeim. Kuldinn virðist ekki gera því til.“ Þannig lýsir Sölvi Guttormsson fjárhúsunum á Síðu. Ennfremur liggja fyrir þessar upplýsingar frá Sölva um hitann í húsunum veturinn 1933—1934, frá 19. nóv. til 7. maí. Lægstur hiti var mínus 13 stig og var þá hitinn í húsunum mínus 5 stig. Mestur var hitinn úti 10 gráður og inni 11. Meðalhitinn í húsun- um yfir allan veturinn reyndist vera 3,4 stigum hærri en úti. — Ekki er annars getið, en að hús- in hafi verið rakalítil, þannig, að fé hafi jafnan verið þurrt í þeim. Sama ár og húsin voru byggð á Síðu voru byggð fjárhús á Höfða í Dýrafirði af Gunnlaugi Þorsteinssyni lækni. Þessi hús voru 10x14 m. og mjög lík Síðu- húsunum, að öðru leyti en því, að grunnur var 1,2 m. og í þeim hafðar grindur. Hlöður úr báru- járni voru byggðar við bæði hús- in. Þessi fjárhús á Höfða voru fyrir 160—170 fjár og kostaði járnið í fjárhúsin og hlöðuna um kr. 4,000,00 og annað efni og vinna við uppsetningu kostaði um 6,000,00 krónur 1932. 12 árum eftir byggingu þessara húsa skrifaði Guðbergur Davíðs- son að Höfða um þessi hús (XI. árg. Búfr.) og segir m. a. að bárujárnið á þaki og hliðum sé víða að ryðga allmikið, einkum þar sem það hvílir á langböndun- um, en þau voru úr ógalvaniser- uðu járni og ryðguðu fljótlega. Húsið var ómálað að öðru leyti en því, að*það var tjargað að inn- an í rúmlega fjárhæð. Guðberg- ur segir hins vegar hlöðuna al- gei'lega óryðgaða. Fjárhúsin á Hesti í Borgarfirði. f vasa-handbók bænda 1951 er vikið lítillega að gerð fjárhúsanna á Hesti í Borgarfirði. Á Hesti er sauðfjárræktarkynbótabú undir stjórn Halldórs Pálssonar ráðu- ráðunauts og mun hann hafa ráð- ið miklu um fyrirkomulag þessa fjárhúss. Með byggingu þessa fjárhúss er farið inn á nýja til- högun á fyrirkomulagi króa og garða. Heyhlaða er fyrir enda fjárhúsanna. Dyr eru á miðri hlöðu fram í húsin og frá þeim liggur 2 m. breiður gangur þvert á hlöðuna eftir húsunum endi- löngum og eru þá þrær og garðar samhliða hlöðuveggnum, sitt hvoru megin gangs. Miðgangur- inn er með dyr á stafni. Dyr eru á hverri kró á báðum hliðum. Þessu fyrirkomulagi er einkum talið það til ágætis að tiltölulega er auðvelt að stækka þessi hús án þess að fjölga risþökum og þarf því ekki annað en færa frarn stafninn og framlengia hliða.r og þak. Fjárhúsin eru með stein- steyptum veggjum og járnþaki. Fjárhúsin á Hólum í Hjaltadal. Árið 1945 voru byggð á Hólum í Hjaltadal 200 kinda fjárhús og segir Kristján Karlsson, skóla- stjóri, nokkuð frá þeim í XII. árg. Búfræðingsins. Kristján skóla- stjóri lýsir þessum húsum á þessa leið: „Fjárhúsið er 10 m. langt og 20 m. breytt. í því eru 4 garðar og 8 krær. Króarbreiddin er rúmir 2 m. Allir veggir hússins eru steyptir. Einnig garðar og milli- veggir. Það eru kerrufærar dyr í allar krærnar og er þeim að hálfu lokað af fleka, en hinum hlutan- um með 2 hurðum og er hægt að hafa efri hurðina opna þegar vill. Steinsteypt hlaða er við húsið jafnlöng breidd þess. Veggur er á milli húss og hlöðu með opnum dyrum í hvern garða. Þakið er úr bárujárni í tveimur risum og eru mænarnir opnir að endilöngu. Veggirnir eru 2,3 m. og risið 1,9 m.“ Um þessi hús segir Kristján skólastjóri ennfremur í grein sinni í XII. árg. Búfræðingsins, að þakið á húsunum hafi ekki hélað og þó hafa frostin farið upp í 16 gráður úti og haldist það mikið í nokkra daga. Mismunur á hita úti og inni í húsunum, segir Kristján, að hafi verið 4—9 gráður. Og hafi sá mismunur ver- ið mestur, þegar frosið var mest úti. Mestur hiti reyndist niður undir gólfi, en uppi undir þaki reyndist hitinn mjög líkur og hit- inn úti. Fjárhúsin í Skriðuklaustri. Árið 1951 voru byggð fjárhús á Skriðuklaustri i Fljótsdal fyrir um 600 fjár. í maí—júníhefti Freys 1952 segir Jónas Pétursson tilraunastjóri frá þessum fjárhús- um. Jónas lýsir fjárhúsunum þannig: „Bygging þessi er 28 m. á hvern veg. Eru fjárhúsin 8 talsins, undir einu risi. Undir miðju rjsi að endilöngu er 3 m. breiður gangur og ganga húsin sitt til hvorrar handar út frá ganginum, 4 hvoru megin. Garðar og krær vita horn- i'étt á ganginn, þ. e. þvert við mæni. Einar dyr eru á stafni fjárhúsanna, 3 m. breiðar og sams konar dyr eru af ganginum og inn í hlöðuna, sem er að endi- (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.