Dagur - 24.04.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 24.04.1954, Blaðsíða 6
s € D A G U K . Laugardaginn 24. <ápnl gS#«5CS«5iSS5SS«»S!5«SS«aSCS5«í«S4SS5S««»»»í*W!Í DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta; Erlingur Oavíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. ? t J ísland og Danmörk ISLENDINGUM hefur löngum fallið það miður að lesa i Norðurlandablöðum að íslenzka þjóðin sé nú, fyrir rás viðburðanna, að fjarlægjast frænd- ur sína á Norðurlöndum og í þess stað að hneigj- ast æ meir að amerískum áhrifum og lífsstíl. í þennan streng hafa margir merkir Norðurlanda- búar tekið, ekki sízt blaðamenn, sem hingað hafa komið í fárra daga heimsókn og hafa ekki haft lag á að greina í milli tæknilegrar framþróunar og þróunar þjóðmenningarinnar. íslendingar hafa nú á seinni árum tekið i þjónustu sína ýmsa tækni og vélamenningu, sem oft er kennd við Ameríku með réttu, og þessi samskipti okkar við hin ágætu lýðræðisríki Norður-Ameríku hafa vissulega orðið okkur til góðs í viðleitni okkar að koma atvinnuvegum okkar á nýtízkulegan grund- völl og búa þannig í haginn fyrir það framtíðar- menningarríki, sem við viljum hér skapa. En þeir, sem líta á þessa þróun á tæknisviðinu sem merki um breytt viðhorf íslenzku þjóðarinnar til sögu sinnar og menningarerfða, misskilja skapgerð hennar og lífsskoðun. íslenzka þjóðin er norræn þjóð og á sér nánust skyldmenni á Norðurlönd- um. Ekkert er fjær skaplyndi hennar en afneita þeirri frændsemi. Það er miklu fremur einlæg ósk hennar að tengjast nánari böndum við frænd- þjóðirnar austan við hafið. Og það er fyrst nú hin síðustu 10 ár, sem þessi ósk hefur náð að stíga fram, frjáls og óhindruð. Meðan sól full veldis og sjálfstæðis hafði enn ekki náð að sópa burt síðustu skuggum erlendrar yfirdrottnunar, gat samvinna íslendinga við aðrar þjóðir aldrei orðið með sama hætti og nú. Frelsi og jafnrétti eru sú undirstaða, sem hamingjusamleg samskipti menningarþjóða hljóta að byggjast á. Þessi skiln- ingur er ekki aðeins ríkjandi á íslandi. Hann á einnig sterkar rætur meðal Norðurlandaþjóðanna allra, og það ekki síður hjá okkar gömlu sam bandsþjóð en hinum. ÞAÐ KOM greinilega fram í ræðum og blaða skrifum í Danmörk, í sambandi við opinbera heimsókn forseta íslands þar í landi nú fyrir skemmstu, að Danir meta það mikils að hin fyrsta opinbera heimsókn þjóðhöfðingja fslendinga skyldi vera gerð til Norðurlanda, og þá fyrst til Danmerkur. Þeir skildu það réttilega, að þessi ferð forsetans er yfirlýsing um vilja íslenzku þjóð- arinnar til náins samstarfs og einlægrar vináttu milli hennar og frændþjóðanna á Norðurlöndum, Iivað svo sem líður aðstöðu hinna vanmáttugustu 'ríkja í tafli stórvelda og hagkerfa um áhrif og völd á jarðkúlunni. Engir leikir í þeirri skák geta breytt þessum vilja íslendinga og éngir at- , burðir á ytra borði lífsins mega villa vinum okk ar í Skandinavíu sýn á þessu. Og Danir kunnu líka vel að meta, — og þeim þótti vænt um það — að forsetinn sté fyrst á land á danskri grund. Þeir skyldu það og réttilega sem vott virðingar og vináttu. Það er vafalaust, að meðal alls þorra dönsku þjóðarinnar er nú í dag meiri skilningur á því en áður, að íslendingar ala engan kala brjósti til sinnar gömlu yfirdrottnunar- og sam- bandsþjóðar, heldur bera þeir virðingu fyrir þess- ari ágætu menningarþjóð, og vilja af heilum hug eiga vináttu hennar. Oll sú mikla upplýsingaþjón usta, sem rekin var af blöðum, útvarpi, á mannfundmu og opin- berum ræðum, í sambandi við komu forsetans, hefur sannfært mikinn fjölda danskra manna um, að það var misskilningur, sem margir áður héldu, að allir vegir íslendinga lægju nú til vesturs. Þeir vita það nú, að það er fastur ásetningur þjóðarinnar að halda opnum og greiðfærum vegum í austurátt, til frænd- íjóðanna norrænu og eiga við iær sem greiðust og bezt sam- skipti á öllum sviðum. Og það fer ekki í milli mála, að þessi vitn- eskja er fagnaðarefni meðal Norðurlandaþjóðanna allra. MÓTTÖKUR ÞÆR, sem for- setahjónin hlutu í Danmörk, jafnt af opinberri hálfu sem hjá almenningi, sýna, að óskin um vináttu og samstarf er gagn- kvæm. íslendingar gátu ekki val- ið betri fulltrúa til þess að leggja áherzlu á viðhorf sín til Norður- landa en forsetahjónin. Þau áttu sinn ríka þátt í því að auka og efla vinarþel til íslands meðal allra, sem sáu þau og heyrðu. ís- lendingar geta verið stoltir af framgöngu þeirra allri. Þar varð ekki á betra kosið. Og jafnframt er rík ástæða til þess að þakka og meta að verðleikum þann hlý- hug til íslenzku þjóðarinnar, sem birtist í allri móttöku forseta- hjónanna af Dana hálfu. Að for- setaförinni lokinni eru meiri lík- ur til þess en nokkru sinni fyrr, að ágreiningsmál í milli frænd- þjóðanna verði útkljáð í vinsemd og bróðerni og af gagnkvæmum skilningi og velvild. Leiðinda mál kallar Kr. Ingi Sveins í Siglu- firði eftirfarandi pistil er hann hefur sent blaðinu. „NÚ UNDANFARIÐ hef eg verið að lesa „Gerplu“ eftir Hall- dór Kiljan Laxness. Er það mikil bók að vöxtum, 429 bls. í allstóru broti. Minnir bók þessi að því leyti á Veraldarsögu Sveins Gunnarssonar, að í henni eru sums staðar heilar opnur án greinaskila. Tel eg þó Veraldar- sögu Sveins hafa það fram yfir Gerplu Kiljans, að á henni sé öllu betra mál, og var þó málinu á sögu Sveins mjög ábótavant, sem von var, því að S. G. mun aldrei hafa nokkurrar fræðslu notið, og bók þessi hans fyrsta og síðásta ritverk. ■— Slíkt er eigi hægt að segja um Gerplu, því að ekki vantar afköst hjá H. K. L. — Um menntun hans er mér, því miður eigi kunnugt, en meiri mun hún en Sv. G., því að Kiljan er uppi á meiri fræðslutíma. Furðulegt þykir mér, — fávís- um alþýðumanni, — að sjá og heyra, að Kiljan skuli settur á bekk með Gunnari skáldi Gunn- arssyni, svo að eg nefni aðeins eitt skáld annað, — því að skáld er Kiljan, þó gallað sé. Og eg vil taka það fram, að persónulega er mér ekkert í nöp við Kiljan. — En eg tel, af mínu litla viti, að á milli skálda þessara sé djúp staðfest. ERU ÞEIR MENN, er úthluta skáldastyrk, verki sínu vaxnir? Eða má enginn falla úr I. flokki, sem þangað hefur einu sinni komizt? Og það eins fyrir því, þó ,.skáld“ þau umhverfi verkum Snorra og annarra sagnaritara fornra og láti sögupersónur sínar úthúða Jesú Kristi og öðru því, sem okkur ætti að vera helgast? Eru sagnfræðingarnir ánægðir með þau vinnubrögð? Hvað segir biskup, guðfræðiprófessorar og prestar? — Ekki neitt. — Eða ekki hef eg séð það né heyrt. — Mun þá ekki óþarft með öllu að halda uppi stórum deildum í Há- skólanum um þessi mál og hví skyldum við, þessir ,,lúsugu“ ís- lendingar vera að ei'gja Dani með handritaþvargi? — Má ekki spara að viðhalda þessum kirkjum og því sem í þeim er flutt? — Við höfum sagnameistarann og guð- fræðinginn H. K. L. — Hann er víst margfaldur sagnfræðingur á við Snorra bónda í Reykholti. Og sennilega tekst honum að afmá „fótspor Krists“, sem okkur jai'ð- arbörnum hefur verið kennt, að við ættum að reyna að feta í, nú í fullar 19 aldir. — Bráðuin vei'ð ur okkur hér sennilega bent á, að „feta í fótspor" hins goðborna, dýrðlega skálds Kiljans. (Saman- ber Stalín). Þorir enginn af okkar mörgu sagnfræðingum og guðfræðingum að láta skoðun sína í ljósi um þessi mál, eða eru þeir ánægðir? Eg spyr aftur. OG SVO ER nú 3. fl. fræði- manna, — málfræðingarnir. — Eru þeir ánægðir með ritmál Kiljans? Ekki heyrist annars getið. Aðeins einn málfr. (Björn Sigfússon) var knúinn til þess, af mér, fyrir nokkrum árum að taka það lítillega til meðferðar í útvarpinu og Helgi Haraldsson, sem eg hygg að sé bóndi austur í Árnessýslu, skrifaði um verk Kiljans allsnarpa grein í ísafold fyrir fleiri árum. Nú eru málfr. í útvarpinu allt af að setja út á ýms orð og setn ingaskipun hjá blaðamönnum út- varpsþulum og börnum. Og vel sé þeim fyrir það starf. — Hún er t. d. stórhættuleg fyrir ísl. mál eins og hún er að verða almenn „þágufallssýkin", — en „mér langar" til að vita, á hverju sú líknarstarfsemi okkar ágætu mál- fræðinga byggist að þeir skuli aldrei minnast á ritmál hinna stórvirkustu rithöfunda. Eg ætla að nefna 3 alþýðuskáld Eg veit vel að ritmálið á bókum þeirra er ekki gallalaust. Það er heldur eigi von til þess. Guðrún frá Lundi er alveg ómenntuð al- þýðukona. Hún mun vera búin að senda frá sér þúsundir blaðsíðna Mikið af því er skrifað „á hlaup- um“ við dagleg störf. — Sóley í Hlíð og Guðmundur Egilsá munu bæði lítt menntuð og hafa skáldsagnagerð í ígripum með búum sínum. Og enginn þessara höf. mun hafa hnuplað sögnum fornmanna til að gjöra þær að uppistöðu í sögum sínum og hafa svo að ívafi alls konar afbakanir og óvirðingar á sögu hetjunum — „görpunum11, sem Gerpla dregur nafn af, — á ljótu og stundum lítt skiljanlegu máli — En þetta er nú minn dómur og ef til vill sleggjudómur, því ekki er eg málfræðingur. — EN GERIÐ ÞAÐ nú fyrir mig. málfræðingai' góðir, að bera sam an íslenzkt mál, á t. d. íslands klukkunni og Gerplu annars vegar, og verkum þessara þriggj (Framhald á 11. síðu). Unga fólkið fær hagkvæmt íán til Iieimilisstofnunar Heimilisstofnunarlán nefnist fyrirbæri eitt í Dan- mörk, sem dönsku sparisjóðirnir hófu að beita sér fyrir nú á þessu ári. Tilgangurinn er að aðstoða ungt fólk við að stofna' heimili, forða því frá að kaupa húsgögn o. fl. á afborgunarkjörum, og auka sparifjársöfnun í landinu. Eitt mesta vandamál unga fólksins er að útvega húsgögn og annan búnað til heimilisstofnunar ofan á húsnæðið sjálft og hefur rað reynst mörgum manni erfiður þröskuldur. — Dönsku sparisjóðirnir tóku höndum saman að reyna að hjálpa þessu fólki á þann hátt, að það yrði til gagns fyrir þjóðarheildina. Þeir gáfu kost á mjög hagkvæmum lánum til ungra hjóna, og má maður- inn ekki vera eldri en 30 ára. En til þess að öðlast réttindi til slíkra lána, þurfa ungu hjónin sjálf að eiga nokkurt sparifé. Hámarkslánin eru 6000 danskar krónur, en þau eru því aðeins veitt að ungu hjónin eigi sjálf 2000 kr. á bók. Lánin eru veitt til 5 ára og eru vextir aðeins 1% hærri en inn- lánsvextir sparisjóðanna. Sparisjóðirnir taka ekki veð, en tryggja sig með skuldatryggingu hjá vá- tryggingafélögum og verða lántakendur að greiða iðgjald í eitt skipti fyrir öll, 1% af lánsupphæðinni. Reglur eru settar um, hvað kaupa má fyrir láns- féð. Það eiga að vera húsgögn, sængurfatúaður, éld- húsáhöld, borðbúnaður, gluggatjöld, gólfteppi, út- varpstæki, heimilistæki. Sparisjóðirnir gréiða lán- takendum ekki lánin í reiðufé heldur í ávísunum á fyrirtæki, sem samið hafa við sparisjóðina um að vera hlutgeng í þessum viðskiptum. Út á þessar ávísanir eru aðeins látin þau húsgögn og tæki, sem áður getur. Mörg ung hjón hafa þegar. notfært sér þetta tækifæri og þykir þessi starfsemi' gefa góða . raun. í dönskum blöðum hafa birzt upplýsingar um, hvað má í dag fá af húsbúnaði fyrir 5500 til.6000 danskar krónur og kemur í ljós, að hægt eív.með hagsýni, að búa lítið heimili nauðsynlegum hús- gögnum og öðrum búnaði fyrir þessa upphæð. Þetta framtak dönsku sparisjóðanna er eftirtekt- arvert og þá ekki síður, hvernig þeir fara að því að framkvæma þessa aðstoð. Undirstaðan er vilji ungra manna til að spara, til þess að eiga fé á spari- sjóðsbók. Ef menn vilja hjálpa sér sjálfir, þá vill samfélagið líka hjálpa þeim. Menn verða að eiga ábyrgðartilfinningu og vera gæddir ráðdeildarsemi til þess að geta notið þessarar aðstoðar. En margt slíkt fólk er til og þessi aðstoð er því kærkomin. V VALD. V. SNÆVAllR: Þegar {lysinn hljóðnar. (Enskt lag) Gleðilegt sumar með gróður og þrosha. Gleðilegt sumar með ylríkan blœ. Gleðilegt sumar með guðlega blessun. Gleðilegt sumar í héruð og bœ. :,: Gleðilegt sumar! :,: ]á, gleðilegt surnar um foldu og sœ. Gleðilegt sumar með Guðs frið á jörðu. Gleðilegt sumar, er mýki livert sár. Gleðilegt surnar með göfgi og rnildi. Gleðilegt sumar með þverrandi tár. :,: Gleðilegt sumar! :,: -í Já, gœfurikt surnar og hagsœldarár. <; Gleðilegt sumar lil garnalla’ og ungra. ^ Gleðilegt sumar með stórhug og dáð. : Gleðilegt sumar til glaðra og hryggra. '■> Gleðilegt sumar með harmbót og náð. í S* :,: Gleðilegt sumar! :,: } Ó, Guð blessi ísland, vort fornhelga láð! <

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.