Dagur - 24.04.1954, Blaðsíða 12

Dagur - 24.04.1954, Blaðsíða 12
Bagur Laugardaginn 24. apríl 1934 12 Bændaklúbburinn lauk störfum með umræðum um nýrækt Ólafur Jónsson héraðsráðunautur og Arni Jónsson tilraunastjóri framsögumenn á síðasta fundi klúbbsins á vetrinum Senn liðin 50 ár síðan Iðnskóli Ákureyrar var sfoínaður 25 iðnaðarmenn stunduðu nám við skólann á síðast liðnum vetri Síðasti Bændaklúbbsfundurinn á vetrinum var haldinn að Hótel KEA síðastliðinn þriðjudag. Þar var rætt um vorstörfin. Nýræktir. Olafur Jónsson ráðunautur hóf umræðu rmeð ræðu um nýrækt- irnar. Nú líður að því, sagði hann, að vorstörf hefjast fyrir alvöru. Flögin bíða vinnslu og sáningar. Þau eru misjafnlega mikið unn- in. Sum eru fullunnin eða því sem næst frá haustinu. Onnur eru hálfunnin eða aðeins brotin. í því sambandi benti ræðumaður á, að undir flestum kringumstæðum væri hagfelldara að geyma þau flögin, sem aðeins voru brotin í haust, og sá ekki í þau fyrr en næsta vor. Lagði hann ríka áherzlu á að fullvinna þyrfti eða því sem næst, haustinu áðuf, þau flög, er gefa ættu góða uppskeru á fyrsta sumri eftir sáningu. Byggist þetta meðal annars á því, að flögin ofþorna áður en sáð er. Grasfræið spírar þá seint og illa Woodcoek sagði „Fishing News46 til syndanna Brezka fiskveiðablaðið Fishing News — illræmt á íslandi — bar sig nýlega mjög upp undan því í ritstjórnargrein, að fisk- veiðaráðunautur íslenzka sendi ráðsins í London, Mr. Huntley Woodcock, hefði ekki sýnt blaðinu tilhlýðilega virðingu. Skýrir blaðið svo frá, að frétta- ritstjóri þess hafi hringt til sendiráðsins og náð tali af Woodcock og var tilgangurinn að leita frétta um eitthvert ákveðið atriði, sem blaðið til- færir ekki. En fréttaritstjórinn sagði sínar farir ekki sléttar eftir símtalið. Herra Woodcock neitaði ekki aðeins að svara fyrirspurninni, segir hlaðið, heldur lét þess jafnframt getið að ástæðan til þess að hann vildi ekkert við fréttaritstjór- ann tala væri sú, að blað hans tæki við fyrirskipunum beint frá togaraeigendum í Bretlandi. Og þar með lagði herra Wood- cock símann á, segir Fishing News og er sárreitt. Eyðir blaðið síðan löngu máli til þess að reyna að sanna að upplýs- ingar Woodcocks um að blaðið sé á mála hjá togaraeigendum, séu ekki réttar. Og er ekki að efa, að þeir sem fylgzt hafa með skrifum blaðsins um löndunarbannsmálin, hafa ekki Við að trúa. og uppskeran verður lítil sem engin á fyrsta sumri. Jarðvinnsla, sáning og dreifing áburðarins, ásamt tilfærslu., og að síðustu völtun, tekur að jafnaði nokkurn tíma. Margir bændur treysta á umferðavinnslu stór- virkra véla. Fer þá jafnan svo, að aðeins fáir njóta vinnunnar á réttum tíma. Aftur á móti er auð- velt að nota léttar heimilisvélar til að ganga frá flögunum, herfa niður áburð og grasfræ og valta ef þau eru vel undirbúin frá haustinu. Ólafur varaði við að nota þunga valta, en hvatti til að vinna flögin og sá í þau eins fljótt og hægt væri til að nota jarðrak- ann. Þá spírar grasfræið fljótt og vel, og geta sáðsléttur, sem þann- ig eru unnar á réttum tíma, gefið mikla uppskeru af ágætu heyi á fyrsta ári. Áburður. Þá minnti hann á að húsdýra- áburðurinn notaðist bezt með því móti að nota hann í nýræktar- flögin og blanda honum vel sam- an við gróðrarmoldina með plæg- ingu eða herfingu. Þá hvatti hann til að nota ríflegan skammt af steinefnaáburði sérstaklega fos- fórsýru, jafnvel þrefaldan skammt. Um haustsáningu sagði ráðunauturinn, að hún gæti gef- izt ágætlega. Grasfræið, sem nú verður á boðstólum er frá Norðurlöndun- um. Um smárann sagði hann að varlega þyrfti að nota köfnunar- efnisáburðinn ef smárinn ætti að halda velli í sléttunum. Aftur þyldi hann beit mjög vel. Ráðunauturinn benti á að á góðu landi væri hægt að rækta gras með tilbúnum áburði ein- göngu, en húsdýraáburðurinn væri bezt hagnýttur með því að nota hann í nýræktarflögin. (Framhald á 11. síðu). Margt manna hér í kyrruvikunni Hátíðanöld þau, sem Ferða- málafélag Akureyrar gekkst fyr- ir hér í kyrruvikunni, voru all- fjölsótt og fóru fram samkvæmt áætlun. Margt manna stundaði skíðaíþrótt í Hlíðarfjalli og grennd, enda færi ágætt og veð- urblíða hin mesta. — Þá voru skemmtanir í bænum og á páska- dagsmorgun sigldi m.s. Hekla um Eyjafjörð með skemmtiferða- menn, í blíðskaparveðri. Líklegt er, að fyrir atbeina Ferðamála- félagsins verði skíðavika hér á Akureyri um páskana, fastur lið- ur og því vinsælli, sem lengra líður. Skipasmiðir á Hauga- nesi Þessi mynd, er varð síðbúin til prentunar og átti að fylgja grein uni bátinn Draupni á Ilauganesi, var tekin um borð í bátnum er hann Iá hér við bryggju og var þá verið að leggja síðustu hönd á verkið. — Á myndinni sjást: Sig- fús Þorsteinsson, bóndi og báta- smiður, Anganiýr Jóhannsson, f orstjóri útgcrðarfélagsins, og Kristján Þorvaldsson, formaður bátsins. Súkkulaðiverksmiðjan Linda hér í bæ hefur nýlega tekið í notkun nýtt og fullkomið véla- kerfi til framleiðslu á alls konar súkkulaði. Sýndi framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar, Eyþór H. Tómasson, fréttamanni blaðsins vélarnar nú í vikunni og var þá verið að framleiða kunnar tegundir af át- súkkulaði verksm. Súkkulaði- blandan fer beint úr blöndunar- potti í átöppunarvél, sem setur Eysteinn Jónsson frá störfum vegna s júkleika í þinglok var Skúli Guðmunds- son alþingismaður settur fjár- málaráðherra um stundarsakir, meðan Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra leitar sér lækninga við sjúkleika, sem hann hefur átt við að stríða nú um alllangt skeið. Mun hann þurfa að ganga undir skurðaðgerð á Landspítalanum nú fljótlega og er ekki búizt við að hann geti tekið við störfum á ný fyrr en með hausti. Kirkjukórinn syngur 2. maí Kirkjukór Akureyrar hefur ákveðið að efna til hljómleika í Nýja-Bíó sunnudaginn 2. maí næstk. kl. 3 síðdegis, til ágóða fyrir orgelsjóð kirkjunnar. Nán- ar verður skýrt frá fyrirkomulagi hljómleikanna í næstu viku. Iðnskóla Akureyrar var slitið laugardaginn 10. apríl sl. Við skólaslit gaf Guðm. Gunnarsson yfirlit yfir skólastarfið á vetrrn- um. Var skólinn rekinn sem dag- skóli í nánum tengslum við Gagnfræðaskóla Akureyrar og starfaði í tveimur deildum, auk tveggja mánaða námskeiðs í haust, vegna nemenda þeirra, sem þurftu á aukinni, bóklegri fræðslu að halda til þess að geta setzt í þriðja bekk skólans. Fyrir áramótin starfaði fjórði bekkur og var prófum braut- skráðra nemenda lokið 18. des. Að afloknu jóalfríi hófst svo kennsla í þriðja bekk og lauk bekkjarprófum 31. marz. Alls innrituðust í skólann 26 riemendur, þar af 22 iðnnemar og luku 6 þeirra burtfararprófi. Fjórði bekkur var svo fómennur vegna þess hve margir nemendur hana í forma, er síðan fara á svo- nefnd hristibönd rakleitt í kæli- skáp og þaðan að pökkunarvél, sem setur súkkulaðiplöturnar í umbúðir. Eru afköst þessa véla- kosts mikil og framleiðsla verk- smiðjunnar öll haganlegri en áð- ur var. Vélarnar eru þýzkar og sagðar af beztu gerð. Mun engin súkkulaðiverksmiðja hér á landi hafa sambærilegan vélakost til framleiðslunnar, að því er Eyþór Tómasson sagði blaðinu. Vörur Lindu eru löngu kunnar um land allt og hefur þessi iðnaður tekið skjótum framförum og hefur sannast á þessari framleiðslu — sem mörgum öðrum iðnaði — að hún er ekki lakar sett hér en í höfuðstaðnum. Kantötukór Akureyrar hefur riú fengið mikið af nýjum söng- kröftum og hefur æft af kappi síðan í janúar í vetur. Er ákveð- ið, að kórinn efni til hljómleika á föstudag í næstu viku og flytur hann þar 17 lög, eftir innlend og erlend tónskáld, á söngskrá kórsins. Björgvin Guðmundsson er enn sem fyrr söngstjóri kórsins. Hann sagði í viðtali við blaðið, að hann skólans í fyrra tóku þá báða bekkina og luku burtfararprófi. Við skólann störfuðu 7 kennarar og 1 aukakennari á haustnám- skeiðinu. Skólinn senn 50 ára. Þá minntist Guðmundur þess, að á næsta ári eru liðin 50 ár frá stofnun Iðnskóla Akureyrar. — Rifjaði hann upp í því sambandi nokkur atriði úr starfssögu skól- ans og tildrög að stofnun hans. Þá fór fram afhending próf- skírteina, og fara nöfn og eink- unnir brautskráðra nemenda hér á eftir: Jón Geir Ágústsson, húsasmið- ur, aðaleink. I. 8.72. Kristján Sveinsson, húsgagna- smiður, aðaleink. I. 7.70. Magnús Lórenzson, vélvirki, aðaleink. II. 7.18. Magnús Oddsson, húsasmiður, aðaleink. II. 7.20. Sigurður Jórisson, vélvirki, I. 8.21. Vilhjálmur Árnason, plötusmið- ur, aðaleink. I. 8.88. Viðurkenningu fyrir beztu iðn- teikning uhlaut Jón Geir Ágústs- son. Að lokum flutti Guðm. Gunn- arsson nokkur kveðjuorð til hinna brautskráðu nemenda, óskaði þeim fararheilla út í lífið og starfið og sagði skólanum slit- ið. Tvær sýningar enn á Skugga-Sveini Leikfélag Akureyrar hefur sýningu á Skugga-Sveini í kvöld og aftur á miðvikudagskvöld. En óráðið er um fleiri sýningar og óvíst, hvort þær verða fleiri. Fólk, sem hefur í hyggju að sjá leikinn, ætti að tryggja sér miða á þessar sýningar hið fyrsta, aðgöngu- miðasími 1906. teldi kórinn hafa fengið margt af góðum, nýjum kröftum og væri þetat mest ungt fólk, sem hefði reynzt mjög áhugasamt. Kórinn skipa nú um 50 manns. í hljómleikunum — sem verða arar, Helga Sigvaldadóttir og Hallfríður Árnadóttir. Vorú þær einsöngvarar með kórnum í út- varpsdagskrá kórsins sl. föstu- dagskvöld. • SúkknSaðiverksinidjðii Linda búin fulikomnum vélakosti Heldur liljómleika í næstu viku og eru-flest ný

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.