Dagur - 24.04.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 24.04.1954, Blaðsíða 5
Laugardaginn 24. apríl 1954 D A G U K 5 VNGA - Síða Félags ungra Framsóknarmanna - í þriðja tbl. „Dags“ 1954, birt- ist grein eftir undirritaðan, sem nefndist: Árásirnar á samvinnu- félögin. Efni þessarar greinar fjallaði, eins og nafnið bendir til, að mestu leyti um hinar svívirði- legu og furðulegu árásir kaup- mannablaðanna á hendur sam- vinnufélögunum fyrir Alþingis- kosningarnar í fyrra og bæjar- stjórnarkosningarnar í ár. Einnig gerði eg þar í stórum dráttum samanburð á stefnu Framsóknar- manna, Sjálfstæðismanna og kommúnista á sviði verzlunar- mála, nú og áður fyrr. Enn sem komið er, og verður tæplega úr þessu, hefur ekki heyrzt stuna né hósti úr herbúð- um „íslendings“ og „Verka- mannsins" út af grein þessari, og er það í sjálfu sér ekkert undar- legt, en í síðasta tbl. „Norðan- fara“, málgagni Þjóðvarnar- flokksins hér á Norðurlandi, birtist grein eftir „Bónda“ nokk- urn,' sem hann nefndi: Frá mín- um bæjardyrum séð. Kafli í grein hans fjallaði um þá grein mína, sem áður er nefnd, og er það harla undarlegt, þar sem ég nefndi Þjóðvarnarflokk- inn aldrei á nafn, né heldur minntist eg á stefnumál hans eða því um líkt. Og hví skyldi „Norð- anfari“ vera að taka hanzkann fyrir Sjálfstæðisflokkinn og kommúnista, og verja hendur þeirra, þó að þeir séu vissulega hjálparþurfi, og ljá þeim rúm í sínu blaði? Er það til þess að koma í veg fyrir eyður í blaðinu, sem annars mundu skapast, þar sem þeir hafa ekki þörf fyrir allt þetta líka mikla blað sitt, til að túlka bæjarbúum sín aumlegu málefni og stefnuskrá? „Bóndi“ kennir Framsóknar- mönnum um íhaldsdekur, og segir að síðan hafi misheppnuð Varðveizla samvinnuhugsjónar- innar orðið uppi á teningnum. En hvað á „Bóndi“ við með þessu? Hefur ekki Samband íslenzkra samvinnufélaga sífellt fært út kvíarnar á hinum síðari árum? Hvar hefur verið meira vöruúr- vál en meðal kaupfélaga? Hvar hefur skapazt meira sanngirni í vöruverði? Og hvar hefur þjón- ustan gagnvart fólkinu verið meiri en þar? Eru þetta ekki nægar sannanir gegn því að hægt sé að kenna hfnum ötulu forvígismönnum um misheppnaða varðveizlu sam- vinnuhugsjónarinnar, eins og „Bóndi“ orðar það? Er þetta ekki einmitt það, sem fyrstu forvígis- menn Sambandsins ætluðust til? „Bóndi“ ætlast sýnilega til þess, að kaupfélögin hrindi ekki frá sér níðskrifum þeim, sem kaup- mannablöðin keppast um að rita á hendur þeim. Eiga þau að standa varnarlaus gegn skrifum þessum og leyfa kaupmannablöð- unum að ausa úr skál ósannind- anna eins og þau lystir? Nei, „Bóndi" sæll, þessi orð þín og útúrsnúningar frá upphafi til enda, hæfa ekki það mark, er þeim var ætlað. „Bóndi“ kemst að þeirri niður- stöðu, að ekki séu allir meðlimir Sambands ísl. samvinnufélaga Framsóknarmenn og bendir á tölur Framsóknarflokksins við síðustu Alþingiskosningar, um 17 þús. atkv., og meðlimafjölda Sambands ísl. samvinnufélaga, sem mun vera um 30 þús. Þó það nú væri. Innan vébanda Samb. ísL samvinnufélaga er fólk úr öllum stéttum og öllum stjórnmála- Nú þessa dagana eru uppi há- værar umræður um áfengismál okkar íslendinga. Skiptast menn þar í tvær and- stæðar fylkingar. í annarri fylk- ingunni eru þeir, sem heimta fullkomið „frelsi" í áfengismál- um, þ. e. a. s., að mönnum sé gert kleift að drekka sem allra flestar tegundir áfengis á sem allra flestum stöðum í landinu. Með þessu hyggjast þeir „vinna að aukinni bindindisstarfsemi“, ef bindindið á þá ekki alveg að koma af sjálfu sér, eftir að áfengisverzlanir eru komnar á hvert götuhorn. Þeir menn gala nú hæst um bindindi, sem ekki vilja taka staupið frá vörum nokkurs manns. Þennan flokk fylla að sjálfsögðu þeir menn, sem sjálfa sig nefna hófdrykkjumenn, og má þar segja, að þeir þekki sitt hlutverk. Hina andstæðu fylkingu fylla bindindismenn og fylgismenn þeirra, og eru þar í fararbroddi bindindissamtökin í landinu, studd af öðrum menningarfélög- um, svo sem íþróttafélögum, kvenfélögum, ungmennafélögum o. s. frv. Bindindissamtökin í landinu er sá félagsskapur, sem lengst og bezt hefur unnið gegn hvers konar neyzlu áfengra drykkja í landinu með þeim ár- angri, að hér á landi er nú minna drukkið heldur en víðast hvar annars staðar. Hitt er svo annað mál, að ástandið er hvergi gott. Menn tala um gagnslaus bönn á vínveitingaleyfum í veitingahús- um og á danssamkomum. Það má spyrja þá góðu menn, sem því halda fram, að við hverju má eiginlega búast, þegar fólkinu flokkum, jafnt afturhaldssömustu íhaldsmenn og hreintrúaðir línu- kommúnistar, og vafalaust er ,,Bóndi“ sjálfur meðlimur Kaup- félags Eyfirðinga. „Bóndi“ virðist hreint og beint ekki þekkja mun- inn á verzlunarfyrirtæki og stjórnmálaflokki. Hann heldur sýnilega, að það sé eitt og sama, og að enginn geti verið samvinnumaður nema hann sé jafnframt flokksbundinn Fram- sóknarmaður. En það er hinn mesti misskilningur. Fólk kýs heldur, í hvaða stjórnmálaflokki sem það er, að verzla þar sem þjónustan gagn- vart fólkinu er sem mest og bezt og skal engan furða á því. Samvinnuhugsjónin er megin- kjarni stefnu Framsóknarflokks- ins, og í þeim kaupstöðum, þar sem einkaverzlunin hefur verið mest fram að þessu, eiga sam- tökin fyrir höndum á næstu árum mikil verkefni. I. Þ. hefur verið kennt það í langan tíma að geta ekki farið í veitinga- hús eða skemmt sér á danssam- komum, án þess að neyta áfengis með ómenningarblæ, sem þar ríkir jafnan. Er von á góðu, þegar fólki hefur verið komið upp á slíkt? Eg held að ekki sé hægt að búast við, að próduktið af slíku verði gott, og að almenn hugarfars- bx-eyting eigi sér stað strax. Hér býr það undir, að ráðum bind- indismanna hefur ekki verið hlýtt. Það sýnir reynslan hvaðan- æva að. Á Alþingi íslendinga var á ferðinni frumvarp, þar sem átti að veita áfengisflóðinu að nýju yfir landslýðinn. Ekki á það þó að nægja, heldur átti áfengur bjór einnig að fylgja með. Þeir, sem bjórnum vilja sleppa og finnst meira en nóg komið af svo góðu, eru nú stimplaðir sem ofstækis- menn og eru settir í „annan og lægri flokk“ (sbr. Morgunblaðið 20. marz 1954). Nú eru Amerí- kanar á Keflavíkurflugvelli, að dómi Morgunblaðsins, í hærra og virðulegra þrepi í mannfélags- stiganum, af því að þeir eru svo hamingjusamir að geta neytt áfengs öls. Langt má nú ganga í ósvífninni og áróðrinum. Ætli það séu ekki nógu margir ungir íslendingar, sem flækst hafa í neti Bakkusar konungs og ekki átt þaðan bjargar von, svo að á það sé bætandi?. Áfengur bjór yrði beinlínis drykkjuskóli fyrir unglinga, sem síðan myndu halda áfram á þeirri ógæfulegu braut. Virðist furðulegt, að menn, sem kenna sig við raunsæi skilji ekki þessi auðsæu sannindi. Er það raunsæi að leyfa mönnum að drekka eins og þeir lifandi geta og senda þá síðan, sem ekki þola, á drykkjumannahæli? — Hvað skyldi áfengistízkan hafa lagt líf margra íslenzkra menntamanna í rústir? Iivað ætli þau séu mörg heimilin, sem farið hafa forgörð- um vegna áfengisbölsins? Hvað mörg umferðaslysin? Hvað mörg dauðaslysin, og hvað mörg sjálfs- morðin? Hvað skyldu margar vinnustundir hafa tapast vegna áfengisneyzlu? Hvað skyldu þeir vera margir, sem gefizt hafa upp við ýmislegt mótlæti á lífsleiðinni og orðið þrælar áfengistízkunn- ar? Þannig mætti lengi telja. Já, það er von, að Morgunblað- ið tali um „vínmenningu, jafn- gamalli sögu landsins, hefð, sem fléttast eins og órjúfandi glitþráð- ur um gjörvalla menningu þjóð- arinnar." Flest er nú orðið menning, þegar hið aldagamla böl þjóð- anna, áfengisbölið, er nú orðið „órjúfandi glitþráður“ samtvinn- aður allri sannri menningu þjóð- anna. Nei, við þurfum að grafa fyrir rætur meinsins rnikla. Það, sem nú ber að vinna að með krafti, er að breyta jarðveginum, skapa öflugt almenningsálit, sem for- dæmir áfengisneyzlu jafnt í hófi sem í óhófi. Þar eiga kirkja og skóli miklu hlutvei-ki að gegna, ef þau þekkja sitt hlutverk. Eg held, að við ættum ekki að feta í fótspor Frakka í þessum efnum. Þar eru áfengisbúðir á hverju götuhorni, þeir drekka mikið og við sjáum afleiðingarn- ar: Þjóðin er að úrkynjast, stjórnleysi og glundroði ríkir með þjóðinni. Æðsta menntastofnun íslend- inga hefur sannarlega ekki reynst köllun sinni trú í þessum efnum. Raddir áfengisdýrkenda eru þar jafnan í miklum meirihluta. Þar er talað fagurlega um „áfengis- menningu“. Hve marga gáfumenn hefur íslenzka þjóðin ekki misst út í ótímabæran dauða sökum áfengisneyzlu? Er hægt að mæla með slíku gamni, sem áfengis- neyzlan er, þótt einstaka menn séu gæddir þeim líkams- og sál- arkröftum að geta neytt áfengis stöku sinnum eða jafnvel oft, án þess að vera algerir þrælar þess? Hafa ekki íslenzkir háskólastú- dentar haft nægan tíma til að „læra að drekka“, ef á annað borð er hægt að læra þá list? Ætli þeim henti ekki bezt að tala hóf- lega um þroska í þeim efnum. Hafa þjóðir, sem drukkið hafa í þúsundir ára „lært að drekka“ sér að skaðlausu? Hafa Frakkar lært það? Eða ítalir og Danir? Nei, hér liggja málin ljóst fyrir. Áfengismenning er hvergi til og mun aldrei verða til. Nautnalyf getur aldi'ei myndað neina menn- ingu, eða lyft nokkurri sannri menningu. Enginn ætlar sér að verða ofdrykkjumaður, en marg- ir verða það. Það er ómótmælan- leg staðreynd. Mestu gáfumenn þjóðanna eru jafnan harðir and- stæðingar Bakkusar konungs. — Voldugasta andans hetja aldar- innar, Mahátma Gandhi, var rót- tækur bannmaður. Sama er að segja um gáfumanninn Abraham Lincoln og japanska þjóðarleið- togann Kagawa. Þannig mætti lengi telja. Nei, góðir lesendur. Við skulum ekki leggja hlustir við fagurgala áfengisdýrkendanna, hvaða nafni sem þeir nefnast. Við þurfum að standa í sþorum íslenzku þjóðarinnar 10. sept. 1908, þegar hún samþykkti að loka fyrir flóðgáttir spillinga og hörmunga fyrir hina íslenzku þjóð. Framkoma landsfólksins 10. september verður ekki líkt við neitt í sögu landsins, nema þegar kristni var lögtekin á Alþingi af meirihluta manna, sem sjálfir voru heiðnir. Fyrr verðum við ekki færir um að varðveita það sem okkur er dýrmætast, frelsi okkar og menn- ingu. H. H. Sviðljós. Kvikmyndahúsin hér buðu upp á góðar myndir um páskana. í Nýja-Bíó var hin fræga mynd Chaplins: Sviðljós. Myndin er listaverk. Er hvort tveggja, að gerð og uppbygging myndarinn- ar sýnir harmleik og kómedíu mannlegs lífs á ógleymanlegan hátt, og Chaplin sjálfur túlkar aðalhlutverkið af snilld. Enginn maður, sem í raun og veru ann góðum kvikmyndum, ætti að láta undir höfuð leggjast að sjá þessa mýnd. Hljóti hún ekki góða að- sókn hér, er það áfellisdómur um smekkvísi og listaþroska kvik- myndahússgesta hér almennt. Unaðsómar. Þá sýndi Skjaldborgarbíó gaml- an kunningja, Unaðsóma (A song to remember), ævisögu Chopins í rómantísku ljósi. Hin undur- fagra tónlist heldur myndinni uppi og gerir hana hrífandi. — Lauslega er tekið á æviatriðum Chopins, en Cornell Wilde leikur hann og gerir geðþekkan, en veikgeðja, fríðleikspilt. Ollu þróttmeirí persóna í myndinni er Liszt. Paul Muni leikur kennara Chopins og leikur sterkt, en Merle Oberon leikur Georges Sand, skáldkonuna frægu, sem hafði svo örlagarík áhrif á ævi Chopins. Þetta er mynd, sem er líkleg til vinsælda og vel er hægt að sjá hana oftar en einu sinni. Ekki er hætta á að maður heyri músík Chopins of oft. Aukamynd með þessari sýn- ingu var frá för forseta íslands til Danmerkur. Myndin hefði betur verið ósýnd. Upptakan virðist vera þannig, að óforsvar- anlegt með öllu er að sýna mynd- ina. Á tjaldinu er mest þolta og myrkur og varla sést nokkurt andlit. Þó var sólskin og fpgurt veður í Höfn, er forsetinn s£eig á á land. Vafalaust eru til ádætar fréttamyndir af forsetaheimstpkn- inni, en þetta er ekki ein af j^eim. Tveir íslenzkir kvikmyndatöijiu- menn voru viðstaddir, þeir VT|g- fús Sigurgeirsson og Kjartan (^). Bjarnason. Væri gaman að fá aiS sjá eitthvað úr þeirra myndum. ^ Herbergi með húsgögnum óskast til leigu sem fyrst, nálægt mið- bænum. Uppl. í síma 1116. , Um áfensrismá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.