Dagur - 24.04.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 24.04.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 24. apríl 1954 Hin mikla þörf fyrir bæífa að- sföðu fogaraúfgerðarinnar Eftir Axel Jóhannsson skipstjóra Greinargerð sú, sem forsvars- menn togaraútgerðarinnar birtu almenningi 23. marz s. 1., sýnir glögglega, að íslenzk togaraútgerð er í miklum vanda stödd, og leitar því á náðir hæstvirtrar ríkisstjórnar. Hinn 11. apríl birt- ist svo í Morgunblaðinu útdrátt- ur úr ræðu er atvinnumálaráð- herra hélt á Alþingi um þetta mál. Þar upplýsir hann, að ekki komi til mála, að veita togaraút- gerðinni samskonar réttindi og bátaútgerðinni var veitt með bátagjaldeyrisfyrirkomulaginu. Um þetta munu flestir landsmenn vera ráðherranum sammála. Nú þegar hefur verið gengið allt of langt á svo hættulegri braut, og einhvem tíman verður að stinga við fótum. Það virðist sem ráð- herranum detti í hug, að örðug- leikum togaraútgerðarinnar nú megi líkja við það, þegar regn- skúr fellur á næstum heiðríkum degi, og fljótlega birti upp aftur, að lítið breyttum aðstæðum. En því miður er málið ekki svo ein- falt, og mun eg reyna að færa rök að því. Eftir reynslunni síðastliðið ár munu líklega margir halda, að togaraútgerð á íslandi sé ekki hægt að r.eka með sæmilega fjári- hagslegri afkomu, nema togar- arnir sigli með ísvarirln fisk til annarra landa, einhvern hluta ársins. Slík sjónarmið verður að kveða niður. Þetta er hægt, og við verðum að sýna það í verki, nú þegar með því að búa togara- útgerðinni traustan, fjárhagsleg- an grundvöll. T ogaraútgerðirnar verða áð eiga sjálfar allan þann fisk, sem skipin veiða, hagnýta hann rétti- lega í landi og flytja hann út sem góða markaðsvöru. Til þess að þetta geti orðið að veruleika, þurfa útgerðirnar að hafa góðar aðstæður í landi, eiga sjálfar kældar saltfiskgeymslur, skreið- ai-skemmur, þurrkhús, hrað frystihús, þurrkhjalla og þurrk- reiti, allt miðað við það fiskmagn, sem væntanlega berst útgerðinni. Allt þetta kostar auðvitað mikla peninga, og einhverjum finnst það kannske fjarstæða, að tala um stórframkvæmdir hjá útgerð sem virðist vera að sligast fjár hagslega. En nú einmitt er hin rétta stund og líklega síðustu for- vöð að koma íslenzkri togaraút- gerð á réttan kjöl, því þá að hika? 100 milljónir? Hve mikið kostar þetta? Hvar á að taka féð? Og hverjir eiga að borga það? 100 millj. íslenzkra króna ætti að nægja til að búa togaraútgerðinni góð skilyrði í landi. Ef lán fæst ekki innanlands væri eðlilegt að leita til Banda- ríkjanna. Mér finnst líklegt að þar fengist hagkvæmt lán með ríkisábyrgð til sjálfsagðrar upp- byggingar aðalatvinnuvega lands manna. Rétt virðist vera að taka þetta lán til langs tíma, þó er það ekki allt of mikil bjartsýni að halda, að togaraútgerðin gæti greitt það upp á 5 árum, eftir að henni hefur verið búin hin réttu skilyrði. Hið stranga, en þó rétt- sýna eftirlit með skiptingu fjárins og framkvæmdum annaðist að sjálfsögðu Alþingi og ríkisstjórn. Með ört vaxandi tækni má búast við að fljótlega bætist við fleiri verkunaraðferðir á fiski, en nú eru þekktar. Þá verða ráðamenn- irnir að vera vel á verði, svo að ekki tapist dýrmæt tækifæri. Við flytjum árlega út mikið magn af söltuðum ufsa fyrir tiltölulega lágt verð, aðrar þjóðir vinna úr honum góða og dýra markaðs- vöru. Gætum við ekki haft meira upp úr þessari fisktegund? Margt er það í greinargerð for- svarsmanna togaraútgerðarinnar, sem vekur athygli, meðal annars þetta, orðrétt: „Möguleikar til að verka allan aflann voru ekki fyrir hendi hjá togurunum, þar sem húsakost vantaði tilfinnanlega fyrir saltfisk og skreið. Olli þetta aðstöðuleysi togurunum oft og tíðum beinlínis tapi, þar sem ým- ist varð að selja aflann beint úr sjó eða geyma hann við ófull- nægjandi skilyrði, sem leiddi af sér aukinn vinnukostnað og lé- legri framleiðslu.“ Ekki er nú fast að orði kveðið með tapið, en mér hefur dottið í hug, og set það fram til athugun- ar, að íslenzk togaraútgerð hafi orðið að minnsta kosti 20 millj. kr. fátækari á árinu 1953 af ofan- greindum ástæðum og öðrum ótöldum, sem með framsýni og bjartsýni hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Margt fleira mætti segja um ástæður og rekst- ur togaraútgerðarinnar, en hér verður staðar numið að sinni. Aðalatriðið er að valdhöfunum beri gæfa til að búa henni fjár- hagslega traustan framtíðar- grundvöll, þá munu öll hin smærri vandamál auðveldlega leysast. Axel Jóhannsson. Fermingarbörn í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 25. apríl Séra Pétur Sigurgeirsson fermir Eyjólfsdóttir, DRENGIR: Arngrímur B. Jóhannsson, Norð- götu 421 Arnvíð Hansen, Mjólkursaml. Ásgeir R. Bjarnason, Þing. 37. Baldvin J. Bjarnason, H.m.str. 44. Davíð G. Jónsson, Naustum. Einar Björnsson, Hafnarstr. 53. Einar Karlsson, Strandgötu 49. Finnur Eydal, Hlíðargötu '8. Guðm. Frímannss, Eyrarveg 27. Gunnar Sólnes, Bjarkarstíg 4. Gunnlaugur M. Jónsson, Hafn. 9. Gylfi Kristjánsson, Aðalstr. 36. Halldór Aspar, Löngum. 11. Héðinn Baldvinsson, Sólv. 6. Ilreinn Sverrisson, Norðurg. 51. Hörður Sverrisson, Þór.. 118. Jóhann Friðþórsson, Möðru. 3. Jóhann Víglundsson, Staðarhóli. Jónatan V. Guðmundss., Rán. 20. Júlíus Thorarensen, Gleráreyr. 6. Karl V. Stefánsson, Þing. 39. Klaus Hans Helmut Scheel, Brekkgötu 19. Magnús S. Magnússon, Grund. 3. Olafur Larsen, Skólastíg 3. Ottar Einarsson, Barnask. Ak. Sigurður H. Víglundss., Staðarh. Sigurður K. Oddsson, H.m.str. 15. Sigurður Þ. Guðmundss., Eiðs. 5. Sigurjón E. Sigurgeirsson, Að- alstræti 13. Smári Þröstur Birkir Leifsson, Eyrarlandsholti. Vébjörn Eggertsson, Eyrarv. 4. Völundur Heiðrekss., Eyrarv. 23. Þorvarður E. Elíass., Grænum. 6. STÚLKUR: Aðalheiður Alfreðsd., Fjólug. 12. Anna D. Harðardóttir, Möðru. 4. Anna J. Þorsteinsd., Ægisg. 20. Anna M. Jóhannsd., Spítalav. 11. Anna L. Daníelsd., Norðurg. 39. Arnheiður Kristinsd., Hafn. 90. Árdís Björnsdóttir, Ránargötu 6. Ásdís Árnadóttir, Norðurg. 31. Ásdís E. Jónsdóttir, Ægisg. 27. Ásta A. Garðarsd., Lækjarg. 2. Ástríður G. Hauksdótir, Holtag. 1. Björg Á. Ki-istjánsd., Bjarmast. 9. Bryndís Kristinsdóttir, Hafn. 90. Bryndís Þorvaldsdóttir, Lundi. Brynja Breiðfjörð Herbertsdóttir, Ránargötu 7. Elín H. Ingólfsdóttir, Ægisg. 14. Elínborg J. Pálmad , Bjarmast. 6. Eydís Blómquist Lö.ngumýri 3. Guðný Franklín Jóhannsdóttir, Holtag. 10. Guðný M. Þórisdóttir, Þór. 124. Guðný Matthíasdóttir, Garði. Halldóra S. Ágústsd.,. Reyniv. 6. Heiðdís Norðfjörð^^Ægisgötu 25. Helen Þorkelsson, Ránargötu 19. Helga Garðarsdóttir, Hrís. 1. Hreindís Guðmundsd., H.m.str. 23 ísveig I. Sigfúsdóttir, Ránarg. 21. Jóhanna S. Guðmundsd., Norð- urgötu 15A. Jóna G. Baldvinsd, Hamarst. 26. Jóna Gígja Eiðsdóttir, Aðalstr. 23. Jóna K. Sigurðard., Grundarg. 7. Jónína M. Þórsteinsd., Norð. 50. Katrín Þóroddsdóttir, Neðri- Vökuvöllum. Kristjana Jónsdóttir, Ránarg. 28. Margrét Rögnvaldsd., Munk. 22. María B. Eiðsdóttir, Ægisg. 29. María Jóhannsdóttir, Hafn. 73. Regína Vigfúsdóttir, Víðiv. 14. Rósa D. Helgadóttir, Rauðum. 15. Rúna H. Kristjánd., Ránarg. 1. Sigríður G. Torfadóttir, Rán. 3. Sigríður Þorvaldsd., Kaupv. 3. Snjólaug E. Hermannsd., Rán. 23. Snælaug A. Steinþórsdóttir, Eyr- arlandsveg 19. Sonja Gunnarsdóttir, Norð. 41. Sólborg Árnadóttir, Strandg. 23. Stella Hjálmarsdóttir, Norð. 12. Svanhvít Á. Magnúsd., Þór. 87. Svanlaug Baldursd, Bjarlsar, 3. Þorbjörg Gígja Símonardóttir Klettaborg 4. Þorbjörg K. Snorrad., Löngum. 7. Þyri Þorvaldsdóttir, Gleráreyr. 6. Námsstjórinn á NorðurJandi, herra Snorri Sigfússon, verður sjötugur á næstk. sumri, og verð- ur því að hætta námsstjórastarf- inu, sem hann hefur gegnt um nokkur ár með ágætum og vax- andi vinsældum. Undanfarnar vikur hefur hann heimsótt skólana í umdæmi sínu. Tilviljun réði því, að Grundar- skólann í Svarfaðardal heimsótti hann síðastan allra skólanna, eða föstudaginn 9. þ. m. Frá Grund hóf Snorri kennslustarf sitt fyrir nærfellt hálfri öld og á Grund er síðasti skólinn, sem hann heim- sækir, áður en hann lætur af störfum. Mér þykir þetta eftir- tektarverð „tilviljun“, ef það má kallast það. Föstudaginn 9. þ. m. ráðgjörði Snorri að halda opinberan fyrlT- lestur um fræðslumál kl. 2 e. h. í Grundarskólanum. Hugðu marg- ir gott til erindis hins æfða og fróða skólamanns, — ekki sízt, þar sem komið er að merkilegum þáttaskilum í skólasögu Svarf- dæla, þar er hið nýja heimavist- arskólahús, sem hefur verið í byggingu undanfarin ár, verður sennilega tekið í notkun á næsta hausti. En eins og gefur að skilja, verður að mörgu að hyggja, þeg- ar svo stendur á, ef allt á vel að takast. Snorra treystu menn til að gefa holl ráð og góð. Það var því ætlun sveitarbúa, að fjöl- sækja að Grund fyrrnefndan dag, bæði af framangreindum ástæð- um, og eins af hinu, að menn vildu áreiðanlega sýna Snorra ofurlítinn virðingar- og þakkar- vott með því að mæta á, þessu kveðjumóti hans sem námsstjóra. Var nokkur viðbúnaðui’ hafður til þess að gjöra sér glaða og eft- irminnilega stund, meðal annars með því, að drekka kaffi með þessum gagnmerka og ástsæla Svarfdælingi. Hafði hreppsnefnd in forgöngu um það. En — a föstudaginn voru „veðurguðirnir“ í vondu skapi. Varla var hægt að segja, að fært væri bæja milli. Svo var hvasst og byljasamt. Varð því færra um manninn en til stóð. Nokkrir menn, karlar og konur, komu þó á vettvang, og mun þá sízt iðra þess. Þrátt fyrir óveðrið áttu þeir, sem komu, góða stund þarna í hlýrri stofunni við góðar veitingar og vinamál. — Undir borðum flutti Snorri merka ræðu um fræðslumálin, bæði almennt og sérstaklega um fræðslumál sveitarinnar. Var góður rómur gerður að erindi hans, enda það þess vert. Þá þakkaði formaður skólanefndar, séra Stefán Snævarr, fyrir erind- ið og öll störf Snorra og margvís- lega góðvild í garð svarfdælskra fræðslumála, fyrr og síðar, og honum svo góðra heilla í fram- tíðinni. — Tíl máls tóku enn- fremur þeir Þórarinn Kr. Eldjárn, hreppstjóri og skólastjóri, Helgi Símonarson og Vald. V. Snævarr, fyrrum skólastjórar. — Komu ræðumenn víða við, en allir tjáðu þeir Snorra virðingu sína og þökk fyrir samskipti og margvíslega samvinnu. — Að endingu talaði heiðursgesturinn nokkur orð. —• Þess skal getið, að óspart var sungið milli ræðna, enda á annað elcki við, þar sem Snorri Sigfús- son er heiðraður. Tökum í dag Gólfteppi til hreinsunar. FATAHREINSUNIN Strandgötu 13B Brennimark mitt er: M. Jón Magníis Árnason, Glerárgötu 9, Akureyri. 12. apríl 1954. V. Sn. Strætisvagn fyrir 80 farþega Nýr 80 manna strætisvagn var nýlega tekinn í notkun hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur. — Er það stærsti farþegavagn, sem til er hér á landi. Vagn þessi er að nokkru frábrugfðinn þeim vögn- um, er hér hafa $éðst fram að þessu. Vélin er undir gólfinu og hefur tekizt að einangra hana..svo, að hávaði af hennar völdum er ekki tilfinnanlegur. - • Bifreiðastjórasætið er skilið frá farþegarúmi með glerskilrúmi og talar hann í hátalara við. farþeg- ana. Bílasmiðjan h.f. yfirbyggði þennan nýja vagn. SVANIRNIR A ANDATJÖRNINNI. í fjallasveitunum fækkar greitt sem flótti á lið sé brostinn. Nú er bar víða autt og eytt sem áður var gnótt um kostinn. Þótt sjálfráður flytji sveitum frá, sér til frama eða hlífðar, í béttbýli flestum finnast má fjaðrir af vængjum stýfðar. Fjölbreyttur hópur flýtur á þeim flaumi, sem knýr og lokkar. — Fjallasvani við fengum þá á fuglatjörnina okkar. En höfúðstaðurinn heillar æ, — þar heppni er ýmsum búin. — Fjöldi úr okkar fagra bæ að fullu er þangað snúinn. Okkur verður það eftirsjón ef einhver úr sæti víkur-----. — Síðast fluttu ein svanahjón suður til Reykjavíkur. L DVERGUR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.