Dagur - 28.04.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 28.04.1954, Blaðsíða 1
GERIST ÁSKRIFENDUR! Sími 1166. ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskrifendur! XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 28. apríl 1954 21. tbl. Ferming í Akureyrarkirkju Þessi mynd er frá fcrmingu í Akureyrarkirkju á 2. páskadag. Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup fermdi fjölda pilta og stúlkna, er voru öll cins klaedd, I hvítum, skósíðum fermingarskikkjum, sem Kvenfélag Akureyrarkirkju hcfur látið gera og kirkjan leggur fcrmingarbörnunum til. Þessi nýi siður við ferminguna mælist mjög vel fyrir, sparar fereldrum fé og gerir fermingarathöfnina enn hátíðlegri en áður var. Opinberri heimsókn forsefa !s- lands á Norðurlöndum lokið Forsetinn sæmdur æðstu heiðursmerkjum þriggja landa Hinn 26. þ. m. lauk opinberri heimsókn foresta Islands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, og forseta- frúarinnar, í Finnlandi, og eru forsetahjónin nú komin til Sví- þjóðar, á heimleið. Glæsilegar móttökur í Finnlandi. í Finnlandi var forsetahjónun- um ákaflega vel fagnað og voru móttökur allar með miklum glæsibrag. Paasikivi Finnlands- forseti og ríkisstjórn landsins tóku á móti forsetahjónunum með mikilli viðhöfn, Helsingforsborg var skreytt í tilefni heimsóknar- innar og allur almenningur fagn- aði forsetahjónunum mjög inni- lega. Finnsku blöðin hafa birt mikið efni frá íslandi þessa síð- ustu daga og nákvæmar lýsingar á móttöku forsetans í Finnlandi. Þegar forsetahjónin sigldu frá Abo hyllti þau mikill mannfjöldi. « Sæmdur æðstu heiðursmerkjum. Forseti íslands hefur nú verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum Danmerkur, Svíþjóðar og Finn- lands. Friðrik IX. Danakonungur sæmdi hann fílsorðunni, Gústaf Adolf Svíakonungur sæmdi for- seta Serafim-orðunni, en Paasi- Dásamleg sumartíð Dásamleg sumartíð er hér nú á degi hverjum, stillur og sólskin og hiti 12—14 stig. Jörð er tekin að gróa og er öll framför úti í náttúrunni mánuði fyrr á ferð en á undanförnum árum. kivi Finnlandsforseti sæmdi hann stórkrossi hinnar hvítu rósar með keðju,, sem er æðsta heiðursmerki Finnlands. Hefur enginn íslend- ingur áður verið sæmdur þessum heiðursmerkjum. Þjóðhöfðingjar þessir allir voru af forsetanum sæmdir stórkrossi fálkaorðunnar með keðju. Ráðgert að stofna ljósaperuverksmiðju Bæjarstjórn hefur borizt erindi frá S. H. Steindórssyni verk- smiðjueiganda hér í bæ, þar sem hann spyrzt fyrir um, hverja fyr- irgreiðslu bærinn veiti fyrirætl- unum, sem hann hefur á prjón- unum um að stofna verksmiðju til að framleiða Ijósaperur. Bæjarráð samþykkti að óska eftir frekari upplýsingum, áður en málaleitan þessari væri formlega svarað. Allgóður afli togaranna að undanförnu Togarinn Harðbakur losaði hér 218 lestir af saltfiski á mánudag- inn og í gær og er þetta ágætur afli. Skipið fór á veiðar aftur í gærkvöldi og verður aflinn hert- ur er það kemur inn næst. Sval- bakur var væntanlegur hingað í morgun, með fullfermi af salt- fiski og fisk til herzlu. Skipið mun afla til herzlu í næsta túr. Kaldbakur veiðir í salt og er væntanlegur inn seinnipart vik- unnar, en Sléttbakur í næstu viku. Ungur Menntaskóla- nemandi í boðsför í Bandaríkjunum Ungur Akureyringur, nem- andi í 5. bekk Menntaskólans hér, er um þessar mundir á ferðalagi um Bandríkin í boði amerísks kaupsýslumanns. — Hinn ungi ncmandi heitir Heimir Hannesson, skólastjóra Magnússonar, og fékk hann leyfi úr skólanum til þess að geta tekið boðinu. Hcimir fór vestur í marzlok og er væntan- legur heim aftur í næsta mán- uði. Boðsför þessi er árangur af nokkurra ára kynnum í gegn- um bréfaviðskipti. — Hinum ameríska kaupsýslumanni gatzt svo vel að skrifum þessa unga íslendings, að hann bauð hon- um heim og síðan í ferðalag víðs vegar um Bandaríkin. — Síðast þegar bréf bárust frá Heimi voru þcir staddir í New Orleans og lét hami mjög vel af ferðinni. Er slík ferð 17 ára pilts af íslandi næsta nýstárleg. Vinna liafin við flug- völliim Vinna er nýlega hafin á ný við flugvöllinn hér á Akureyri og er byrjað að dæla sandi upp á flug- brautina allmiklu norðar en þar sem hætt var í haust og rénnur Eyjafjarðarárkvísl enn í milli stykkjanna. Er ætlunni að veita henni burt seinna í sumar og tengja þá saman báða brautar- partana. Sækist verkið allvel, enda tíð eins góð og bezt verður á kosið. Glæsileg frammistaða Eyfirðinga í Víðavangs- lilaUpi ÍR Þann 22. apríl fór fram víða- vangshlaup í. R., það 39. í röðinni. Fyrstur að marki var Kristján Jóhannsson U.M.S.E. á 11:05.2 mín., annar varð Bergur Hall- grímsson U.Í.A. á 11:15.0 mín. í þriggja manna sveitakeppni sigr- aði Ungmennasamband Eyja- fjarðar með 12 stigum. Ung- menna- og íþróttasamband Aust- urlands hlaut 13 stig, í. R. 24 stig, Ungmennafélag Keflavíkur 35 stig. Vegalengdin var rúmii 3 km. í sveit U.M.S.E. voru Krist- ján Jóhannsson íþróttakennari úr U.M.F. Skíða, Skíðadal, Stefán Árnason úr U.M.F. Svarfdæla, Dalvík, og Sveinn Jónsson úr U.M.F. Reyni, Árskógsströnd. (Framhald á 8. síðu). Jónas Jónsson frá Hriflu heíur skrifað bæjar- stjórninni bréf um málið og skorar á hana að hefjast handa „til sæmdar skáldinu, bænum og allri þjóðinni “ Bæjarstjórn Akureyrar hefur nýlega borizt erindi frá Jónasi Jóns- syni frá Hriflu, þar sem hann skorar á Akureyrarkaupstað að hcfj- ast handa — áður en það verður of seint — að koma upp Matthíasar- safni í húsi skáldsms, Sigurhæðum, hér í bænum. I bréfinu er bent á nýjar leiðir til þess að hrinda þessu máli i höfn. Hér er enn vakið máls á merku máli, sem oft hefur verið á dagskrá hér í bænum og var nýlega rætt hér í blaðinu. Þykir Degi rétt að birta hér á eftir bréf Jónasar Jónssonar til bæjarstjórnarinnar, svo að almenningur í bænum geti kynnzt röksemdmn hans og ábendingum. Bréfið er svohljóðandi: Reykjavík, 9. apríl 1954. Eg leyfi mér hér með að snúa mér til bæjarstjórnar Akureyrar með tillögu um að bæjarstjórnin taki að sér forustu um að kaupa fyrir höfuðstað Norðurlands og þjóðina alla, Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar og gera það að Matthíasarsafni til sæmd- ar skáldinu, bænum og allri þjóðinni. Þar sem eg er ekki borgari í Akureyrarbæ, verð eg að byrja mál mitt með afsökun á þeirri dirfsku, að snúa mér til Akur- eyrarbæjar með tillögu um fram- kvæmdir, sem mundu kosta nokkurt fé og fyrirhöfn, því að vel má segja að mér komi þetta mál ekkert við. Afsökun mín er sú, að þegar eg var landskjörinn þingmaður, um nokkurt árabil, vandist eg á að hafa áhuga fyrir ýmsum fram- kvæmdum, sem mér virtust horfa til umbóta á ýmsum stöðum á landinu. Nokkrar þeirra eru í Eyjafirði og á Akureyri, og mun það mál manna, að þær séu betur gerðar en ógerðar. Vil eg þar nefna Kristneshæli, Kvennaskól- ann á Laugalandi, stofnun Menntaskólans á Akureyri með allmiklum nýjum húsakosti, lög- gjöfina um Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar og framlög úr ríkissjóði til byggingar hans. Ennfremur íþróttahús Akureyrar. Þessi síð- ast talda bygging varð þannig til, að eg útvegaði fjárframlög til hennar úr ríkissjóði, án þess að hafa fengið um það nokkur til- mæli norðan að. Þegar eg bað Akureyrarbæ að gefa miklar lóð- ir norðanlands, varð bæjarstjórn- in vel við þeirri ósk og sýndi þar. virðingarverðan stórhug. Um sama leyti neitaði bæjarstjórn Reykjavíkur samhljóða bréfi frá mér um landgjöf til handa sunn- lenzka menntaskólanum. Nú er þetta landleysi við Menntaskól- ann í Reykjavík orðið að hinu mesta vandræðamáli, þar sem aftur á móti hið mikla landrými sem umlykur Menntaskólann á Akureyri, mun verða skólanum, bænum og öllu landinu til bless- unar á ókomnum öldum. Eg hygg að ekki verði um það deilt, að tillögur mínar um þess ar tilteknu framkvæmdir, til efl ingar góðri heilsu og andlegu lífi í bænum og héraðinu, hafi verið til gagns. Með þessa reynslu í huga leyfi eg mér nú að bera fram við forráðamenn Akureyrar eftirfarandi bendingar um Matt- híasarhús. Eins og allir vita, er Matthías Jochumsson einn frægasti ís- lendingur, sem nokkurn tíma hefur lifað hér á landi. Einstök Ijóð hans eru með þeim hætti, að skáldið á ítök í hugum manna, svo að segja á hverju heimili á landinu, og svo mun verða um ókomnar aldir. Þvílíkir menn koma öllum við, og eru eins kon- ar dýrlingar þjóðarinnar í nýjum sið. Hin langa dvöl Matthíasar á Akureyri var að öllu samtöldu skáldinu hagstæð og bænum til «r- f sæmdar. Eina undantekningin í því efni mun' vera, þegar bæjar- stjórnin, á illri stundu, neitaði Matthíasi um meðmæli til Al- þingis um aukinn fjárstyrk. Er talið að heimildin um þetta smá- atriði sé geymd í skjalasafni Ak- ureyrarbæjar. Matthíasarmálið hefur verið rætt mikið á Akureyri. Merkír menn í bæjarstjórn og stúdenta- félag bæjarins hafa rætt um framkvæmdina. Ritstjórar í bænum og skólakennarar og þing fulltrúar hafa fyrir því nokkurn áhuga. Mér finnst að trúin á Framhald á bls. 2 53 punda lax veiddur í danskri á Laxveiði-verííðin hjá Dönum er hafin. Þeir eiga nokkrar lax- veiðiár. Ekki veiðast mjög margir laxar árlega í þeirra veiðiám, en þcir eru oft stórir. Nú um miðjan apríl veiddist stærsti lax, sem lengi licfur fengizt í Danmörk, á stöng í Skjerná á Jótlandi. Laxinn fékkst á lítinn spón, vóg 53 purid og var 137 cm. langur. En það tók ckki nema 25 mínútur að landa honum!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.