Dagur - 28.04.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 28.04.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 28. apríl 1954 DAGUR | Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. | Aígreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Simi 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. » Prentverk Odds Björnssonar h.f. « Matthíasarsafn ENNÞÁ EINU SINNI er tillaga um Matthíasar- safn á Akureyri á dagskrá. Annars staðar í þessu blaði er birt bréf Jónasar Jónssonar skólastjóra til bæjarstjórnar Akureyrar, þar sem hann skorar á bæjarmenn að hefjast handa og leiðir rök að því, að enn sé unnt að koma upp Matthíasarsafni, til heiðurs skáldinu, bænum og þjóðinni allri. Þetta er orðið gamalt mál hér á Akureyri. Langt er síð- an áhugamenn og blöð bjæarins tóku að benda bæjaryfirvöldunumá að ekki væri vansalaust að hér væru svo til engin ytri merki þeirrar stað- Farfuglar, veiðimenn og bændur. aett».ELC'£fc®ífcæ<jt«fSy Eiríkur Stefánsson kennari skrifar blaðinu á þessa leið: „Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer, með fjaðra- bliki háa vegaleysu, í sumardal, að kveða kvæðin þín.“ „ENN ERTU KOMINN, bless- aður. Trúr þeirri köilun, sem Guð, alfaðir, lagði þér í brjóst, hefur þú svifið um loftin blá á litlum vængjum óraleiðir yfir höf og hauður. Hvað knýr þig í slíka för? Eðlishvöt segja þeir, sem fróðir eru. Átthagaást segja skáldin. Hvort tveggja getur ver- ið rétt, en það er þó ekki full skýring á atferli þínu. Látum svo vera, að lenging dagsins í norð- urvegi orki þannig á eðli þitt, að þér verði það ómótstæðileg hvöt að leita þangað. En hver eða hvað hjálpar þér að rata rétta leið, já, jafnvel finna þúfnaskorninginn, þar sem þú byggðir hreiðrið þitt í fyrra? Nei, þetta er, og verður alltaf, gáta — óráðin, heillandi gáta. og hreiðrinu þínu, eða þá að hann telur sjálfsagt að fórna lífi þínu og þinna vegna þess ágóða, sem hann telur sig hafa af sinubrun- anum. En eg er þess fullviss, að hann mundi aldrei bera eldspýt- una að sinunni eftir að þú hefur verpt þar, ef honum væri ljós sú angist og kvöl, sem hann veldur þér með því. Við skulum vona, að hann verði hygginn nú og brenni sinufláka sína áður en þú velur þér hreiðurstæði. VIÐ SKULUM einnig vona, að þeim fækki, sem geta fengið það af sér að nota húm vornæturinn- ar til þess að laumast með rnorð- tæki út um haga og heiðar gegn þér, saklausum smáfugli. — Gegn þér, sem ekkert hefur gert á hluta hans, en lagt þinn skerf fram til þess að auka dýrð og yndi vorsins. — Hvers vegna fara þeir laumulega og helzt um hæt- ur? Af því að samvizka þeirra segir þeim, að þeir ætli að vinna illt verk. Þeir vita einnig, að þeir eru að brjóta landslög og siðaboð allra góðra og göfugra manna. reyndar, að þjóðskáldið átti hér heima um langan aldur og orti hér sum sín fegurstu ljóð. Ef bærinn hefði sýnt þá röggsemi fyrir 2—3 áratugum að kaupa Sigurhæðir, og hefja þannig stofnun Matt- híasarsafns, má fullvíst telja, að hús skáldsins mundi nú í dag einn hinn fjölsóttasti og frægasti staður í bænum. Þar mundu þá árlega haldnar Matthíasarhátíðir eitthvað í líkingu við hátíða- höldin í húsi H. C. Andersens í Óðinsvéum. Fæð- ingardagur skáldsins er þar í borg mikill hátíðis- dagur og tilefni til þess að rifja upp gildi hins ágæta ævintýraskálds fyrir danskt þjóðlíf. Mattbí- asarsafn hér á Akureyri mundi verða miðstöð þeirrar starfsemi, sem aldrei ma niður falla, að kynna komandi kynslóðum verk þessa stórmerka íslendings og kenna þeim að meta gildi þeirra fyrir menningu þjóðarinnar og tungu. En þetta rúm er nú autt og óskipað, m. a. af því að bæjarstjómina hér skorti stórhug og myndarskap til þess að hrinda þessu máli fram fyrir fáum áratugum. EN ENN MÁ hefjast handa, eins og Jónas Jóns- son bendir réttilega á. Enn lifa margir, sem þekkja til hlítar húsaskipun og húsbúnað á heimili skáldsins, enn er til mikið af gripum, bókum og öðrum hlutum, er prýddi heimili Matthíasar, og með ástundun og einhverri fórnfýsi, má vafalaust ná þessum hlutum saman á einn stað. Og í Matt- hlasarsafni yrði safn ritverka skáldsins, myndir frá Akureyri í tíð skáldsins, flest það annað, sem minnti á ævi hans og starf hér. Fyrirmyndir að slíkum söfnum er víða að finna erlendis eins og Jónas Jónsson bendir réttilega á í erindi sínu og oft hefur verið við miklu meiri erfiðleika að etja þar en enn er um að ræða hér, þótt hvert árið, sem líður án framkvæmda, geri málið allt torveldara viðfangs. Þeim mönnum, sem einkum horfa á fjármunina í sambandi við slíka framkvæmd má benda á, að reynsla erlendis styður þá skoðun að IVfatthíasarsafn yrði, þá tímar líða, svo fjölsótt að það gæti staðið undir sér fjárhagslega með hófleg- um aðgangseyri, og að auk þess sem það mundi beinlínis laða ferðamenn að bænum. Þess eru rmörg dæmi, að slík minjahús um stórskáld eru .helzta aðdráttarafl heimabæja þeirra, svo sem Longfellow-húsið í Portland, Andersens-húsið í Óðinsvéum og Shakespear-húsið í Stratford — on — Avon. Matthíasarhús hér — og Nonnahús, sem er vísir að safni og meira þyrfti að gera fyrir — gæti í framtíðinni gegnt svipuðu hlutverki í okkar bæ. ÞESS ER að vænta að bæjarstjórnin taki að þessu sinni öðrum tökum á þessu máli en tíðkast hafa til þessa. Það er hægt að hefjast handa. Um það þarf tæplega að deila. Það jekur e. t. v. lang- an tíma að koma safninu upp. En hálfnað er verk þá hafið er. Það á bókstaflega við um þetta mál. OG „KÆR er öllum koma þín“, eða svo ætti það að vera. Og ef marka má það, sem skáldin ok-kar segja um þig, skyldi enginn efast um það. Það yrði stór Ijóðabók, ef farfuglakvæði góðskáldanna okk- ar væru öll saman komin. Og þó mun það meira, sem ort hefur verið um farfugla, og hvergi er skráð. — Eg sagði áðan, að öllum væri koma þín kær. Vorið býður okkur vermandi sól, geisladýrð og gróður jarðar, angan blóma og yndi margs konar, en þó mundi okkur þykja mikils vant, ef söngur þinn hyrfi úr hljóm- kviðu þess. — Já, „langt og mikið fþig“ hefur þú þreytt og þreytir á hverju vorþ Ekki ná allir heim, sem hefja flugið í norðurátt. — — í bylgjunum farast sumir á rniðri leið, en sárast er þeim, sem dreymir dagsins lönd að deyja í hafi ,er blánar fyrir strönd“. OG HVERNIG er svo aðkoman til fyrh'heitna landsins? Stundum hefur það ekki upp á annað að bjóða en hret og hríðar, ógnir og dapran dauða. Svo er ekki nú. Nú breiðir það hlýjan faðm móti þér og ykkur öllum. Það er yndislegt að vera kominn heim. Er þá ekk- ert að óttast? Ólíklegt virðist það, að mennirnir, sem þráð hafa komu þína, búi þér hættur eða sækist eftir lífi þínu. Þó er það svo. Á hverju vori falla margir farfuglar fyrir byssukúlum mannanna. Hvað veldur? Ef til vill frumstæð veiðihvöt mannsins, sem ekki hefur enn tekizt að temja fyllilega, ásamt hugsunar- leysi og vana. Áður fyrr gat ástæðan verið bjargarþrot í búi, en naumast nú. HÉR GETUR einnig verið um annað að ræða, sem ógnar þér, er þú hefur byggt hreiður þitt af mikilli elju og verpt eggjum þín- um. Þarna er aleiga þín á lófa- stórum bletti. Líf þitt er tengt þessum eina stað. Þú hefur valið þér hreiðurstæði, þar sem sinu- flókinn er þykkastur. Hann er vörn gegn kulda og þar er minni hætta á að hreiðrið finnist. Þú blessar sinuna. En bóndinn, sem þú hefur numið land hjá og um leið veitt gleði með söng þínum eða kvaki, er á öðru máli. Hann vill sinuna burt úr engjum og högum og kveikir í henni. Ef til vill man hann þá ekkert eftir þér DÝRAVERNDUNARFÉLAG Akureyrar vill með þessum lín- um reyna að ná til þeirra, sem ekki skilja málið þitt, litli, vængj- aði vinur. Það vill skírskota til góðvildar og drengskapar allra manna, og biðja þá að lofa þér að lifa í friði í því landi, sem er sameiginlegt ættland okkar, fleygra og ófleygra. Eiríkur Stefánsson.“ Samsöngur Kantötu- kórsins á föstudag Athygli skal vakin á samsöng Kantötukórsins á föstudags- kvöldíð. Kórinn er nú að meii’ hluta skipaður ungu og áhuga- sömu fólki, viðfangsefni flest ný svo og einsöngvarar kórsins a? þessu sinni. Kantötukórinn er ní að fylla tuttugasta og annac starfsár sitt, og hefur hann jafn- an barizt fyrir þjóðmegunarlegr vakningu á hljómrænum vett- vangi. En sú barátta hefur kostac miklar fórnir og mörg átök, eink- um hin síðari ár við hraðversn- andi aðstæður vegna sívaxand áróðurs þeirra, sem ekki skiljí hvað þeir gera, fyrir erlendurr sorptízkum, sem ekki geta leit annað en fullkomið sálarmorð yf- ir þjóðina. Þeim, sem gefa sér tóm til ac hugleiða þennan vettvang þjóð- lífsins, hlýtur því að vera þac gleðiefni, að einmitt NÚ skul ungt fólk ganga fram fyrij skjöldu með slíkri atorku, ac kórinn hefur æft undir stórar konsert á 3% mánuði. Slíkt fyrir- bæri, á þessum tímum, getur fal- ið í sér fegurri dagrenningu er fólk kemur auga á fyrst í stað, oj ætti því að vera metið að verð- leikum. Þess vegna er þess fast- lega vænst, að Akureyringar o{ nágrenni fylli Nýja-Bíó á föstu- dagskvöldið, því að af óþcegileg- um en eðlilegum ástæðum verð- ur ekki unnt að endurtaka kon- sertinn. — Bæjarbúi. 19 [)ús. kr. söfnuðust til Pálmholts á sumardaginn fyrsta 3040 kr. á liljómleikum ameríska flughersins. Frá Kvenfélaginu Hlíf hefur blaðinu borizt eft- irfarandi: Kvenfélagið Hlíf þakkar bæjarbúum ágæta þátt- töku í fjáröflun félagsins á sumardaginn fyrsta, nú sem fyrr. Þá vill félagið færa sérstakar þakkir hinum mörgu, sem með beinu starfi eða fyrirgreiðslu tóku virkan þátt í fjáröflun dagsins, þar á meðal börn- um og fullorðnum, sem skemmtu eða aðstoðuðu á barnaskemmtununum í Samkomuhúsinu og önn- uðust merkjasölu dagsins; forstjórum kvikmynda- húsanna, er gáfu aðgangseyri frá síðdegissýningun- um; stjórn Hótels KEA fyrir frábæra lipurð í sam- bandi við kaffisöluna, og eiganda Brauðargerðar- húss Kr. Jónssonar fyrir ómetanlega aðstoð við brauðbaksturinn. Fleiri aðilja, einstaklinga og fyr- irtæki mætti áreiðanlegða einnig nefna, þótt látið verði ógert, en alúðarþakkir til ykkar allra. Fjársöfnunin á sumardaginn fyrsta nam að þessu sinni brúttó kr. 19077.00 — að fi'ádregnum kostnaði kr. 17.302.00. Rennur sú upphæð öll í sjóð Dag- heimilisins Pálmholts. Sunnudaginn fyrsta í sumri hélt danshljómsveit frá bandaríska flughernum hljómleika við sundlaug bæjarins til ágóða fyrir Pálmholt, en þá komu inn kr. 3040.00. Færir Hlíf hljómsveitarstjóra og fé- lögum hans beztu þakkir fyrir, og jafnframt vill félagið þakka hr. Jóni Egilssyni, forstjóra Ferða- skrifstofunnar, sem fyrir hönd íslenzk-ameríska félagsins átti sinn mikla þátt í því, að Pálmholt varð þessa aðnjótandi. 3 Hlíf hefir í hyggju að byggja í sumar leikskóla til afnota fyrir börnin, þegar veður leyfir ekki úti- vist. Ymislegt fleira kemur til greina, sem gera mætti dagheimilinu til bóta, en óvíst er, hvort fjár- hagurinn leyfir meiri framkvæmdii'. Aðsókn að Pálmholti hefir aldrei verið meiri en nú í vor, og sýnir það ótvírætt, að stofnunin nýtur vinsælda bæjarbúa og kemur þeim í góðar þarfii'. Kvenfélagið Hlíf óskar bæjarbúum öllum gleði og farsældar á sumrinu. F. h. Kvenfélagsins Hlífar. Elinborg Jónsdóttir. Hinn nýji siður við ferminguna Hinn nýi siður við ferminguna, sem nú er upp tekinn hér — að ferma öll börnin í síðum, hvítum skikkjum — mælist hvarvetna vel fyrir. Það er ekki aðeins, að hér er um mikinn sparnað að ræða fyrir foreldra, að þurfa ekki að kosta fé til fatnaðar, .sem ekki kemur að hagnýtum notum síðar, heldur finnst mörgum athöfnin blátt áfram hátíðlegri og fallegri, er börnin eru öll þannig klædd, piltar jafnt sem stúlkur. Það er líka hátíðleg sjón að sjá þenna fríða hóp hvítklæddan við altarið, og eins er hann gengur í fylkipgu á eftir prestinum út kirkjugólfið, út úr kirkjunni og inn í kapelluna, að athöfninni lokinni. Það var hér í þessum dálki, sem fyrst var vakin athygli á þessum sið fyrir meira en ári síðan. Var og birt hér mynd frá fermingu í Osló, en þessi siður var þá að ryðja sér til rúms þar. Hugmyndin fékk þegar byr hér og henni var borgið þegar prestarnir hér tóku henni eins vinsamlega og raun er á, og Kvenfélag Akureyrarkirkju tók að sér framkvæmd- ina. Nú er málið komið í höfn, og verður ekki ann- ars vart en að allir telji að hér hafi verið vel ráðið. Má telja líklegt, að þessi siður eigi eftir að breiðast út til annarra safnaða í landi hér og það áður en langur tími líður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.