Dagur - 28.04.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 28.04.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 28. apríl 1954 DAGUR 7 - íslenzka listsýningin í Kaupmannahöfn (Framhald af 5. síðu). yngri (abstraktmálara) eru því miður ekki hæfir til að segja neitt um ísland eða íslenzkt menningarlíf — þeir eru alger- lega ofurseldir hinni non-fígúra- tívu list, og myndir þeirra gætu alveg eins hafa verið málaðar í Frakklandi, Ameríku eða ítalíu svo að maður tali ekki um Dan- mörk....“ í Politiken er lögð áherzla á, að íslenzka sýningin andi frísk- legum blæ og hún votti sjálí- stæða þróun íslenzkrar mynd- listar. Blaðið ræðir myndir /,s- gríms, Kjarvals, Jóns Stefáns- sonar, Jóns Engilberts, Sig. S'g- urðssonar, Júlíönu Sveinsdóttur og Snorra Arinbjarnar og fer viðurkenningarorðum um hver i listamann ,sem það telur sum > hverja gamla kunningja rg brautryðjendur. Svavar Guðnr- son er að þess dómi mestur ab- straktmálaranna, en, segir blaoi'i, „ekki eru allir hlutlægu málar- arnir jafn sannfærandi og han.% en einna næst því kemst Bene- dikt Gunnarsson....“ Abstrakt-Iistin enn meira ábcrandi en í Danmörk í „Nationaltidende" er minr. á, að danskur almenningur ha.' á liðnum árum haft nokkur kynn af íslenzkri myndlist. Margir íslenzkir listamenn hafa numið í Danmörk og tekið þátt í sýning- um þar. Blaðið segir, að það sem mest beri á í íslenzkri nútímalist sé spennan í milli natúralismans og abstrakt-formsins, en abstrakt listin sé jafnvel enn meira áber- andi á íslandi en í Danmörk. Lof- samlegust ummæli gagnrýnand- ans fær Ásgrímur Jónsson. Segir m. a. að í verkum Ásgríms opin- berist stór persónuleiki, sem geti birt hrífandi myndir af leik birt- unnar og ljóssins á íslenzkum fjallavíðáttum, fljótum og dimm- grænum skógum. „Hann segir okkur bæði af alvöru og með hlýjum innileik frá jafnvæginu í náttúru íslands á breytilegum árstíðum." Lofsamlega er einnig rætt um verk Jóns Stefánssonar og Jóhannesar Kjarvals og um myndir Kjarvals segir m. a. að þar sé „sál íslands jafnframt því sem þar sé að sjá innri sýn sér- kennilegs listamanns.“ Viður- kenningu fá einnig verk Jóns Þorleifssonar, Kristínar Jóns- dóttur og Snorra Arinbjarnar. Greininni lýkur með þessum orð- um: „Segja má, að ákveðinn grunntónn sé í þessari sýningu. Hún sýnir íslenzka náttúru, ís- lenzk viðhorf og íslenzka skap- gerð. Hún sýnir baráttu íslenzkra listamanna til þess að standa á eigin fótum. En hún sýnir einnig þau tengsl, sem íslenzkir lista- menn hafa við hræringar sam tímans erlendis og að Frakkland og Danmörk hafa þar haft nokkur áhrif.“ f svipuðum dúr eru ummæli BT, Social-Demokratens og Kristeligt Dagblad. BT leggur t. d. áherzlu á, að þjóðareinkenni afmáist með abstrakt-myndun- um, en þeir Þorvaldur Skúlason og Svavar Guðnason fá þó viður- kenningu fyrir sínar myndir. Symbolik og naivismi. Gagnrýnandi blaðsins In- formation var ekkert yfir sig hrifinn af íslenzku sýningunni. Segir, að maður verði undrandi af að sjá verk íslenzku málar- anna. „Það er eins og þeir hafi reynt að afneita uppruna sín- um,“ segir blaðið. „Þeir hafa ver- ið í læri fyrir sunnan haf, í Nor- egi, Danmörk og París. En fæstir hafa megnið að samhæfa útlenzka kennslu og eigin skaphöfn og uppruna. íslenzk list sýnir því sjaldan styrkleika.... Fjarlægð- in frá Reykjavík til Parísar er svo stór, að ekki hefur reynzt unnt að skapa nein veruleg tengsl....“ Þetta þykir blaðinu þó einkum koma í ljós hjá abstrakt-málurun um. Það telur Jón Stefánsson mestan íslenzku málaranna. „Hann hefur lært hjá Zahrtman og Matisse, en myndir hans eru þó hvorki að heilu né hálfu leyti franskar.“ Meðal nokkurra ann- arra málara telur blaðið að fram komi „ágætir listamannshæfi- leikar“. Þessi einkenni sér það í náttúrulýsingum Ásgríms, „stemn ingum“ Jóns Engilberts, táknmáli (symbolik) Kjarvals og „amer- ískum barnaskap11 Kristjáns Da- víðssonar. En þessa málara telur blaðið ekki skipa sætin næst Jóni Stefánssyni, heldur Sigurð Sig- urðsson og Júlíönu Sveinsdóttúr. : , ; l - ■ í : ■ ' - Á,5 /í 1 Sýning flutt til Árósa. Eins og fyrr segir lauk sýning- unni í Kaupmannahöfn 12. apríl og var hún þá flutt til Árósa og var opnuð þar sl. laugardag. Eru sýningunni þar búin hin beztu skilyrði í hinu veglega ráðhúsi borgarinnar. Tekur íslenzka sýn- ingin þar við af málverkasýningu, sem bar hið veglega nafn Europa Kunst“ og var sýnishorn af málaralist margra Evrópu landa. í Árósum er mikill áhugi á listum og er borgarstjórinn þar, Umanack Larsen, kunnur fyrir stuðning við listamenn og áhuga fyrir fögrum listum. Hann átti sæti í nefnd þeirri, er opinber- lega stóð fyrir íslenzku sýning unni í Danmörk, ásamt svo ágæt um mönnum sem H. C Hansen utnaríkisráðherra, H. P. Sörensen yfirborgarstjóra, Jul. Bomholt menntamálaráðherra, frú Beg- trup sendiherra og Sigurði Nor- dal sendiherra. Það var líka borgarstjórnin í Árósum sem bauð sýningunni heim og hefur vafalaust gert vel til hennar í sumarkjóla Doppótt rifs Silki og bómullar everglaze Einlitt og munstrað poplin Rósótt georgette Rósótt og röndótt prjónasilki ^ Ennfremur nylon og perlonefni. Á morgun bætist við hið nýja „Edelain“-efni Anna & Freyja. Skordýraeitur með 5% DDT. Eyðir möl og hvers konar öðrum skordýrum. Má sprauta á húsgögn, fatnað o. s. frv., án þess að hætta sé á að á sjáist. ENNFREMUR: Flif-arfaolía (Flit 35 weed killer) Nauðsynleg fyrir hvern garð- eiganda. Spyrjið eftir FLIT skordýra- eitri og FLIT-arfaolíu í verzl- un yðar, eða snúið yður beint til okkar. @) OlíusölndeiM KEA S'rmi 1860. - StaMrað við meðal Islendinga (Framhald af 5. síðu). hér síðast heima. Hann er óefað einn af beztu harmonikuleikur- um á Norðurlöndum. Lýður hef- ur í hyggju að koma til fslands í sumar og halda hér hljómleika. Þá má ekki gleyma frú Jóninu Sæborg, ágætum Eyfirðingi, sem kalla má fósturmóður allra ís- lendinga, sem í Osló dvelja. Hún er víða kunn fyrir hjálpsemi sína og hjartagæzku. Þarna voru og nokkrar ungar stúlkur af Akur- eyri: Ungfrú Ásta Gísladóttir hárgreiðsludama ( f ósturdóttir Jóhanns Kröyer deildarstjóra), hún hefur starfað í Osló um nokkurra ára bil. Ungfrú Guðrún Haraldsdóttir (Guðmundssonar, Brekkugötu 37), ungfrú Auður Aðalsteinsdóttir, Strandgötu 9 hér í bæ, ungfrú Hrafnhildur Tryggvadóttir (Jónssonar af- greiðslumanns). Þarna var líka ungfrú Rannveig Bjarnadóttir, kaupmanns Benediktssonar Húsavík, en hún stundar hjúkr unarnám og starfar við Akers sjúkrahús. Fleira mun hafa verið þarna af fólki hér úr byggðum, þótt eg kunni eigi að nefna það allt. Loks er þess að geta, að ís- lenzki sendiráðsritarinn í Osló er Akureyringur, Þorleifur Thorla- cius, og á hann heimili í Osló, fögrum stað skammt utan við bæinn. Reynist Þorleifur hin mesta hjálparhella öllum, sem til hans leita, og þá ekki sízt Eyfirð- ingum. Á vorfagnaði þessum, sem var hin bezta skemmtun og fór vel fram, var á borðum m. a. pönnu- kökur og flatbrauð, sem íslenzku stúlkurnar í Osló höfðu bakað, Undir borðum voru lesin ljóð og sungið. Á meðal þátttakenda í vorfagn- aði þessum voru stúdentar, sem stunda nám við háskólann og búa í Stúdentabænum svonefnda, en þar eru 10 herbergi ætluð íslend ingum fyrir atbeina frú Guðrún- ar Brunborg. Var heimsókn til þessara íslenzku nemenda eitt atriði í dagskrá þeirri, er norska utanríkisráðuneytið hafði útbúið fyrir islenzku blaðamennina. — Höfðum við hitt suma stúdentana áður heima hjá þeim, rætt við þá og sannfærzt um, að frú Brun- borg hefur unnið merkilegt og gott starf með því að útvega vist handa íslenzkum námsmönnum í Stúdentabænum. Þar er gott að vera og mun ódýrara en annars staðar í borginni. þeim glæsilegu húsakynnum, sem upp á er að bjóða í ráðhúsinu þar, Menn vilja sjá ísland. Ummæli dönsku blaðanna og undirtektir almennings sýna, að þegar menn skoða íslenzka lista- verkasýningu erlendis, vilja þeir gjarnan sjá ísland — náttúru þess, fólkið, sem byggir landið, innsýn í skapgerð og menningu þjóðarinnar. Þessi efni túlka margir íslenzkir listamenn: f af- burðavel. Verk þeirra auka skilning á landi og þjóð og öllu, sem íslenzkt er. Hin svonefnda abstrakt-list á að sjálfsögðu rétt á sér sem listgrein, en augljóst er, að þessum hlutverkum gegnir hún ekki. Og þessi endurútflutn ingur erlendra stefna frá Reykja- vík vekur enga sérstaka athygli almennt séð, þótt einstaklingar fái lof fyrir gott handbragð. Þennan lærdóm mætti vel hafa í huga, næst þegar opinber, ís- UR BÆ OG BYGGÐ HULD, 59544287 — IV/V — Kosn. St:: M:: □ Rún 59544307 — Lokaf.: I. O .O. F.— Rbst. 2 1024288 —O O. O. F. = 133G4308V2 = III. Kirkjan. Messað í Lögmanns- hlíð næstk. sunnudag kl. 2 e. h. — Ferming. — F. J. R. m Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju (árdegismessa) næstk. sunnudag kl. 10 f. h. — P. S. Fermingarbörn í Lögmanns- hlíðarkirkju á sunnudaginn kem- ur kl. 2 e. h.: Bjarni Einar Björns son, Steinnesi, Páll Guðl. Jó- hannsson, Brautarholti, Sæfinnur Ingi Gústafsson, Brautarhóli, Guðrún Jónsdóttir, Svalbarði, Hulda Friðriksdóttir, Byrgi, Inga Svandís Magnúsdóttir, Sunnu- hvoli, María Sigríður Sigur- björnsdóttir, Borg. Kaþólska kapellan (Eyrarlands- 1 veg 26.). Lágmessa kl. 10,30 ár- degis; öllum heimill aðgangur við Ilrossagaukurinn er nýjasti gesturinn hér á norðurslóðum. Hann mun hafa komið hér sl. miðv.dag, að því er bezt er vit- að. Ef maður hlustar eftir hon- um í rökkurbyrjun hér sunnan við bæinn, þarf ekki lengi að bíða. Virðist sem margir fuglar hafi setzt að í mýrlendinu í ná- grenni Eyjafjarðarárbrúa. Bazar og kaffisala verður í kristniboðshúsinu Zíon föstud. 30. þ. m. Opnað kl. 3 e. h. I. O. G. T. — Barnastúkurnar halda sameiginlegan fund í Skjaldborg sunnudaginn 2. maí kl. 10 f. h. Kosning fulítrúa á Unglingaregluþing. Upplestur, getraun, kvikmynd o. fl. I. O. G. T. Stúkan Brynja. — Fundur i Skjaldborg næstkom- andi mánudag kl. 8.30 e. h. — Innsetning embættismanna o. fl. Skemmtiatriði. Rætt um hálfrar aldar afmæli stúkunnar. Þess er vænst að sem flestir mæti. Golfklúbbsfélagar! Höggkeppni með fullri forgjöf laugardaginn maí kl. 2 e. h. Með KK-sextettinum á Chat Noir. Loks er það að segja af íslend- ingum, sem við fundum í Khöfn og Osló, að okkur bárust að- göngumiðar að hljómleikum KK- sextettsins, sem nú ferðast um Norðurlönd, og skyldu þeir vera á revýu-leikhúsinu Chat Noir í Osló og hefjast laust fyrir mið- nætti. Mættum við allir, og þótt í okkar hóp væru ekki sérfræðing- ar í jazzmúsík, þótti okkur öllum íslendingarnir standa sig ágæta- vel, enda var þeim mjög vel fagn- að. Þarna lék og norsk hljómsveit af svipaðra stærð, og stóð hún íslendingunum ekki á sporði að okkar dómi. Einsöngvari íslend- inganna, Haukur Morthens fannst okkur bera af Norðmönn- unum, sem komu fram þetta kvöld. Spóinn er kominn, segir G. Karl Pétursson yfirlæknir blaðinu , , gær. Sást fyrst hér við Eyjafjörð lenzk listsyning verður sett a & mánudag og er snennna á ferð- laggirnar erlendis. ;nni ; ár. frjálsíþróttamenn. - Æf- ingar á íþróttavellinum kl. 6 alla virka daga. Þessir vinningar komu upp á innanfélagshappdrætti Kvenfél. Hlíf á sumardaginn fyrsta: Nr. 365 Væx-ðarvoð. — Nr. 14 Púða- borð. — Nr. 13 Hitakanna. — Nr. 263 Herðasjal. — Nr. 221 Kei’ta- stjakar. (Birt án ábyrgðar.) Æskulýðsheimili templara í Varðboi’g er opið miðvikudaginn 28. þ. m. kl. 5—7 fyrir yngri fé- laga barnastúknanna á Akureyi’i. Þetta er síðasta skipti sem heim- ilið vei’ður opið að sinni, en það verður lokað sumarmánuðina. ’ Nýlega opinberuðu tnilofun sína fi’k. Anna M. Hallsdóttir og Baldur Ágústsson verzlunaimað- ur, Akureyri. Hlutavelta. Hlutaveltu heldur stúkan fsa- fold-Fjallkonan í Varðborg, sunnudaginn 2. maí kl. 3.30 e. h. Fjölmai’gir ágætismunir. K.A.-félagar. Fai’in verður skemmtiferð á í’eiðhjólum fram að Grund í Eyjafirði n.k. sunnu- dag kl. 9.30. f. h. Lagt verður af stað frá Ráð- hústorgi. Hafið með ykkur nesti. K.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.