Dagur - 28.04.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 28.04.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 28. apríl 1954 D A G U R 5 Islenzka listsýningin í Kaupmannahöfn var fjölsótt og vakti verulega athygli En abstrakt-málverkin ekki talin hæf til að segja nokkuð um Island. eða íslenzkt menn- ingarlíf - gætu eins hafa verið máluð af Fransmönnum, Ameríkönum, ítölum eða jafnvel Dönurn! Sfaldrað við meðal Islendinga í Kaupmannahöfn cg Oslo Móttakan á d’Angleterre-hóteli ein hin fjöl- r mennasta Islendingasamkoma, sem haldin hefur verið í Danmörk Það var danska menntamála- ráðuneytið, sem bauð íslenzku ríkisstjórninni að stofna til ís- lcnzkrar listsýningar í Kaup- mannahöfn í tilefni af för forseta Islands til Norðurlanda. Kaupmannahafnarborg bauð fram sýningarsal ráðhússins, í hjarta borgarinnar, og þar var sýningin opnuð með hátíðlegri at- höfn hinn 1. apríl sl. Voru þá komin til sýningarinn- ar 82 íslenzk listaverk, málverk og höggmyndir, eftir 30 lista- menn. Höfðu verkin verið valin af nefnd, sem félag listamanna í Reykjavík útnefndi í samráði við Menntamálaráð, sem hafði fram- kvæmd sýningarinnar á hendi. Hátíðleg opnun sýningarinnar. Það var Sigurður Nordal sendiherra, sem opnaði sýning- una formlega, að ósk danska menntamálaráðherrans. En áður höfðu þeir Erik Struckmann málari, formaður dönsku nefnd- arinnar, sem stóð fyrir fram- kvæmd sýningarinnar, og Bom- holt menntamálaráðherra flutt ræður. Ráðherrann taldi, að hin unga, íslenzka myndlist vottaði kraft og þrótt hins íslenzka þjóð- ernis. Hann talaði mjög hlýlega um íslenzkt menningarlíf og bar fram óskir um nánari samvinnu í milli Dana og íslendinga á þeim sviðum. Fjöldi manna var við- staddur, er sýningin var opnuð, og hafði danska menntamála- ráðuneytið boðið til athafnarinn- ar, en þegar að henni lokinni, var sýningin opnuð fyrir almenning. Meðal gesta við opnunina voru, auk margra danskra embættis- manna, frá' ríki og borg, margir fslendingar. Þar var og danski sendiherrann í Reykjavík, frú Bodil Begtrup, er sýnt hafði mik- inn áhuga fyrir því að þessi kynning á íslenzkri list í Dan- mörk gæti orðið að veruleika. Sýningin var f jölsótt. Sýningin var opin frá 1.—rl2. apríl og var mjög fjölsótt. Var stöðugur straumur af fólki á sýn- inguna ,einkum um helgar, og varð að lengja daglegan sýning- artíma af þeim sökum og er slíkt ekki venjulegt um listsýningar. En hér var líka um óvenjulegan tíma að ræða. Vilji Dana til að gera opinbera móttöku forseta- hjónanna sem virðulegasta og vinsamlegasta hafði fært Kaup- mannahafnarboi'g í íslenzkan skrúða að kalla má. ísland var efst á baugi í Kaupmannahöfn nokkurn hluta þess tíma, sem sýningin var opin, og það hefur að sjálfsögðu laðað fólk að henni. Mjög vel var búið að sýning- unni af Dana hálfu. Þótt ráðhús- salurinn sé ekki beinlínis ætlað- ur fyrir listasýningar, má • þó koma þeim þar haganlega fyrir með nokkrum útbúnaði og virtist ekkert til sparað, að listaverkin gætu notið sín sem bezt í þessu umhverfi. Og lega sýningarsalsins í borginni er hin ákjósanlegasta og það eitt út af fyrir sig, að' sýnt skuli í ráðhúsinu ,er veruleg aug- lýsing. Sýningarskrá til ágóða fyrir íslenzká listamenn. Hér í blaðinu hefur áður verið vakin athygli á því, hvernig stór- blaðið Berlingske Tidende undir- bjó komu forsetahjónanna með ágætum greinum um land og þjóð. Þetta áhrifamikla danska blað reyndi á margvislegan hátt að stuðla að auknum skilningi í Danmörk á íslenzkum málefnum í tilefni forsetaheimsóknarinnar. Og það gleymdi þá ekki heldur íslenzku listsýningunni. Sýning- arskráin, sem gefin var út um sýninguna, var mjög vönduð; var prentuð mynd af listaverki eftir hvern listamann og stutt ævi- ágrip fylgdi, auk lista um þau verk, sem sýnd voru. Þessa vönd- uðu sýningarskrá gaf Berlingske Tidende og fylgdi það gjöfinni, að allt, sem inn kæmi, fyrir sölu á bókinni, skyldi ganga til þess að styrkja efnilega íslenzka lista- menn til þess að ferðast erlendis. Hér kom fram mikill vinsemdar- vottur af hálfu þessa danska blaðs, sem vert er að viðurkenna og þakka. Dómur gagnrýnenda. Oll Kaupmannahafnarblöðin birtu ýtarlegar frásagnir af sýn- ingunni og listdóma eftir kunna gagnrýnendur. Heildarmynd þessarar gagnrýni virðist vera, að listaverkin voru talin bera vott um þróttmikla og þjóðlega íslenzka myndlist, Hinir eldri málarar hlutu lofsamlega dóma, einkum hinir „3 stóru“, sem svo voru nefndir, Ásgrímur, Jón og Kjarval, en abstrakt-málararnir — sumir hverjir a. m. k. — voru síður taldir hæfir til þess að segja nokkuð um ísland eða íslenzkt menningarlíf. Þó hlaut einn þeirra, Svavar Guðnason, yfir- leitt viðurkenningu. í heild voru dómar blaðanna þó vinsamlegir, helzt andaði köldu frá „Information,“ en slíkt er ekki ný bóla; þeir hafa að jafnaði allt íslenzkt á hornum sér hjá því blaðL Nokkur ummæli blaða. í skrifum blaðanna vekja at- athygli ummæli sem þessi: Úr Berlingske Tidende: „Það sem maður einkum leitar að á þessari sýningu, er auðvitað ísland og hin fagra, ævintýralega, stór- brotna og litauðuga náttúra þess. Þessa náttúru sér maður í hinu stórfenglega útsýni Ásgríms Jónssonar, í fastmótuðum upp- byggingum og ljómandi litum eins og í Mývatnsmynd hans, eða í „Súlum“ og „Baulu“ Jóns Þor- leifssonar, þótt þar sé ekki sami litaljóminn og í Mývatnsmynd- inni....“ Þessi gagnrýnandi fer einnig mjög lofsamlegum orðum um myndir Jóns Stefánssonar, Jóhannesar Kjarval og Júlíönu Sveinsdóttur. Og um Svavar Guðnason segir hann, að hann hafi engu glatað af litagleði sinni, er fyrst vakti á honum athygli í Danmörk, er hann kom þar fram sem einn hinn fyrsti af dýrk- endum hinnar non-figúratívu listar. Um nokkra hina ungu abstraktmálara, sem þarna komu fram, segir gagnrýnandinn á þessa leið: „Meirihluti hinna (Framhald á 7. síðu). Það var á öðrum degi hinnar opinberu móttöku forsetahjón- anna í Danmörk, sem íslendingar söfnuðust saman að d’Angleterre hóteli í Kaupmannahöfn til þess að fagna þar forsctahjónunum, en þar höfðu þau opið hús og var hverjum íslendingi heimilt að koma þar og var ekki spurt um aðgöngumiða né vegabréf. Þröng á þingi. Þegar kl. 3, er móttakan skyldi hefjast, var mikil þröng í and- dyri hótelsins og virtist þeim, sem þar biðu, seint ganga fyrir mönnum að komast inn í salar- kynnin. En er röðin kom að þeim sjálfum, sást hvernig stóð á töf- inni, og mun hún þá hafa verið harla kærkomin gestunum öll- tim. f fordyri samkvæmissalsins stóðu forsetahjónin, ásamt utan- ríkisráðherra og sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn, og heils- uðu hverjum gesti með handa- bandi og spjölluðu gjarnan örlitla stund við þá um leið. Tók æði langa stund fyrir alla að komast inn í salinn eftir þessari leið, en að lokum var þar fjöldi manns, í milli 500 og 600 manns, flestir fs- lendingar, en einnig nokkrir Danir, sem sérstök bönd tengja við ísland. Þjónar gistihússins báru fram kokkteil og ávaxta- drykki, en á borðum voru smurð- ar smásneiðar. Virtust menn taka þessari hressingu fegins hendi. Hittust nú margir íslendingar þarna í salnum, sem ekki höfðu sézt um langan aldur og urðu víða fagnaðarfundir. Forseti ís- lands ávarpaði samkomuna með snjallri ræðu og hefur hennar áð- ur verið getið hér í blaðinu. En síðan dvöldu forsetahjónin all- langa stund í salnum, ræddu við menn, og einkum við ýmsa fulltrúa eldri kynslóðarinn- ar, sem búsettur hafa verið í Danmörk um langan aldur. Með heimamönnum í Höfn. Þax-na gafst tækifæi'i til þess að hitta ýmsa Norðlendinga, sem dvelja í Danmörk, og maður rekst tæplega á þótt leið liggi um KJaupmannahöfn. Á meðal Ey- firðinga, sem þarna komu, var frú Jósefína. Öfjord og maður hennar Öf jord klæðskerameistari. Fi'úin er systir þeirra Eggerts, fyrrv. slökkvilíðsstjóra hér í bæ, og Jóns bónda á Hallgilsstöðum, og helur dvalið í Danmörk um 30 ára skeið. Þau hjónin eiga heima í Taastrup utan við Kaup- mannahöfn, en töldu ekki eftir sér að koma í bæinn til þess að vei'a við þessa hátíðlegu sam- komu. Frúin sagði mér, að margir íslendingar væru langt að komnir á þessa samkomu, m. a. vissi hún um fjölskyldu, sem hafði komið alla leið frá Jótlandi. Á meðal Akureyringa, sem þama voru, má nefna frú Lovísu Frímanns- dóttur Thomsen, sem lengi hefur dvalið í Danmörk og fjöldi bæj- ai'búa þekkii’, frú Bryndísi Jak- obsdóttur, hjónin Önnu Snorra- dóttur og Birgi Þórhallsson, Jakob Kvaran vei'ksmiðjueig- anda, (sem hefur í hyggju að bi'egða sér heim í sumar), ungfrú Guðrúnu Kristinsdóttur píanó- leikara og marga aðra námsmenn, sem dvelja við sérskóla í borginni eða við Kaupmannahafnarhá- skóla. Þá sáust þarna andlit þekktra íslendinga, sem í Dan- mörk dvelja. Þarna var Haraldur Sigurðsson prófessor, Jón Helga- son prófessor, söngvararnir Stef- Dr. Kristinn Guðmundsson ut- anríkisráðherra og frú Anna Borg Reumert á d’Angleterre hóteli i móttöku forsetahjónanna þar 6. apríl síðastliðinn. án Guðmundsson og Einar Krist- jánsson, frú Anna Borg Reumert leikkona og Paul Reumert maður hennar. Reumert hafði daginn áður birt mjög fallega grein um ísland og íslendinga í Politiken. Ýmis fleiri þekkt andlit sáust þarna, en of langt að telja upp alla með nöfnum hér. Þetta samkvæmi stóð í röskar tvær klst. og var það mál manna, að það hefðu verið ánægjulegar stundir og voru íslendingar þakklátir foi’setahjónunum fyrir þennan fund eins og fyrir alla framgöngu þeirra í Danmöi’k. Með fslendingum í Noregi. íslenzki blaðamannahópurinn átti heimboð til Noregs og það stóð óhaggað, þótt opinberri heimsókn forseta íslands væri af- lýst vegna fráfalls krónpi'insessu Norðmanna. Við sigldum því með hinu fríða skipi „Kronprins 01av“ til Noregs og dvöldum þar í fjóra daga í bezta yfirlæti og við mikla vinsemd af hálfu norsku stjórn- ai'innar, norskra blaðamanna og annarra Noi-ðmanna, er við kom- ust í kynni við. Nutum einnig hinnar ágætustu fyrirgreiðslu hinna glæsilegu, íslenzku sendi- herrahjóna í Osló og áttum með þeim ágæta kvöldstund í hinu fagra heimili þeii'ra í útjaðri Oslóborgar. Á meðan við dvöld- um í Osló hélt fslendingafélagið þar árlegan vorfagnað sinn og voru forráðamenn félagsins svo hugulsamir að bjóða okkar þang- að. í Osló dvelja um 200 íslend- ingar um þessar mundir. Max'gir eru búsettir þar, en aðrir eru námsmenn við háskólann eða sérskóla í borginni. Akureyring- ar eru þarna allfjölmennir. Á vorfagnaði íslendinganna söng og lék kvintett íslenzkra stúlkna, undir stjóin Sigurðar Guð- mundssonar frá Hvanneyri. í þessum kvintett er frú Aðalbjörg Jóhannsdóttir Krogh (smiðs Steinssonar). Söngur stúlknanna vakti mikinn fögnuð. Þai'na skemmti líka hai'monikusnilling- urinn Lýður Sigtryggsson, en hann er Akureyringur, en búinn að vera búsettur í Noi'egi í mörg ár. Ekki hefur Lýð föi'last har- monikuleikurinn síðan hann var (Framhald á 7. síðu). Ein af 5 myndum Ásgríms Jónssonar á íslenzku listasýningunni í Kaupmannahöfn í aprílbyrjun. Þessi mynd heitir „Mývatn“ og er mikið og fagurt Iistaverk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.