Dagur - 28.04.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 28.04.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 28. apríl 1954 - Bréf Jónasar Jónssonar til bæjarstjórnarinnar (Framhald af 1. síðu). Matthíasarsafnið sé vaxandi. Eg ritaði afkomendum séra Matthí- asar bréf og benti á þá leið, að þeir gæfu tekjur af Skugga- Sveinssýningum í Þjóðleikhúsinu til að reisa safnið, líkt og þegar Ásmundur Jóhannsson gaf skil- yrðisbundið fé í móðurmálssjóð Vestur-íslendinga vegna stofn- unar kennarastóls í íslenzkum fræðum í Winnipeg. Afkomendur Matthíasar höfnuðu þessari leið; báru við að hugmyndin væri of seint fram komin. Húsmunir skáldsins væru tvístraðir, sögðu þeir. Sennilega hefur þeim gengið til hæverska að vilja ekki hvetja Akureyrarbæ til aðgerða, sem kosta nokkurt fé, með slíku ætt- arframlagi. En til þeirra Matthíasarfrænda og góðra manna á Akureyri, sem telja of seint að efna til Matthías- arsafns, vil eg segja það, að skoð- anaháttur þeirra er byggður á meiri háttar misskilningi. Stund- um eru heimili frægra listamanna friðlýst strax við fráfall þeirra og gerð að safni. Þetta gerðu Þjóð- verjar við Goethe-húsið í Wei- mar og Finnar við Runeberg, Norðmenn við bæ Björnsons, Aulestad, og Danir við hús H. C. Andersens í Odense. Með Schillershúsið í Weimar stóð nokkuð líkt á og með heimili Matthíasar á Akureyri. Skáldið var ekki auðmaður, en fátæklega húsið hans var friðlýst með þeim húsbúnaði sem þar var. Síðan var bætt við safnið, með góðum hug, því sem til náðist af minningar- gripum hans. En gleggst er rök- semdin í þessu efni, þegar aldir líða frá því að listamaðurinn fell- ur frá, og þar til safnið er full- gert. Þetta á við um hús Shake- spear’s í Stratford on Avon í Bretlandi. Hundruð þúsundir manna sækja þessi tvö söfn ár- lega og bærinn Stratford hefur miklar atvinnutekjur af að leið- beina þeim sem koma og skoða hús skáldsins, þó ekki sé annað til af frumritum Shakespear’s en ein eða tvær undirskriftir á samningum og vitaskuld engir sýnilegir munir. —o— Nú vil eg benáa á framkvæm- anleika málsins. Akureyrarbær kaupir húsið, Sigurhæðir. Beitir eignarnámi ef með þarf. Gamlir menn og kunnugir vita glögglega um alla húsaskipun eins og hún var á síðustu árum skáldsins og er auðvelt að breyta húsinu í það horf. Síðan væri eðlilegt að leita til Alþingis og gefa því kost á að leggja fram helming af kaupverði hússins. En hvernig sem sú mála- leitun færi, má kalla það smá- atriði fyrir bæ, sem gerir út mörg skip og á verksmiðjur sem græða og tapa stórfé árlega, eftir því sem atvinnureksturinn gengur. Slíkur bær getur vel staðizt við að kaupa gamalt timburhús, sem þar að auki mundi verða bænum drjúg tekjulind. Þá yrði leitað til frænda og samvistarmanna skáldsins eftir hlutum úr húsi hans, þeirra sem enn eru til. Vit- að er um að allmargir slíkir hlut- ir eru í eigu manna á Akureyri og hjá frændfólki Matthíasar annars staðar á landinu. Þegar safnað hefur verið fáanlegum munum séra Matthíasar, er næsta skrefið að búa húsið að venjuleg- um húsgögnum. Það er mjög auð- velt að gefa heimilinu svipað út- lit og landssiður var um síðusttu aldamót á Akureyri og í öðrum íslenzkum kaupstöðum. Þá sýnir safnið aldarfarsmynd slíkra staðá. Að síðustu kemur ný hlið á mál- inu, sem ekki hefur verið rædd fram að þessu. —o— Matthías ritaði mikið og um fjölbreytt efni utan ljóða sinna. Því þarf að safna öllu í eina heild. Kvæði, sem snerta samtíð- armenn, skipta hundruðum. Rétt væri að safna myndum af sem allra flestum þeim mönnum, sem skáldið hefur ort um eða ræðir um í blaðagreinum sínum og bók- um. Með þessum hætti er hægt að gera safnið svo fjölbreytt að það verði bókmenntaskóli að kynnast því. Þegar Tómas Sæmundsson dvaldi erlendis fyrir hundrað og tuttugu árur#, þótti honum eftir- minnilegt að koma í höll Friðriks II. og sjá konunginn sitja þat al- klæddan með kross á brjósti í sínum gamla stól. Þetta var vax- mynd og slíka mynd er auðvelt að gera af séra Matthíasi, því að brjóstlíkan Ríkharðar Jónssonar af honum er frábærlega ná- kvæmt. Akureyri vill verða ferðamannabær og hefur gert til þess skynsamlegar ráðstafanir. Mun bæjarbúum ganga til hóf- legur metnaður og búhyggja. Margt er fagurt og eftirtektar- vert að sjá á Akureyri. En það hygg eg, að Matthíasarsafn mundi hafa svo mikið aðdráttarafl, að þúsundir manna mundu þangað koma árlega þó að aðgangseyrir væri sæmilegur. —o— Mér liggur við að vona, að inn- an skamms tíma verði risið Matt- híasarsafn á Akureyri, til frægð- ar og hagsbóta fyrir bæinn. Hef eg í því nokkra reynslu í skiptum við Akureyrarbæ. Þegar Stefán Stefánsson skólameistari féll frá, ráðgerði yfirstjórn skólans að skipa í hans stað tilþrifalausan mann. Eg fékk þingmenn Norð- lendinga og Austfirðinga til þess að skora á ríkisstjórnina að veita Sigurði Guðmundssyni starfið. Það varð og Akureyri kvaddi þennan skólamálafi'ömuð með heiðursgjöfum. Bærinn var í vandræðum með barnaskóla sinn. Eg þekkti vel Snorra Sigfússon og bað hann að koma norður til að stýra skólanum. Að liðnum starfstima reisti bærinn honum persónulegt heiðursmerki í skólahúsinu. Þegar menntaskóli tók til starfa í bænum vantaði al- mennan ungmennaskóla. Löggjöf um þann skóla var sett fyrir mitt tilstilli, að þessum störfum vald- ist litlu síðar æskuvinur minn, Þorsteinn M. Jónsson, sem nýtur þess traust að vera forseti bæjar- stjórnar Akureyrar, auk þess sem hann er viðurkenndur að vera einhver áhrifamesti skólastjóri landsins. Það mun vera nálega dæmalaust í sögu uppeldismála, að nokkur bær, að stærð við Ak- ureyri, hafi notið samtímis við uppeldi barna sinna þriggja því- líkra forystumanna eins og hér er vikið að. Bæi'inn hefur fyrir sitt leyti viðurkennt að verðleikum verk þessara manna. Vildi eg mega trúa því að Matthíasarsafn- ið yrði fjórða mennta- og uppeld- isatriði í bænum, sem stofnsett yrði með stórhug og trú á sigur andans yfir efninu. V irðingarfyllst, Jónas Jónsson frá Hriflu. Herbergi til leigu á Oddeyri. Uppl. í síma 1813. Lítil íbúð í jnnbænum til sölu. Afgr. vísar á. Kvikmyndir. Út af ummælum í síðasta tbl. Dags um aukamynd rá, sem sýnd var á undan Un- aðsómar: heimsókn forseta ís- lands til Danmerkur, óskar Skjaldborgarbíó að takar fram, og biðja afsökunar á því, að myndin mun ekki hafa verið rétt innstillt á þessari fyrstu sýningu, en þeir sem séð hafa aukamyndina á síð- ari sýningum munu geta borið um að myndin er vel skýr, þó ekki virðist vera bjart yfir þegar hún er tekin, og skemmtilegra hefði verið að sjá hana í litum. En það var líka nokkurs virði að fá að sjá þessa svipmynd svo snemma eftir að móttökurnar fóru fram. Ný glæsileg sending af útlendum kápum °g drögtum tekin upp í dag. Þar á meðal mjög stór- ar stærðir. Verzl. B. Laxdal. Lídð herbergí óskast, ofarlega á Oddeyri eða sunnarlega í Brekkug, 7 eftir hádegi. Stíilka eða unglingur óskast til heimilisstarfa. Sérherbergi Sími 1048. Lítill trillubátur til sölu, með góðri, fjögr; hestafla Solovél. Afgr. vísar á. SJÓKLÆÐI SJÓSTÍGVÉL V.A.C. S J Ó VETTLIN G AR Vinnufatnaður I; Vinnuvettlingar VÖRUHÚSÍÐ H. F. BARNALEISTAR verð kr. 4.50 KVENLEISTAR Verð frá kr. 9.00. ULLARGARN BABYGARN nýjar tegundir, nýkomnar. Braunsverzlun Þýzku reiðhjólin komin, margar stærðir. Ódýr og falleg. Vönd- uð samsetning. Verzlun Konráðs Kristjánssonar Skipagötu 8. Gólfdreglar Gólf teppaf ilt V efnaðarvörudeild. Gilbarco-olíubrennarar og olíugeymar til húsakyndingar jafnan fyrir- liggjandi. — Útvegunr olíukynta katla, elda- vélar og hvers konar önnur olíukynditæki með stuttum fyrirvara. Olíusöludeild KEA. Sími 1860. t V . .... — •- r-rrrrr 7 V Persónuiðg jöld Pcrsónuiðgjöld árið 1954 til almannatrygginga hafa ver- ið ákveðin, sem hér segir: 1. Verðlagssvæði: TCvcpnfir ]zc\r\$v . kr. 718.00 Ókvæntir karlar . kr. 647.00 Ógiftar konur . kr. 481.00 Félagsmenn sérsjóða: Kvæntir karlar . kr. 238.00 Ókvæntir karlar . kr. 203.00 Ógiftar konur . kr. 147.00 ; 2. Verðlagssvæði: Kvæntir karlar . kr. 576.00 Ókvæntir karlar . kr. 521.00 Ógiftar konur . kr. 387.00 1 Félagsmenn sérsjóða: Kvæntir karlar . kr. 186.00 Ókvæntir karlar . kr. 147.00 1 • Ógiftar konur . kr. 110.00 ; Gjöld þessi eru þegar fallin í gjalddaga hjá þeirrl, er ; ekki hafa greitt fyrri hluta gjaldsins, sem féll í gjald- daga í janúar s.l. og eru gjaldendur því áminntir urn að gera skil sem allra fyrst. Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 27. apríl 1954. ! 'i attttttttttttOtttttt»»tt«ttttttttOttttttttttttttttttttttttÖtt»tttttttttttttt-nCrt3ttatt Anglýsið í Degi ftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftftttftftftftftftftftftftftftttftftft

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.