Dagur - 05.05.1954, Side 1

Dagur - 05.05.1954, Side 1
GERIST ÁSKRIFENDUR! Sími 1166. ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskriíendur! XXXVU. árg. Akureyri, miðvikudaginn 5. maí 1954 22. tbl. Kvikmyndadísir hjálpa börnum er m Nýlega tóku tvær kunnar kvikmyndadísir, Deborah Kerr (t. v.) og Audrcy Hcpburn, þátt í útvarpsdagsskrá í Bandaríkjunum, er átti að stuðla að skilningi og meiri framlögum til hamahjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna. — Myndin sínir dísirnar við hljóðnemann. Líklegf að radar fyrir flugvélar verði seffur upp hér í Líklegt má nú telja, að radar- tæki, til öryggis fyrir flugvélar, vcrði sett upp hér í bænum þegar í sumar. Eins og áður er greint frá, hef- ur flugmálastjórnin ákveðið að koma upp radar á nýja flugvell- inum við Eyjafjarðarórósa, en alllangt er þangað til flugvöllur- inn verður nothæfur. Radarinn mun hins vegar senn tilbúinn til afgreið,slu. Af því tilefni kom hingað laust fyrir helgina síðustu sérfræðingur frá Decca-verk- smiðjunum brezku, sem fram- Jeiða radarinn, Mr. Hansford að nafni, ásamt Sigfúsi Guðmunds- syni, öryggismálafulltrúa flug- málast j órnarinnar. Vel framkvæmanlegt. Athuguðu þeir aðstæður til þess að taka radartæki í notkun þegar í sumar með því að setja þau til bráðabirgða upp hér í bænum. Varð niðurstaða þeirrar athugunar sú, að ekkert væri því til fyrirstöðu og kostnaður mundi ekki mikill. Má því telja líklegt að horfið verði að því ráði að koma radar-tækjunum fyrir til bráðabirgða hér í bænum og auka þannig öryggi flugsamgangnanna hingað, en þegar er flugvöllurinn verður tekin í notkun, verða rad- artækin flutt þangað, svo ogdoft- skeytatæki þau, sem hér eru starfrækt og annar öryggisbún- aður. Bretarnir [ickktu ekki sína eigin gúmmibáta! Brezka blaðið Fishing News skýrði nýlega frá því, er brczki togarinn Hull City bjargaði B mönnum af vélbátnum Glað fró Vestmannaeyjum, er togarinn fann gúmmíbát þeirra á reki undan Súðurlandi. Segir blað- ið, að skipstjórinn á brezka togaranum hafi orðið svo hrif- inn af „hinum íslenzka gúmmíbát“ að hann hafi fengið leyfi til þess að fara með hann til Bretlands, og áður en skip hans kom í höfn, hafði hann símað togaraeigendum og fiskimannasamtökum og til- kynnt, að hann mundi kynna þessa íslenzku nýjung. Hefur ekki frétzt af sýningunni á gúmmíbótnum, en e. t. v. hafa einhverjir Bretar þá komið auga á þó staðreynd, að gúmmíbátar þessir — sem reynzt hafa mjög vel hér við land — eru brezk framleiðsla. Akureyrarböm fá sfarf við fisk- þurrkun og garðrækt í sumar Vinnuskóli bæjarins tekur á móti 11, 12 og 13 ára börnum til starfs Ákveðið hefur verið að Vinnu- skóli Akureyrarbæjar taki til starfa 20. þ. m. og standi til 20. september í liaust. Skólinn tekur á móti 11, 12 og 13 ára börnum og verða verk- efni þeirra að starfa við fiskþurrk un og garðrækt. Verður tilhögun sú, að börnin vinna annan dagirin við fiskþurrkun, en hinn við garðrækt. Garðræktin. Skólinn leggur til ókeypis kennara, áhöld, útsæði og áburð. Áðalfundur Framsóknarfélags Ákureyrar er annað kvöld Aðalfundur Framsóknarfé- lags Akureyrar verður haldinn í Gildaskála KEA annað kvöld og hefst kl. 8.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Auk þess verður kjörið í fulltrúaróð félagsins. Skorað er á félags- menn að fjölmenna á aðal- fundinn. i imorgtin Þak liússins féll, margar síldarnætur brunnu ennfremur fólksbifreið, dráttarvél og fleira verðmæti Mikill eldsvoði varð á Hjalteyri í gærmorgun, er mjölskemma síldarverksmiðjunnar þar brann að verulegu leyti ásamt verðmæt- um vélum og síldarnótum, er þar voru geymdar. Var ekki búið að áætla tjónið í gær, er blaðið átti tal við Hjalteyri, en talið að það mmidi mikið. Hér er um að ræða næst stærstu mjölskemmu landsins. — verður börnunum greitt með væntanlegri uppskeru, allt að 8- faldri, en það sem fram yfir er, gengur til Vinnuskólans. Stjórn skólans mun og aðstoða á allan hátt við sölu jarðávaxtanna. Börnunum verður úthlutaður reitur til matjurtaræktar. Mun skólinn sjá um útvegun á plönt- um, en börnin greiði sjálf dnd- virði þeirra. Fiskverkunin. Tekinn verður þveginn saltfisk ur til sólþurrkunar á fiskgrind- um á svæði norðan Glerár. Börn- in,sem þar vinna.mæti þann dag- inn, sem ekki er unnið við garð- ræktina, til vinnu við fiskinn. Á- kveðið er að greiða börnunum nokkra byrjunargreiðslu á klst., en endanlega greitt við skólaslit, eftír .því sem fiskverkunin gefur af sér. Þau börn, sem óska eftir vinnu í skólanum, eru skuldbund in að vinna jöfnum höndum við garðrækt og fiskþurrkun. (Framhald á 7. síðu). Auk mikilla skemmda á hinni stóru mjölskemmu, eyðilagðist fólksbíll, dráttarvél, lítil upp- mokstursvél, færibönd og all- margar síldarnætur, líklega 6—7 stk., að því talið er. Eldur gaus upp um þakið. Það var um 9 leytið í gærmorg- un, að verkamenn á Hjalteyri sáu hvar eldur gaus upp um þak mjölhússins. Var slökkviliðinu hér þegar gert aðvart og brá það skjótt við og ók til Hjalteyrar. Heimamenn reyndu ~að bjarga bifreiðum og öðru verðmæti, er geymt var í húsinu, og tókst þeim að ná ýmsu út. En eldurinn breiddist mjög ört út og varð þakið alelda á skammri stundu. Þegar slökkvilið Akureyrar kom á vettvang, var sýnt að þakið mundi brenna og falla, en reynt var að verja timburverkstæði, sem var afþiljað í húsinu, einnig rannsóknarstofu verksmiðjunnar, sem einnig var afþiljuð, og tókst það. En þakið féll og yfirleitt brann allt, sem brunnið gat, gluggar, hurðir og annað tréverk. Mikinn reykjarmökk lagði upp af húsinu og bar mjög á honum héðan að sjá um 10 leytið í gær- moi'gun. Mun ekki trufla starfrækslu í sumar. Veggir mjölhússins, sem er mikið hús, standa enn, enda steyptir, en þakið, með 4 burst- um, brann allt. Er húsið því stór- skemmt, en þó talið auðvelt að gera við það og gera nothæft á ný. Mun bruni þessi því ekki trufla starfrækslu ve»'ksmiðjunn- ar í sumar. Mikil verðmæti brunnu í húsinu. Sem fyrr segir brunnu þarna mikil verðmæti, sem geymd voru í húsinu. Allmargar síldarnætur, sem flestar munu hafa verið eign Kveldúlfs, brunnu. Var ' tala þeirra ekki örugglega kunn í gær, en þær munu hafa verið a. m. k. 6—7 talsins. Þá brann fólksbif- reið, eign Stefáns Stefánssonar í Fagraskógi, dráttarvél, upp- mokstursvél, færibönd, og auk þess fleiri verðmæti, en ekki full- komlega kannað í gær, hver þau voru. Um eldsupptök var ekki annað vita en að líklegast var tal- ið að þau væri frá rafmagni, þótt ósannað væi'i, en réttarhöld hóf- ust þegar siðdegis í gær. Um vá- tryggingar verðmæta í mjölhús- inu var ekki fullkunnugf. í gær, en þó talið að einhverjar af síld- arnótum þeim, er brunnu, hafi verið óvátryggðar. Bifreið stoiið - stór- skemmd Frá lögregbmni hefur blaðinu borizt eftirfarandi: Fágætt óþokkabragð var fram- ið hér í bænum aðfaranótt sl. mánudags, 3. þ. m. Vörubifreiðin A—991, <em stóð læst upp við Setberg, var tekin og farið með hana h-mgt suður og upp fyrir bæ, upp að Miðhúsaklöppum, og þar ■'tolið úr henni vatnskælin- um, dynamó og framljósa-kúpl- um. Framrúður bifreiðarinnar voru rústmölvaðar og fleira var átt við farartæki þetta, sem er dökk-græn G.M.C. vörubifreið. Skorað er hér með á hvern þann, sem séð hefur til nefndrar bifreiðar umrædda nótt eða getur að öðru leyti gefið einhverjar upplýsingar um mál þetta, að hafa strax samband við lögregl- Fámennt í kröfu- göngu L maí Kalsaveður var hér 1. maí og er það sennilega aðalástæðan fyrir því að mjög fámennt var í kröfu- göngu verkalýðsfélaganna og lítil þátttaka í útifundl þeirra. Mun bæjarmenn og lítt hafa langað til að sjá og heyra kommúnista- forspi'akka þá, sem raðað var á ræðumannalista við þessi hátíða- höld. Tókst kommúnistum nú sem löngum áður að setja flokks- stimpil sinn á hátíðahöldin og eyðileggja þannig áhrif þeirra.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.