Dagur - 30.06.1954, Síða 4

Dagur - 30.06.1954, Síða 4
4 D A G U K Miðvikudaginn 30. júní 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsspn. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prcntveik Odds Björnssonar h.f. NÚ RÁÐUM við sjálfir, hvern- ig við skipum málum í landi hér, og er ekki við aðra að sakast en sjálfa okkur, ef illa tekst til. Sjálfir þurfum við í bróðerni að skipta þjóðartekjunum, og við gætum gert það betur. Um fram allt megum við ekki hrifsa til okkar og hrindast á, þó að ein- hverjum sé til skemmtunar. EN SVO er það árferðið og afl- inn. Þar stöndum við Valdalausir og væntum hins bezta. Við verð- | um ætíð ,;að bíða þess, sem boðið ^ er, hvort blítt er eða strítt“. En þegar allt leikur í lyndi, þegar árgæzkan léttir lífsbaráttuna og gleður skapið, er þá ekki réttast að lofa „gæzku gjafarans“? VIÐ ERUM kristnir menn að nafni til — og djúpt yið hjarta- rætur. Við sækjum illa kirkju og flíkum trúnni ógjarnan, en nú hljóta að spretta upp af hjarta- rótunum og í gegnum hversdags- skelina þakkir til Guðs fyrir góð- ærið. Ef við tökum ekki velgjörð- unum með þakklæti, eigum við þær ekki skilið. f; Hiigleiðingar um góðæri o. fl. VETURINN var mildur og snjóléttur með af- brigðum, og enn stendur mikið af ógefnum heyj- um um allar sveitir þessa lands. Vertíðin syðra var ein hin ágætasta um langa hríð. Hér norðan- lands kom óvenjugóð aflahrota í sumarbyrjun. Sumarveður hófst nú mánuði fyrr en venjulega, og víða er hey komið í hlöður um líkt leyti og sláttur hefst á meðalári. Atvinna er nú næg hér á landi og heilsufar gott. Með öðru eyranu aðeins hlustum við á fregnir utan úr heimi um náttúru- hamfarir, atvinnuleysi, hungurdauða og stríð; við skiljum ekki þessar þjáningar, þær eru svo fjar- lægar okkar ástkæra landi. Hvprs njótum við? j* í MARGAR ALDIR gengu miklar hörmungar yfir íslenzku þjóðina, óáran alls konar, eldgos, harðindi, ís og hungur. Núlifandi kynslóð er svo gæfusöm að þekkja þetta aðeins af afspurn, en „brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds“. Eigi slíkir erfiðleikar eftir að mæta þjóðinni, mun hún áreiðanlega taka þeim með karlmennsku og vinna sigur. Hún stendur miklu betur að vígi nú en áður fyrr. 4 MESTA HÆTTAN, sem að okkur steðjar, kem- ur að innan, frá okkur sjálfum. Okkur hættir til þess að slasa bæði sjálfa okkur og þjóðfélagið í kapphlaupinu um peningana. Egill gamli Skalla- grímsson skildi eðlið. Hann ætlaði að sá silfri sínu í fjölmenni á Þingvöllum og láta hvern eiga, sem næði. Þótti honum lífið of friðsamlegt orðið og myndi hann hafa góða skemmtun af illindum þeim og pústrum, sem af myndu hljótast. , i ÞÆR STÉTTIR þjqðfélagsips, sem hægast eiga um vik, eru annað slagið að „bæta kjör sín“, þ. e. hækka kaupið. Eltir ein stéttin aðra, og að lokum fá þær allar fleiri krónur í sinn hlut, en þá kostar bara fleiri krónur að lifa, svo að menn standa á eftir í sömu sporum — en þjóðfélagið er venju- lega óhraustara eftir en áður. Ein þjóð í Evrópu hefur öðrum fremur verið að „bæta kjör“ sín undanfarna áratugi, en það eru Frakkar. Mynt þeirra, frankinn, er nú nokkurra aura virði, og :nenn fá auðvitað mikinn fjölda þeirra í kaup, en lífskjörin eru engu betri nú en þegar Egill gamli mannlifsins sáði silfrinu fyrir fætur þeim og þeir tóku að hrifsa til sín og hrinda hver öðrum. il VIÐ ÍSLENÐINGAR höfum ætíð verið fund- vígjr á sqkudplga. Við höfum aldrei átt í erfið- ieikum með að finna, hverjum um væri að kenna mistökin. Oftast höfum við verið saklausir sjálfir — eða svo til — en yfirvöldunum allt að kenna. Danska stjórnin og danskir kaupmenn voru hand- hægir að grípa til hér áður fyrr, en nú skellum við flestum skuldum á íslenzku stjórnarvöldin. Það er á hinn bóginn allt erfiðara, þegar á að fara að þakka — eins og nú blasir við — fyrir árgæzku, heilbrigði og vellíðan, þá verður ekki eins létt um ".ungutakið. Okkur finnst bara sjálfsagður hlutur, að okkur líði vel, og sé reyndar ekki þakkarvert, pví að ekki eigum við nema gott skilið. Má vera, að svo sé. Norðlenzk kona skrifar blaðinu. „EG ER EKKI vön að láta mig miklu skipta dægurmál blaðanna. En þegar eg sá í síðasta tölublaði Dags í Fokdreifadálkinum, að á aðalfundi KEA hefði því verið hreyft, að flytja gamla Laufásbæ- inn og byggja hann upp á öðrum stað, sem byggðasafn fyrir sýsl- una, þá gat eg ekki lengur orða bundizt. Það getur ekki komið til nejnna mála, hvað sem öllum sýslutakmörkum líður. Ef gamall bær á að varðveitast sem sýnis- horn liðna tímans, verður hann eign þjóðarinnar og má ekki glatp neinu af sínum einkennum og sízt af öllu því umhvex-fi, sem hann er vaxinn upp úr, alls staðar annars staðar yi'ði hann bara skopmynd til angurs þeim, sem eiga gamlar minningar frá þeinx stað qg út- lendingum tíl athlægis. Það' vita allir, að Laufás við Eyjafjörð er löngu þjóðkunnur staður, fyrst og fremst vegna ágæti-a manna, sem þar hafa alizt upp og í öðru lagi almennt viður- kennt sem eitt fegursta bæjar- stæði norðanlands. — Þangað líta því fjölmargir ferðamenn á hvei-ju sumi-i, bæði útlendir og innlendir. Mundu þeir ekki reka upp stór augu, ef þeim yrði sagt að fara til Akureyrar, ef þeir vildu sjá gamla bæinn og það sem hann hafi að geyma? Það er vitað mál, að ahnenn- ingur hefur ekki á þessum um- í-ótatímum sýnt gömlum munum verðuga umhírðu, auk þess sem tíminn fer eyðandi öflum um þá. Þess yegna þarf að safna þeim saman og gjöra þá upp, að meira eða minna leyti. Þá er auðvitað Akureyri sjálfkjörinn staður til þess. Það væri óneitanlega æski- legt, að geta bjargað flestum gömlum munum frá glötun. Sér- staklega væri æskilegt ef takast mætti að grafa upp sem allra flest af þeim húsbúnaði og verkfærum, sem eitt myndarheimili notaði fyrir og um síðustu aldamót. En til þess gaeti eg trúað að tvær eða fleiri sýslur mættu leggja saman, þó að ekki yrði gert nema eitt eða tvö sýnishorn af hverri tegund. — Þegar það er fengið og allt nýuppsett (og það ætti ekki að vera ofvaxið nýja tímanum, með alla sína tækni og allsnægtir), þá bíður gamli bær- inn (Laufás við Eyjafjörð), ný- uppbyggður á sínum fornhelga stað, sem fulltrúi gamla tímans; og biður alla góða gesti vel- komna. Og þá verður hægt að setja hvern hlut á sína réttu hillu og snaga. Verkið verður að vera heilt en ekki hálft. Annað geta Norðlendingar ekki sætt sig við. Annars að jafna allt við jörðu.“ Umgengnin þarf að batna. í VOR OG SUMAR hefur verið gert meira en áður til þess að hreinsa og pi'ýða bæinn, þann- ig, að nú lítur hann víðast hvar vel út. Eiðsvöllur, torgið og fleiri staðir hafa aldrei vei-ið fegurri en nú. Þess vegna er alls ekki hægt að líða að þessir staðir séu stór- skemmdir með traðki og yfir- troðslum. Talsvert er t. d. gert að því að ganga út í blómabeðin, bæði á Eiðsvellinum og toi'ginu. Er slíkt bæði til stór skaða og skammar. Einnig ber nokkuð á því, að unglingar hjóli út í beðin á Eiðsvellinum, enda bera blómin þess glögg mei'ki. Af þessum sök- um eru hér með allar hjólreiðar stranglega bannaðar um gang- stígana á Eiðsvellinum. Væntan- lega' eru það mest börn og ungl- ingar, sem þessum spjöllum valda. Þess vegna skal nú fastlega skoi'að á allt fullorðið fólk í bæn- um að leggjast á eitt um verndun þessara staða, bæði með bættri eigin umgengni og auknu eftirliti með böi'num og unglingum. Ár- lega er varið talsverðu fé til fegr- unar bæjarins. Látum ekki ásannast, að því fé sé á glæ kast- að vegna hirðuleysis og skorts á umgengnismenningu. Nú er verið að lagfæra brekk- una á milli gatnanna austan við Sjónarhæð og mun verða sáð í hana einhvern næstu daga. I því tilefni vil eg skora á allan al- menning að veita mér lið til þess að vei’ja þessa brekku fyrir öllum ágangi, svo að hún nái að gi'óa upp og verða bænum til prýði, en það vei'ður því aðeins, að allir leggi sitt til þess að svo megi verða. Akureyri, 27. júní 1954. Finnur Árnason. Frá Ferðafélagi Ak. Næsta kvöldferð verður næstk. miðvikudag kl. 8 e. h., í Fnjóska- dal, heim um Svalbarðsströnd. — Sala farmiða er á vörubílast. Stefni og verður að vera búið að taka þá fyrir kl. 5 á miðvikudag. Miðvikudaginn 7. júlí verður kvöldferð í Vaglaskóg. Á sunnudaginn kemur, 4. júlí næstk., verður gönguferð á Súlur. Og sunnudaginn 10. júlí verður farið að Laugafelli, um Bárðardal og heim um Vatnahjalla. Upplýs- ingar gefnar á skrifstofu Flug- félags íslands h.f. Jeppaeigendur, ath.! Höfuin pípuelement í jcppa. Önnumst uppsetningu. Bijreiðavcrkstccðið Þórshamar h.f. Singer-sauraavél — handsnúin — til sölu með tækifærisverði. Upplýsingar í síma 1544. nþing Islendinp háð á Akureyri Iðnþing íslendinga það 16. i röðinni Yftr sett s,l, laugardag i Varðborg að viðstöddum 50 þingfulltrúum og gestum Iðnþingið hófst með því að Vigfús Friðriksson bauð gesti velkomna með snjallri ræðu. Benti hann meðal annars á, að tvö af félagasamtökum iðnaðar- manna á Akureyri ættu 50 ára afmaeli á þessu ári, en það eru: Iðnaðai’mannafélag Akureyrar og Ti'é- smiðafélag Akureyrar. Þakkaði hann Landssam- bandi iðnaðai-manna fyrir þann heiður, að Iðnþingið skyldi í tilefni þessara afmæla vera haldið hér á Akureyri. Þá benti Vigfús á, að 1853 hefðu verið 280 manns heimilsfastir hér, eða 40 heimilisfeður. Þá vorix hér 18 iðnaðarmenn. Embættismenn og verzlunarmenn voru hér 8. Og 1853 hóf Norðri göngu sína. Formaður Landssambands iðnaðarmanna, Björg- vin Fredriksen, setti þingið með athyglisverðri í'æðu. í ræðulok afhenti hann Helga H. Eiríkssyni, fyrr- verandi forseta sambandsins, heiðursskjal. Síðasta Iðnþing hafði samþykkt að gera hann að heiðurs- félaga sambandsins. Þingforseti var kosinn Karl Einarsson, varafor- seti Indriði Helgason og 2. varaforseti Guðjón Magnússon, Hafnarfirði. Iðnþingið, sem sett var í Varðborg, hélt síðan áfram stöi'fum í Gagnfræðaskólanum. Voru mörg merk mál tekin til meðferðar. Meðal samþykkta þingsins voru: Bátasmíðar. Sextánda Iðnþing íslandinga fagnar þeim árangri, sem þegar hefur náðst til hagsbóta fýrir innlendar skipasmíðastöðvar, en harmar þó að ekki skyldi fást sú lausn á þessu máli á síðasta Alþingi, sem vonir stóðu til samkvæmt viðræðum við ríkisstjóm meðan 15. iðnþing stóð yfir. Þingið leggur því sérstaka áherzlu á, að enn þurfi að sækja fram á sömu braut, til þess að skipasmíða- stöðvunum verði á næstunni tryggt til frambúðar: 1. Að þær fái að sitja fyrir allri þeirri nýsmíði, er þær geta leyst af hendi með eðlilegri starfrækslu. 1. Að þær fái aðstöðu til þess að byggja skip fyrir eigin reikning, m. a. með því að sjá þeim fyrir lánum, allt að 85% kostnaðarverðs skipanna, og verði lánin veitt með sömu kjörum og lán úr Fiskveiðasjóði til nýsmíða. Þingið beinir þeirri áskorun til innflutningsyfir^ valdanna, að eigi verði veitt innflutningsleyfi fyrir fiskiskipum meðan eigi er tryggður rekstur inn- lendra skipasmíðastöðva, svo að viðhlítandi sé. Þingið beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar og Alþingis, að á næsta Alþingi verði tryggt með lögum, að söluskattur verði eigi lagður á, er inn- lendar skipasmíðastöðvar selja útvegsmönnum skip þau, er þær smíða. Iðnaðarbanki íslands. Sextánda Iðnþing íslendinga lýsir ánægju sinni yfir stax’fsemi Iðnaðarbankans á fyrsta starfsári hans, og skorar á iðnaðarmenn að styrkja bankann með sparifjárinnlögum og öðru því, sem bankanum má verða til heilla. 4 r Skemmtiferð þingfulltrúa. í gær fóru þingfulltrúar í boði bæjarstjórnar Ak- ureyrar og Rafveitu Akureyrar til Mývatnssveitar og Laxárvirkjunar. Mun Þingeyjarsýsla hafa skart- að sínu fegui'sta. Mörg mei'k mál voru tekin til meðferðar á Iðn- þinginu og verður væntanlega tækifæri til að segja nánar frá störfum þess síðar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.