Dagur - 14.07.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 14.07.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 14. júlí 1954 Filippus Þorvaidssón, útibússtjóri K.E.A., Hrísey. „Ðóinn, horíinn. — Harmaíregn. Hvílíkt orð mig dynur yfir. En eg veit að látinn lifir.“ í>a'ö setti marga hljóða að morgni þess 15. júní sl., þegar sú harmafregn barst um Hrísey, að Filippus Þorvaldsson, útibús- stjóri, væri dáinn. Hann sem var starfandi daginn áður í fullu fjöri, éftir því sem öllum gat virzt. En stundin hefur vissulega verið komin, og enginn má sköpum renna. En þungur er söknuðurinn og sár harmurinn, þegar svo skyndi- lega er í burtu kippt fyrirvinnu heimilisins, ástríkum eiginmanni, hjartkærum föður og syni aldr- aðrar móður. En huggun er það harmi gegn, að minningarnar, sem við hann eru tengdar, eru vissulega hugljúfar, því að Fil- ippus var góður drengur í þess orðs fyllstu merkingu. Átti hann oft kost á því, stöðu sinnar vegna, að sýna það og sanna, enda af traustum stofnum kominn í báð- ar ættir. Filippus var fæddur að Völlum í Svarfaðardal 19. marz 1907. Var faðir hans Þorvaldur Jónsson, Halldórssonar, Bjarnarsonar, Guðmundssonar frá Árgerði í Svarfaðardal, og Filippíu Þóru Þorvaldsdóttur Gunnlaugssonar, bónda frá Krossum á Árskógs- strönd, af hinni kunnu Krossaætt. En kona Þorvaldar og móðir Fil- ippusar er Kristín Einarsdóttir, Magnússonar bónda frá Geithell- um í Álftafirði, Jónssonar bónda frá Bragðavöllum í Suður- Múlasýslu. Voru bæði faðir og afi Kristínar þekktir og merkir bú- höldar austur þar. Eg, sem þessar línur rita, hef átt þess kost að vera nágranni Filippusar heitins frá því að hann var 10 ára að aldri. En ein sú fyrsta mynd, sem eg á frá þeim tíma, er af tveim drengsnáðum 10 og 12 ára, sem ganga á eftir föður sínum neðan frá sjó og heim á hólinn, þar sem heimilið þeirra stóð. Þeir voru bræðurnir Einar og Filippus og Þorvaldur Jónsson, faðir þeirra. Drengirnir voru orðnir sjó- menn, og reru þeir nokkur ár með föður sínum á litlum árabát. Mun því hugur þeirra hafa snemma hneigzt að útgerð og sjó- sókn, því að um tvítugs aldur ráðast þeir i það stórvirki, sem þá var talið, að láta byggja fyrir sig 9 smálesta vélbát inni á Akur- eyri. Sama ár og báturinn var bvggð- ur fór Filippus til Reykjavíkur og byrjar nám í Samvinnuskólan- um. Bendir þetta ótvírætt til þess að hugsað hafi»verið rökrétt til framtíðarinnar, að skynsamlegt myndi vera að kynnast verzlun- ar- og viðskiptamálum í sam- bandi við rekstur útgerðarinnar. Eftir tveggjá vetra nám lauk hann burtfararprófi frá skólanum með góðum vitnisburði. Vinnur hann síðan um skeið við útgerð þeirra bræðra, en einmitt á þessum árum gengur útgerð saman hér við Eyjafjörð. Olli því bæði markaðsörðugleikar ogafla- tregða. Árið 1934 ræðst Filippus sem starfsmaður að útibúi Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey, og tyeim ár- um síðar selja þeir bræður bát sinn og hætta sameiginlegri út- gerð. Eftir 9 ára starf við útibúið er honum falið framkvæmdarstjóra- starfið og gegndi hann því til dauðadags. Má hiklaust fullyrða, að til þess starfs gekk hann heill og óskiptur og hafði fulian hug á því að leysa sérhvert viðfangs- pfni á sem farsælastan hátt. Að vísu komst Filippus eigi hjá ádeilum í sambandi við sitt starf sem útibússtjóri, en full- kunnugt .er mér um það, að fáir fóru bónleiðir til búðar af þeim, er minna máttu sín, er á hans fund leituðu, og leysti hann þá heldur vandræði sinna minnstu bræðra af eigin efnum, ef eigi var annars kostur. Snemma bar á sönghæfileikum hjá Filippusi, enda átti hann til þeirra að telja, þar sem faðir hans var orðlagður söngmaður og bræður Filippusar allir góðir söngmenn. Ungur naut Filippus tilsagnar í söngfræði hjá Sigurði Birkis, söngkennara. Tók hann allmikinn þátt í starfi söngkóra, og var meðlimur í Karlakór Reykjavík- ur á þeim árum, er hann stundaði nám í Samvinnuskólanum. Enn- fremur var hann félagi í Karla- kórnum Geysi á Akureyri, og fór með honum hina velheppnuðu Noregsför. Við eyjarskeggjar nutum líka í ríkum mæli hæfileika hans sem söngvara og verður það seint metið sem skyldi, hvílík stoð hann var öllum söngmálum í eynni þann tíma, er hans naut við, enda var hann þar dyggilega studdur af konu sinni, frú Elín- björgu Þorsteinsdóttur, sem verið hefur leiðandi kona í öllu söng- starfi eyjarinnar um 25 ára skeið. Heimili þeirra var lfka alla tíð syngjandi heimili, og í hvert sinn er við kunningjar hans og vinir stigum fæti þar inn til gleði- funda, þá höfðum við eigi lengi dvalið þar, þar til tónaflóð og söngur yfirgnæfðu allt dægur- þras. Því var þar ávallt öllum gott að vera. Filippus var fríður maður sýn- um og glæsilegur á velli. Sterk- asti eiginleiki hans var prúð- mennskan og hógværðin í um- gengni allri. Það hvarflaði aldrei að honum að trana sér nokkurs staðar fram, en vegna vinsælda og lipurðar varð honum til margs treyst. Á slíkan - drengskaparmann hlutu að hlaðast allmikil trúnað- arstörf, þótt hans aðalstarf sem útibússtjóri tæki að mestu allan hans starfstíma. í hreppsnefnd Hríseyjarhrepps átti hann sæti um árabil, einnig var hann formaður skólanefndar. Árið 1948 var har.n skipaður í skattanefnd af sýslumanni og sat þar til dauðadags. Fleiri trúnaðarstörf hafði hann með höndum, sem þó verða eigi hér upptalin. Filippus kvæntist árið 1937 El- ínbjörgu Þorsteinsdóttur, Jör- undssonar frá Hrísey, varð þeim þriggja barna auðið, og var ný- lega afstaðin ferming elztu dóttur þeirra. Hinar tvær dætur þeirra eru 11 og 2ja ára. Auk þess ólu þau upp einn fósturson, Einar Valmundsson, og tóku þau við hann miklu ástfóstri. Hjónaband þeirra Filippusar og Elínbjargár var hið ástúðleg- asta, enda var Filippus vissulega einstakur heimilisfaðir og sér- staklega ástríkur faðir börnum sínum. Filippus, vinur minn. Hin skyndilega burtför þín um hæstan dag var öllum. sem þekktu þig, mikið harmsefni. En eg veit að látinn lifir, sagði skáldið forðum við slíkan vinar- skilnað. Og sé það nú huggun okkar, sem þig syrgjum, með ljúfum og góðum minningum lið- inna daga. Gefi þér svo Guð raun lofi betra við gröf og dauða, en styðji og styrki ástvini þína um ókomin æviár. Þorst. Valdimarsson. Frá héraðslækni Bólusetning gegn bólusótt og barnaveiki fer fram mánuðina júlí, ágúst og september á mánu- dögum klukkan 2—3 e. h. Bólusetningin verður fram- kvæmd í húsnæði Berklavarna- stöðvar Akureyrar (syðri endi gamla sjúkrahússins, gengið inn að vestan). Fólk er beðið að hafa með sér miða með árituðu nafni, heimilis- fangi, fæðingardegi og fæðingar- ári barns þess er bólusetja skal. Nauðsynlegt er að panta þessa bólusetningu fyrirfram í síma og verður tekið á móti pöntunum í síma berklavarnastöðvarinnar, 1477, á þriðjudögum og föstudög- um kl. 2—4 e. h. Bólusetningin er ókeypis. Akureyri, 5. júlí 1954. Héraðslæknirinn. Mótorhjól til sölu, 5 Ha Aríel-mócör- Afgr. vísar á. Faðir og soimr í sumarleyfi. Eldri maður tók son sinn sér við hönd og sýndi honum smala- göturnar, þar sem hann sjálfur hafði daglega gengið á bernsku- árum sínum. Við endurminning- arnar hló honum hugur í brjósti og hann varð ungur í annað sinn og syninum til mikillar furðu fór faðirinn að hlaupa og' hóa. Hver mundi hafa trúað því, að þessi formfasti og settlegi borgarbúi kastaði frá sér þeim virðuleik, er hann hafði tamið sér á langri æfi. Hvert ætlar þú í sumarfrí? Hvert ætlar þú að ferðast í sumarfríinu? spyrja menn hver annan. Margir eru þegar ákveðn- ir. Mörg störf bíða sumarleyf- anna. Sumir ætla að gera við hús- ið sitt eða lóðina — sumir eru að byggja. Þeir nota hverja stund og hyggja ekki á ferðalög eða aðrar skemmtanir. Veiðimenn hafa veiðileyfið í skrifborðs- skúffunni ásamt sínum dýrmæt- ustu skjölum. Þeir vita nú hvernig á að eyða hinum fáu dög- um. Enn aðrir þurfa að heyja handa reiðhestinum o. s. frv. En tæplega er búið að ráðstafa öllum sumarleyfum ennþá, og nú er margra kosta völ. Ferðaskrif- stofurnar bjóða uppá margháttuð ferðalög út um allan heim. Fram- andi lönd með fagurri náttúru og frægum stöðum, heilla og seiða. Fram að síðustu árum hafa flestir orðið að láta sér nægja æfintýra- ljóma hins óþekkta í þessum efn- um. Nú þykja engin sérstök tíð- indi þótt skrifstofu og iðnaðar- fólk skreppi t. d. til Spánar eða ítalíu með viðkomu í París. Jafn- vel bændur eiga það til að skreppa til Afríku að gamni sínu. Það hefðu nú þótt tíðindi fyrir svo sem 20 árum síðan. Þó eru ótaldir íþróttamenn og söngflokk- ar. Jafnvel unglingar úr barna- skólum — samanber skólabörnin hér á Akureyri, sem syngja nú í erlendum borgum. Það verður að teljast óviðeig- andi að fólk sem ekki kann telj- andi skil á sínu eigin landi og ekki hefur notið náttúrufegurðar þess, þjóti af landi burt í leit að unaðsemdum erlendra borga. Slík ferðalög eru æði oft „flóttinn frá sjálfum sér“ og af sjúkum toga spunninn. Enginn bjargar sér þó á þeim flótta, en hitt getur hent, að slík ferðalög opni augu fólks fyrir fegurð og tign eigin lands. Má þá segja að ekki sé til einskis farið. Yfirleitt má segja það um slíkar utanfarir að fáir hafa þeirra not aðrir en þeir, sem eru þroskaðir og hafa nokkra mála- kunnáttu. Lítum á okkar eigið land. í okkar eigin landi er ótæm- andi náttúrufegurð í hverri ein- ustu sýslu, bæði í byggð og í óbyggðum. Og svo fjölbreytt er hún’að ferðamaður, sem kann að njóta íslenzkrar náttúru, hefur aðeins notið hluta þess, sem ár- leg súmáneýfi 'langrar stai’fsæfi, gefa kost á. „En svo er margt sinnið, sem skinnið11. Sumir sjá alla hluti með „gagnaugunum“ einum saman, og aðrir alls ekkert. Jónas Hallgrímsson hefur opn- að augu okkar, fremur öllum öðr- um fyiar æfintýraheimi okkar eigin lands. Enginn fer um Öxna- dal án þess að í hugann komi ljóðlínur hans. Og við sjáum feg- urð og mikilleik fæðingarsveitar skáldsins með augum þess. En hvar er ekki fegurð að finna ef við höfum augun opin og kunnum að njóta hennar. Fróðleikur frá Spáni. Áður fyrr þóttu það nokkur tíðindi í strjálbýlum sveitum, þegar gest bar að garði. Þá var löngum skrafað ef tími vannst til. Og þegar einhver af heimilinu fór til annarra bæja, varð hann þegar heim kom, að segja frétt- irnar. Stór viðburður var þá tal- inn að fara í kaupstað. Enda gerðist þá margt sögulegt. Þess mætti vænta að þeir, sem kost eiga ferðalaga um lönd og álfur gætu sagt svo frá þeim ferðum, að unun væri á að hlýða. Fyrir nokkru hitti eg kunningja minn, þá nýkominn heirn úr hópferð til suðlægra landa. Gat hann ekki sagt mér aðrar fréttir en hvernig naut voru drepin á Spáni og verðlag gleðikvenna á nokkrum stöðum. Hafði hann við engan mann talað, utan ferðafélaga sína, í þeim löndum öllum er hann gisti í ferðinni. Þetta mætti kalla dýra suðurferð. Of mikill hraði. Margir litu flugferðir innan- lands hýru auga í þeim tilgangi að hafa með þeim tækifæri til að sjá landið. Ekki er að lasta flugferðirnar en mörgum fer eins og manninum, sem lengi hafði þráð að fljúga frá Akureyri til Reykjavíkur. í þeirri ferð ætlaði hann að sjá þau undur íslands, sem hann áður aldrei hafði aug- um litið. Var þetta mjög um- töluð ferð áður en farin var. Svo kom hin lengi þráða stund. Hvergi sást ský á lofti, og vor- sólin baðaði himin og haf. Vinur okkar steig inn í flugvélina, sem litlu síðar bar hann yfir, „fyrir- heitna landið". Síðar var upplýst af honum sjálfum að hann hitti kunningja sinn í flugvélinni og þurftu þeir margt að skrafa. Og þegar hrifning endurfundanna tók að dvína fyrir þeirri sterku ákvörðun að njóta til hins ítrasta þess er séð varð úr flugvél á þessari leið — var hún að setjast á Reykjavíkurflugvelli. Á leiðinni norður var þoka. Eða hjónaleysin, sem þutu um landið þvert og endilangt í bíl, en urðu uppvís að því norður í Axarfirði að vita ekki í hvaða sýslu þau voru stödd. Hugðu þau Bakkasel í Öxnadal ekki langt undan. Að öllu samanlögðu má full- (Framhald á-11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.