Dagur - 14.07.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 14.07.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 14. júlí 1954 D A G U R 5 Námskeið í bindindisfræðslu Dagana 10.—14. júní sl. fór fram námskeið í bindindisfræðslu á vegum Bindindisfélags kennara í Bindindishöllinni í Reykjavík. Formaður félagsins, Hannes J. Magnússon, skólastjóri, setti námskeiðið og stjórnaði því, unz hann fór af landi brott, en þá tók Brynleifur Tobiasson, áfengis- ráðunautur við stjórn þess. í reglugerð um bindindis- fræðslu frá 1936 er svo ákveðið að bindindisfræðsla skuli fara fram í öllum skólum. En í reynd- inni er hún mjög lítil. Þarf hún að byggjast upp frá rótum. En til þess vantar ýmsar handbækur. Verið er að rita handbók handa kennurum í þessu efni, en þá vantar stutta lesbók handa börn- um með myndum og línuritum. í sambandi við þetta er nauðsyn- legt að fram fari í Kennaraskól- anum leiðbeiningar um tilhögun bindindisfræðslu. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins var Erling Sörli, skrifstofustjóri, frá Osló. En hann hefur mikla reynslu í að stjórna slíkum nám- skeiðum í Noregi. Á námskeið- inu voru flutt erindi og voru um- ræður um flest þeirra. Þá voru sýndar tvær kvikmyndir, sem notaðar eru við bindindisfræðslu hjá frændþjóðunum á Norður- löndum. Þessi erindi voru flutt á nám- skeiðinu: Erling Sörli: Áfengismálið frá siðrænu og uppeldilegu sjónar- miði, 2 erindi. Erling Sörli: Áfengið og þjóð- félagið, 2 erindi. Erling Sörli: Bindindisfræðsla í skólum, 4 erindi. Kristján Þorvarðsson, læknir: Um eðli og áhrif áfengis. Alfreð Gíslas., læknir: Krónisk ofdrykkja og afleiðingar hennar. Brynleifur Tobiasson: Áfengis- löggjöfin íslenzka og bindindis- starfsemin á íslandi. Jón Oddgeir Jónsson: Samband áfengisnautnar og umferðaslysa. Esra Pétursson, læknir: Áfeng- isnautn og slysahætta. Alls komu 30 þátttakendur á námskeiðið, en ekki tóku þeir allir þátt í öllu námskeiðinu. í sambandi við námskeiðið fór fram aðalfundur Bindindisfélags kennara. Var þar einkum rætt um bindindisfræðsluna í skólun- um ,Þá var gerð sú lagabreyting að nemendum Kennaraskólans var heimilað að gerast aukafé- lagar. í stjórn voru kosnir: Hannes J. Magnússon, form. Helgi Tryggvason, varaform. Jóhannes Oli Sæmundsson, rit- ari. Kristinn Gíslason, gjaldkeri. Eiríkur Sigurðsson, vararitari. Þeir Brynleifur Tobiasson og Þórður Kristjánsson báðust ein- dregið undan endurkosningu. r e éf: Hvað lízt yður? ÍBUÐ Vantar félaga til að byggja tveggja íbúða hús á Oddeyri. Afgr. vísar á. A HESTAMANNAMÓTI. Þing var haldið á Þverárgrund, þar voru komnir menn og sprundp krakkar og kempur hárar, mundu þá einnig mæta þar merhryssi prúð og fjörhestar, tryppi og tamdir klárar. Þramm um palla og þys um tjöld, þreyttur söngur og ræðuhöld, cg gneggjað með mcsta rnóti, valhopp og brokk og skokk og skeið, skjögt og sprettir og heysireið, — skeifnaglainur á grjóti. Hestsins vegna var hátíð sú og honum var skylt að niæta nú og skennnta sér hreint sem hinir. Hrossamóðugir hópast þar, í harki og jóreyk skeiðvallar, hestar og hestavinir. Fyrrum hinn þarfi þjónn hann var, þjóðina um landið dró og bar, og nefndist þá gælunöfnum. En vart munu líða allmörg ár unz aðeins verður hinn góða klár að finna — á forngripasöfnum. Sjálfur hefi ég heldur fátt við hesta, um mína daga, átt og hræðst þeirra fjör og hrekki. Svo er það aftur annað mál, ef cinhverjir drekka hcstaskál — — aðstoð mín bregzt þá ekki. Skýrsia frá Amtsbókasafninu DVERGUR. Þótt íslenzk náttúra sé oftast nær gjöful, ber hitt og við, að hönd hennar verður helzt til þung, er höfuðskepnurnar fara hamförum í eyðingarmætti sín- um. Að Fremri-Kotum í Skagafirði gerðust þeir atburðir þriðjudág- inn 6. júlí sl., að mestallt ræktað land jarðarinnar eyddist af skriðuföllum á lítilli stundu. Féllu margar skriður svo að segja samtímis úr fjallinu og m. a. yfir túnið. Tók skriðan öll fjárhúsin ásamt hlöðu með heyi í. Þá fór og haughús, öll ull bóndans auk margs annars verðmætis. Loks er vitað að eitthvað af sauðfé hefur farizt. Bærinn Fremri-Kot stendur við þjóðveginn skammt vestan Oxnadalsheiðar, og er fremsti bær í Norðurárdal og því næstur Heiðinni. Þarna hefur því frá fornu fari verið áningarstaður areyttra, langlúinna ferðamanna, og er eigi langt að minnast, er hjónin að Fremri-Kotum urðu nú á síðastliðnum vetri fyrstu líkn- endur tveggja slasaðra ferða- manna, svo sem marga mun reka minni til, og þarf því ekki að rekja. Að Fremri-Kotum búa nú hjónin Sigurlaug Stefánsdóttir og Gunnar Valdimarsson ásamt 5 börnum sínum í ómegð. Þótt hér hafi verið stiklað á stóru, má þó öllum ljóst vera, að hér hlýtur að vera um mjög þungt áfall að ræða fyrir fremur efnalítil einyrkjahjón, sem komin eru af léttasta skeiði, og hafa lagt fé og krafta í að kaupa og bæta þessa jörð svo, að hún hefur vax- ið frá því að vera kotbýli á fá- einum árum. Skilja menn tilfinn- ingar bóndans, sem gengur um tún sitt að morgni rétt fyrir slátt, sér þétt, safaríkt grasið bylgjast fyrir blænum og skynjar með dulkenndri munað mýkt þess undir fæti? í þessum stráum hef- ur athöfn hans sjálfs sameinazt grómögnum jarðar og náð him- ins. Þarna er samansafnað og geymt nokkuð af yndi sumarsins og öryggi gegn komandi vetri. En svipul er gæfan og sumarið stutt. Sorgin býr falin í leyni. Að kvöldi er grænn barmur þess vallar, er að morgni gladdi geð bóndans, djúpt grafinn undir þykkum ör lagaskafli. Ekki skal dul á það dregin, að tilgangur þessa greinarkorns er sá, að gera lesendum ljósara en ella, hvað hér hefur gerzt, og jafnframt að minna á hin óskráðu lög mannúðar og samstarfs, skyldur samfélagsins við þann særða. Lesendur: Ef til vill hefur vá veiflega atburði borið að yðar dyrum. Hvers var yður þá þörf? Hvenær sem er getur eitthvað þvílíkt hent sérhvern yðar. Er nokkurn tíma meiri þörf sam hyggðar og samstarfs en þegar neyðina ber að, hvaða fati sem hún klæðist? Og er þá ekki ein- mitt nú þörf að rétta einyrkjan- Lesstofan frá 2. júní til 14. maí. Gestir: Sumarmánuðina 63, okt. 94, nóv. 139, des. 87, jan. 169, febr. 173, marz 163 ,apríl 119, maí 24. Samtals gestir á lesstofu 1031 (1166). Utlán frá miðjum júní til 30. apríl. Notendur 876 (866) auk þess lánað í fimm togara. Fjöldi heimlánaðara bóka: Barnabækur 3259 Skáldsögur þýddar á ísl. 8567 Skáldsögur eftir ísl. höf. 2124 Landlýsnigar og ferðasögur 581 Æfisögur og minningar 1165 ísl. saga og ísl: fræði 626 Aðrir flokkar ísl. bóka 311 Erlendar bækur alls 2780 Á lesstofu Alls heimlánað 19413 1182 Samtals 20595 (18114) Notenaur saínsins alls 876 + 5 + 1031 = 1912 (2036). Ritauki: Auk skyldueintaka bættust safninu frá 1. júní 1953 til 23. júní 1954 alls 334 bindi (497). Þorst. M. Jónsson afhenti fyrstu gjörðabók ungmennafélags hér lendis. Bindi Geir Geirmundsson, Ak., 7 Jónas Rafnar, Kristnesi, , 6 Páll Jónatansson, Ak., Sigtryggur Helgason, Ak., Orn Snorrason, Ak., Félagsmálaráðuneytið Cornell Univ. Libr. Herm. Lynge & Sön United States Information center, Reykjavík, og tímaritin „Life“, „Time“ og tNew York Times“. — Nordisk Handelskalender 1. — Voks U. S. S. R. „New Times“ og „U. S. S R.“. — M. Andersen „Rotarian“. — Norska utanríkisi'áðuneytið „Kunsten i dag“. — Akureyrar- blöðin, Vísir, Hagtíðindi, Hag- skýrslur, Lögberg og Heims- kringla, send safninu af útgefend- um. Safnið var opið til útlána tvisvar í viku yfir sumarmánuð- ina og þrisvar í viku frá október- byrjun fram í miðjan maí. Þann tíma var lesstofan opin alla daga nema sunnudaga. Microfilmur voru keyptar til safnsins af eftirtöldum bókum Þjóðskjalasafnsins í Reykjavík. (Filmur þessar eru kopía af film- um, sem Mormónar frá Salt- vatnsborg í Utah tóku af bókum á Þjóðskjalasafninu): Prestþjón- ustubækur, sálnaregistui', hús- vitjunarbækur (þær sem til eru á Þjóðskjalasafninu). Æfir lærðra manna eftir dr. Hannes Þor- steinsson (ca. 66 bindi), Ættar- tölur Espólíns, Steingríms bisk- ups, Snókdalín og Austfirðinga (Einar Jónsson) og Prestaæfir Sighvats Gr. Borgfirðings. Mann- tölin 1703, 1762, 1801, 1835, 1840, 1845, 1850, 1855, 1860, 1870. 1880, 1890 og 1901. Fermingarskýrslur 1831—1951. Vitae Ordinatorum 1746—1869. Landsyfirréttardóm- ar og hæstaréttardómar 1801— 1919. Skiptabækur sýslumanna, yfirfjárráðabækur, dómabækur og manntalsbækur til 1800. Þeir, sem óska eftir að hafa not af filmum þessum, segi til sín sem fyrst. f sumar er safnið opið til út- lána þriðjudaga og föstudaga kl. 4—7. um í Dalnum hjálpandi hönd með fjárhagslegri aðstoð? Hvað lízt yður? Kunnugur. Frá Kaupfélagi Skag- firðinga Dagur hefur það eftir góðum heimildum, að Gunnar bóndi Fremri-Kotum muni hugsa til búskapar á jörð sinni fram vegis, þrátt fyrir þann stór- kostlega skaða, sem liann hefur orðið fyrir, svo sem nánar er lýst í bréfi „Kunnugs" hér að framan og cnnfremur í gi'ein Ólafs Jónssonar á öðrurn stað í blaðinu. Þá hefur blaðinu ennfremur verið tjáð, að sveit- ungar Gunnars muni hafa í liyggju að styrkja hann á ýmsa lund í viðreisnarstarfinu. En betur má, ef duga skal, þegar um svo gífurleg áföll er að ræða. — Dagur er fús til að veita viðtöku fjárframlögum, sem góðir menn kynnu að vilja láta af hendi rakna í því skyni að hjálpa fjölskyldunni og stuðla að því, að býlið undir heiðinni þurfi ekki að leggjast í auðn, fyrst bóndinn og fólk hans hcfur kjark og dug til þess að hefja þar nýtt landnáms- starf. Aðalfundur Kaupfélags Skag- firðinga var haldinn um miðjan júní sl. á Sauðárkróki. Sátu hann 54 fulltrúar frá 10 deildum fé- lagsins. Heildarsala innlendra og er- lendra vara nam 23 milljónum kr. í sameiginlega sjóði voru lagðar 1 340 þús. kr., 6% arður var gefinn af ágóðaskyldum vörum. Stofn- sjóður félagsmanna er þegar orð- inn um 1 milljón kr. Af tekjuafgangi síðasta árs var samþykkt að gefa til sjúkrahúss- Jiyggingarinnar á Sauðárkróki kr. 9000,00 og einnig nokkrar upp- hæðir til Sögufélags Skagfirð- inga og til skógræktar í Skaga- firði. Ennfremur til fræðslustarf- semi. Hagur félagsins er góður. Félagið hefur staðið í stórfram- kvæmdum að undanförnu. Byggð hefur verið stór vörugeymsla og mjólkursamlag. Slátur- og frysti- hús voru tekin í notkun sl. haust. Sláturhúsið er talið mjög fullkomið. Þá var ákveðið að byggja bifreiða- og vélaverk- stæði. Dráttarliestur til sölu. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.