Dagur - 14.07.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 14.07.1954, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 14. júlí 19S4 DAGUR Kitstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Heggur sá, er Iilífa skyldi AÐ GEFNU TILEFNI hafa íslenzk blöð rætt að undanförnu nokkuð meira en endranær um þýð- ingu og hlutverk ritfrelsis og frjálsrar gagnrýni í lýðræðislöndum. Gott eitt er um það að segja, að blöðin séu þar vel á verði, því að vissulega er mál- frelsið og rétturinn til rökstuddrar og sanngjarn- legrar gagnrýni einn af hyrningarsteinum og helztu máttarstólpum lýðræðisins í hverju þjóð- félagi. Engu blaði er því láandi, þótt það bregðist hart og óvægilega við, ef ráðizt er ósanngjarnlega gegn þessum helga rétti, því að án hans kæmust þau sjálf fyrst — og síðan hver borgari og ein- staklingur þjóðfélagsins — í þá hönnulegu að- stöðu, sem þeim er búin í einræðislöndunum, að eiga tregt tungu að hræra, nema til lofs og dýrðar valdhöfunum, en eiga höfuð sitt stöðugt undir böðulssverði, ef nokkurri minnstu gagnrýni er hreyft í garð ríkjandi stjórnarvalda eða einræðis- herra. UM ÞETTA geta allir lýðræðissinnar verið sam- mála, svo að óþarft er um það að deila í þeirra hópi. En hitt er og jafnvíst, að þennan grundvall- arrétt frjálsra blaða og manna verður að nota skynsamlegu hófi og innan eðlilegra og réttmætra takmarka, ef hann á að vera nokkurs virtur eða geta haldizt til langframa. Athafnafrelsi einstakl- inganna er ekki síður lýðræðislegt og markvert hugtak en prentfrelsið. Þó eru því alls staðar í sið- menntuðum löndum talsvert þröngar skorður settar á ýmsa lund, og munu flestir sammála um, að ekkert þjóðfélag geti staðizt, sem leyfi þegnum sínum að ganga út og stela eignum náungans, drýgja morð eða fremja nauðganir, svo að einhver dæmi séu nefnd um þær skorður, sem hvarvetna er talið öldungis sjálfsagt að setja við misnotkun einstaklingsframtaks og athafnafrelsis. Til þess eru lög sett í landi að kveða á um hæfileg viðurlög gegn slfkri misnotkun réttinda, sem í sjálfu sér eru góð og gild, meðan þeim er haldið í hæfileg um skefjum. Deilan getur því ekki staðið um það, hvort hugtök á borð við prentfrelsi og athafna- rétt einstaklinganna séu góð og gild í sjálfu sér. heldur um hitt, hvað teljast skuli eðlileg og hæfi leg takmörk fyrir því, hvernig þessi mikilsverðu mannréttindi skuli notuð, án þess að traðka á til svarandi rétti annarra manna. Og þegar svo ber við, sem oft vill verða, að á því þyki leika nokkur vafi, hvort farið hafi verið yfir þessi takmörk laga og réttar, eru ekki önnur ráð nærtækari né eðli- legri í réttarríki en að leita úrskurðar dómstól- anna, hvort svo sé eða ekki í hverju einstöku máli, UNDARLEGAR MEGA þær vera réttarfars- hugmyndir þeirra manna og blaða, sem telja það öldungis sjálfsagt, að utanríkisráðherra liggi þegj andi undir hinum þyngstu ásökunum um svívirði- legan verknað og hin herfilegustu embættisafglöp án þess að hafast nokkuð að til þess að hreinsa mannorð sitt af þessum eindæma aðdróttunum eða fá úr því skorið með aðstoð dómstólanna, hver viðurlög íslenzk löggjöf ákveði gegn svo fáheyrð- um áburði sem þeim, að utanríkisráðherra og yfir- maður varnarmála þjóðarinnar sendi í skjóli embættisvalds síns njósnara og skemmdaverka menn inn á hervarnasvæðið sjálft í því skyni að torvelda og eyðileggja það starf, sem hánn hefur sjálfur verið sett- uf ýfii’ til handleiðslu og stjórnar af hálfu íslendinga. Það er að vísu ekki nema mannlegt, að Flugvallarblaðið sjálft, sem stað- ið hefur verið að svo svívirðilegu verki, kveinki sér dálítið og hafi hátt eftir megni, þegar það er kallað til ábyrgðar á sínum eigin afglöpum. En hins hefðu menn e. t. v. vænzt af aðalmálgagni for- sætisráðherrans sjálfs — sem hlaut þó sem stjórnarformaður að vera samábyrgur varnarmálaráð- herranum, ef eitthvað hefði verið hæft í þessum aðdróttunum, þar sem hann hafðist ekkert að til jess að koma í veg fyrir slík af- glöp af hendi stjórnar sinnar — að það tæki kröftuglega undir þá kröfu, að dómstólunum væri fal- ið að rannsaka málið og draga þá seku til dóms og ábyrgðar. En í stað þess rekur Morgunblaðið upp eitt ógurlegt Ramakvein yfir dví, að ritfrelsið og prentfrelsið í landinu sé í bráðri hættu statt vegna þess að ætlazt sé til þess, að utanríkisráðherra geti leitað aðstoðar dómstólanna og ís- lenzkra laga til þess að hreinsa I mannorð sitt af svívirðilegum áburði, engu síður en aðrir menn! EF ALMENNINGUR í landinu væri yfirleitt svo skyni skroppinn að taka mark á slíkum skrifum og tileinkaði sér þá rökleysu, að prentfrelsið sé í bráðri hættu statt, ef ætlazt sé til þess, að blöð- in haldi sér innan þeirra marka, sem þeim eru sett í löggjöf þjóð- arinnar — og óhæfa sé, að dóm- stólunum sé falið að rannsaka og ákveða, hvað hæft sé í hinum þyngstu og dólgslegustu sakar- giftum á hendur æðstu trúnaðar- manna þjóðarinnar, og það enda í hinum viðkvæmustu og þýðing- armestu málum — þá mundi þess vissulega skammt að bíða, að ekkert raunverulegt prentfrelsi né ritfrelsi væri lengur til í þessu landi ,enda hefði þjóðin þá sýnt ótvírætt, að hún væri þess ekki makleg, né heldur fær til þess að standa vörð um önnur helgustu og mikilverðustu réttindi sín. En sem betur fer fer því fjarri að vitiborinn almenningur láti yfir leitt blekkjast af svo ósvífnum loddaraleik, sem stærsta blað landsins hefur leyft sér að hafa í frammi í þessu máli. Hestar og hestamenn LANDSMÓT hestamanna setti sinn svip á síðustu helgi hér í Eyjafirði. Og í hugum manna var hesturinn efstur. Þessa daga vildu margir vera hestamenn. Góðhestar og hestamenn voru dáðir og líklega öfundaðir þessa viðburðaríku og fögru daga á Þveráreyrum, þar sem landsmót- ið fór fram. ''•'“t (i ALLT FRÁ fyrstu íslands byggð og fram undir okkar daga var hesturinn þarfasti þjónninn. Og þó að það sé margtuggin setning, þá er það víst, að án hestsins hefði íslandsbyggð aldrei orðið til nema að litlu leyti. f allri sögu okkar er hesturinn nátengdur daglegu lífi þjóðarinnar og enn er hann ómissandi, þrátt fyrir allt. Svo leit út um tíma að vélar og hvers konar hraðfara fram- kvæmdir ætluðu á skömmum tíma að útrýma hestinum að fullu nema sem afurðaskepnu. LANDSMÓTIÐ á Þingvöllum 1950 og landsmótið að Þverá um síðustu helgi, sýna það greinilega, að þrátt fyrir breytt viðhorf í at- vinnumálum þjóðarinnar, og að þar hefur hesturinn verið leystur af hólmi að verulegu leyti, á hann svo djúpar rætur í huga hvers manns, að allt útlit er fyrir að hann verði á ný hafinn til virð- ingar. í framtíðinni verður hann æ meira hafður til skemmtunar. Má fullyrða, að engin skemmtun er hollari og fáar göfugri og eng- in er íslenzkari. Breytt viðhorf. ÞETTA BREYTTA viðhorf skapar þörf fyrir* hreint reið- hestakyn. Fram að þessu hefur íslenzki hesturinn verið óræktað- ur að mestu. Það eitt gefur vissu fyrir því, að tiltölulega auðvelt sé að kynbæta hann og breyta hon um með hliðsjón af breyttum að- stæðum, ef á annað borð er hægt að tala um auðveldan hlut í sam- bandi við kynbætur. Það gefur þó auga leið, að enn eru til þau úr- valshross, sem virðast sköpuð til að fullnægja því hlutverki, sem framtíðin virðist ætla þeim. Að Þverá mátti sjá fjölda gæðinga, bæði hesta og hryssur, sem voru svo glæsilegir í útliti, fjörháir gangvissir og vel tamdir, að unun var á að horfa. Stóðhestarnir áberandi. ÞÁ VORU þarna sýndir stóð hestar, upp undir 30 talsins. Þeir voru hafðir í skála, sem smíðaður hafði verið handa þeim. Voru þeir í einni röð og nafn og ætt skráð við hvern bás. Var þetta fallegur hópur. Virtist manni sumir þess- ara stóðhesta bera ættgöfgina ut- an á sér. En ólíkir voru þeir að öllu útliti, óg „svo er margt sinn ið sem skinnið“, má sjálfsagt um þá segja. Sumir þeirra létu óhemjulega,grenjuðu og kröfsuðu upp jörðina. Aðrir tóku lífinu með ró og sættu sig möglunar- lítið við band og bás. En hvöss varð brúnin þegar jódynur barst þeim til eyrna. Ekki er því að neita, að sumir knaparnir sátu hesta sína miður vel, en aðrir svo að af bar. Sagt er, að sumir menn séu fæddir hestamenn, en hvort sem það er eða ekki, þá er það víst, að af góðum hestamönnum mega þeir. sem uppvaxandi eru, margt læra, En hvort hægt er að læra þá prúðmennsku og virðingu í um gengni við hesta, sem hestamenn á borð við Björn Jónsson á Galta læk við Akureyri á til að bera skal ósagt látið. Hitt er víst, að með slíkri umgengni vinnst trún aðartraust allra hesta, sem á ann að borð er hægt að temja. Mótinu virtist að ýmsu leyti vel stjórnað. Má eflaust fullyrða, að það hafi í heild tekizt mjög vel. MEÐAN ÞESSAR línur eru rit aðar, heyrast drengjaraddir hér inn um gluggann. Tveir drengir. á að gizka 14 ára gamlir, eru að kappræða um hestana á lands mótinu. En þeir ráðgera líka að kaupa hesta, eða að minnsta kosti folald eða tryppi. Mætti þeim verða að ósþ sinni, og mætti sem flestum gefast kostur á þeirr nautn, sem samskipti manns og hests geta verið. Hundrað ára afmæli frjálsrar verzlunar á Islandi Á yfirstandandi ári eru hundrað ár liðin síðan verið var að losa um einokunarböndin á verzlun ís- lendinga. 1. jan. 1855 gekk í gildi konungleg yfirlýs- ing um að öllum þjóðum væri frjálst að verzla hér á landi. Hafði einokunarverzlun Dana á íslandi þá staðið meira en hálfa þriðju öld, en að vísu með nokkrum tilslökunum frá 1787. Afnám einokunarinnar var bein afleiðing af hinni skeleggu baráttu Fjölnismanna og Jóns Sigurðsson- ar, sem höfðu gert sér ljóst, að verzlunar-ánauðin var ægilegt haft á hvers konar framfaraviðleitni landsmanna. Fyrir atbeina Tómasar Sæmundssonar og Jóns Sigurðssonar og skrif þeirra í Fjölni og Ný félagsrit var þjóðin loksins að vakna. Kaupmenn dönsku verzlananna héldu að vísu enn uppi hörðum áróðri fyrir þeirri skoðun sinni, að verzlunin væri svo áhættumikil og vandasöm, að ekkert vit væri í :>ví fyrir fátæka og óupplýsta þjóð að leggja út í slíkt, — en færri og færri lögðu nú trúnað á orð Deirra. , Bænarskrár um frjálsari verzlun höfðu streymt til hins endurreista alþingis í lok fyrra hluta aldar- innar, og afnám verzlunarfjötranna varð eitt af fyrstu og stærstu verkefnum þess. Danir spáðu að vísu illa fyrir íslendingum. Þeir staðhæfðu að fáir eða engir myndu fást til þess að sigla til íslands í verzlunarerindum, og það hlyti að verða bæði vöruskortur og sölutregða. Þetta reynd- ust þó hrakspár einar, og útkoman varð allt önnur. Verzlunin örvaðist. Vöruverð varð hagstæðara. Nýjar útflutningsgreinar bættust við (sala lifandi fjár til Bretlands). Ekkert virtist því til fyrirstöðu, að ýmsar þjóðir vildu verzla við íslendinga. Afkom- an fór batnandi undir eins og þjóðin fékk að fara frjálsum höndum um verzlunina, og við það jókst bjartsýni manna og trú á vaxandi mögúleika í þess- um efnum. Dönsku kaupmennirnir voru þó engan veginn af baki dottnir strax og verzlunin var gefin frjáls. Þeir kepptu lengi við íslendinga og gáfust ekki upp fyrr en í fulla hnefana. íslenzkir menn gerðust stund- um forstöðumenn danskra verzlana, og varð sú leppmennska nokkur þrándur í götu innlendra fyr- irtækja. Verzlunin var því ekki að öllu leyti fi’jáls, þó að svo væri það kallað. Enn átti íslenzik alþýða undir högg að sækja, þar til hún gerði sér ljóst, að til var sá möguleiki, sem einu nafni nefnist félagsverzlun. Þá urðu merkileg þáttaskil í sögu íslenzkrar verzl- unar. Þá fundu menn svo glöggt, að ekki varð um villzt, að til er raunverulega frjáls verzlun. Ný sjónarmið gagnvart arði og áhættu, áður óþekkt vinnubrögð og ótrúlegir möguleikar komu í ljós. Það var ólíkt verzluninni við kaupmanninn, að taka nú sjálfir á sig áhættuna, hirða sjálfir gróðann, standa sjálfir í störíunum (pöntunarfélögin). Sjálfs- bjargarviðleitni jók ábyrgðar- og getu-tilfinningu fólksins. Menn tóku að sameinast um átök og til- raunir til að bæta lífskjör sín og tryggja afkomuna, sem alltaf hafði verið svo óviss og erfið. Allt varð þetta ein sterkasta stoðin og öflugasta vopnið í hinni erfiðu en markvissu baráttu þjóðarinnar fyrir al- hliða sjálfstæði. Nú er svo komið, að íslendingar eiga verzlan- irnar einvörðungu sjálfir, bæði einkaverzlanir og félagsverzlanir .Þeir hafa líka fyrir löngu sýnt og sannað, að ekki þarf erlenda menn til verzlunar- starfa hér, fremur en annarra almennra starfa. ís- lendingar kunna að verzla, kunna mæta vel að græða á verzlun og hafa líka sannreynt, að hægt er að stilla þannig í hóf, að byrgt sé fyrir okur, tryggja hagstæ&a verzlun og gera hana að góðri atvinnu. Á hundrað ára afmælinu liggur þessi reynsla fyrir. Eigi að síður er verzlun okkar í dag með ýmsum annmörkum og ágöllum, sem sumir hverjir minna óþægilega mikið á einokun, ófrelsi og okur í ýmsum tilfellum. Ekki er þó lengur dönskum konungi til að dreifa, eða illviljuðum Kaupinhafnar-kaupmönnum, er setji okkur ólög og hafi okkur að féþúfu. Sjálfir höfum við sett ýmis lög um þessi mál, og ýmsir örð- ugleikar hafa knúð okkur til að takmarka hina (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.