Dagur - 14.07.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 14.07.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 14. júlí 1954 D A G U R 7 Skriðulilaupin í Norðui*árdal í Skagafirði Engar náttúruhamfarir hafa gerzt hér á landi nú um sinn, sem vakið hafa öllu meiri athygli alþjóðar en skriðuföllin og vatnsflaumurinn í Norðurárdal og á Öxnadalsheiði, er valdið liafa svo geysilegu tjóni og skemmdum og truflað eðlilegar samgöngur á iandi milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar nú um hásumarið. — I eftirfarandi grein segir Ólafur Jónsson, rit- liöfundur, lesendum Dags frá því, hvernig honum komu þess- ir atburðir og afleiðingar þeirra fyrir sjónir, en Ólafur gerði sér ferð vestur á aðal-flóðasvæðið sl. fimmtudag, þegar mestu hamfarirnar vom nýskeð um garð gengnar, og hægt var að gera sér nokkuð ljósa grein fyrir spjöllum þeim, er þær höfðu valdið á landi og mannvirkjum. mikið dalaður eftir grjót, sem ruðst hefur yfir hann. Þeir, sem bílnum voru, komu að ánni ófærri, en í sama vetfangi ruddist skriðan á bílinn og sluppu þeir nauðuglega út úr honum. Nokkm utar innikróaðist annar bíll, var snúinn við, en þá fallin skriða ut- ar og varð fólkið að skilja bílinn eftir. Þessi bíll er óskemmdur, en vegurinn umhverfis hann mikið grafinn og skemmdur. Á tímabili hefur merkjalækurinn rifið sig niður grjótölduna vestanverða og gert þar djúpar geilar og skonsur um það bil, sem vegurinn var. Spölkorn utar hefur fallið dálítil skriðurenna niður úr graslægð uppi í brekkunni, en svo mikill hefur vatnselgurinn verið, að hann hefur grafið djúpa gróf al- veg niður undir Norðurá. og er geilin um 5 m víð og 6 m djúp á veginum. Miklar skriður hafa fallið niður á norðurhluta túns- ins á Ytri-Kotum, alveg um- hverfis fjárhús, sem þar eru, og heim undir bæ, en eigi munu húsin hafa brotnað niður. Gróf mun hafa grafizt við Kotána, en búið var að fylla í hana og stór- felldar skemmdir munu eigi hafa orðið þar fyrir utan. Framan við Fremri-Kot hafa eigi fallið stórfelldar skriður, en á tveim stöðum er þó vegurinn hægt var að vaða hana í bússum. Féll hún að mestu að vestan- verðu í farveginum, en þó líka dálítil kvísl austan megin, er við fórum yfir hana um kl. 4, en öll var hún komin vestan megin, er eitthvað af ræflum, og heyrt hef eg, að niður með Norðurá hafi rekið þrjú stóðhross og einhverja kindaskrokka, og eigi munu öll kurl komin til grafar, því að enn er með öllu órannsakað, hvað gerzt hefur í þverdölum þeim, er liggja að Norðurárdal og Djúpa- dal. Vafalaust hafa þar fallið margar og stórar skriður, spillt Ibúðarhúsið á Fremri-Kotum stendur enn uppi, enda nýlegt stein- hús, en önnur bæjar- og peningshús horfin að mestu í skriðuna, scm hylur mestan hluta túnsins. — (Ljósmynd: Ól. Jónsson.) við komum aftur um kl. 7, og hafði hún þó heldur vaxið og brotin breytt sér verulega, svo að ennþá er sýnilega lítil stöðvun komin á framburðinn þarna. Séð úr gljúfri Valagilsár niður yfir eyrarnar, þar sem brúin stóð áður, og sést naumast örla fyrir henni og vegarstæðinu í grjóturð- inni. — (Ljósmynd: Ól. Jónsson.) Skriðuhlaup þessi, sem öll eru grjót-, malar- og leirskriður, eru með þeim stórfelldustu af því tagi, sem hér gerast, og sætir undrun, að slík ókjör af grjóti skuli geta ruðst niður á eigi stærra svæði og á jafn skömmum tíma. Upphaf þessa atburðir eru þau, að mánudagskvöldið 5. júlí tók að rigna allmikið í logni. Mun hafa rignt óslitið alla þriðjudags- nóttina og tekið að hvessa af suð- vestri með morgninum og jafn- framt aukið regnið til muna. Var á þriðjud. ódæma rigning frammi í Norðurárdalnum og vafa- laust einnig í dölum þeim, er ganga inn í fjallgarðinn frá Blönduhlíðinni. Hlaupin hófust í Norðurár- dalnum rnilli kl.,3 og 4 síðdegis á þriðjudaginn. Hjá Fremri Kotum kom fyrsta hlaupið fram úr svo- kölluðu Geiðisgili, dálítið utan við bæinn og ruddi það fram mikilli grjótdyngju alveg niður í Norðurá. Skömmu síðar mun svo skriða hafa ruðst niður Bæjargil- ið norður og- aipp frá bænurn. Hefur það spúð óhemju af grjóti og.leir yfir. norðurhluta túnsins, sópað burt og brotið niðurfjárhús fyrir 120' fjár og braggahlöðu á hárri undirsteypu, er mun rúma um 700—-800 heyhesta, en bygg- ingar þessar voru dálítið innar og neðar heldur en íbúðarhúsið. Um hríð stefndi skriðan á íbúðarhús- ið, en sveigði þó að mestu hjá því og niður norðan við gamla bæinn, er stendur aðeins austar. Fjósið er austast í þeirri húsa- þyrpingu og var haughús norðan við það, sem skriðan lagði í rúst, en hrúgaðist upp við fjósið, svo að nam við þakbrún. í hlöðunni voru um 80 hesta heyfyrningar, er sumpart urðu undir rústunum og skriðunum, en sumt barst með sliriðunni, ásamt braki úr húsun- um, og stendur talsverður hey- kleggi spölkorn niðri í skriðunni. Þarna lenti líka ull af um 80 fjár að mestu í urðina. Auk frumhlaupanna úr þessum tveimur giljum komu skriður hvarvetna niður hlíðina á milli þeirra. Upptök þeirra eru efst í eggjum, síðan hafa þær steypzt niður yfir allbreiðan hjalla i miðju fjalli, en því næst niður hlíðina upp af túninu og grafið hana alla sundur. Hlaup þessi hafa farið niður yfir túnið sunnan íbúðarhússins og borið leir og grjót fast að því, án þess þó að valda á því skemmdum. Benzín- tankur upp af húsinu stendur upp úr urðinni. Vatnsból býlisins eyðilagðist og túnið er allt þakið leir og grjóti, nema dávæn blesa niður frá bænum. Munu %—4/s hlutar túnsins eyðilagðir og að mestu lítt bætanlegir vegna þess hve mikið grjót er í skriðunni. Mest allt túnið var óslegið og ekkert búið að hirða. Utan við túnið var nýlega búið að ræsa fram allstóra mýri, og var hún orðin þurr og hæf til ræktunar. Yfir hana alla fóru skriðurnar, sem hálffylltu skurðina, einkum ofan til, með stórgrýti. Segja má að milli Bæjargils og Stekkjar- gils, á að gizka 1200 m., sé ein samfelld grjótskriða og vegurinn gereyðilagður á þessari leið. Annars eru skriðuhlaupin með litlum úrtökum út að Ytri-Kot- um. Sérstaklega eru þau stórfelld við merkjagilið, mitt á milli bæj- anna. Eru það ótrúleg býsn af stórgrýti, sem þdr hafa ruðst fram. Lækurinn rennur nú vest- an við brúna, en farvegurinn, sem áður var, fullur af stórgrýti og bi'úin á kafi í grjótdyngjunni. Skammt vestan við brúna er fólksbíll, M—52 á kafi í urðinni. Stendur aðeins afturendinn út úr og blátoppurinn upp úr, en er þó rofinn og er önnur geilin um 20 m víð og 5 m djúp. Munu á svæð- inu frá Valagilsá að Ytri-Kotum um 5 slíkar geilar, er grafizt hafa við ræsi og liggja stokkarnir af- velta, brotnir og skekktir á botni grófanna. Á stórum köflum sést ekki fyrir veginum á þessu svæði, en þar á milli er hann meira og minna skörðóttur og skemmdur. Mun eigi oftalið, að á þessum kafla séu 2—2V2 km af vegi ger- eyðilagðir og undir skriðu. Ef til vill hafa hamfarirnar þó verið mestar við Valagilsá. Brúin hefur gersamlega sópazt burtu, svo að ekki sést urmull eftir. Ennfremur hefur uppfyllingin að brúnni þurrkast gersamlega burtu, svo að nú er 60—80 m breiður árfarvegur þar, sem áður var vegurinn. Áin var ennþá kol- mórauð, en eigi meiri en svo, að Brúin mun hafa farið á þriðju- dagskvöldið, því að þá sást Norð- urá velta stykkjum úr henni nið- ur hjá Fremri-Kotum. Á Öxnadalsheiði urðu eigi skemmdir verulegar, nema helzt við Dagdvelju, gil vestarlega á heiðinni. Þar hafði skriða ruðst fram, rifið mikið vik inn í veginn og borið á hann leir. Austarlega á Klifinu hafði gríðarstórt bjarg borizt fram á veginn með skriðu- spýju, en hægt er að smjúga fram hjá því, eftir að skriðan var rudd. Meginhluti skriðanna mun hafa fallið á tímabilinu kl. 3—7 síðd. á þriðjudaginn, en um kvöldið fór að draga úr rigningu og stytti upp. Fullvíst er, að eitthvað af fén- aði hefur farizt í skriðuhlaupum þessum. Á Kotum höfðu fundizt tveir kindaskrokkar heilir og landi og ef til vill drepið búfénað. Þegar skriðurnar hjá Kotum féllu, var húsfreyjan á Fremri- Kotum ein heima ásamt börnum og unglingum, því að bóndinn, Gunnar Valdimarsson, var í vegavinnu úti í Blönduhlíð. Var ægilegt að sjá og heyra skriðurn- ar byltast niður allt umhverfis. Hávaðinn var mikill og skriðurn- ar fóru allhratt. Fyrst stóðu þau úti í dyrum og horfðu á þessar hamfarir, en þegar skriðan stefndi á íbúðarhúsið dreif konan börnin inn og skellti í lás, en sem betur fór beygði skriðan hjá hús- inu að mestu. Gunnar frétti síðari hluta dagsins um skriðuföllin og brauzt þá heim, þó torsótt væri, má furðu gegna, að hann skyldi komast það yfir nýrunnar skrið- urnar og hefur það bjargað hve stórgrýttar skriðurnar eru, en vatnsilaumurinn hefur líka verið ægilegur, er sést á því, hve urð- irnar eru sums staðar grafnar og að víða liggja heyrastir og spýtnabrak talsvert hærra heldur en jaðrar skriðanna ná nú. Tjónið af skriðuföllum þessum er gífurlegt og nemur vafalaust mörgum hundruðum þúsunda að krónutali. Hið opinbera, vegagerð ríkisins, hefur orðið þarna fyrir stórfelldu tjóni, en þó er það ekki nærri eins tilfinnanlegt eins og tjón það, er Gunnar bóndi á Fremri-Kotum hefur orðið fyrir. Hann hefur misst verðmætar byggingar og svo að segja allt ræktað og ræktunarhæft land, og stendur uppi á miðjum slætti með íbúðarhúsið eitt, mitt í grárri, verðlausri grjóturð. Skriðuhlaup af þessu tagi heyra undir náttúruhamfarir og eru al- gerlega hliðstæð landskjálftum og eldgosum, og það er sann- gjarnt að þjóðfélagið reyni að bæta úr þeim skemmdum, er ein- staklingar hljóta á eignum sín- um af þeirra völdum, á sama hátt (Framhald á 9. síðu). Bifreiðin M—52 næstum horfin í skriðunni. Tveir menn, sem í henni voru, sluppu nauðuglega, enda er bíllinn sagður næstum sneisar- fullur af aur og grjóti. — (Ljósmynd: Ói. Jónsson.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.