Dagur - 14.07.1954, Blaðsíða 12

Dagur - 14.07.1954, Blaðsíða 12
12 Baguk Miðvikudaginn 14. júlí 1954 Landsmót hestamanna aS Nerá fjölsót! og glæsilegt Noklmð á fimmta þúsund manns sóttu mótið sl. sunnudag, en þar voru 1000 gæðingar víðsvegar að og 30 stóðhestar sýndir Listmunír Litla ÁrskógsbræSra vokti! mikta athygti við forseta Landsmót hestamanna á Þver- áreyrum um síðustu helgi var geysifjölmennt og fór hið bezta fram. Duldist engum í vikunni sem leið, hvað til stóð, því að stórir hópar hesta og manna streymdu að hvaðanæfa. Litu margir Eyfirðingar löngunaraug- um til þessara glæsilegu hópa, sem allir streymdu að Þverá, þar sem landsmótið skyldi háð. Á ^ Þveráreyrum risu upp tjaldbúðir, skúrar og danspallur auk dóm- pailsins við skeiðvöllinn. Þar var byggt tiltölulega vandað hús yfir 30 stóðhesta og þar. var gerður skeiðvöllur. Þveráreyrar eru frá náttúrunn ar hendi hinn ákjósanlegasti mótsstaður að dómi hestamanna. Landrými mikið og gott, staður- inn fagui', og stutt til aðdrátta. Á fimmta þúsund manns sóttu mótið á sunnudaginn. Mikill mannfjöldi sótti mótið á laugardaginn og sunnudaginn. Á sunnudag var þar á fimmta þús- und manns. Hefur aldrei séðst þar annar eins mannfjöldi saman kominn. Veðrið var dásamlegt þennan dag, hlýtt og kyrrt. Nokk uð hafði rignt kvöldinu áður, svo að moldryks af umferð hesta og bíla varð ekki vart. Fjöldi sam- komugesta hreiðraði um sig í brekkunni austan við skeiðvöll- inn og naut þess vel, er fram fór, þrátt fyrir mannþyrpinguna við skeiðvöll og dómhring. Hestamannamótið að Þverá um síðustu helgi er annað landsmót- ið, sem haldið hefur verið hér á landi. Hitt var háð að Þingvöllum 1950. Segja má að Landssamband hestamannafélaganna sé stofnað í því skyni að hefja íslenzka hest- H cyskapartí ðin hefur verið heldur stirð að undanförnu og þurrkar daufir allt frá miðjum júní. En nú hefur brugðið til sunnanáttar og var góður heyþurrkur í gær. inn aftur til þeirrar virðingar, sem honum ber. Hesturinn og hestamennskan hefur frá fyrstu tímum verið sérstæður þáttur í íslenzku þjóðlífi. Sá þáttur er enn svo sterkur, að þrátt fyrir vélar og breytt búskaparlag, þrátt fyrir bíla og fiugvélar, getum við ekki hugsað til þess að sá þáttur slitni. Þá væri horfin sú íþróttin, sem glæsilegust hefur verið á íslandi. Það má segja að hesturinn hafi verið hluti af íslenzkri þjóðarsál og hann er það enn. Því er ekki að leyna, að hlutverkaskipti eru að verða. Hesturinn hefur þokað sem vinnuhestur, en hann er að verða meiri sporthestur en áður var. Það er vissulega erfitt verlc, sem framundan er í hrossarækt- inni. Nú þurfum við að fá reglu- leg reiðhestakyn til að gegna hinu nýja hlutverki. Gunnar Bjarnason ráðunautur hefur sagt, að íslenzki hesturinn sé ekki með öllu ókynbættur, þar sem segja megi að faðir hans sé íslenzki bóndinn en móðirin móðir náttúra. Rétt er það, að hörðum höndum hefur móðir náttúra tekið á hestastofninum á umliðnum öldum og dæmt óvægilega úr leik veikbyggða einstaklinga. Þetta náttúruúrval mun eiga sinn þátt í þeim eigin- leikum stofnsins, sem bezt hafa dugað þjóðfélaginu allt fram á okkar daga. En bóndinn hefur, svo sem sögur herma, alla tíð unnið að kynbótastarfinu, svo vel að enn eru til úrvalsgæðingar um allt land. Landsmót hestamanna að Þverá ætti að vera góður skóli fyrir hestamenn og hestaunnend- ur. Sumum mun hafa fundizt dæmt óvægilega. Svo hefur það jafnan verið óg verður vafalaust á meffan áhugi fyrir hrossarækt er fyrir hendi. Heildarsvipur þessa móts var ánægjulegur cg má vsenta' þéss að með því hafi enn giæðst áhugi og skilningur fyrir hiimi fögru og foínfrægu, íþrótt. Helztu úrslit mótsins fara hér á eftir: Stóðhestar. 1. Hreinn frá Þverá, eigandi HroSsakynbótabúið á Hólum í Hjaltadal, hlaut Sleipnisbikar- inn, 400.05 stig. — 2. Sörli, eig- andi Pétur Sigurðsson, Hjalta- stöðum og Gunnlaugur Þórarins- son, Ríp, Skagaf., 390.8 stig. — 3. Randver, eigandi Hrossakynbóta- búið Kirkjubæ, Rangárv., 380.2 stig. — 4. Ljúfur, eigandi sami, 379.65 stig. — 5. Goði, eigandi Sveinn Guðmundsson, Sauðár- króki, 378.353 stig. Tamdar hryssur. 1. Ljónslöpp, eigandi Björn Jónsson, Akureyri, 320.5 stig. — 2. Brúnka, eigandi Ragnar Páls- son, Sauðárkróki, 318 stig. — 3. Perla, eigandi Jón Bjarnason, Selfossi, 316 stig. — Næstu 3 hryssur allar frá Akureyri: Sjarna Bjarna Kristinssonar, 314.5 stig, Drottning Tómasar Jónssonar, 311.25 stig, Fjöður Helga Hálfdánarsonar, 311 stig. Góðhestar. 1. Stjarni, eigandi Bogi Egg- ertssoon, Rvík, Sýningarfél. Fák- ur, 322.5 stig. — 2. Blesi eigandi Ari Guðmundsson, Sauðárkróki, Sýningarfél. Léttfeti, Sauðárkr., 320.5 stig. — 3. Goði eigandi Ól. R. Björnsson, Rvík, Sýningarfél. Fákur, 317.9 stig. — 4. Svanur, eigandi Gísli Gottskálksson, Sól- heimagerði, Skagafirði, Sýning- arfél. Stígandi, 313 stig. — 5. Nubbur, eigandi Steingrímur Antonsson, Akureyri, Sýningar- fél. Léttir, 311.4 stig. 350 m. stökk. 1. Gnýfari, Gufunesi, 26.6 sek., sjónarmunur. — 2. Blesi, Sauð- árkróki, 26.6 sek. — 3. Léttir, Giljahlíð, Borgarfirði, 26.7 sek. 300 m. stökk. 1. Láttfeti, Stóradal, Eyjafirði, 23.8 sek. — 2. Perla, Árgerði, Eyjafirði, 24 sek. —3. Fálki, Ak- ureyri, 24.3 sek. Happdrætti. 1. vinningur, grár hestur, nr. 4456. — 2. Sótrauður hestur, nr. 4467. — 3. Rauðskjóttur hestur, nr. 4050. Árskógsströndungar hafa lengi vitað um hagleik þeirra Litla- Árskógsbræðra. Varla er hægt að segja, að sú vitneskja hafi fram að þessu náð lengra, því að bræð- ur þessir eru hlédrægir menn og er fátt fjær skapi en að halda á lofti verkum sínum. Heita þeir Kristján, Hannes og Jón Vigfús- synir. Á iðnsýningunni í Reykjavík voru þó tveir munir þeirra og hlutu þeir viðurkenningu fyrir. Var það hilla útskorin, sögulegs efnis, haglega gjörð, og mikið völundarsmíð, og spegill stór. Er ramminn listaverk. Árskógsströndungar vildu hafa muni þessa til sýnis í sambandi við forsetakomuna nú fyrir Benedikt Baldvinsson í Garði 70 ára Mánudaginn 5. júlí átti Bene- dikt Baldvinsson, bóndi í Garði í Aðaldal, 70 ára afmæli. Þann dag var gestkvæmt í Gai'ði. Fjöldi manns úr Aðaldal og nærliggj- andi sveitum heimsótti þennan ágæta bónda og mæta mann og dvöldu hjá honum og konu hans, Matthildi Halldórsdóttur, við fagnað og veizluföng langt fram á nótt. 60 ára afmæli Ásu Stefánsdóttur Miðvikudaginn 7. júlí átti frú Ása Stefánsdóttir, Auðbrekku, Húsavík, 60 ára afmæli. Ása rak um aldarfjórðungsskeið, ásamt manni sínum, Hjalta Illugasyni, Hótel Húsavík. Á því tímabili eignaðist Ása fjölda af kunningj- um víðs vegar um land. Á afmæl- isdaginn kom það í ljós, að margir muna vinsælu frúna á Hótel Húsavík ennþá. Fjöldi af skeyt- um og heillaóskum barst henni, og mannfjöldi fyllti hennar myndarlegu og rúmgóðu húsa- kynni. skemmstu. Tóku þeir bræður því fjarri, en er það spurðist, að þeir áttu heima skammt frá Árskógs- skóla, þar sein móttaka forseta- hjónanna fór fram, mun forsetinn - hafa ætlað að heimsækja þá og sjá með eigin augum hagleik þeirra. Létu þeir þá tilleiðast að lofa nokkrum verkum sínum að vera til sýnis í einu herbergi skólans. Þar eru þau enn, nær 30 talsins, og eru málverk, gips- steypur og tréskurður. Eru grip- irnir hinir athyglisverðustu og fagurlega gjörðir. Bera þeir vott um næman fegurðarsmekk og listrænt handbragð. Þegar miðað er við aðstæður allar má segja að þessir munir og málverk séu einstakir í sinni röð og er ólíklegt að þau séu mörg sveitaheimili á landi hér, er sýnt geti svo fjölbreytta list. — Hafa margir lagt leið sína að Ár- skógsskóla undanfarna daga til að sjá með eigin augum tóm- stundavinnu bræðranna frá Litla-Árskógi og lokið lofsorði á. Bændur á Hólsfjöllum gáfu fé sínu aðeins 18 daga í vetur í stuttu viðtali við Þorstein Sig- urðsson í Víðidal á Hólsfjöllum, skýrði hann svo frá, að í vetur hefði hann aðeins gefið sauðfé í 18 daga. Tíðin va reinmuna góð í allan vetur, sagði hann, og vorið eftir því. Heyfyrningar eru því miklar ,og búast bændur þar ekki við að taka kaupafólk á þessu sumri. Garnaveikin hefur gert nokk- urn usla á Hólsfjöllum, en búizt er við, að með hinu nýja bóluefni verði sigur unninn á þessari fjár- pest. Sigurður bóndi átti 2 gæðinga á landsmóti hestamannafélaga nú um helgina cg mun hafa viljað fylgjast með þeim á mótinu. —• Sláttur er nú að hefjast austur þar. Nubbur Steingríms Antonssonar, Ak. — Svanur Gísla Gottskálks«onar, Skagafirði. — Goði Ólafs R. Björnssonai', Rvík. — Blesi Árna Guðmundssonar, Sauðárkróki. — Stjarni Boga Eggertssoonar, Rvík. Gnýfari Þorgeirs í Gufunesi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.