Dagur - 22.09.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 22.09.1954, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR ASKRIFTARSÍl>n blaSsins er 1166. Gerizt áskrifendur! XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 22. september 1954 41. tbl. Réítardagur á Akureyri Akureyringar eru óírúlega fjármargir, og sézt það glögglega rétt- ardaginn. — Margar endurminninar eru bundnar við fjárgeymslu, smö’un og réttir. Því cru það margir, bæði ungir og gamlir, sem réitardaginn lcggja Icið sína upp fyrir bæinn og horfa á safnið renna lagðhreínt af fjal'.i. Myndin hér að ofan er tekin við skilaréttina á Ak. Nf verkfæri o§ sfórvirkar vélar Mikið imnið lijá Búnaðarsambandi Eyjaf jarðar. Tvö ný jaíðyrkjuverkfæri tekin í notkun. Sex skurðgröfur þurrka mýrarnar. Leiðbeiningar- starfsemi á nýjum brautum íeikir akrar 02 sleffin tún ®Á Sámsstöðum í Fljótsblíð er fjölþætt tilrauna- starfsemi. Gæsirnar snemma á ferðinni. Hey- r mjölið er gott fóðnr. A Geitasandi þroskast kornið fyrr cn lieima á Sámsstöðum Ný verkefni. Búnaðarsamband Eyjafjarðar hefur, samkvæmt heimild aðal- fundar í vetur keypt 2 ný jarð- yrlcjuverkfæri í sumar. Hið fyrra var áburðarplógurinn, sem er algerlega nýtt jarðyrkju- verkfæri og fundið upp af Magn- úsi Árnasyni — Hitt tækið er Skærpeplógurinn; sem nú fyrir slcemmstu var reyndur að Kálf- skinni á Árskógsströnd. Áburðarplógurinn. Áburðarplógurinn var reyndur að Lundi á Akureyri í vor, svo Verzlun með nýjum svip Bókabúð Axels Kristjánsson- ar h.f., var nýlega opnuð að nýju, eftir gagngerðar endurbsetur og breytingar. Er hún nokkuð ný- stárleg í útliti og skreytt með öðrum hætti ,en hér hefur tíðk- ast. Kristján Davíðssoon, listmál- ari, hefur séð um þá hlið breyt- inganna. — Búðin hefur nú á boðstólum, auk flestra coa dllra innlendra bóka, erler.d skáldverk og fræðibækur — Ennfremur hljómplötur og aðrar músikvörur. sem áður hefur verið getið í blað- inu. Eins og þá var frá skýrt, er með þessu nýja tæki hægt að bera húsdýraáburðinn unclir grasrótina. En það hefur fram að þessu verið illframkvæman- legt, þar sem hentugt tæki til þeirra hluta var alls ekki til. Hins vegar voru hliðstæðar til- raunir gerðar af Olafi Jónssyni í Gróðrarstöðinni fyrir allmörgum árum síðan. Var þá notaður venjulegur plógur. Var það verk alltof fyrirhafnarsamt og dýrt. En það sýndi sig þá, að húsdýra- áburðurinn notaðist miklum mun betur á þennan hátt, heldur en þegar hann var borinn á eins og venjulega, sem yfirbreiðsla á túnin. Kom það því engum á óvart, þótt túnið á Lundi sprytti vel, þar sem þessi nýji plógur setti hús- dýraáburðinn undir grasrótina. Enda var sjón sögu ríkari og staðfesti áðurgreindar tilraunir, er hnigu í sömu átt. Ekki liggja fyrir tölur um það, hvort yfirleitt borgi sig að nota áburðarplóginn, enda ekki von að svo sé. Þá er líka sennilegt að hann eigi eftir (Framhald á 2. síðu). Stórrellduslu fjárfiutn- iogmn í sögu landsins lokið ía’iS cr líklcgt að fjárflutn- ingum Ijúki að fullu í haust, vegna hinna svonefndu fjár- rkipta. Ilafa þessir fjárflutn- ingar verið svo stórí'elldir, að engin dæmi eru til sííks liér á Iandi. Sunnlendingar eru nú í fjárkaupaferð á Vestfjörðum og víðar. Er búizt við að í þetta sinn. verði keypt um 12000 lömb. Lýkur þar með hinuin stórfelldu flutningum fjárins, landshornanna á railli. Enda búið að flytja, í þessu tilefni, um 200.000 fjár á undanförn- um árum. Gjafir til Sjúkraflug- véiarsjóðs Rauða Kross deildarinnar Nýlega barst sjúkraflugvéla- sjóði Rauða-ki'ossdeildar Akur- eyrar rausnarlegt framlag frá Slysavarnadeildinni „Vopni‘:, Vopnafirði, að upphæð kr. 12.397.25 og hafði fé þessu verið aflað með almennri söfnun og skemmtanahaldi. Höfðu margir lagt fram stórar upphæðir í þessu skyni, en stórtækust mun hafa verið gömul kona, Sesselja Stef- ánsdóttir, Guðmundarstöðum, er gaf kr. 3000.00. Þakkar Rauði- krossinn Slysavarnadeildinni „Vopna“ þetta myndarlega framlag og sérstaklega Sesselju Stefánsdóttur hennar höfðinglegu gjöf. Öxndælir dugleffastir o c Hlutfallstölurnai' í hreppa- keppnjnni eru þessar að lokum: Oxnadalshreppur hefur 37,4%, Skriðuhreppur 23,86%, Arnar- neshreppur 22,96% og G’æsibæj- arhreppur 18,85%. Er því allt út- lit fyrir að Öxnadalshr. gangi með sigur af hólmi í keppni þessari og hljóti varðlaunabikar þann, sem þeir gáfu Haraldur Sigurðsson og Magnús Brynjólfsson. Þess ber þó að geta, að úrslit þessi eru ein- göngu miðuð við. sundið að Laugalandi í Hörgárdal. En eftir er að telja þá, sem syntu annars staðar. Þurfa. formenn ung- mennafélaganna að senda Ingi- mundi Þorsteinssyni, Dvecga- steini, upplýsingar um þá er ann- ars staðar luku 200 metrunum. Á Lai^galandi syntu að þessu sinni 646 manns, en í fyrri keppninni aðeins 494. Sundlauginni mun nú verða lokað. Ræktunarfrömuður. Allir íslendingar í bændastétt, kannast við Klemens Kristjáns- son á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hann er einn af 4 tilraunastjór- um er vinna að vísindastörfum fyrir landbúnaðinn og hafa að- setur í sínum landsfjórðungnum hver. Klemens á Smásstöðum er elzt- ur og reyndastur þeirra tilrauna- stjóra er nú skipa þessar virðu- legu trúnaðarstöður fyrir land- búnaðinn. Eygg- og hafrauppskera í góðu meðallagi. ---ll —- Bygg og hafrar voru samtals í 36 dagsláttum á Sámsstöðum í sumar. Búið er að bjarga upp- skerunni af þessu landi og gizkað á að hún muni veröa í góðu með- allagi í ár. Þó verður þa'ð ekki að fullu vitað fyrr en farið verður að þreskja kornið. En þresking- in er vetrarverk og geymt þar til öðrum aðkallandi haustönnum er lokið. Sandarnir búa yfir mikluni auSi. Kornræktin á söndunum hefur gengið vel á undanförnum árum. Kornið þar, hefur þroskazt hálf- um mánuði fyrr en heima á Sámsstöðum. Heitir þar Geita- sandur, sem Klemens hefur tekið til kornræktar og kartöfluræktai'. Hinir víðlendu sandar á Rangár- völlum og víðar á suðurlands- undirlendinu virðast búa yfir meiri hæfni til ræktunar en al- mennt hefur verið álitið. Má í því sambandi einnig nefna rækt- unina í Gunnarsholti. Uppskeran hirt af óvætnum gestmn. En á söndunum urðu í haust miklir skaðar er ollu eiðilegg- ingu á 2M> hektara byggakurs. Kornið þar var orðið nær þrosk- að og sláttur átti að hefjast innan fárra daga. Þá var uppskeran hirt af óvæntum gestum. Gæs- irnar komu í þetta sinn um það bil hálfum mánuði fyrr en vani þeirra er á þessum slóðum og átu bókstaflega alla uppskeruna. Verður í framtíðinni ekki hjá því komist að setja varðmann á sand- ana um það bil að gæsanna get- ur verið von. Ætti það starf að falla vel í geð þeirra sportmanna er gaman hafa af að^bera byssu. Grasfræræktin. Grasfræræktin hefur gengið ágæta vel í sumar og er uppsker- an öll komin í hús. En Klemens hafði m. a. 2 hektara af túnvingli út á söndunum. Af vallarfoxgrasi eru 5 afbrigði ræktuð. Af þeim þroskaðist norskt afbrigði bezt. Það er á ýmsan hátt vandaverk að rækta grasfræ. Án þess að fara út í þá sálma, skal þó á það bent þeim er ekki þekkja til þeirrar ræktunar, að þegar fræin eru þroskuð er landið slegið, heyið þurrkað, og það má gera á mis- munandi hátt. Síðan hefst þresk- ingin en þó aðrar vélar notaðar en við bygg- og hafraþreskingu. Allt grasfræið er óvenju vel þroskað í ár, enda hefur tíðin sunnanlands verið ágæt. Klemens flutti inn Gullaugað. Kartöfluræktin er ekki mikil eða ekki nema í 2 dagsláttum lands. Uppskeran er í góðu með- allagi. Er þetta að mestu leyti stofnræktun. Tvö þau kartöfluafbrigði, sem algeng eru hér á landi, en það eru Gullauga og Ben Lomond, flutti Klemens inn. Gullaugað kom hann sjálfur með heim frá Noregi fyrir löngu síðan og breiddist það afbrigði út um allt land. Hitt afbrigðið, Ben Lomond er frá Finnlandi og hefur víðast gefið mikla uppskeru. Þær kart- öflur eru hvítar og ekki eins ljúf- fengar og Gullaugað. Heymjölsframleiðsla. Heyskapurinn gekk vel á Sámsstöðum í sumar, eins og víðast hvar á landinu sunnan- verðu. En Klemens hefur þó (Framhald á 11. síðu). Markaðurinn Ný tízkuverzlun var opnuð sl. laugardag í stórhýsi Kristjáns Kristjánssonar við Geislagötu hér á Akureyri. Eru þar á boðstólum fatnaður og snyrtivörur kvenna. Þar er líka þessa viku sérfræð- ingur, er leiðbeinir endurgjalds- laust um meðferð og val Helena Rubinstein snyrtivara. Þessi nýja verzlun er mjög smekkleg og vöruúrval mikið og virðist Ragnari Þórðarsyni & Co. h.f. hafa vel tekizt með opnun hinnar nýju verzlunar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.