Dagur - 22.09.1954, Blaðsíða 11

Dagur - 22.09.1954, Blaðsíða 11
MiSvikudaginn 22. sept. 1954 DAGl'R 11 FOKDREIF AR ,Síórhöfða“ en þeirri, að ritstjór- (Framhald af 6. síðu). sjálfur álíka hákristilegu pastula- eða dýrlingsnafni sem þessir tveir píslarvottar hinna nýju trúar- bragða, hef eg ávallt gert ráð fyrir því í öðru veifinu, að svo kunni að fara, að við hittumst all- ir þrír að nýju eftir upprisuna, og þá helzt á einhverjum sæmilega góðum og viðfelldnum stað. — Og með því nú ennfremur, að eg hef alltaf talið mig sjálfan bolan- lega þjóðhollan íslending og þjóðernissinna í gömlu og grónu merkingunni, fór eg ao lesa á blaðið með stóra hausnum með nokkurri eftirvænting, og spurði sjálfan mig í hljóði, hvort þetta hlyti nú ekki „með tímaimm" að verða mitt blað, en ekki alltaf þessi sami blessaður Dagur og Tími með tiltölulega litla hausa, sem engan veginn harmónera að því leyti við mitt eigið sköpulag á æðsta parti líkamans, svo sem lauslega var áður á drepið. „Ið greiðasta skeið.... “ NÚ ER SVO ÁSTATT um mig, að eg hef ævinlega, síðan eg sleit barnsskónum, verið þeirrar skoð- unar, að það sé tungan — málið, íslenzkan, sem verið hafi frá öndverðu hinn rauði þráður og meginaflgjafi þjóðernis okkar og þjóðmenningar — og þar með hyrningarsteinn og grundvöllur alls réttar og möguleika lítillar þjóðar að halda sjálfstæði sínu og lýðfrelsi. Og enn trúi eg því statt og stöðugt, að íslenzkar bókmenntir, skráðar á íslenzka tungu, hafi verið og séu enn líf- taug íslenzkrar menningar og ís- ienzks sjálfstæðis. í samræmi við þetta trúi eg því enn statt og stöðugt, að drýgsta og þýðingar- mesta þjóðvömin sé sú að varð- veita tunguna óspjallaða og bók- menntirnar. En á hinn bóginn er það þá og trúa mín, að Stephan G. hafi haft öldungis rétt fyrir sér, þegar hann kvað: „Ið greiðasta skeið til að skílmenna þjóð er skemmdir á tungunni að vinna.“ Barnaeigendur = foreldrar! NÚ VARÐ MÉR hugsað til alls þessa, þegar mér varð af ein- skærri tilviljun litið innan í tví- blöðunginn, sem hristir stóra hausinn svo hatramlega í þjón- ustu þjóðvarnanna, og rak þar allra fyrst augun í nýyrðið „barnaeigendur“. Nú hafði mér í einfeldni minni og vankunnáttu í þessum þjóðvarnarfræðum öll- um skilizt fram að þessu, að orð- ið foreldrar væri fullgott íslenzkt heiti til þess að tákna með því mannskap þann — bæði sjálfan mig og aðra — sem hefur verið að fást við það, svona í tómstundum sínum, að búa til nýja íslendinga. Og nú er eg í elli minni — sömu- leiðis í hjáverkum — að brjóta um það litla heilann í mínu stóra höfði, hvers konar nauðsyn hinir nýju þjóðvarnarmenn í „Stór- höfða“ muni telja bera til að skapa þennan nýgerving: „barna- eigendui'", og aðra slíka ágæta nýíslenzku. Því að víst er orðið ágætt og fornnorrænt að stofni til: — myndað með svipuðum hætti og önnur eins „gömul“ orð og fjáreigendur og húseigendur. — Eg skal með blygðun játa, að eg hef ekki — a. m. k. enn bá sem komið er — festa auga á neinni nærtækari skýringu á þessari og þvílíkri þjóðvarnarstarfsemi inn hafi annað tveggja — öldung- is eins og eg — komið auga á sannleikann og spekina í ofan- greindum vísuorðum Stephans G., og telji þetta ,.ið greiðasta skeið“ til þess að þjóna sínum til- gangi. Eða þá hitt, sem eg vil síð- ur ætla greindum og lærðum manni og þjóðernissinna — að hann sé ekki starfi sínu vax- inn sem ritstjóri og rithöfundur á tungu feðra sinna, enda væri það ærið illt til afspurnar um slíka þjóðvarnarkempu, að hún kynni ekki skammlaust sitt eigið móð- urmál! „Prósentureikningur“ — þjóðhættuleg alþjóðarplága! SEM gömlum stærðfræðikenn- ara hér fyrir eina tíð þykir mér erfitt undir því að rísa, hversu meinilla „Stórhöfða" mínum er við allan „prósentureikning". (Menn hafa verið að baslast við að kalla þetta fyrirbrigði reikn- ingslistarinnar hundraðstölur, eða hundraðshlutföll á íslenzku.) — Birti blaðið langa og allskel- egga ritstjórnargrein um mein- vætt þessa og telur hana með nokkrum hætti eina meginorsök allrar kórvillu í fjármálum þjóð- arinnar nú á hinum síðustu og verstu tímum. Segir þar svo m. a. um þetta efni: „Gjörðum beirra (þ. e. „prósentureikningsmann- anna“) hefur ráðið einstök skammsýni eða fullkomin blinda á eðli og orsökum hinnar óheilla- vænlegu þróunar, sem hefur birzt jafnóðum (hverju?) í þjóðlífinu.“ Og ennfremur: — „Menn ættu að losa eitthvað af þessum sífellda prósentureikningi af (svo!) heil- um sínum. Hann er orðinn al~ þjóðarplága, og það svo mjög, að hann setur mót sitt á mælt mál (á íslandi eða hvað?) sbr. enska talsmátann (þjóðvamaríslenzka í þessari merkingu?) fifty fifty.“ — Þessi pistill er hér orðrétt og stafrétt birtur eftir „Stórhöfða", nema innskotin í svigunum, ein leturbreyting, og svo hef eg reynt að færa hann til lögboðinnar ís- lenzkrar staf- og greinamerkja- setningar, en látið enskuna óbreytta standa, enda mun hún laukrétt! — Um rökfræðina í þessum anti-prósentisma skal eg ekki fást, því að eg fæ með engu móti skilið hana, enda gæti og skoðazt vilhallur í því máli, þar sem eg hef stundum ha'ft af því atvinnu að kenna unglingum þennan þjóðhættulega fjand.i og „alþjóðarplágu" — prósentureikn inginn! Áratugirnir, sem löngu eru liðnir. ÓSKÖP ÞÓTTI mér á hinn bóginn vænt um að lesa bað á blaðið með stóra hausinn, að: „Almenningi ber skylda til að efla og styrkja Kaupfélag Eyfirð- inga, sem um áratugi hefur verið lyftistöng margháttaðra framfara og velmegunar." — En æ! — Greinin heitir, þegar nánar er að gætt: „S. í. S.-valdið reiðir hramminn að Akureyri“, og þar er það skýrt tekið fram (að vísu í hálfgildings spurnarformi) að Jakob kaupfélagsstjóri sé ósköp gallaður náungi og fremur gáfna- sljór, sem hvorki hafi „skynbragð eða kjark til að glöggva sig á ástæðunum fyrir þeim sam- drætti“ .... sem oi'ðinn er á smásöluverzlun félagsins og einkum stafar, að manni á að skiljast, af slíkum hlutum sem - Halldór Hómer (Framhald af 7. síðu). yfir allt og það er steikt slátur með nógum sykri út á. Það er sá réttur ,heillin mín, sem eg tek fram yfir alla rétti.“ Og það mun hann hafa fengið, eins og hann hefur viljað borða. En þó mun hann enginn mathákur verið hafa. í veizlum predikaði hann eða messaði. Hann hafði gaman af að dansa, og dansaði bæði í veizl- um og sem gestkomandi. En hann dansaði aldrei nema „vals“. Það var skoplegt að sjá hann á spor- inu. Oftast dansaði hann án „dömu“. Þegar hann var kominn á fulla ferð á „valsinum", sló hann fótunum hátt upp aftur fyr- ir sig, og löfin á frakkanum blöktu sem vængir væru, þegar hann var kominn á slagið, og um leið söng hann eftir sig lög eða vals er hann „kompóneraði“ sjálf ur. Sá siður var í veizlum, er haldnar voru á síðari hluta 19. aldar að þá var bruggað „púns“, sem var blandað rommi, og skál- að fyrripart nætur. Oft var Hall- dór fjörugur. En hófsamur var hann við vín, og ótrúlega lítið var um mikla ölvun í veizulm, þó að vínöld væri. Verður nú endað við sögu um Halldór Hómer Þorkels- son, þó að meira væri hægt að rifja upp um hann, en hér verður endað að sinni. „ómyndarrekstri", „viðgerða- klastri" og „andstöðu.... við hið mikla velmegunarmál bæjar og héraðs.“ — Þessh sælu áratugir eru þá löngu liðnir. Og þeir voru líka liðnir í tíð Vilhjálms Þórs hér, því að svo slæmur sem Jakob er, var þó Vilhjálmur hálfu verri, að manni skilst á Stórhöfða! — Hann „reiðir hramminn að Akur- eyri“. Er ekki von, að blaðið and- varpi þunglega í sambandi við þennan vonda mann: — „Þetta er umhyggja hans fyrir æskustöðv- unum hér nyrðra.“ (!) Eg skildi flest orðin — en ekki rökin! ÁLLT ÞETTA — og raunar ýmislegt fleira harla skrítið og skemmtilegt — las eg í „Stór- höfða“, rétt eins og eg væri að skemmta mér við „Spegilinn". — Cg allt fór það á eina leið: Eg ýmist skildi orðin eða gat gizkað sæmilega líklega, að mér sjálfum fannst, á merking beirra (eins og t. d. barnaeigendur, talsmáti og fifty fifty) þó að eg hefði ekki séð þau áður í íslenzku máli. En rök- in skildi eg yfirleitt alls ckki, fremur en t. d. hina nýstárlegu kenning um þjóðhættulega bölv- un prósentureikningsins, eða hundraðshlutfallanna, — hinnar miklu alþjóðarplágu! — Að lestr- inum loknum lagði eg blaðið aft- um með mestu kurteisi og alúð á gólfið í forstofunni. Eg hef enn ekki orðið þess var, að eigend- urnir, sem sjálfsagt hafa látið flytja það til þessa samastaðar upphaflega, hafi látið vitja þess þangað aftur. Og er þetta þó að sjálfsögðu harla góður og eigu- legur gripur, sem þeir mundu sjá eftir að varpa algerlega á glæ eða í götusorpið. Hálfnafni Jóhannesar. I. O. O. F. Rbst. 2 — 1039 228% Messað í Akureyrarprestakalli á sunnudaginn kl. 2 í Lögmanns- hlíðarkirkju, kl. 5 í Akureyrar- kirkju og kl. 8.30 í skólahúsinu í Glerárþorpi. — Prestur sr. Birgir Snæbjörnsson. Áheit til Æskulýðsfélags Akur- eyrarkirkju: Frá S. V. kr. 100. — Kærar þakkir. P. S. Gjafir til nýja sjúkrahú.ssins. Frá Jóhönnu Antonsdóttur kr. 500.00. — Frá ónefndum kr. 200.00. — Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Aðalfundur Kennarafélags Eyjafj. verður haldinn í barna- skólanum á Akureyri 2. okt, n.k. og hefst kl. 10 árd. Auk venju- legra aðalfundarstarfa munu verða rædd ýmis önnur mál. Hjúskapur. Þann 3. sept. sl. voru gefin saman í hjónaband, í Reykjavík, ungfrú Kristín Jóns- dóth’ (Júlíussonar), Munkaþverá, og stud. mag. Þrándur Thorodd- sen (Guðm. próf.). — Vígsluna framkvæmdi séra Jón Thoraren- sen. — Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn í Kaup- mannahöfn. Leiðrétting. í síðasta tölublaði Dags misprentaðist gjöf frá Sillu kr. 26.00. Átti að vera kr. 260.00, sem hér með leiðréttist. Hjáípræðisherinn. Sunnudag 26. sept. kl. 2: Stefnumót sunnu- dagaskólans. Öll börn velkomin. Kl. 20.30: Samkoma. — Mánudag 29. sept.: Heimilissambandið 30 ára. Afmælishátíð kl. 20.30. Verið velkomin. - Bleikir akrar (Framhald af 1. síðu). nokkra sérstöðu hvað heyið snertir, eins og reyndar fleira. Hann býr til heymjöl. Mun hann hafa í hyggju að halda því áfram, því það er gott fóður og stenzt fyllilega samanburð við hlið- stæða erlenda framleiðslu. Ætlar hann í vetur að framleiða 15—20 tonn. Heymjölið notar hann sem hænsnafóður og í fóðurblöndui' handa nautgripum. Mjólkurkýr eru um 20 talsins, en auk þeirra kálfar og geldneyti. Hættur er hann við ræktun nauta af holda- kyni. Konungsbikarinn 1935. Klemens Kristjánsson hóf kornræktartilraunir sínar árið 1923 og hefur óslitið síðan, rækt- að bygg, hafra og fleiri tegundii' korns. Hann er mestur kornrækt- armaður á fslandi. Árið 1935 heiðraði danakonungur hann fyrir ræktunarafrek og færði honum að gjöf silfurbikar for- kunnarfagran. Það er íslenzkri bændastétt mikils virði að eiga sem flesta búvísindamenn, sem á raunhæfan hátt, tengja vísindin venjulegum búrekstri,og með þeirri atorku og framsýni er einkennir öll verk hins landskunna ræktunarfröm- uðs á Sámsstöðum. Hjónaefni. Nýlega opinbruðu trúlofun sína ungfrú Eiísabet Þórarinsdóttir frá Vcstmannaeyj- um og Júlí Sæberg Þorsteinsson, kjötiðnaðarnemi, Akureyri. Hjúskapur: Gift voru af séra Friðrik J. Rafnar þann 18 þ. m. Helga Ingólfsdóttir, skósmiðs Er- lendssonar hér í bæ, og Snæbjörn Jóhannsson kennari, Reykjavík. Heimili þeirra verður að Stór- holti 33, Reykjavík. Til lagfæringar á leiði séra Matthíasar Jochumssonar: Guð- mundur Jónsson kr. 50. — R. O. B. kr. 50. — Helga Tómasdóttir kr. 50. — Davíð Tómassoon kr. 50. — Rannveig Jósefsdóttir kr. 10. Nýkomið: ULLAR-JERSEY GOLFTREYJUR svartar og margir aðrir litir. D ULLARGARNIÐ með hundshausnum. D BARNAPEYSUR í miklu úrvali. • D ULLARNÆRFÖT barna. Skyrtur og buxur. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. Stúlka óksast í vist sem fyrst. Mætti vera ung- lingur. Afgreiðslan vísar á. RAFORKA h.f. Simi lj63 . Gumlu dráttarbrautinni Tökum að okkur allskonar Raflagnir og Viðgerðir á heimilistækjum Reynið viðskiptin! Sigtryggur og Ingvi rafvirkjar. Ung kýr til sölu. Afgr. vísar á. Gott fyrir báða! Vil komast í samband við þýzkumælandi karl eða konu, sem vill læra íslenzku gegn tilsvarandi kennslu í þýzku. — Leggið nafn og heimilisfang inn á afgreiðslu blaðsins fyrir laugardags- kvöld merkt: Deutschland 1954. Unglingsstúlka óskast tii heimiiisstarfa. /. ! ■; / oni7' ! i iv '1 ‘ í,(|: ■: Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.