Dagur - 22.09.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 22.09.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 22. sept. 1954 Úr eríendum blöðum Eiturlyf frá Kína flæða út um hciminum. Frá Washington fréttist fyrir skömmu, að Bandaríkjamenn hyggist nú hefja öfluga baráttu gegn hinu geysilega smygli þjóð- stjórnarinnar kínversku til Bandaríkjanna. Harry J. Anslinger, forstjóri eiturlyf j a-skrif stof u Bandar ík j - anna, hefur nýlega skýrt frá, að hann muni fletta rækilega ofan af tilraunum hins rauða Kína til að hella steypiflóði af ólögmætu heróíni út á heimsmarkaðinn, þegar eiturlyfjanefnd Sameinuðu þjóðanna taki næst til starfa. Fulltrúi eiturlyfja-lögreglu Bandaríkjanna fullyrti, að geysi- birgðum af heróníi hefði verið smyglað inn í Bandaríkin frá Kína síðastliðið ár. Og talið er víst, að Anslinger muni leggja sök þessarar gífurlegu aukningar heróínsmyglunar á kínversu þjóðstjórnina. Heróín er búið til úr ópíum, og ópíum virðist koma til Banda- ríkjanna gegnum Hongkong og Mexicó. Fjöldi kínverskra eitur- lyfjasala hafa verið handteknir öðru hvoru. Er talið að þeir smygli inn eitrinu og selji síðan heiðarlegum kínverskum verzl- unum á vesturströnd Ameríku. — Búist er nú við, sð lögð verði fram ákveðin kæra á þingi Sam- einuðu þjóðanna, en áður hefur aðeins verið bent á þetta. Þá veit maður það. 1. júní sl. fluttu öll blöð í Moskva heila runu af greinum um „Alþjóðadag barnanna“, og þar m. a. að börn Sovétríkjanna og alþýðuveldanna nytu fyllstu umhyggju ríkjanna og verndun á alla vegu en aftur á móti ættu börn í auðvaldsríkj unum við hina mestu eymd og erfiðleika að búa. Blöðin fullyrtu, að flestöll börn auðvaldsríkjanna séu ólæs, og að barnavinna sé þar mjög almenn, og barnadauði mjög mikill. 1 milliard króna á sjávar- botni í Staíangurs-höfn. Þýzkur verzlunarerindreki, sem nýskeð var á ferð í Noregi, skýrði frá því í Síafangri, að í þýzka skip- inu „Roda“, sem sökkt var þar í höfninni árið 1940, séu kistur með fölskum peningaseðlum að upphæð 1 milliard norskra króna. Maðttr þessi var þá cinn framkvæmdastjór- anna, sem fylgdist með skipinu um þær mundir. Búizt er við, að skipi þessu verði náð upp úr höfninni nú í haust. Sex metra kolkrabbi. Miklar háfaveiðar. Fiskiskip frá Máley og öðrttm fiskiverum sunnan við Stað í Nor- egi, er stunda háfaveiðar við Hjalt- land og Suðureyjar, hafa veitt afar- vcl nú undanfarið. Um miðjan á- gúst komu sjö þessara vélháta heim með 30—47 smálestir af háfi. Eru taldar allgóðar markaðshorfur um sölu á ltáfi um þessar mundir, og flestir hinna stærri báta frá Máley stunda nú háfaveiðar. Áður fyrr þótti háfur lítils nýtur í Noregi, að undanskildri lifrinni. Þó var hann hertur stöku sinnum. Nú er hann allverðmæt verzlunarvara til Suður- landa. 400 kg „mánafiskur". veiddist nýskeð inni í botni Hjör- nndf jarðar á Sunnmæri, skammt frá Álasundi. Var harin 2 m lengur og 2i/2 m breiður. Bræður tveir voru á túnfiskveiðum, er þeir urðu varir furðuskepnu mikillar, sem lá graf- kyrr á 2—3 m dýpi. Þeir skutluðu skepnuna og tóku að draga, en all- erfiður reyndist drátturinn, enda tók skepnan brátt að rumskast og tók 40—50 m sprett og dró færið úr höndum þeirra. Eftir hálfrar stund- ar átök var þó drátturinn undir borði, og bönuðu piltarnir honum með byssuskoti. „Tunglfiskurinn“ á heima í hlýrri höfum, en stundum flyzt hann með Golfstraumnum til Noregsstranda. Verður þyngstur um 500 kg. — Tunglfiskurinn telst til „fastkjálkafiska". Segir Bjarni Sæ- mundsson, að hans muni hafa orðið vart hér við land 4—5 sinnum, svo vitað sé. Einn rak í Fljótum 1845, og annan í Húnavatni 1900. Einn náðist lifandi undan Innra-Hólmi á Akranesi 1902, og sennilega hefir einn rekið á Landeyjasandi 1904. Vil taka lærling í hárgreiðslu. Snyrtistojcm FJÓLA. María J. Sigurðardóttir. BORÐBUNAÐUR SKEIÐAR GAFFLAR HNÍF AR o. s. frv. Vandað danskt silfmplett. Falleg munstur. SIGTRYGGUR & EYJÓLFUR gullsmiðir. BARNARUM Hin margeftirspurðu barna- rúm, með færanlegri hlið og dýnum, hef eg nú nokk- ur stk. srníðuð. Hús ga gnavinmístofa HARÁLDAR Oddeyrargötu 19. MATBORÐ eikar-spónlögð, stækkanleg, kr. 850,00. " Húsgagnavinnustofa HARALDAR Oddeyrargötu 19. Til sölu stórt orgel, gamlar bækur og tímarit. — Sími 1223. LOKÁÐ Ilárgreiðslfistofan „Femina“ eerður lokuð um óákveðinn tíma. Til sölu: Margskonar gamalt timbur, vírar, kaðlar, nótastykki, notuð og ný. — Síldarsölt- unaráhöld, síldarnet, dregg, kútar og margt fleira. Guðm. Pétursson. Sími 1093. Frá Iðnskólanum á Akureyri Nemendur þeir, sem hafa í hyggju að stunda nám í 4. bekk skólans næsta vetur, mæti til viðtals og skrásetn- ingar í skólahúsinu miðvikudaginn 29. þ. m., kl. 6 síðd. Skólagjald er óbreytt frá því, sem verið hefur, og greiðist við innritun, enda geta nemendur ekki liafið nám sitt í skólanum, fyrr en það er að fullu greitt. Gert er ráð fyrir því, að skólinn starfi með svipuðu fyrirkomulagi og síðastliðinn vétur. Nemendur þeir, sem sóttu undirbúningsnámskeið skólans í teiknigreinum nú í vor, en þurfa á lrekari bók- legri kennslu að halda til þess að geta staðizt próf upp í 3. bekk, mæti til viðtals í skólanum fiximtudaginn 30. þ. m., kl. 6 síðdegis. Nánari upplýsingar um skólann veitir Jóliann Frí- mann, Hamarstig 6, sími 1076. Sími í skólanum 1241. SKÓLANEFNDIN Akureyringar! Eyfirðingar! Gjörið svo vel að líta inn og skoða hinar marg- breytilegu fatanýjungar, sem vér höfum fyrir- liggjandi, svo sem: KVENKÁPUR, margar nýjungar í sniðum, efni og lit. KARLMANNAFÖT, margar gerðir, efni og litir. LAUSAR BUXUR, fjölmargar gerðir. TELPUKÁPUR, HETTUÚLPUR úr ullarefnum. KARLMANAFRAKKAR og margt fleira. Gefjunarefnin fara nú sigurför um land allt. Með hverri viku sem líður, koma fram nýjar gerðir af efnum, betri og ódýrari en innflutt efni. Iðnaðurinn er merkur þáttur í bæjarlífi Akur- eyrar, og stendur því engum nær en oss að styrkja hann og efla. Sjón er sögu ríkari! — Komið! Skoðið! Kaupið! Saumastofa Gefiunar Húsi K.E.A., III. hæð. — Sími 1347. Skömmtunarseðlar fyrir síðasta ársfjórðung 1954 verða aðeins afhentir á skrifstofu bæjarstjóra dagana 1.—9. október n. k., að báðum dögum meðtöldum. Seðlarnir verða afhentir gegn árituðum stofni næsta tímabils á undan. BÆJARSTJÓRI Snemma í ágúst „veiddist" risa- kolkrabbi í laxanót í Þrándheims- íiröi í Noregi. Var sjálfur bolurinn 1.30 m og tveir armarnir 6.20 m, en hinir átta styttri, 1.90 m. Verður aS telja þetta all-álitlega stærð, þótt „sjóormstíminn" standi nú einmitt yfir um þetta leyti, scgir blað það, er frctt þessa flytur. Krabbi þessi er annars talinn af risategundinni Ar- chitutis, sem á aðalheimkynni í út- hafsdjúpum og getur orðið allt að því 16 m langur. Vörubif reið Chevrolet, model ’46, til sölu. Bifreiðin er á nýlegum dekkum, góður mótor, nýtt tvískiptidrif, ágætur pall- ur og gott útlit. Með bifreiðinni fylgir nýupptekinn mótor. — Söluverð kr. 50.000.00. Afgreiðslan vísar á. Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal starfar í tveimur deildum. Hægt er að taka 2 eða 3 nemendur í hvora deild ennþá. Smíði og bókband mikið stundað. Skólinn verður settur 15. okt. n. k. KRSTJÁN KARLSSON, skólastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.