Dagur - 22.09.1954, Blaðsíða 10

Dagur - 22.09.1954, Blaðsíða 10
10 D A G U R Miðvikudaginn 22. sept. 1954 Frá Barnaskóla Akureyrar Skólinn verður setmr föstudaginn 1. okt., kl. 5 síðd., í Akureyrarkirkju. Börnin xnætí við skólann 15 mín. fyrir 5. Allir foreldrar eru velkomnir meðan húsrúm Jeyfir. Skólaskyld börn, scin flutt hafa til bæjarins í sumar, og ekki hafa þegar verið skráð, mæti til slcránnigar fimmtudaginn 30. sept., kl. 1 síðd„ og hafi með sér einkunnir frá síðasta vorprófi. Börnin mæti til læknisskoðunar eins og hér segir: Þriðjudaginn 28. sept allur 4. bekkur. Miðvikudaginn 29. sept. allur 5. bekkur. Fimmtudaginn 30. sept. allur 6. bekkur. Drengir mæti alla dagana kl. 1, en stúlkur alla dagana kl. 3. HANNES J. MAGNÚSSON. Geymið þessa augiýsingu. Til leigu Hárgreiðslustoafan Femina, Hafnarstræti 100, er til leigu með öllu tilheyrandi. — „Femina“ hcfir undanfarið verið stærsta hárgreiðslustofa bæjarins. Sala gæti einnig komið til greina. Scnxja ber við undirritaðan. ÁSGEIR KRISTJÁNSSON, Hlíðargötu 7, Akureyri. Sími 1630. - fc GRAFIKJUR mjúkar og góðar. RÚSÍNUR Californiskar í pökkum. Mjög ódýrar. Kaupfélag Eyfirðinga NýJenduvörudeiJdin og útibúin. TILKYNNING frá Verkamannafél. Ákureyrarkaupstaðar Fi'amboðsfrestur til fulltrúakjörs í Verkamannafélagi Akureyraikaupstaðar á 24. þing Alþýðusambands ís- lands er ákveðinn til kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. september 1954. Skulu kjörlistar hafa borizt kjörstjórn félagsins innan þess tíma. Til þess að bera fram kjörlista þarf skrifleg meðmæli 45 fullgildra félagsmanna. Stjóm Vcrkamarmafclags Akureyrarkaufjstaðar. OLÍUKYNDITÆKI Sjálfvirk, handstillt, ætíð fyrirliggjandi, eða útveguð með stuttum fyrirvara. — Leitið upplýsinga. JÓN GUÐMUNDSSON. Símar 1246 og 1336. Eftir JÓN JÓNSSON á Skjaldarstöðum (Framhald). Fyrsti túnauki, mér vitanlega, hér í sýslu er á Steinsstöðum. Þar hagai þannig til, að stór lækur rennur gegnmn túnið skammt frá bænum. Hefur hann gert nokkur gil niður túnið. Rennur hann beint niður í Öxnadalsá. Norðan lækjarins var lítið eitt hallandi flöt, sem myndazt hafði af framburði lækj- arins um aldaröð. Var flötin mjög fallegt túnstæði. Mun það hafa verið rétt um 1890 að farið var að lilaða vörzlugarð norð- an lækjarins. Það var Sigurður Jónasson stórbóndi þar, sem verkið hóf. Garðurinn var Iiið fecursta veik, hlaðinn úr snyddum og sneri grasrótin út. Var svo fyllt upp með mold milli snyddanna. Síðan þakið yfir með grasþökum, svo að hvergi sást í mold. — Garður þessi náði niður að þjóðvegin- um, sem þá lá meðfram ánni. Hann var hlaðinn nokkuð út með veginum, og mun hugmyndin hafa verið, að liarin kæmi upp í norðurhorn gamla túngarðsins. Ekki komst garður sá nema dálítið norður með veginum, því að þegar Sigurður flutti að Bakka, 1896, var hætt við framhald hans. Mér er dálítið minnisstætt, að eg kom eitt sinn til piltanna, þá er þeir voru að hlaða garðinn, og annar stráktyrðill á sama aldri. sem eg. Tókum við að klifia upp á garðinn. Settumst þar klofvega, börðum fótum og höfðum garðimr fyrir hest. Hlógu piltar þá dátt, og sögðu okkur að slá í klárinn og hleypa á sprett. Sökum þess, að Steinsstaðir eru frá náttúrunnar hálfu feg- ui'sta jörðin í dalnum, langar mig að geta nokkurra manna, er þar bjuggu síðastliðna öld og gerðu gai'ðinn frægan. Þar var Jónas skákl uppalinn, sem kunnugt er, og umhverfi Steinsstaða mun hann kveða um í hinu fagra kvæði: Fífil- brekka, gróin grund, — því að í Steinsstaðaf jalli er „góða skarð með grasahnoss og gl júfiabúi-, hvítur foss“. Nú er búið að girða nokkrar dagsláttur úr landi jarðarinn- ar, þar sem fellur „bakkafögur á í hvammi“. Búið er að gróð- ursetja nokkuð rnikið af trjáplöntum í reit þenna til minning- ar um skáldið, og í í'áði er að reisa þar minnisvarða. Er það áhugamál Eyfirðinga, að varðinn verði afhjúpaður á 150 ára afmæli skáldsins. Foi'eldiar Jónasar voru Hallgrímur prestur Þorsteinsson og Rannveig Jónasdóttir, bónda og skálds í Hvassafelli. Þau fluttu að Steinsstöðum 1808 frá Hrauni. Var Jónas þá fárra mánaða gamall. Þau hjón bjuggu á Steinsstöð- um 8 ár, og munu hafa verið í sæmilegum efnum, því að bú- jörðin er hin bezta hér í sveit. Mun gestum og gangandi hafa verið ánægja að koma þar og ræða við prest, er var bæði skemmtinn og gáfaður, og húsfreyjan skörungur mikill. — En síðla sumars 1816 kom það slys, er sr. Hallgrímur fór að lokiirni embættisgjörð að Bakka til silungsveiða í Hrauns- vatni, að lrann drukknaði í þeirri ferð. — Þar eð gott vinfengi mun hafa verið milli heimilanna, síðan Hallgrímur átti heima í Hrauni, fóru 2 ungir menn þaðan með honum í þetta sinn. — Mun prestur oft hafa starfað að veiði í vatninu, þegar hann var búsettur á Hrauni, því að veiði var mjög stunduð í vatn- inu á þeim árum og lengi síðan. — Þeir prestur og annar pilt- urinn reru fram með togið, munu hafa ætlað að di'aga fyrir í árósnum. En fyrir einhver mistök, líkt er þeir sireru kænunni við, hvolfdi, svo að þeir féllu í vatnið, báðir ósyndir. Piltur- inn komst þó á kjölinn. En það hefur tekið nokkurn tírna að ná til prests, og var hann drukknaðui', er þeir komust í land, enda sjálfsagt engar lífgunartilraunir reyndar. Var svo prest- ur fluttur heim að Hi'auni, og mun hafa staðið þar uppi, unz jarðarförin fór fram. Er það auðfundið á kvæði Jónasar Hall- grímssonar, að hann hefur saknað föður síns mjög: Þá var eg ungur, er unnir luku föðui'augum fyrir mér saman. Þó man eg missi minn í heirni, fyrstan og sárastan, er mér faðir hvarf. Man eg og minnar móður tár, er hún aldrei sá aftur heim snúa leiðtoga ljúfan, ljós á jörðu sín og sinna. Það var sorgin þyngst. Rannveig, ekkjan, hélt búskap áfram, enda voru þá eldri börn hennar komin um fermingu, og hefur það verið rnikill styrkur fyrir hana. (Framhald). Tirtst on* Bifreiðavörur í miklu úi'vali. Lágt verð. BÍLASALAN hi. Geislagötu 5. Aluminium Kostir þess eru margir. Það er ódýrt. Þakplötur fyrirliggjandi. 6, 7 og 8 feta. Kr. 5.75 fetið. EINNIG SAUMUR. BÍLASALAN hi. Geislagötu 5. Hjólbarðar og slöngur 500-16 550-16 600-16 670-15 ........ 710-15 750-20 825-20 Aðrar stærðir væntanlegar með næstu skipum. BÍLASALAN li.f. Geislagötu 5. Bremsuborðar i fóllisbiia: Ford, Mercui'y, Chevrolet, Dodge, Playmouth, Chi'ysler, Oldsmobile, Pontiac, Kaisei', Hudson, Jeþpa. 1 vörubíla: Ford og Chevrolet. Einnig bremsuborðar i rúllum, 114x3/16, Iy4x3/16, 2i4x3/16, 5xi4, 6x14 tommu ásarnt hnoðum. BÍLASALAN hi. Geislagötu 5.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.