Dagur - 22.09.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 22.09.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 22. sept. 1954 D A G U R Þáttur af Hafldóri Þorkelss. Hómer Umskiptingurinn. Halldór Þorsteinsson hét mað- ur. Hann mun hafa vei'ið ættaður í móðurætt úr Austur-Skafta- fellssýslu. Hann fór ungur á ver- gang. Hann hafði verið efnilegt barn til 3ja ára aldurs. Eitt skipti hafði móðii' hans látið barnið leika sér við gullin sín á sérstæð- um hól, og var sú þjóðtrú á hóln- um, að þar ætti að búa huldufólk, en hóllinn sást illa frá bænum, en allt fólk á engjum nema kon- an, sem var að búverkum. Þegar hún fór að vitja um barnið um kvöldið, voru orðin skipti á öðru barni, ólíku. Síðan hafði átt að bera á ýmsum „kúnstum“ í barn- inu unz hann ólst upp, sem þessi einkennilegi maður. Halldór var fremur snotur maður lítill, ekki ólaglegur, með mikinn skalla á höfði. Hann var uppi fram að síð- asta tug nítjándu aldar, ótti sveit- festi í Boi'garfirði, en tolldi þar aldrei, og sluppu því Borgfirðing- ar við að leggja honum af sveit. Ekki varð hann gamall — tæp- lega sjötugur, er hann lézt. — Aðalstarf hans var að róla um Múlasýslur báðar, en þar rölti hann um ár eftir ár í fjölda ára. | Gerði aldrei ærlegt liandtak. Aldrei fékkst -hann til að taka sér verk í hönd, og nennti einkis, hvað sem á lá nema ef hann fékk hest til að lyfta sér á í útreið. Þá stóð ekki á Halldóri til sendiferða. Að upplagi var hann snyrtilegur í sér, háttprúður og kurteis, var gefinrí fýfir áð sér væri tekið sem heldri manni í ferðum sínum um sveitirnar, og þar sem hann gisti. Vildi ekki matazt, nema við borð- hald með dúk á borði og hnífa- pörum. En þá var ekki siður, að fólk væri borðsett, nema prestar og heldi'i menn, nei, þá var skammtað á einum diski sem menn snæddu af á rúmum sínum. En ef embættismenn gistu, voru þeir borðsettir, og svo vildi Hall- dór láta hafa við sig. Ætlaði að sækja um Hofteigsprestakall. Halldór tók upp á því, að reyna að líkjast sem mest prest- um og gera ýmis verk, sem prest- ar gera. Eitt sinn ætlaði hann að sækja um Hofteig á Jökuldal, það mun hafa verið, er sr. Stefán Halldórsson „resigneraði“, og staðinn fékk ungur guðfræði- kandidat af dalnum Einar Þórð- arsoon frá Skjöldólfsstöðum og var vígður þangað. En líklega hefur Halldór gripið of seint tækifærið, því að hann ætlaði suður og biðja Hallgrím Sveins- son um vígslu, sem mun þá hafa verið biskup, frekar en Pétur, sem þar var áður biskup. En ein- hvern veginn hefur Halldór hætt við þá fyrirætlun, því að hann gerði þessi prestsverk sín án þess að taka prestsvígslu. Hann pre dikaði, tónaði, skírði, gifti og skildi sundur, ef ósamkomulag kom á milli hjónanna. En dýrast ur var hann á það „extraverk", það kostaði 25 aura en önnur verk vann hann fyrir 10—20 aura. Hann fékk inn töluvert og eyddi litlu, því að honum var allt gefið. Hann reykti töluvert, en mest part gefið af tóbaki. Þó er nú lik- legt, að hann hafi eytt einhverju fyrii' reyktóbak. Það var sagt, að þegar hann dó, hefði komið fram 3-4 liundruð kr. í eintómum smá peningum. Þegar Halldór emb ættaði þá var framburðurinn sæmilegur. En lítið fór hann út í guðfræði við prestsverkin, hann „kompóneraði“ sjálfur þuluna sem hann tónaði. Sömuleiðis las hann sömu ræðuna alltaf og kunni utanbókar. Ekkert kunni hann að skrifa. Það kom tæpast fyrir að kvenfólk gengi í hjóna- band hjá Halldóri. Oftast voru það karlmenn, sem létu gifta sig Ort í „Jeppasæti“ á heimleið 17. ágúst 1954. Nú er bjart um land og lá. Lífið sýnir engar glettur. Jafnvel Blanda er hýr á há og Húnaflói spegilsléttur. Fór þá annar í kvenföt. Helzt urðu það unglingsdrengir, sem gengust í að verða brúðurin, og jegar hann framkvæmdi skírnir voru það kálfar, kettii', hvolpar, lömb og folöld, sem hann skírði,- Hempan úr kvenpilsi. Þegar hann gerði embættisverk, vildi hann helzt klæðast hempu, en því var ekki að heilsa. Oftast var það pils af stórum kvenmanni sem hann var klæddur í, hneppt uppi við hálsinn. Oft náði þessi hempa“ aðeins ofan fyrir hnén, og var hjákátlegt að sjá hann í ^essum búningi. Um hálsinn var hvítur klútur hafður fyrir presta- kraga stundum voru hafðir hvítir smokkar, sem saumaðir voru á reim, og hnýtt um hálsinn. Náðu þessi hvítu spjöld ofan á bringu. Halldór kallaði þetta „prestaspaða“. Aldrei var hann öðruvísi en í frakka með langri klauf og síðum löfum. Hann sagði, að það væri búningur presta frá fyrri tímum, líklega hafa honum verið gefnir þessir frakkar á prestsetrum. — Á stórum heimilum var hann helzt aldrei skemmri tíma en viku, og oft lengur. Ekki skiptu prestar sér af verkum hans. Á préstsetri einu að hausti til, er Halldór var þar staddur, var slátrað 20—30 geldum ám og sauðum. Það var siður, að mörinn var hnoðaður volgur úr lógunar fénu, og var það kvenmaður, sem hnoðaði mörinn. Síðan var hahnn bræddur sama dag, og tólgin sett í belg. Var fleginn blegur af stór um kindum, sem tólgin var sett í. Belgirnir voru rakaðir sama dag. Var að þessu verki ráðsmað ur staðarins og fóstursonur prests Voru þeir við bræðsluna í eld- hsúi, og gekk verkið fram á nótt, Halldór var að smásnúast þar kringum þá. Ekki gerði hann handarvik, fremur en endranær, Þá biður ráðsmaður hann að gifta sig og tólgarpottinn, en pilturinn bað hann vígja sig og vatnstunn una. Gifti Halldór þarna því tvenn hjón! Eftir brúðkaupið taka þeir félagar Halldór upp, halda hvor undir sitt læri á honum, hífa hann upp í eldhús. Svo heldur hann um pylsur og langa og tón ar svona sitt vana tónverk. Þeir menn, sem vilja sem drengir duga og dáðir vekja í föðurgai'ði, þeir ættu að sjá og 'hafa í huga heimreiðina að Geitaskarði. Andi Dodda er að sveima um undralönd með glæsivelli. Ætli hann sé enn að dreyma óskina sína á Helgafelli. Hér við Stefáns styttu þrátt stoltið vex hjá íslendingi. Fáir menn svo himinhátt hafa gnæft á skáldaþingi. Héðan vítt um sveitir sér „sjáandinn", er brautir varðar. Standi vörð með honum hér heillavættir Skagafjarðar. Á. D. Va! líflðmba er vísindastarf Hestamennska Halldórs. Það einkenndi Halldór, að hann var frábær hestamaður, þekkti hvern hest ef hann sá hann einu sinni. Hann var, eins óg áður er getið, í öllum veizlum, sem þá voru tíðar þó eigi væri boðinn. Það var oft kallað til Halldórs að ná í hesta sem voru hýstir í út- hýsum, og þó að hann færi í myrkri, kom hann ætíð með rétta hesta. Þetta undruðust menn. Ekki var hann latur, er um hesta var að ræða. Eitt skipti sem oftar var hann í veizlu. Læknirinn var að kvongast. Þar var steik á borð um. Síðast var Halldór eftir. En steikina þraut í veizlunni, og þá var vinsamlega ráðgast við Hall- dór um þessi vandræði. „Heillin mín,“ var hans máltafiö. „Það gerir ekkert til með steikina. Það er einn réttur sem eg tek fram (Framhald á 11. síðu). Vandinn að velja og hafna. Þrátt fyrir langvarandi þurrk- leysi norðanlands og austan síð- ari hluta sumars, má þó fullvíst telja að heyfengur bænda sé all- góður víðast hvar og sums staðar ágætur. Er þetta þó að venju mis- jafnt, ekki aðeins eftir sveitum, heldur líka, svo sem venja er, misjafnt á bæjum sömu sveitar. En þar sem telja má að yfir- leitt séu mikil hey fyrir hendi, má ætla að fénu verði víða fjölgað og sums staðar verulega. Kemut' þá til kasta bændanna að velja og hafna, þegar ákveða skal, hvaða lömb á að setja á vetur. Er það, sem jafnan fyrr hið mesta vanda- verk. Bændurnir verða sjálfir að ákveða stefnuna í kynbótastarf- inu, hver fyrir sig. Hafa margir komizt langt í því efni og þegið ríkuleg laun fyrir, í bættum og vaxandi afurðum sauðfjárbú- anna. í fjárskiptunum var ekki um neitt að velja. Þá varð hver að taka því, sem að honum var rétt. Góðum fjárbændum var það ekki sársaukalaust að kasta frá sér þaulræktuðu fé, en fá í þess stað kindur af „allt öðru sauðaliúsi“. Jafnvel sína kindina af hvorum bænum úr einhverri, og oftast fjarlægri sýslu. Vísindastarf. Val líflamba er vísindastarf hvers bónda. En svo virðist að hægt sé að fara margar leiðir sauðfjárræktinni með góðum árangri. En víst er það, að hver sauðfjórræktarmaður verður að gera sér ljóst, í stórum dráttum. hvernig hann vill hafa sitt fé. Verður hann þá fyrst og fremst að miða það við aðstöðu sína til fjárræktarinnar. Það virðist t. d. ekki heppilegt að á miklum út- beitarjörðum sé viðkvæmur og mjög frjósamur fjárstofn. Hann getur aftur á móti átt fullan rétt á sér þar sem lítið er treyst á beit og féð er haft á húsi mestan hluta vetrar. Þar sem landlétt er, er að áliti góðra sauðfjárræktarmanna, heppilegast að hafa smávaxið og harðgert fé. Því það verður jafn- an að kappkosta, hvernig sem sauðlandið er, að fá vel vöðva- fyllt fé. Stóra féð getur náð þeim kostum, ef landið er gott. Fjárvalið miðist við staðhætti. Fjármenn handleiká" kindurn- ar og hafa margs konar einkenni að leiðarljósi við val kinda. Nokkrar reglur og leiðbeiningar hafa líka verið gerðar til að styðjast við. Eru þær að sjálf- sögðu ógætar íyrir þá, sem ekki hafa sjálfir ákveðnar skoðanir í því efni. En það sem hver bóndi þarf að gera sér Ijóst er það, hvaða fjár- stofn eða hvernig fé hentar bezt þeim skilyrðum, sem jörð hans hefur að bjóða. Ef hann getur glöggvað sig á því, og það gera flestir bændur að meira eða minna leyti, að minnsta kosti með tíð og tíma og eftir þeim ábendingum, sem reynsla þeirra sjálfra segir til um, þá hefur hann ákveðið mark að stefna að. Nokkur útlitseinkenni. Fáein atriði má þó telja að allir sauðfjárræktarmenn þyrftu að hafa í huga, þegar þeir eru að velja lífginrbrar eða lífhrúta, og skal aðeins fátt eitt nefnt. Hausinn á að vera hraustlegur, snoppan fremur stutt og sver og yfirbragðið hraustlegt og vak andi. Fætur frcmur stuttir og sverir og liðabönd sterk, klauf- irnar stuttar. Hálsinn fremur stuttur og mjór fram. Bringan framstæð og breið. Herðar ávalar og bakið breitt og vel holdfyllt. Hupparnir ekki slakir og kindin má ekki hafa mikinn baggakvið. Malirnar eiga að vera breiðar og halla lítið eitt aftur, Lærin verða að vera vel holdfyllt og vöðva- fyllingin að ná sem lengst niður. Þá er það fjárhagsatriði að féð hafi þelmikla og góða ull. Hitt er. aftur á móti smekksatriði, hvernig iitarhátt kindin hefur í andliti. Talinn er það góður kost- ur að kindin sé laus í skinni og húðin rauðleit. Ættfeðuniir. En svo mikilsvert sem það er að velja lífgimbrar á hausti. er rað þó margfalt mikilsverðara að velja lífhrúta, þar sem þeir eiga að verða ættfeður svo fjölda margra einstaklinga. Um byggingarlag þeirra gildir að visu í stórum dráttum það sama um vöxt og útlit, og þegar gimbrar eru valdar. En þar sem meira máli skiptir um að vel tak- ist um val á þeim, verður að vanda það betur og taka fleira til greina. Frjósemi er ættgengur eigin- leiki, þótt vísindin geti þar gripið í taumana og gert kraftaverk, og meðferð fjárins um fengitimann geti líka verkað í sömu átt. Bóndi, sem vill fá fé sitt tví eða þrílembt, þarf auðvitað að þekkja vel ætt hrútsins, sem hann ætlar að setja á vetur og velja hann af þeirri ætt sem sýnt hefur þessa eigin- leika. Vigtina verður að nota rækilega bæði við val lífgimbra og hrúta. Annars hættir mörgum til að látast blekkjast af hæð og lengd kindanna. Ekki má lóga vænstu lömbunum. Það verður að teljast varhuga- verð leið, sem allmargir fjár- bændur fara þó, að slátra á haustin vænstu dilkunum, en láta hina lifa. Það er líka mesti mis- skilningur að verra sé að láta lömb lifa undan gömlum ám, ef þær hafa á annað borð sýnt að látandi sé lifa undan þeim. Samkvæmt reynslunni er alltaf varhugavert að láta þau lömb lifa, sem korka hefur komizt í á vorin, fyrstu vikurnar. Aftur á móti gegnir allt öðru máli um lömb, sem átt hafa gott í fyrstu en síðan t. d. villzt undan og orð- ið af þeim sökum fremur rýr að hausti. Þau lömb eru vel á vetur setjandi, séu þau ættgóð og ekki svo léleg að þau verði etin af á garða. Ungir og gamlir hlakka til gangnanna. Nú fara göngur og réttir í hönd. Börn og fullorðnir hlakka til þess að sjá féð sitt aftur. Sjá litlu lömbin frá vorinu, sem sum eru orðin nærri því eins stór og mæð- ur þeirra. En í önn og umsviíum þess tíma, gleymist stundum að handleika féð af þeirri nærgætni, sem nauðsynlegt er. Börnum og unglingum er hollt að læra sem fyrst, hin réltu handtök, þegar kind er tekin í rétt. Marblettirnir á kjötinu á sláturhúsunum bera þess vitni að ekki er alltaf sem skyldi farið eins varlega í þessu efni og vera þyrfti. Héi' er þetta ekki gert að umtalsefni til að gefa í skyn að sauðfjárbændur fremur en aðrir, fari illa með skepnur, heldur til að minna á þær staðreyndir, að harkaleg meðferð segir illa eftir á sláturhúsunum, og að eitthvað má vafalaust úr því bæta. Því víst er það að flestir eða allir bændur bera mikla umhyggju fyrir sauðfé og öðrum skepnum, sem þeir bera ábyrgð á — vitandi það fullvel og minnugir þess — hvaða skatt þeir að lokum heimta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.